Morgunblaðið - 07.09.1996, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ
Of .,r,^r,,oBy„n _ . nrr . r,-. . r
18 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
VIÐSKIPTI
51% veltuaukning hjá Kælismiðjunni Frosti hf. á fyrstu sex mánuðunum
Hagnaður
nam 3 millj-
ónum króna
KÆLISMIÐJAN Frost skilaði 3
milljóna króna hagnaði á fyrri
helmingi þessa árs, en á sama tíma
í fyrra varð rúmlega 7 milljóna
króna tap af rekstri félagsins.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
nam tæpum 2 milljónum króna en
því til viðbótar kemur rúmlega 4
milijóna króna hagnaður af sölu
fasteigna.
Jónatan S. Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri Kælismiðjunnar
Frosts, segir að þar séu menn
nokkuð ánægðir með þróunina,
enda megi segja að áætlanir fyrir-
tækisins fyrir þetta ár séu þegar
í höfn og ríflega það.
Að sögn Jónatans er stærstur
hluti veltunnar kominn til vegna
starfseminnar hér á landi en lítill
útflutningur sé inni í veltutölum á
fyrri árshelmingi. Hann segir hins
vegar Ijóst að fyrirtækið muni
flytja út fyrir nokkra tugi milljóna
á siðari árshelmingi.
„Það var tekin ákvörðun að ein-
blína á innanlandsmarkaðinn í ár.
Við ætluðum að hafa þetta ár stöð-
ugleikans og reyna að hætta að
vaxa svona hratt. Við vorum með
67% veltuaukningu í fyrra og
ákváðum því að taka þessu rólega
í ár. Þetta er hins vegar 51% veltu-
aukning á milli ára. Við höfum þó
ekki slakað neitt á þeim markmið-
um okkar að ná meiri stöðugleika."
Jónatan segir að verkefnastaða
fyrirtækisins á síðari hluta þessa
árs sé mjög góð. Fyrirtækið hefur
sérhæft sig í framleiðslu á kæli-
og frystikerfum. Starfsemi þess
gengur út á framleiðslu þessara
kerfa, þjónustu við eigin kerfi og
kerfi sem önnur fyrirtæki hafa
framleitt, auk þess sem boðið er
í stærri verk og kerfi hönnuð sér-
staklega fyrir þau.
Jónatan segir að stærsta verk-
efni fyrirtækisins nú sé fram-
leiðsla og uppsetning á frystibún-
aði fyrir nýtt fiystihús hjá Síldar-
vinnslunni, sem ljúka á fyrir þann
15. janúar nk..
Miklar breytingar
á eigendahópi
í gærmorgun áttu sér stað tölu-
verð viðskipti með hlutabréf í
Kælismiðjunni Frosti á Opna til-
boðsmarkaðnum. Þá skiptu um
hendur hlutabréf að nafnvirði 11
milljónir króna, eða sem samsvar-
ar 22% af heildarhlutafé fyrir-
tæksins sem í dag er 49,5 milljón-
ir króna. Gengi viðskiptanna var
l, 75, sem er óbreytt gengi frá síð-
ust viðskiptum.
Jónatan segir að í þessum við-
skiptum hafi núverandi hluthafar
verið að kaupa út hóp hluthafa
sem hafi ákveðið að selja hlut sinn
af ýmsum ástæðum. Þá hafi Þró-
unarfélagið og Hlutabréfasjóður-
inn einnig komið inn sem nýir hlut-
hafar.
„Þeir sem voru að selja eru ein-
staklingar sem vegna síns fjárhags
hafa ákveðið að selja, þarna eru
m. a. einstaklingar sem eru komnir
á eftirlaun og vildu því losa fé út
og það var það sem réði því að
þetta færi á markað. Ég lít á að
þetta hafí verið mjög gott skref
fyrir félagið og að hluthafasam-
setning þess sé nú orðin mjög
heilbrigð," segir Jónatan.
Kælismiðjan Frost hf. Úr milliuppgjör frá 1. janúar - 30. júní 19 Jan.-iúnL Jan.-júní É 96 #
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting
Rekstrartekjur 256,6 169,7 +51,2%
Rekstrargjöld 250,7 179.9 +39.4%
Rekstrarafkoma f. fjárm.kostnað 6,0 (10,2)
Hreinn fjármaqnskostnaður (4,2) (0.01)
Hagnaður (tap)af reglulegri starfsemi 1,7 (10,2)
Aðrar tekjur og gjöld 4,4 0
Hagnaður (tap) tímabilsins 3,1 (7,6)
Efnahagsreikningur Muijónir kmna 30/6 '96 31/12 '95
I Eionir: \ Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals 171,1 26,8 153,1 26,3 +11,8% +1,9%
230,1 220,7 +4,3%
I Skuidir oo eioid fé: I Skammtímaskuldir 140,6 136,0 +3,4%
Langtímaskuldir 167,4 162,4 +3,1%
Eigið fé 62,7 58.3 +7.6%
Skuidir og eigið fé samtals 230,1 220,7 +4,3%
Kennitölur
Eiginfjárhiutfall 27,2% 26,4%
Veltufjárhlutfall 1,22 VeltUfé frá rekstri Milljónir króna 6,8 1,13 (7,3)
OZ hf. kaupir
Lotus Notes hugbúnað
NÝHERJI hf. og OZ hafa gengið
frá samningi sín á milli um kaup
á Lotus Notes^ hópvinnuhugbún-
aði fyrir OZ á íslandi og í Banda-
ríkjunum. OZ, sem vex hratt um
þessar mundir, mun m.a. nota
kerfið sem póstkerfi, til að halda
utan um öll samskipti við við-
skiptavini, hafa eftirlit með verk-
efnavinnu, starfsmannamálum,
innri upplýsingaveitu og til að
safna mikilvægri þekkingu og
miðla henni milli starfsmanna
hvar sem þeir eru staddir í heim-
inum, að því er segir i frétt frá
samningsaðilum.
Hugbúnaðurinn mun koma í
stað Innranetsins, sem OZ hefur
notast við hingað til. Astæðan
fyrir því að fyrirtækið kýs að
skipta um hugbúnað er hinn hraði
vöxtur fyrirtækisins sem veldur
því að lítill tími vinnst til að þróa
eigið kerfi, að því er segir í til-
kynningunni.
Starfsmenn OZ eru nú orðnir
40 talsins. Meginverkefni þess
eru að þróa framtíðarlausnir fyrir
Alnetið. Megináherslur eru á
þrívíddarlausnir og gervigreind.
Fyrsta afurð fyrirtækisins, OZ
Virtual, er fáanleg til reynslu á
heimasíðu OZ á http://www.ny-
heiji.is.
aukningí
prentun
hjá Odda
PRENTUN bóka virðist vera farin
að færast inn í landið á nýjan leik,
m.a. með breyttu fyrirkomulagi á
prentun jólabóka. Hjá Prentsmiðj-
unni Odda hefur prentun bóka auk-
ist um 20-25% miðað við síðasta ár,
ef tekið er mið af þeim verkefnum
sem þegar hafa verið unnin og þeim
verkefnum sem framundan eru.
Að sögn Þorgeirs Baldurssonar,
framkvæmdastjóra Prentsmiðjunnar
Odda, hefur fyrirtækið náð nokkurri
hagræðingu í prentun bóka, m.a.
með því að bjóða útgefendum upp á
svokallaða bókapakka í prentun.
„Við teljum okkur hafa náð nokkrum
árangri og hagræðingu með því að
bjóða upp á þessa bókapakka, en
með þeim teljum við að við höfum
náð inn í landið prentun sem annars
hefði farið út.
I þessum pökkum erum við að
framleiða ákveðnar stærðir á fyrir-
fram ákveðnum tíma. Með því að
notfæra sér þetta eru menn að fá
hagstæðara verð en áður. Við erum
með þessu að hagræða því við þurf-
um þá ekki sífellt að vera að breyta
vélunum úr einni stærð í aðra.
Það hefur kannski háð okkur svo-
lítið að ekki hefur verið hægt að
skipuleggja framleiðsluna nægj-
anlega vel. Útgeféndur hafa hins
vegar tekið mjög vel í þetta og með
þessu móti hefur okkur tekist að ná
fram umtalsverðri hagræðingu,"
segir Þorgeir.
Aukin prentun fyrir
Bandaríkjamarkað
Þorgeir segir að einnig hafi náðst
nokkur árangur í prentun fyrir
Bandaríkjamarkað. Þar sé oft á tíð-
um um að ræða töluvert stór upp-
lög. „Við erum vongóðir um að eiga
töluverða möguleika í vandaðri
bókagerð fyrir Bandaríkjamarkað.
Þar er ekki um að ræða neina reyf-
ara heldur fyrst og fremst bækur
þar sem mikið er iagt upp úr vand-
aðri framleiðslu."
Nýtt verð-
bréfafyrir-
tæki?
NÝTT verðbréfafyrirtæki er nú í
burðarliðnum og þessa dagana er
unnið að því að afla hlutaíjár til
stofnunar þess undir forystu Jafets
Olafssonar, fyrrum útvarpsstjóra
Islenska útvarpsfélagsins. I samtali
við Morgunblaðið staðfesti Jafet að
þetta væri rétt, en vildi að öðru leyti
ekki tjá sig um málið á þessari
stundu. Sagði hann að málið myndi
skýrast betur upp úr miðjum þessum
mánuði. Jafet vildi ekki gefa upp
hvaða hópur fjárfesta stæði að baki
honum í stofnun þessa fyrirtækis.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í febrúar sl. gerði Almenna lög-
fræðiskrifstofan, sem Sigurður G.
Guðjónsson er í forsvari fyrir, tilboð
fyrir hönd breiðs hóps hluthafa í 47
milljóna króna hlut Sigurðar Helga-
sonar og tengdra aðila í Handsali
12. janúar sl. á genginu 2,1.
Meðal þeirra aðila sem stóðu að
baki þessu tilboði voru aðilar tengd-
ir íslenska útvarpsfélaginu, þ. á m.
Jafet og Siguijón Sighvatsson, kvik-
myndaframleiðandi. Ekki varð þó
af þessum kaupum, þar sem bréfin
voru seld eignarhaldsfélagi Valfells-
bræðra og Lífeyrissjóði Austurlands.
Verði af stofnun þessa fyrirtækis
verður það 7. starfandi verðbréfafyr-
irtækið hér á landi.
Mamma
Óhagstæð vömskipti í júlí
42% aukning
bílainnflutnings
VÖRUSKIPTIN í júlí voru óhagstæð
um 1,1 milljarð króna en þá voru
fluttar út vörur fyrir 9,6 milljarða
króna en inn fyrir 10,7 milljarða fob.
Það sem af er árinu hafa vöruskiptin
þó verið hagstæð og nemur afgang-
urinn 3,6 milljörðum króna fyrstu sjö
mánuði ársins. að því er segir í frétt
frá Hagstofunni. Verðmæti fólksbíla-
innflutnings jókst um 42% á föstu
gengi fyrstu sjö mánuðina.
Fyrstu sjö mánuði ársins voru
fluttar út vörur fyrir 72,5 milljarða
króna en inn fyrir 68,9 milljarða
króna fob. Á tímabilinu nam afgang-
urinn á vöruviðskiptunum 3,6 millj-
örðum króna.
Verðmæti vöruútflutningsins var
9% meira á föstu gengi fyrstu sjö
mánuði ársins en á sama tímabili í
fyrra. Sjávarafurðir voru 78% alls
útflutnings og var verðmæti þeirra
15% meira en á sama tíma árið áður.
Heildarverðmæti vöruinnflutnings
fyrstu sjö mánuðina var 20% meira
á föstu gengi en á sama tíma í fyrra.
Innflutningur sérstakrar fjárfesting-
arvöru er að jafnaði mjög breytileg-
ur frá einu tímabili til annars en að
þeim liði frátöldum reynist annar
vöruinnflutningur hafa orðið 18%
meiri á föstu gengi en á sama tíma
árið áður. Þar af jókst innflutningur
á matvöru og drykkjarvöru um 15%,
fólksbílainnflutningur um 42%, inn-
flutningur annarrar neysluvöru um
11% og innflutningur annarrar vöru
um 20%.
Gjaldeyrisforði rýrnar
GJALDEYRISFORÐI og gjaldeyr-
isstaða Seðlabankans nettó rýrnuðu
um tæplega 3,5 milljarða í ágúst,
einkum vegna lánahreyfinga ríkis-
sjóðs. Á millibankamarkaði seldi
bankinn gjaldeyri fyrir 500 milljónir
króna nettó.
í frétt frá Seðlabanka íslands kem-
ur fram að heildareign Seðlabankans
í markaðsskráðum verðbréfum jókst
um 1,4 milljarða, þar af jókst ríkis-
víxlaeignin um 1,2 milljarða. Samtals
jukust kröfur Seðlabankans á ríkis-
sjóð og ríkisstofnanir um 4,5 millj-
arða í ágúst en höfðu lækkað um
6,2 milljarða frá ársbyijun.
Kröfur bankans á innlánsstofn-
anir jukust um 400 milljónir en höfðu
lækkað um 3 milljarða frá ársbyij-
un. Grunnfé bankans jókst um 300
milljónir í ágúst en hafði lækkað um
700 milljónir frá ársbytjun.
VÖRUSKIPT4W
VIÐ ÚTLÖNDH
Verðmæti vöruút- og innflutnings >
jan.-júlí 1995 og 1996 1995 1996 breyíngá
(fob virði í milljónum króna) jan.-júlí jan.-júlí föstu gengi*
Útflutningur alls (fob) 66.586,5 72.490,9 8,8
Sjávarafurðir 49.092,9 56.333,9 14,6
Ál 7.094,2 7.335,7 3,3
Kísiljárn 1.511,4 1.774,9 17,3
Skip og flugvélar 2.287,8 198,0
Annað 6.600,2 6.848,4 3,7
Innflutningur alls (fob) 57.574,6 68.935,8 19,6
Sérstakar fjárfestingarvörur 1.246,3 3.179,7
Skip 484,8 3.038,0
Flugvélar 727,2 97,2
Landsvirkjun 34,3 44,5
Til stóriðju 3.887,8 3.725,0 -4,3
íslenska álfélagið 3.491,4 3.253,2 -6,9
íslenska járnblendifélagið 396,4 471,8 18,9
Almennur innflutningur 52.440,5 62.031,1 18,2
Olía 4.376,4 5.110,9 16,7
Alm. innflutningur án olíu 48.064,1 56.920,2 18,3
Matvörur og drykkjarvörur 5.739,6 6.602,2 14,9
Fólksbílar 2.740,3 3.889,5 41,8
Aðrar neysluvörur 11.475,4 12.727,4 10,8
Annað 28.108,8 33.701,1 19,8
Vöruskiptajöfnuður 9.011,9 3.555,1
Án viðskipta íslenska álfélagsins 5.409,1 -527,4
Án viðskipta íslenska álfélagsins,
íslenska járnblendifélagsins
og sérstakrar fjárfestingarvöru 3.252,6 1.151,2
Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðah/erð erlends gjaldeyris 0,1%
hærri i janúar-júlí 1996 en á samatíma árið áður. HerMd: HAGSTOFA ÍSLANDS