Morgunblaðið - 07.09.1996, Page 28
28 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
AÐSEIMDAR GREIIMAR
MORGUNBLAÐIÐ
Er aukin eyðsla for- Athyglisverð
senda hærri launa? sa£a fra Isafirði
FLESTIR eru sam-
mála um að hagvöxtur
eigi að leiða til
hækkunar raunlauna.
Sú krafa er líka rétt-
mæt ef hagvöxturinn
byggist á varanlegri
framleiðniaukningu
vinnuaflsins. Krafan er
hins vegar ekki rétt-
mæt ef um skamm-
tímahagsveiflu er að
ræða. I nýjustu efna-
hagsáætlun Þjóðhags-
stofnunar er því spáð
að landsframleiðsla
verði 4,5% meiri í ár
en á síðasta ári. Til
samanburðar er því
spáð að landsframleiðslan hækki
að meðaltali um 2,1% í löndum
OECD. Þessi vöxtur er því mjög
mikill í alþjóðlegum samanburði.
Við slík tíðindi er eðlilegt að spyrja
hvort aukning landsframleiðslu hér
á landi í ár sé varanlegur hagvöxt-
ur, byggður á framleiðniaukningu
og forsenda launahækkana eða
einungis hluti af skammtímahag-
sveiflu.
Hagsveifla en ekki
hagvöxtur...
Fyrirséð er að heimilin í landinu
auki skuldir sínar um hart nær 40
m. kr. á þessu ári. í því felst tæp
50% aukning í lántökum heimil-
anna frá síðasta ári. Því er Ijóst
að talsverðrar bjartsýni og vænt-
inga um hækkun launa gætir hjá
þessum hornsteini hagkerfisins.
Frá sjónarhóli hagstjómar væri
réttlætanlegt að taka lán við nú-
gildandi aðstæður yrði þeim varið
til fjárfestinga sem bæru arð um-
fram vexti. Sólarlandaferðir og
nýjar bifreiðar, sem skýra að stór-
um hluta aukin útgjöld heimilanna
að undanförnu, flokkast vart undir
slíkar fjárfestingar.
Niðurstöður hagrannsókna sýna
að lántökur heimilana skýra um
42% af hagvextinum í ár. Sá hluti
hagvaxtarins er ekki varanlegur.
Reyndar draga þessar lántökur úr
vexti landsframleiðslu, sem nemur
rúmum 4%, sé til langs tíma litið.
Umframeyðsla heimilanna slævir
því langtímahagvöxt. Launahækk-
un á grundvelli skammtíma hag-
sveiflu sem þannig er sköpuð er
því ávísun á óstöðugleika, vaxandi
verðbólgu, hærri vexti
en ella og rýrari trú
fjárfesta á íslenskt
hagkerfi. Þar með
væri mikilvægasta
áfanga í hagstjórn hér
á landi síðustu áratugi
fórnað fyrir misskiln-
ing.
... að stórum hluta
Sem betur fer er
hagvöxturinn í ár ekki
að öllu leyti hag-
sveifla. Niðurstöður
hagrannsókna sýna að
hinn varanlegi hag-
vöxtur ársins sé um
2,6% sem er ekki Ijarri
því sem hann er að meðaltali í lönd-
unum í kringum okkur. Hann má
m.a. rekja til vaxandi fjárfestinga
í atvinnulífínu og auknum fiskafla,
bæði vegna úthafsveiða og aukinna
aflaheimilda. Það eru góð tíðindi
og vonandi að sjávarafli og fjár-
festing, sem hér hefur verið hættu-
lega lítil um langt skeið, haldi
áfram að aukast. Þessi árangur
er afrakstur þrotlausrar baráttu
fyrir bættri stöðu iðnaðar í landinu
á undanförnum árum og skynsam-
legrar nýtingar þjóðarinnar á auð-
lindum hafsins. En geta heimilin í
landinu byggt á þessu raunhæfar
væntingar um launahækkanir?
Hvað varðar afrakstur af auknum
fjárfestingum í atvinnulífinu er
svarið játandi. Hvað varðar af-
rakstur af auðlindum hafsins er
svarið hins vegar neitandi. Ekki
ber að skilja þetta svo að þjóðin
eigi ekki síðari hluta launahækk-
unarinnar skilið. Staðreyndin er
bara sú að alþingismenn hafa fyrir
hönd þjóðarinnar og að henni for-
spurðri gefið fáum útvöldum út-
gerðarmönnum þessa launahækk-
un. Án veiðileyfagjalds nýtur þjóð-
in ekki afrakstursins.
Hafa væntingar þegar leitt til
of mikilla launahækkana?
I efnahagsspá Þjóðhagsstofnun-
ar er gert ráð fyrir að kaupmáttur
ráðstöfunartekna á mann aukist
um 4,5% á þessu ári. Það er veru-
leg hækkun og spurning hvort hún
sé fyrirtækjunum í landinu ofviða.
Sé raunin sú leiðir sú launahækkun
til verðbólgu, gjaldþrota og aukins
atvinnuleysis. Segja má að ávísun
Á að miða við hag-
sveiflu, spyr Ingólfur
Bender, sem lands-
menn hafa skap^ð með
umframeyðslu?
á slíka launahækkun sé innstæðu-
laus og að yfirdráttai'vextirnir á
þeim reikningi séu háir. Til er
mælikvarði, sem nefnist raun-
gengi, á það hvort svo sé. Hækkun
raungengisins segir til um að sam-
keppnisstaða útflutnings- og sam-
keppnisgreina hér á landi gagnvart
erlendum keppinautum hafi versn-
að að því gefnu að viðskiptakjör
séu nokkuð stöðug. Samkvæmt
nýjustu spá Seðlabankans er raun-
in sú. Bankinn spáir því að raun-
gengið, mælt á þennan hátt, hækki
um 2,6% í ár. Það eru slæm tíðindi.
Af hverju allar þessar
væntingar?
Væntingar um launahækkanir
umfram framleiðniaukningu eru
efnahagslífinu hættulegar. Af bit-
urri reynslu eru afleiðingarnar
þjóðinni kunnar. Það er því
ábyrgðarlaust að kynda undir slík-
um væntingum. Engu að síður hafa
verkalýðsfélögin gert sig sek um
það að undanförnu. Af þeirra hálfu
er krafist að um áramótin, þegar
samningar losna, verði félags-
mönnum þeirra tryggður sá kaup-
auki sem hagvöxturinn gefur tilefni
til. Hvaða hagvöxtur? Er ætlunin
að miða við þann hagvöxt, eða öllu
heldur hagsveiflu, sem heimilin í
landinu hafa skapað með umfra-
meyðslu vegna bifreiðakaupa og
sólarlandaferða? Með því væri verið
að segja að heimilin gætu keypt
sér hækkun launa á afborgunum.
Slíkt er rökvilla.
Efla þarf þjóðhagslegan
sparnað?
Til að forða þjóðinni frá neikvæð-
um áhrifum þenslunnar og vega
upp á móti áhrifum af umfra-
meyðslu heimilanna er mjög mikil-
vægt að hið opinbera dragi úr
hreinni lánsfjárþörf sinni. Skila
þarf rekstri ríkissjóðs á þessu ári
með jafnlitlum halla og kostur er.
Rekstri næsta árs ætti síðan að
skila með afgangi. Sveitarfélögin
þurfa einnig að draga úr útgjöldum
sínum samfara óbreyttum eða
hækkandi tekjum. Ríkisfyrirtæki
og sjóðir ættu heldur ekki að taka
lán umfram afborganir. Þannig
mætti hvetja atvinnulífíð til fjár-
festinga og slá á heildareftirspurn
og þar með draga úr hættu á verð-
bólgu. Aðhald í opinberum fjármál-
um er því bæði sverð og skjöldur
í þessari baráttu.
Það er mikið réttlætismál fyrir
þjóðina að fá notið afraksturs auð-
linda hafsins. Réttlætinu mætti ná
fram með veiðileyfagjaldi. Að auki
er slík gjaldtaka tæki til að hamla
þenslu í þjóðarbúskapnum á við þá
sem við nú búum við. Samhliða
aðhaldi hjá hinu opinbera væri því
skynsamlegt að taka þann hluta í
hækkun raungengisins, sem rekja
má til aukins afla, inn í formi veiði-
leyfagjalds.
Að lokum ber að draga úr fölsk-
um væntingum um hækkun launa.
Með því að boða miklar hækkanir
launa um næstu áramót er verið
að slá ryki í augu landsmanna.
Með slík loforð að leiðarljósi er
ráðist í lántökur umfram greiðslu-
getu. Afleiðingarnar fá launa-
hækkanir sjaldnast bætt.
Höfundur er hagfræðingur
Samtaka iðnaðarins.
I EFTIRTEKTAR-
VERÐRI ræðu sem
forseti íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson,
flutti á ísafirði á
dögunum vakti hann
máls á þeirri byltingu
sem er orðin á sviði
Ijarskiptamála.
krafti þeirrar boð-
skiptatækni sem færir
heimamarkaðinn
beint til hvers og eins
geta Vestfirðir, Norð-
urland eða Austfirðir
vissulega skarað fram
úr. Reykjavíkursvæð-
ið er ekki lengur nauð-
synlegur áfangastað-
ur heldur byggðarlag á sama báti
ogöll hin,“ sagði hann í ræðu sinni.
Ennfremur vék hann að því end-
urmati sem fram þyrfti að fara á
byggðamálum og sagði: „Umræð-
an um byggðavanda íslendinga
þarf vissulega að færast á byijun-
arreit. Hún þarf að eignast nýtt
upphaf þar sem tækifæri hugbún-
aðartækninnar og boðskiptabraut-
ir heimsviðskiptanna eru forsendur
breyttrar stefnu og nýrra aðferða.
Hún þarf að taka mið af þeirri
staðreynd að dýrmætasta auðlind-
in felst í fólkinu sjálfu; hæfni,
menntun og áræði sérhvers ein-
staklings. Mannauðurinn mun ráða
úrslitum í samkeppni byggða og
þjóðlanda á nýrri öld.“
Ótrúlegt ævintýri
Það er ástæða til þess að taka
mjög undir þessi orð og vekja um
leið athygli á því hvernig þessi
boðskiptabylting er að birtast okk-
ur þessa mánuðina með ótrúlegum
hætti á ísafirði.
Hjá Skipasmíðastöðinni hf. á
Isafirði, er einmitt að gerast heil-
mikið ævintýri sem byggir á ná-
kvæmlega þessu sem hér hefur
verið gert að umræðuefni. Þar er
nú í smíðum nýtt og myndarlegt
skip fyrir útgerðarmenn á Sauðár-
króki, sem út af fyrir sig er heil-
mikil frétt eftir alla þá ládeyðu sem
hefur ríkt í skipasmíði hér á landi
undangengin ár.
Það sem enn meiri tíðindum
sætir þó, er það hvernig staðið
hefur verið að tæknilegum undir-
búningi vegna þessa skips.
Samstarf aðila í tveimur
heimsálfum
Tæknimenn Skipasmíðastöðvar-
innar sáu um frumundirbúning að
hönnun skipsins. Þar voru línur
lagðar með væntanlegum eigend-
um um fyrirkomulag og helstu
mál. En eins og allir vita er hönn-
un skipa flókin og krefst tækni-
þekkingar og sérhæfðrar kunn-
áttu. Það er ekki nóg að gera sér
grein fyrir meginlínum skipsins,
heldur þarf að hanna mjög ná-
kvæmlega hverja einustu aðgerð
sem er að baki því að smíða heilt
skip. Öll er þessi þekking til staðar
í miklum mæli hjá Skipasmíðastöð-
inni hf. á ísafirði. Það var því ekki
að ástæðulausu að skagfirsku út-
gerðarmennirnir kusu að gera
verksamning við einmitt þessa
skipasmíðastöð.
Forsvarsmenn Skipasmíða-
stöðvarinnar hf. á ísafirði leituðu
til íslensks skipaverkfræðings, sem
er núna búsettur vestur við Kyrra-
háfsströnd; í Seattle í Bandaríkjun-
um. Niðurstaðan varð sú að hann
tók að sér að vinna allar vinnu-
teikningar vegna skipsins. Þessi
hönnunarvinna fer að sjálfsögðu
öll fram í tölvu þarna vestast í
Bandaríkjunum. Þegar teikning-
arnar eru tilbúnar eru þær sendar
með nútíma tölvusamskiptum um
hálfan hnöttinn inn á tölvu Skipa-
smíðastöðvarinnar á
ísafirði. Tölvustýrð
vél meðtekur boðin
þaðan og sér um að
skera niðui' efni í skip-
ið, nákvæmlega eins
og hönnuðurinn vest-
ur í Seattle hafði gert
ráð fyrir. Með þessu
fyrirkomulagi er unnt
að samnýta tækni-
þekkingu manna á
ólíkum stöðum í heim-
inum og þann hug-
búnað sem til þarf og
er til reiðu.
Reynslan af þessu
er orðin þó nokkur og
öll á hinn besta veg.
Tölvusamskiptin ganga snurðu-
laust fyrir sig. Skipasmíðastöðin
nýtir sér verkþekkingu sem hún
þarf á að halda, þó um langan veg
sé að fara. Þarna leggja þeir sam-
an, skipaverkfræðingurinn sem sit-
ur á skrifstofu sinni vestur við
Kyrrahafsströnd og tæknimenn-
irnir og skipasmiðirnir niður í Suð-
urtanga á Isafirði. Samskiptamáti
þeirra er tölvan og nútíma fjar-
skipti. Afraksturinn er að birtast
okkur í nýju og glæsilegu skipi sem
afhent verður eigendum sínum nú
á haustdögum.
Nýjar leiðir opnast
Þetta athyglisverða og óvenju-
lega dæmi sýnir okkur hvernig
fjarskiptabyltingin er að opna nýj-
ar leiðir fyrir atvinnulífið. íslend-
ingar þekkja manna best til þess
Hér er komin ný við-
spyrna, segir Einar K.
Guðfinnsson, fyrir
landsbyggðina.
hvernig hanna eigi og útbúa fiski-
skip. Fjarskiptin gera það kleift
að senda þær upplýsingar um allan
heim samstundis.
Sú staðreynd hlýtur að leiða til
þess að íslenskum sérfræðingum á
þessu sviði áskotnist verkefni ein-
hvers staðar úti í hinum stóra
heimi.
Sömu sögu er auðvitað að segja
hér innanlands. Fjarskiptatæknin
gerir það að verkum að staðsetning
fyrirtækjanna skiptir í mörgum til-
vikum ekki sama máli og áður,
eins og dæmið frá ísafirði sýnir
og sannar. Möguleikar fyrirtækja
í ólíkum landshlutum til aukins
samstarfs munu margfaldast. Að-
staða til hvers konar ijarvinnslu
hlýtur að taka á sig nýjar og
óvæntar myndir.
Það er þess vegna rétt að fjar-
skiptabyltingin mun greiða at-
vinnulífinu í stijálbýlinu nýja leið.
Ekki er síður vert að vekja á því
athygli að fólk á landsbyggðinni
getur unnið tiltekin verkefni fyrir
aðila sem eru búsettir á allt öðrum
stað á landinu eða jafnvel heimin-
um. Skipaverkfræðingurinn í
dæminu hér á undan hefði í raun
getað verið staðsettur hvar sem
er; jafnt hérlendis sem erlendis, í
sveit eða borg, svo lengi sem ljar-
skiptakerfið næði til hans.
Þess vegna mun þessi bylting
kalla á hugarfarsbreytingu, ekki
bara í atvinnulífinu, heldur ekki
síður hjá hinu opinbera. Umræðan
um staðsetningu ríkisfyrirtækja og
stofnana hlýtur að taka mið af
þessu. Hér er því enn kominn nýr
möguleiki til þess að finna nýja
viðspyrnu fyrir landsbyggðina.
Nýjar sendingar af
skólatöskum.
Ingólfur
Bender
Höfundur er þingmaður.