Morgunblaðið - 07.09.1996, Page 23

Morgunblaðið - 07.09.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 23 Stjórnlagaþing S-Afríku hafnar nokkrum ákvæðum stj órnarskrár draga Stj órnin fengi of mikil völd Auðjöfur styður Blair BREZKI auðjöfurinn Matthew Harding, sem kunnur er fyrir knattspyrnuáhuga sinn og sagður er vera 87. ríkasti mað- ur Bretaveldis, lét í gær eina milljón sterlingspunda, um 104 milljónir króna, af hendi rakna í kosningasjóð Verkamanna- flokksins, en þetta er hæsta upphæð, sem nokkru sinni í 90 ára sögu flokksins hefur borizt í sjóði þess frá einstaklingi. Harding er varaformaður knattspyrnufélagsins Chelsea, sem Major forsætisráðherra styður. Hafa þeir Harding og Major oft hitzt í fyrirmanna- stúkunni á knattspyrnuleik- vanginum og er því hinn yfir- lýsti stuðningur Hardings við Tony Blair, formann Verka- mannaflokksins, þeim mun meira áfall fyrir íhaldsflokkinn og leiðtoga hans. Þinghúsþjóf- ar í S-Afríku ÞINGHÚS Suður-Afríku í Höfðaborg hefur orðið fyrir þrá- látum stuldi frá því aðskilnaðar- stefna stjórnvalda í landinu var afnumin fyrir tveimur árum. Samkvæmt lögregluskýrslum hefur koparklæðningu af þaki þinghússins að verðmæti um 97.000 króna verið stolið, auk þess sem tilkynnt hefur verið um 83 þjófnaði úr þinghúsinu það sem af er þessu ári. Systkin finnast látin TVÖ ung systkini frá Þýzka- landi fundust látin á hótelher- bergi á Mallorca í gærmorgun. Um var að ræða átta ára gamla stúlku og sex ára gamlan dreng. Svo virðist, sem börnin hafi dáið með því að eitri var sprautað í þau. í herberginu fundust bréf, sem benda til þess að faðir barnanna, sem er lækn- ir, hafi ætlað að fyrirfara sér. Hann var hvergi að finna í gær. Hernaðar- sáttmáli VARNARMÁLARÁÐHERRAR nágrannaríkjanna Ungverja- lands og Rúmeníu undirrituðu í gær hernaðar- og öryggissátt- mála, sem gæti orðið mikilvæg- ur liður í að bæta samskipti landanna tveggja, sem ekki hafa ætíð verið með bezta móti. Með sáttmálanum skuldbinda bæði ríkin sig til að skýra hvort öðru frá ölium hreyfingum á heijum og heræfingum nærri landamærum ríkjanna. Má loka á Scientology DÓMSTÓLL í Stuttgart i Þýzka- landi kvað upp úr um það í gær, að sparisjóður þýzku póst- þjónustunnar, Deutsche Post- bank AG, mætti loka reikning- um sem Scienío/ogy-samtökin hefði hjá sjóðnum. Dómstóllinn féllst á þá kröfu sjóðsins, að hann hefði leyfi til að velja sína viðskiptavini, en talsmaður sjóðsins segir hann ekki vilja vera bendlaðan við samtök, sem almenningur álíti glæpsamleg. Mamma Jóhannesarborg. Reuter. ÆÐSTI dómstóll Suður-Afríku, stjórnlagadómstóllinn, hafnaði í gær stjórnarskrárdrögum sem fyrsta þing landsins eftir afnám aðskiln- aðarstefnunnar hafði náð samkomu- lagi um. Nelson Mandela forseti kvaðst fullviss um að málið leystist brátt. Forseti stjórnlagadómstólsins, Arthur Chaskalson, sagði að hann gæti lagt blessun sína yfir flest ákvæði draganna en stjórnlagaþingið þyrfti að breyta mikilvægum ákvæð- um. Dómstóllinn gagnrýnir einkum að meirihlutaflokkurinn á þingi og ríkisstjórnin fái of mikil völd. Dómstóllinn úrskurðaði að stjórn- arskráin fullnægði ekki öllum lág- marksskilyrðum sem samkomulag náðist um í samningaviðræðum Af- ríska þjóðarráðsins, Þjóðarflokksins og smærri flokka á árunum 1990- 1994. Þessi skilyrði voru sett í við- auka við bráðabirgðastjómarskrá, sem gildir frá fyrstu kosningunum eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar 1994 til næstu kosninga árið 1999. Dómstóllinn sagði að stjórnar- skrárgrein um að atvinnurekendur geti aðeins samið við stéttarfélög fyrir milligöngu sambands vinnuveit- enda, gengi þvert á rétt einstakrá atvinnurekenda. Þá tryggði stjórnar- skráin ekki sjálfstæði stofnana og embætta, sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Málamiðlunum hafnað Ákvæði draganna um níu héraðs- stjórnir sættu þó mestri gagnrýni dómstólsins, sem sagði þær fá of lít- il völd. Dómstóllinn hafnaði einnig kafla um völd sveitarstjórna og rétt þeirra til skattlagningar. Úrskurðurinn merkir að dómstóll- inn hafnar flóknum málamiðlunum sem eining náðist um milli Afríska þjóðarráðsins, sem vildi að ríkis- stjórnin fengi mikil völd, og flokka sem lögðu áherslu valddreifingu. Dómstóllinn hafnaði einnig ákvæði ætlað er að tryggja að ekki verði hægt að áfrýja úrskurðum „sann- leiksnefndarinnar" svokölluðu, sem fékk vald til að veita sakaruppgjöf vegna alvarlegra mannréttindabrota á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Úr- skurðurinn merkir að setja verður ákvæðið um sakaruppgjöf í stjórnar- skrána ef fyrirbyggja á áfrýjanir. STAÐFESTING Á GÆÐUM! m 323 Sedan Samkvæmt nýlegum skýrslum þýsku skoðunarstofunnar DEKA, sem árlega framkvæmir skoðanir og mengunarmælingar á um 7 milljónum bíla, eru bílar af MAZDA gerð í besta ástandi allra þriggja til sjö ára bíla. Þetta er enn ein staðfestingin á góðri endingu og vandaðri smíð MAZDA. The ISO 9001 « Certtficate MAZDA er að auki fyrsti og ennþá eini japanski bifreiðaframleiðandinn, sem veitt hefur verið ISO 9001 gæðavottun, en það er æðsta viðurkenning sem framleiðandi getur hlotið. 323 F Við bjóðum nú 1997 árgerðirnar af MAZDA með nýjum innréttingum og auknum búnaði á betra verði en nokkru sinni fýrr! MAZDA 323 kostar frá kr. 1.298 þús. BÍLASALAN OPIN LAUGARDAGA 12-16 - Óbilandi traust! 323 Coupé SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK SÍMI 561 9550 Netfang:www.hugmot.is/mazda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.