Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 29 AÐSENDAR GREINAR i. JÓHANN J. Ólafs- son forstjóri og fyrr- verandi formaður Verzlunarráðs ís- lands, ritar athyglis- verða grein um fisk- veiðistjórnina í Morg- unblaðið 1. septem- ber. Greinin er at- hugasemdir við tvær greinar sem ég skrif- aði í Morgunblaðið 24. og 25. júlí og nefndi „Eiga réttlæti og hagkvæmni enn að bíða?“. Tilefni greina minna var að skömmu áður hafði í fyrsta skipti í mörg ár verið tekin ákvörðun um að stækka þors- kveiðikvótann og veiðiheimildum verið úthlutað ókeypis eins og áður. í greinunum lagði ég til að Alþingi setti um það lög í haust að fyrir viðbótarheimildirnar skyldi greiða lágt veiðileyfagjald, 40 kr. á kíló. Skyldi andvirðið, 1,2-1,3 milljónir króna, ekki renna í ríkissjóð, heldur til al- mennings í því formi, að per- sónufrádráttur einstaklinga yrði hækkaður að jafnaði um 750 kr. á mánuði. í því fælist talsverð kjarabót. Sama dag og grein Jóhanns J. Ólafssonar birtist vekur Morgun- blaðið athygli á því í forystugrein að mark- aðsvirði aukningar þorskkvótans sé um 2,5 milljarðar króna. Síðar segir í forystu- greininni: „Það er með engu móti hægt að réttlæta þá ákvörðun stjórnvalda að afhenda útgerðar- mönnum í dag verð- mæti, sem nema tveimur og hálfum milljarði króna, fyrir ekki neitt, sem þeir geta svo tekið til við að selja á morgun og fá beinharða peninga fyrir.“ II. Þegar þessar síðustu greinar okkar Jóhanns J. Ólafssonar eru lesnar kemur í ljós að við erum sammála um kosti og galla núver- andi fiskveiðistjórnar nema að einu leyti en þar er að vísu um mikilvægt grundvallaratriði að ræða. Það lýtur að skilningi á því ákvæði gildandi laga að nytja- stofnar á íslandsmiðum séu sam- eign íslenzku þjóðarinnar og að hlutverki veiðigjalds. Jóhann telur mig vera þeirrar skoðunar að lagaákvæðið þýði að ríkissjóður sé beinn eigandi nytjastofnanna. I samræmi við þetta telur hann Það er meginhlutverk veiðigjalds, segir Gyifi Þ. Gíslason, að ráða bót á því þjóðfélagsranglæti sem viðgengst nú. mig „mæla fyrir þjóðfélagsgerð stórkostlegra ríkiseigna“ og vera í hópi þeirra, sem „halda uppi stöð- ugum áróðri fyrir þjóðnýtingu sem lausn á öllum vanda“. Það er grundvallarmisskilning- ur, að hugmyndin um veiðigjald eigi nokkuð skylt við fylgi við þjóð- nýtingu. Hvorki ég né nokkur annar aðili, sem styður veiðigjald, hefur mælt með þjóðnýtingu ís- lenzks sjávarútvegs. Þeir eru allir sammála um að sjávarútvegurinn skuli fyrst og fremst rekinn af einkaaðilum á grundvelli markaðs- búskapar. Veiðigjald er eitt þeirra stjórntækja, sem beita má við stjórn fiskveiða. Það er ekki skatt- ur á sjávarútveginn heldur afgjald fyrir hagnýtingu verðmætrar auð- lindar. Þegar fyrirtæki greiðir fyr- ir raforku, sem framleidd er af Landsvirkjun, er það ekki skattur, heldur greiðsla fyrir þjónustu, og þannig mætti lengi telja. Það breytir engu um eðli veiðigjaldsins þótt það renni fyrst í ríkissjóð því að löggjafarvaldið hlýtur að taka ákvörðun um ráðstöfun þess í þágu almennings og þjóðarheildar- innar. Auk þess þarf veiðigjaldið alls ekki að renna í ríkissjóð til þess að geta orðið almenningi til hagsbóta, svo sem tillaga mín um veiðigjald af viðbótarheimildunum ber vott um, en hún var um að tekjurnar af veiðigjaldinu yrðu notaðar til að hækka mánaðarleg- an persónufrádrátt við skatt- greiðslu. Ég er ekki heldur þeirrar skoðunar að lagaákvæðið um sam- eign þjóðarinnar á nytjastofnunum þýði að ríkissjóður sé beinn eig- andi þeirra. Ákvæðið þýðir að arð- urinn af fiskistofnunum eigi að renna til allrar þjóðarinnar en ekki lítils hluta hennar. Alþingi eigi að taka ákvörðun um réttláta skipt- ingu hans. III. Það er meginatriði í skoðun Jóhanns J. Ólafssonar á því hvern- ig haga skuli fiskveiðistjórninni að fiskistofnana eigi að einka- væða. Ýmsir fræðimenn á sviði fiskihagfræði eru þeirrar skoðunar að hægt sé að beita reglum einka- eignarréttar við hagnýtingu nytja- stofna í sjó og að því eigi að stefna þar eð með því móti verði hagnýt- ing þeirra hagkvæmust. Aðrir eru þeirrar skoðunar að erfiðara yrði að framkvæma slíkar reglur á háfinu en varðandi auðlindir á landi, í öllu falli mundi það taka langan tíma að koma þeim á. Ég er í hópi hinna síðarnefndu. Hug- myndin um einkavæðingu fiski- stofnana getur hins vegar engan veginn talizt í brennidepli þar sem hún er í beinni andstöðu við lagaá- kvæði um sameign þjóðarinnar á þeim en það var samþykkt með samhljóða atkvæðum á Alþingi. Kjarni málsins nú er að fram- kvæma þetta lagaákvæði skyn- samlega og ráðstafa veiðiarðinum réttlátlega til almennings, eins og t.d. hefur í aðalatriðum átt sér stað um olíuarðinn í Noregi. Einkavæðing getur auk þess leitt til ranglætis, eins og dæmi eru um í Rússlandi, þar sem sumir markaðshyggjusinnar eru farnir að krefjast endurþjóðnýtingar á einkavæddum olíufyrirtækjum til þess að koma á réttlátari skiptingu arðsins með einkavæðingu upp á nýtt. Vandamálið, sem nú blasir við í fiskveiðistjórninni, lýtur því ekki að spurningunni um hvort einka- væðing fiskveiðistofnanna sé framkvæmanleg eða ekki og ekki einu sinni heldur að því hvort það sé líklegri leið en önnur úrræði til þess að ná sem mestri hagkvæmni í sjávarútveginum. Meðan auðlind- ir sjávarins eru takmarkaðar verð- ur að stjórna hagnýtingu þeirra með veiðiheimildum. Og meðan það ákvæði er í lögum að auðlind- irnar séu sameign þjóðarinnar verður að ráðstafa fiskveiðiarðin- um í samræmi við það. Meðan fisk- veiðiheimildir eru afhentar án veiðigjalds er þeim, sem heimild- irnar_ fá, afhentur fiskveiðiarður- inn. I því felst óviðunandi þjóðfé- lagsranglæti sem auk þess getur leitt til óhagkvæmni. Það er meg- inhlutverk veiðigjalds að ráða bót á slíku þjóðfélagsranglæti. En jafnframt er það skynsamlegt stjórntæki til þess að bæta úr misrétti milli atvinnugreina og jafna óhagkvæmar sveiflur í þjóð- arbúskapnum. Höfundur er fv. ráðherra og prófessor. Mamma Sameign þýðir ekki þjóðnýtingxi Gylfi Þ. Gíslason Haustnámskeið upplýsingar og skráning í símum 898-3493 & 588-8383 GYM 8oAND Su&uriandsbraut 6 mánudaga kl. 19:15 miðvikudaga kl. 19:15 laugardaga kl. 16:00 AlKlKAI ReyKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.