Morgunblaðið - 07.09.1996, Side 26

Morgunblaðið - 07.09.1996, Side 26
26 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ t ÆJm h, m mií TTA ára drengur sem átt hefur l heima í útborg Lundúna lungann úr 'klífi sínu kemur til íslands til að heim- sækja ættingjana. í fljótu bragði virðist drengurinn, Jón Sigurður, kallaður Jónsi, ósköp líkur jafnöldrum sínum hér á landi. Hann er ljós yfirlitum, kvikur í hreyfingum og það skemmtilegasta sem hann gerir er að leika fótbolta. Það er ekki fyrr en blessað barnið fer að koma með ýmsar athugasemdir um umhverf- ið að ættingjamir gerá sér grein fyrir að drengurinn er alinn upp við allt annan vem- leika en þau. Honum finnst ekki aðeins merkilegt að geta drukkið vatnið úr krana og þurfa ekki að kaupa það rándýrt á flösku eða kút. Enn skrýtnara finnst honum að geta bara lagst á magann við læk úti í náttúrunni og drakkið vatnið úr honum. í fyrstu var hann alls ófáanlegur til þess því hann vissi að það gat reynst stórhættulegt vegna mengun- ar í landinu þar sem hann hefur alist upp. Þetta atvik gerðist einmitt þegar hann heimsótti ættingjana sem dvöldu á ættaróðali fjölskyldunnar að Oddsstöðum á Melrakka- sléttu sem nú þjónar hlutverki sumarleyfis- dvalarstaðar en þar laukst upp fyrir honum alveg nýr heimur. Einn daginn kom Jónsi hlaupandi inn í bústaðinn og var mikið niðri fyrir, togaði í stæðilegan frænda sinn og bað hann koma með sér niður að sjó. Þegar þang- að kom benti Jónsi á sel sem lá þar makinda- lega á steini. Vildi hann að frændinn aðstoðaði hann við að koma selnum í sjóinn þar sem hann ætti heima. Frændinn útskýrði að selur- inn væri bara í sólbaði og þegar hann hefði fengið nóg af því kæmi hann sér sjálfur í sjó- inn. Jónsi hafði aftur á móti séð í sjónvarps- fréttum og heyrt sögur af selum og hvölum sem lent höfðu í ýmsum hremmingum og JÓNSI er barnameistari Oddsstaða í túttukasti, hann er líka mikill áhugamaður um fótbolta, hér er hann með Arsenal trefilinn sinn. VlBrutmJij Hann býr í útjaðri stórborgar og kom til að heimsækja ------------------————_—----------------------------- ættingjana á Islandi og kynntist þá ýmsu sem kom honum verulega á óvart. Hildur Einarsdóttir skyggn- ist inn í reynsluheim Jóns Sigurðar Péturssonar Róbertssonar. Greenpeace eða einhverjir álíka höfðu bjarg- að, það var von að drengurinn misskildi ástandið. fieta menn átt et//- ur ng fjöll? Jónsa fannst líka skrýtið að menn skyldu geta átt svona stórt land eins og var i kringum Oddsstaði og jafn- vel heilt fjall eða eyju. Hann var heillaður af víðáttunni, það sást ekki í hús í margra mílna íjarlægð. Hann sem hafði vanist því að leika sér í litlum garðskika bak við húsið þeirra heima, þar sem stóð hús við i hús svo langt sem augað eygði. Hann var líka ófáanlegur í íyrstu til að klifra yfir gh’ðingar, slíkt var alveg bannað á hans heimaslóðum. Jónsi hafði gaman af að geta farið út í náttúruna og tínt mat- inn upp af jörðinni, sveppi, fjallagrös, og ber og hann var eldsnöggur að tína. Það var æði að fá krækiberjasaft út á grautinn og hann tíndi stærsta sveppinn af öllum en fjallagrasasúpan var „ógeðslega vond“. Annars finnst honum maturinn á Islandi góður, ekki síst fiskur og pylsur, en slátrið finnst honum „soldið vont“. Við sumt vai- hann hræddur og kríurnar þegar þær steyptu sér ógn- andi niður að honum eins og þær ætluðu að gogga í höfuðið á honum. „En þær era bara að passa eggin og segja okkur að fara burt,“ segir hann þegar hann er farinn að venjast þeim. Honum var kenndur munurinn á á og hrúti. Jónsi hefur vanist því að tala ensku heima hjá sér í Harpenden. Mamma hans, Herdís Dögg Sigurðardóttir, talar stundum við hann íslensku en bæði stjúpfaðir hans, Carey Moulder, og vinir hans tala eingöngu ensku. En hann hefur verið duglegur að æfa sig á ís- lenskunni síðan hannLom til íslands. Auðvit- að talar hann stundum svolítið bjagað mál en það gerir ekkert til, æfingin skapar meistar- ann. Jónsi fór í fyrsta skipti í sund á Islandi. í Harpenden er engin almennings sund- laug, fólk verður að vera meðlimir í heilsu- ræktarklúbbi til að komast í laug sem getur kostað mikla peninga. Sund er heldur ekki kennt í almennum skólum. Jónsi naut þess að fara í sund, ekki síst í sundlaugina á Vopna- firði sem er uppi í hárri fjallshlíð. I fýrstu gleypti hann mikið vatn en amma hans, Borg- hildur Anna Jónsdóttir, hefur verið að kenna honum að synda og kafa svo hann er farinn að geta bjargað sér ágætlega. Þarf eldu' að vera hræddur úti á hi/nldin Jónsi hefur lært margt merkilegt á eins og hálfs mánaðar dvöl sinni hér á landi en hann hefur líka lært ýmsa ósiði eins og að borða mikið sælgæti. Hann segir að á Islandi borði krakkar miklu meira gott en úti í Bretlandi. Uppáhaldið hans er bland í poka. Hér eru krakkarnir líka soldið gráðugir í gottið. Þegar Jónsa var gefinn ís í sjoppu á Raufarhöfn stuttu eftir að hann kom tók hann við ísnum úr hendi búðarstúlkunnar og þakkaði henni fyrir. Frændsystkini hans voru búinn með hálfan sinn ís þegar Jónsi spurði loks kurteis- islega, „má ég byija“. Afgreiðslustúlkan var svo hrifin af hæverskunni að hún bauð drengnum innfyrir búðarborðið til að skoða herlegheitin. Jónsi hefur líka lært þann ósið af íslenskum krökkum að vilja ekki fara að sofa á kvöldin fyrr en seint og síðarmeir. Heima í Harpenden er hann kominn í háttinn upp úr klukkan átta en hér bendir hann bara út um gluggann og segir: „Það er ennþá dagur“ og neitar að fara í rúmið. Þá er klukkan ef til vill að verða ellefu. Hann sér líka krakkana í ná- grenninu vera að leika sér úti. Hvers vegna má hann þá ekki gera það líka? Það er mikið frjálsræði á Island, „ ...og maður þarf ekkert að vera hræddur þótt maður sé seint úti á kvöldin eða einn heirna," segir hann. Og hér má líka pissa úti án þess að vera sektaður. Já, Jónsi fer reynslunni ríkari heim til sín í stórborgina. Hann fer líka með meistaratitil í túttukasti upp á vasann. Því hann varð barna- meistari í þeirri grein á Oddsstöðum. Túttukast gengur út á það að sparka sem lengst af sér gúmmískónum sem er afar nýti- legur skófatnaður í sveitinni. Jónsi Ætlar að taka gúmmískóna heim með sér og sýna vin- um sínum íþróttina. Er frelsað fólk veikara fyrir? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR FJALLAR UM FURÐUR SÁLARLÍFSINS Spurning: í pistli þínum um dul- skynjun nýlega kemur fram að þeir sem hafa veikari varnarhætti séu næmari og hafi meiri dul- skynjunarhæfileika. í framhaldi af því langar mig að spyrjahvort fólk með sterka trúarsannfær- ingu. sé viðkvæmara fyrir ytri áhrifum og fari þess vegna í nokkurs konar trúarvímu. Er því hættara við geðsjúkdómum en öðra fólki? Svar: Ýmsir fræðimenn hafa velt fyrir sér spurningum í þessa vera og rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort trúarlíf manna hafi áhrif á geðheilbrigði þeirra til hins betra eða verra. Trú fólks er í flestum tilvikum stór þáttur í sálarlífí þess, þótt allflestir, ekki síst hér á landi, flíki trú sinni lítt og líti á hana sem einkamál, sæki sjaldan kirkju og taki ekki þátt í safnað- arstarfi. Margir era efasemdar- menn, en aðrir hafa þróað með sér trúarsannfæringu frá barn- æsku. Flest bendir til þess að trú- in veiti þeim öryggi og styrk og treysti þar með vamir þeirra og hæfni til að mæta áfóllum og al- mennt að lifa lífinu. Þeir sem ekki era trúaðir geta haft jafngóðar varnir og persónustyrk, en styðj- ast þá við önnur lífsgildi. Annar hópur trúaðs fólks era þeir sem hafa skyndilega eða á skömmum tíma snúist til heitrar trúarsannfæringar og taka af eld- móði þátt í trúarathöfnum og þá helst innan safnaða sem rækta og boða trú sína á annan og virkari hátt en tíðkast í almennu safnað- arstarfi í landinu. Þetta er að sjálfsögðu ekki einlitur hópur, en það er að miklu leyti sameiginlegt með þessum einstaklingum að þeir telja sig hafa „frelsast" við þessi umskipti. Það er væntan- lega þessi hópur fólks sem spyrj- andi á við. Fjölmörg dæmi era um það að einstaklingar frelsist til trúar eftir langvarandi erfiðleika eða alvar- leg áfóll, eftir að önnur bjargráð leystu ekki vanda þeirra. Það er þó ekki einhlítt og bendir margt til að persónuleiki og skapferli fólks ráði því ekki síður að það kýs að rækta trú sína á þennan hátt. Ef það er opið og hrifnæmt vill það fá að tjá trú sína á óþving- |^\| Frelsun aðan og glaðværan hátt, og gleðin færir þeim sælutilfinningu sem mætti stundum nefna trúarvímu. En er þetta hrifnæmi þeirra ekki einmitt staðfesting á því að þeir hafi veikari vamarhætti en aðrir, á sama hátt og þeir sem era næmari fyi-ir dulskynjun? Það kann í mörgum tilvikum að vera rétt, en ekld má gleyma því að persónustyrkur ræðst ekki aðeins af styrkleika varnarháttanna. Of stífar vamir, sem koma í veg íyrir innsæi í eigið sálarlíf og annarra, geta verið óheppilegar og skapað vissan aðlögunarvanda. Næmi, á hinn bóginn, er verðmætur eigin- leiki hjá manni svo fremi hann hafi hæfilegar vamir og persónu- styrk að öðra leyti. í flestum til- vikum eflir trúarsannfæringin innra öryggi og sjálfstraust og gerir menn hæfari að glíma við dagleg vandamál og mæta áfóll- um. í hugsýki og geðveiki eru trú- arlegar hugmyndir oft mjög áber- andi og þá jafnvel sem hluti af ranghugmyndakerfi sjúklingsins. Sumir vilja því álykta að trúarlíf sjúklingsins hafi valdið geðsjúk- dómi hans. Nú era trúmál, eins og áður er getið, mikilvægur þátt- ur í sálarlífi fjölda manna, án þess að þeir telji sig sérstaklega trú- aða og bæli jafnvel þessar hugs- anir og tilfinningar. Við geðsjúk- dóm koma þessar hugsanir upp á yfirborðið og þá ekkert fremur hjá þeim sem era opinberlega heittrúaðir eða frelsaðir en hin- um. Því má fremur líta svo á að geðsjúkdómurinn valdi eða komi fram í trúarragli en að trúarlífið valdi geðsjúkdómnum. Margar athuganir hafa verið gerðar erlendis á því hvort fólki í heittrúarsöfnuðum sé hættara við geðsjúkdómum en öðrum. Flestar rannsóknir benda til þess að tíðni geðsjúkdóma hjá einstaklingum í þessum trúarsamfélögum sé ekki meiri en gengur og gerist hjá öðra fólki, og sumar rannsóknir sýna jafnvel hið gagnstæða. Rannsóknir sem gerðar hafa ver- ið á nokkrum sértrúarhópum í Bandaríkjunum sýndu til dæmis að tíðni alvarlegra geðsjúkdóma var mun lægri í þessum hópum en meðal almennings. Menn hafa velt fyrir sé skýringum á þessu. Talið er skipta mestu hve ein- staklingar í þessum trúarsamfé- lögum fá mikinn stuðning frá hópnum. Söfnuðurinn sér um sína, verndar þá og tekur á vandamálum þeiira áður en í óefni er komið. Varhugavert er að alhæfa of mikið í þessum efnum. Bæði trú- arsamfélögin og einstaklingarnir innan þeirra eru margs konar. Vafalaust er að finna þar marga sem þangað hafa leitað vegna þess að þeir voru veikir fyrir. Flest bendir þó til þess að al- mennt veiti þátttaka þeirra í heit- trúarsöfnuðum þeim aukinn styrk og efli vamir þeirra fremur en að brjóta þá niður og leiða til geð- sjúkdóma. • Lesendur Morgunbhidsius getíi spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggurá hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukk/ui 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.