Morgunblaðið - 07.09.1996, Page 30
30 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 31
fftergBnMa&t
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BREYTT FORM
Á ÞINGSETNINGU
FORSÆTISNEFND Alþingis hefur samþykkt tillögur
um breytingar á setningu þingsins. Tillögurnar miða
að því, að sögn Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis,
að setja ákveðnari blæ á þingsetningarathöfnina. Þær fela
það meðal annars í sér að forsætisráðherra flytur stefnu-
ræðu ríkisstjórnar á þingsetningarfundinum, eftir að for-
setar Alþingis hafa verið kjörnir, en ekki síðar á þingtíman-
um, eins og tíðkast hefur. Umræður um stefnuræðuna
verða síðan kvöldið eftir. Þeim verður útvarþað og sjónvarp-
að, sem hefð stendur til, en stefnt er að því að þær verði
styttri en verið hefur - og þá væntanlega líflegri um leið.
Þingflokkar hafa þessar tillögur forsætisnefndar til at-
hugunar. Með þeim væri stigið eitt skref enn til þeirrar
áttar, að gera vinnubrögð Alþingis skilvirkari, en í þá átt
hefur miðað nokkuð undanfarið. Skrifandi um skilvirkni í
þingstörfum verður ekki komizt hjá að minna á það, enn
og aftur, að starfstíma þingsins má nýta mun betur en
verið hefur lengi undanfarið með því að dreifa þingmálum,
lagafrumvörpum og tillögum til þingsályktunar, betur á
þingtímann.
Tillögur forsætisnefndar eru, sem fyrr segir, skref til
réttrar áttar. Það er ástæða til að fagna þeirri viðleitni
sem sýnd hefur verið undanfarið til þess að færa störf
Alþingis inn í nútímann. Þessi viðleitni mun og skila sér
í breyttu og bættu almannaviðhorfi til þingsins.
VEIKINDIJELTSÍNS
RÚSSLANDSFORSETA
ÞAÐ ER táknrænt fyrir þær miklu breytingar sem átt
hafa sér stað í heiminum á síðustu árum að Borís
Jeltsín Rússlandsforseti skuli koma fram opinberlega í sjón-
varpi og lýsa því yfir að hann fari í hjartauppskurð í
næsta mánuði.
Lengi hefur verið ljóst að Jeltsín gengi ekki heill til
skógar. Hann hefur margsinnis horfið af vettvangi í lengri
og skemmri tíma á síðustu árum og í fyrra var hann tvíveg-
is lagður inn á sjúkrahús í kjölfar hjartaáfalls.
Þeir eru margir leiðtogarnir í Moskvu sem átt hafa við
alvarlegan heilsubrest að stríða á þessari öld. Á tímum
Sovétríkjanna var hins vegar ekki rætt opinberlega um
heilsufar ráðamanna og yfirleitt var það ekki fyrr en við-
komandi gaf upp öndina að greint var frá staðreyndum
málsins.
Þrátt fyrir að mikið hafi breyst í Rússlandi eimir tölu-
vert eftir af þessum hugsunarhætti, eins og greinilega
hefur komið í ljós varðandi Jeltsín. Aftur og aftur hefur
verið gert lítið úr fjarvistum hans og borið við þreytu eða
önnum. Þegar bandarískt tímarit greindi frá því í síðasta
mánuði að Jeltsín þyrfti á hjartauppskurði að halda var
því staðfastlega vísað á bug af nánustu samstarfsmönnum
hans.
Það að Jeltsín skuli nú koma fram opinberlega og greina
frá fyrirhugaðri aðgerð vekur upp vonir um að raunveruleg-
ar breytingar hafi átt sér stað í Moskvu. Það skiptir um-
heiminn miklu hver fer með völdin innan Kremlarmúra.
Einungis eru nokkrar vikur liðnar frá því að Jeltsín vann
afgérandi sigur á frambjóðanda kommúnista í forsetakosn-
ingum. Vissulega hefur margt í stjórnartíð Jeltsíns verið
gagnrýnisvert frá sjónarhóli Vesturlanda. Það er hins veg-
ar óumdeild staðreynd að hann hefur unnið að framgangi
efnahagslegra umbóta og tryggt ákveðinn stöðugleika í
því mikla umróti sem einkennt hefur rússneskt þjóðfélags-
líf síðustu árin.
Umskiptin frá kommúnísku alræði yfir í lýðræðislegt
markaðssamfélag hafa verið erfið og sársaukafull og þeim
er langt frá því að vera lokið. Veikindi Jeltsíns eru því
verulegt áhyggjuefni. Það myndi skapast mikil óvissa í
heiminum ef hann félli frá eða yrði fjarverandi í lengri
tíma eftir aðgerðina. Hins vegar hefði það verið óþolandi
ef reynt hefði verið að hylma yfir þá staðreynd að forset-
inn væri á leið í aðgerð og Vesturlönd orðið að beita gamal-
dags Kremlarfræðum til að átta sig á því hvað væri raun-
verulega á seyði. Nú er að minnsta kosti von til að sú
valdatogstreita, sem óumflýjanlega mun hefjast, fari fram
eftir lýðræðislegum reglum. Jeltsín sjálfur á mestan þátt
í því að svo geti orðið.
BÚIST er við að á næstu vik-
um dragi til tíðinda í um-
ræðum innan stjórnkerfis-
ins og meðal hagsmunaað-
ila í sjávarútvegi og iðnaði um upp-
stokkun á fjárfestingarlánasjóða-
kerfinu. Svo virðist sem samstaða
hafi tekist milli stjórnvalda og iðnað-
arins um að steypa Iðniánasjóði, Iðn-
þróunarsjóði og Fiskveiðasjóði í einn
fjárfestingarbanka, sem veiti lang-
tímalán til atvinnulífsins. I tengslum
við sameininguna verði varið 40%
eiginfjár sjóðanna til að setja á stofn
nýsköpunarsjóð. Þykja mestar líkur
á að þetta verði niðurstaðan.
Fulltrúar sjávarútvegs eru þessu
hins vegar andvígir og þrýsta á um
að látið verði nægja að breyta sjóð-
unum í hlutafélög. Þeir hafa ekki
dregið dul á þá skoðun sína að þessi
lánastarfsemi sé betur koinin innan
viðskiptabankanna. Til stóð að halda
fund stjórnvalda og hagsmunaaðila
þann 23. ágúst sl. til að komast að
endanlegri niðurstöðu en honum var
frestað og er nú beðið eftir næsta
útspili þeirra þriggja ráðherra sem
um málið hafa fjallað.
Þriggja ára aðdragandi
En aðdragandinn að þeirri upp-
stokkun á fjárfestingarlánasjóða-
kerfinu, sem nú virðist ætla að verða
að veruleika, er orðinn alllangur. í
febrúarmánuði árið 1993 skýrði Jón
Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráð-
herra, frá því á sérstökum afmælis-
fundi Félags íslenskra iðnrekenda
að áformað væri að breyta Iðnlána-
sjóði í fjárfestingarbanka, íslenska
fjárfestingarbankann hf. og leggja
Iðnþróunarsjóð síðar til bankans.
Bankinn yrði í eigu samtaka iðnaðar-
ins og ríkisins. Greindi ráðherra frá
því að unnið væri að gerð lagafrum-
varps um stofnun bankans.
Á þeim tíma var gert ráð fyrir
að samtök í iðnaði fengju 40% hluta-
bréfa Iðnlánasjóðs í sinn hlut sem
notuð yrðu sem framlag í sérstakan
þróunarsjóð í bankanum.
Þessi áform náðu hins vegar ekki
fram að ganga og í marsmánuði
1994 eða rúmu ári síðar lýsti Harald-
ur Sumarliðason, formaður Samtaka
iðnaðarins, því yfir á Iðnþingi að
iðnaðurinn liti á það sem hrein svik
að málið hefði verið stöðvað. Það
hafi verið gert að frumkvæði forsæt-
isráðherra og engar viðunandi skýr-
ingar fengist. Heyrst hefði hjá ein-
staka ráðherra að sú hugmynd hefði
komið upp að færa sjóði iðnaðarins
inn í viðskiptabankana til að bæta
eiginfjárstöðu þeirra.
Hugmyndir um
nýsköpunarsjóð lagðar fram
Málið hélt áfram að gerjast á ár-
inu 1994 enda átti eftir að taka
ákvörðun um hvað yrði um Iðnþróun-
arsjóð þegar hann yrði að fullu eign
íslenska ríkisins í mars 1995. Haust-
ið 1994 var sérstökum starfshópi
falið að leggja fram tillögur um
málið sem í sátu þeir Þorkell Helga-
son, ráðuneytisstjórþ viðskipta- og
iðnaðarráðuneytis, Ólafur Davíðs-
son, kollegi hans í forsætisráðuneyt-
inu, Jóhannes Nordal og Finnur
Sveinbjörnsson, þáverandi skrif-
stofustjóri í viðskipta- og iðnaðar-
ráðuneytinu.
Starfshópurinn skilaði inn frum-
varpsdrögum í nóvember 1994 þar
sem lagt var til að eigin fé Iðnþróun-
arsjóðs yrði varið til að setja á stofn
svokallaðan nýsköpunarsjóð. Hlut-
verk sjóðsins átti að vera að efla
íslenskt atvinnulíf, m.a. með því að
stuðla að vöru- og tækniþróun, þróun
þjónustugreina og aukinni sam-
keppnishæfni atvinnulífsins.
Þessar hugmyndir fengu misjafn-
ar undirtektir og í fréttaskýringu í
Morgunblaðinu í desember 1994
kemur fram að þær raddir hafi orðið
háværari sem vilji nota eigið fé fjár-
festingarlánasjóðanna til að styrkja
eiginfjárstöðu Landsbanka Islands.
Voru þessi sjónarmið rakin til Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra en einn-
ig eru þeir Sverrir Hermannsson
bankastjóri Landsbankans og Kjart-
an Gunnarsson formaður bankaráðs
nefndir til sögunnar í þessu sam-
bandi.
Samtök iðnaðarins lýstu yfir
stuðningi við hugmyndir starfshóps-
ins um að breyta Iðnþróunarsjóði í
Fjár-
festing’ar-
bankií
fæðingn?
Eftir þríggja ára aðdraganda virðist nú loks
sjást til lands í viðræðum um að sameina
þijá fj árfestingarlánasjóði iðnaðar og sjávar-
útvegs í einn fj árfestingarbanka. Enn er þó
hart deilt um málið og ríkisstjóminni virðist
nokkur vandi á höndum að sætta ólík sjónar-
mið atvinnuveganna. Kristinn Briem kynnti
sér aðdragandann og þau viðhorf sem uppi eru.
Þrír fjárfestingarlánasjóðir: Úr rekstri
uppnæoir i milljónum kr. Fiskveiða- sjóður Iðnlána- sjóður Iðnþróunar- sjóður Samtals
Eignir 31.12.95 26.282,5 17.051,8 6.430,3 49.764,6
Útlán 23.038,2 14.705,2 5.352,4 43.095,8
Eigið fé 5.205,2 3.080,8 2.329,1 10.615,1
Eiginfjárhlutfall skv. bis 20,99% 30,4%' 36,2%
Hagnaður1995 486,9 159,4 32,2 678,5
Nýsköpunarsjóð, en vöruðu jafn-
framt eindregið við og mótmæltu
hugmyndum um að nota Iðnþróunar-
sjóð til að styrkja eiginfjárstöðu
Landsbankans. Þarna kom upp á
yfirborðið ágreiningur sem verið
hefur um þetta mál allar götur síðan.
Þá bar það jafnframt til tíðinda
haustið 1994 að sjávarútvegsráð-
herra skipaði þriggja manna nefnd
undir forsæti Birgis ísleifs Gunnars-
sonar seðlabankastjóra til að endur-
skoða reglur Fiskveiðasjóðs og
breyta honum í hlutafélag. I tillögun-
um, sem litu dagsins ljós í ársbyijun
1995, er gert ráð fyrir því að sjóðn-
um verði breytt í hlutafélag og bent
á tvo valkosti í því efni. í öðrum er
gert ráð fyrir því að allt hlutaféð
verði í eigu ríkissjóðs.
Niðurstaða nefndarinnar var að
leggja einnig fram tillögu B, þar sem
gert er ráð fyrir því að ríkið ætti
60% hlutabréfa. Hinn hlutinn, 40%,
yrði í eigu sérstaks sjávarútvegssjóðs
og jafnhliða ákveðið að tekjum sjóðs-
ins, sem aðallega verða arður af
eignarhlut hans í Fiskveiðasjóði hf.,.
mætti ekki ráðstafa til annars en
nýsköpunar og þróunar í greininni.
Ráðuneytisstj órar
taka við málinu
Á árinu 1995 var enn mikil óvissa
um hvaða leið yrði farin við upp-
stokkun fjárfestingarlánasjóðakerf-
isins. í febrúar það ár var ákveðið
að framlengja starfsemi Iðnþróunar-
sjóðs timabundið frá 9. mars 1995
til 1. júlí 1996. Jafnframt var með
lögum ákveðið að breyta hlutverki
sjóðsins þannig að hann sinnti ný-
sköpunarverkefnum í auknum mæli.
Á síðustu dögum fyrri ríkisstjórn-
ar vorið 1995 var loks mótuð sú
stefna að breyta Fiskveiðasjóði ann-
ars vegar og Iðniánasjóði og Iðnþró-
unarsjóði hins vegar í tvö hlutafélög
sem tækju til starfa 1. júlí 1996.
Samtímis stofnun hlutafélaganna
yrði stofnuð nefnd fulltrúa ríkisins
og þeirra atvinnuvega sem standa
að sjóðunum er hefði það hlutverk
að undirbúa samruna sjóðanna
tveggja eða gera tillögur um framtíð-
arskipan fjárfestingarlánasjóða at-
vinnuveganna. Þessi stefnumótun
naut eindregins stuðnings Samtaka
iðnaðarins.
I stefnuskrá núverandi ríkisstjórn-
ar var þessari stefnumótun ekki fylgt
eftir heldur einungis boðað að sjóð-
unum yrði breytt í hlutafélag.
Ákveðið var að nefnd þriggja ráðu-
neytisstjóra rifjaði upp málið og legði
fram hugmyndir til ráðherranna.
Eins og fram hefur komið í Morgun-
blaðinu hafa tvær leiðir einkum þótt
koma til greina í þessari atrennu.
Annars vegar hefur sú hugmynd
verið uppi á borðinu að sjóðunum
verði breytt í hlutafélög, en síðan
látið ráðast hvort þeim verði rennt
saman á síðari stigum. Hins vegar
hefur verið rætt um þá leið sem nú
virðist ætla að verða ofan á, þ.e. að
sameina sjóðina þijá í einn fjárfest-
ingarbanka, en sérstakur Nýsköpun-
arsjóður verði klofinn út úr. Nýsköp-
unarsjóðurinn fengi yfir um 40% eig-
in fjár hinna sameinuðu sjóða til
ráðstöfunar eða sem nemur um 4
milljörðum króna.
Svo virtist sem málið væri að kom-
ast í höfn síðastliðið vor og að „sam-
einingarleiðin" hefði orðið ofan á. í
því sambandi má nefna að Þorkell
Helgason, ráðuneytisstjóri í við-
skipta- og iðnaðarráðuneytinu,
skýrði frá því í vor á ráðstefnu um
framtíð iðnaðar að áform væru uppi
um að sameina sjóðina þrjá í einn
fjárfestingarbanka. Enn fremur ætti
að setja á stofn sérstakan Nýsköpun-
arsjóð. Þess væri vænst að nýsköp-
unin gæti tekið gildi um áramótin
1997/1998. Ráðgert væri að eigið
fé bankans yrði 6-8 milljarðar og
útlán í upphafi 45 milljarðar eða
nokkru meira en útlán Búnaðarbank-
ans eða íslandsbanka. Stofna ætti
hlutafélag um bankann sem yrði
einkavætt við hentugleika.
Andstaða útvegsmanna
við sameiningarleiðina
Málið náði hins vegar ekki fram
að ganga í vor að því er virðist vegna
andstöðu fulltrúa sjávarútvegsins við
sameiningarleiðina. Kristján Ragn-
arsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, seg-
ir að með því að sameina fjárfesting-
arlánasjóðina í einn banka sé aukin
áhersla lögð á afskipti ríkisins af
þessum málum vegna þess að þessi
banki eigi að vera alfarið í eigu ríkis-
ins. „Fiskveiðasjóður og Iðnlánasjóð-
ur hafa ekki haft yfir sér yfírbragð
ríkisstofnana heldur fyrst og fremst
atvinnuvegasjóða," sagði Kristján í
samtali við Morgunblaðið. „Þess
vegna hefði ég talið að það væri
eðlilegast að nálgast þetta mál með
þeim hætti að breyta sjóðunum í
hlutafélög, sameina iðnaðarsjóðina,
Iðnlánasjóð og Iðnþróunarsjóð, í eitt
hlutafélag og breyta Fiskveiðasjóði
í annað hlutafélag. Með þessari leið
er einnig hægt að tappa af þeim
eigin fé og búa til nýsköpunarsjóð.
Það eigi hins vegar að geyma það
að ákveða hvað verður um sjóðina
þangað til reynsla er komin t.d. á
einkavæðingu bankanna og í ljós
kemur hvort þessi starfsemi geti
aðlagast bankastarfseminni með ein-
hverjum hætti eða hvort gripið yrði
til þess að breyta þessu í einn sjóð
sem þá yrði strax seldur.
Ef Fiskveiðasjóði, Iðnlánasjóði og
Iðnþróunarsjóði yrði breytt í hlutafé-
lög núna þá mætti að mínu mati
byija að selja það hlutafé strax. í
hinum hugmyndunum er talað um
að ríkið eigi þetta að minnsta kosti
næstu fimm ár. Þetta er ekki einka-
væðing í neinum skilningi heldur
aukin áhersla á ríkisrékstur í banka-
starfseminni.“
Kristján bendir enn fremur á að
Fiskveiðasjóður eigi 90 ára sögu að
baki og hafi alla tið verið nátengdur
sjávarútveginum. „Okkur finnst að
þessi tengsl rofni mikið með þessum
hugmyndum og nánast sé verið að
taka sjóðinn í eigu ríkisins." Hann
lagði áherslu á að eigið fé sjóðsins
væri að meirihluta myndað með
framlögum greinarinnar sjálfrar
þ.e.a.s. sérstöku útflutningsgjaldi
sem rann í sjóðinn.
„Bankarnir eru of litlir“
Sveinn Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, staðfesti
í samtali við Morgunblaðið að sam-
tökin hefðu í stórum dráttum stutt
tillögur ráðuneytisstjóranna með
ákveðnum breytingum. „Við höfum
verið inni á þeirri línu að taka strax
ákvörðun um sameiningu en erum
andsnúnir þeirri hugmynd að breyta
þessum sjóðum einungis í hlutafélög
og sjá svo til. Við teljum að það sé
ekki eftir neinu að bíða að mynda
einn öflugan sjóð og það muni skaða
sjóðina að bíða með það.“
Sveinn benti á að það væri betra
fyrir atvinnulífið, sérstaklega iðnað-
inn, að stofna einn öflugan sjóð sem
væri samkeppnisfær og gæti veitt
fjárfestingarlán með lágmarks-
vaxtamun. Það væri einfaldlega hag-
kvæmara en að breyta þessum sjóð-
um í deildir í bönkunum. „Bankarnir
eru of litlir til að þjóna okkar stærri
fyrirtækjum, bæði með rekstrarlán
og fjárfestingarlán. Ef sú yrði niður-
staðan myndi það efla bankana, en
yrði væntanlega til þess að stærri
fyrirtækin myndu leita til útlanda
eftir sínum fjárfestingarlánum í
framtíðinni. Iðnaðurinn hefur litið
svo á að greinin hafi verið að byggja
upp Iðnlánasjóð og borga í hann í
áratugi. Tilgangurinn var ekki sá
að laga eiginfjárstöðu ríkisbank-
anna.“
Þorsteinn Ólafsson
verði bankasljóri
En af hvaða stærðargráðu yrði
hinn nýi banki sem rætt er um að
stofna og hvernig yrði fjármögnun
Nýsköpunarsjóðs háttað? Eigið fé
hinna sameinuðu sjóða er samtals
um 10 milljarðar, en gert er ráð
fyrir að 4 milljarðar renni til nýsköp-
unarsjóðsins þannig að eigið fé bank-
ans yrði 6 milljarðar. Heildarútlán
bankans yrðu á bilinu 40-50 milljarð-
ar, eins og sést á meðfylgjandi töflu.
Tvær leiðir hafa þótt koma til
greina varðandi þessa íjármögnun
nýsköpunarsjóðsins. Annars vegar
er rætt um að sjóðurinn njóti arðs
af einhveijum hlutabréfum í bankan-
um en það þýddi að fjármálaleg
tengsl bankans og sjóðsins yrðu við-
varandi. Jafnframt þyrfti þá að
ákveða hvernig aðild sjóðsins að
bankaráði bankans yrði háttað.
Sú leið hefur hins vegar þótt mun
heppilegri að hafa engin valdaleg
eða fjármálaleg tengsl þarna á milli.
Bankinn verði einfaldlega að greiða
umrædda fjármuni til sjóðsins hvern-
ig sem árar. Svo virðist sem flestir
hallist að þessari leið, en fyrirmynd-
in að henni er sótt til Danmerkur.
Þá hefur verið rætt um að Þor-
steinn Ólafsson, stjórnarformaður
Iðnþróunarsjóðs og fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Norræna verkefnaút-
flutningssjóðsins í Finnlandi, verði
fyrsti bankastjórinn í fjárfestingar-
banka íslands. Þetta atriði virðist þó
enn þá vera á frumstigi. Varðandi
skipan í stjórn bankans hefur verið
lagt til að hagsmunaaðilar eigi 2 full-
trúa af 5 í stjórn bankans og jafnvel
fleiri í stjórn Nýsköpunarsjóðs.
Óánægja með
eignarhald ríkissjóðs
Það er afar umdeilt atriði að fyrir-
hugað sé að hinn nýi banki verði
fyrstu árin ríkisbanki og margir
sjálfstæðismenn eru sagðir þeirrar
skoðunar að þetta sé stórt skref aft-
ur á bak.
Meginröksemdin fyrir því að ekki
sé hægt að einkavæða bankann
strax er sú að lánardrottnar þurfi
ákveðinn aðlögunartíma til að átta
sig þar sem þeir hafi hingað til ver-
ið að lána sjóðum með ábyrgð ríkis-
ins eða í eigu ríkisins. Nauðsynlegt
sé að róa markaðinn með yfirlýsingu
um að ekki standi til að einkavæða
bankann fyrstu fjögur eða fimm árin,
en síðan verði hafist handa hægt og
rólega eftir því sem markaðsaðstæð-
ur leyfa. Fullyrt er að meginsjónarm-
ið sé í fyrirrúmi að stefna að einka-
væðingu þessa banka eins hratt og
frekast kostur er. Raunar hefur að
undanförnu verið til athugunar hvort
hægt sé að hefja sölu á einhveijum
hluta af hlutafé bankans strax við
stofnun hans, eins og fram kom í
samtali Morgunblaðsins við Davíð
Oddsson forsætisráðherra í gær.
Sérfróðir menn gefa lítið fyrir
þann rökstuðning að bankinn verði
að vera í ríkiseign fyrstu árin til
þess að gefa erlendum lánardrottn-
um aðlögunarfrest. Þeim lánum, sem
Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður
taka erlendis, fylgir sjálfkrafa ríkis-
ábyrgð. Lán sem voru tekin með
ríkisábyrgð halda henni þótt sjóðun-
um þrernur verði steypt saman í einn
banka. Ríkisábyrgð fylgir ekki sjálf-
krafa lánum sem Fiskveiðasjóður
tekur en á hinn bóginn er Fiskveiða-
sjóður í eigu ríkissjóðs. Því er talið
líklegt að í öllum lánssamningum
sem Fiskveiðasjóður gerir sé ákvæði
sem segi að lánveitandi megi segja
upp láninu ef sjóðurinn hverfi úr
ríkiseign.
Iðnaðurinn vill hafa
áhrif á mótun bankans
Eins hefur það vakið óánægju
meðal manna í bankakerfinu og at-
vinnulífinu að Samtök iðnaðarins
skuli hafa verið þess hvetjandi að
bankinn verði alfarið í ríkiseign
fyrstu árin. Bent hefur verið á að
vandræðalaust hefði verið að koma
á fót nýsköpunarsjóði atvinnulífsins
án þess að búa til enn einn ríkisbank-
ann. Samtök iðnaðarins munu hafa
þrýst á að ríkisstjórnin lýsti því yfir
að ekki stæði til að einkavæða fjár-
festingarbankann fyrstu árin. Því er
haldið fram að þau sjónarmið búi
þar að baki að Samtök iðnaðarins
vilji tryggja sér aðild að stjórn sjóðs-
ins í nokkur ár til viðbótar.
Sveinn Hannesson svarar til því
að bæði sjávarútvegur og iðnaður
hafi veruleg áhrif á rekstur lánasjóð-
anna og eigi aðild að stjórn þar.
„Menn hafa haft áhuga á því að
hafa áhrif á mótum þessa nýja
banka. Það útspil kom reyndar ekki
frá okkur. Við höfum stutt þær hug-
myndir að áhrifunum á stjórnina
verði skipt á milli ríkisins, sjávarút-
vegs og iðnaðar meðan ríkið á hlut
í bankanum. í tillögunum er um það
rætt að samtökin skipti með sér
áhrifavaldinu í upphafi, en allir
reikna með að þessi eignarhlutur
verði seldur í framtíðinni. Þar með
hverfa þessi áhrif smám saman og
ég held að enginn efist um að það
sé rétt og eðlilegt. Menn vilja gjarn-
an hafa áhrif á hvað um þetta verð-
ur enda hefur iðnaðurinn alla tíð átt
meirihluta í stjórn og borið ábyrgð
á honum. Menn hlaupa ekki frá því
á einum degi og eðlilegt að eignin
færist yfir á einhveiju tímabili."
Lítil andstaða meðal
lánardrottna
Fullyrt er að erlendir lánveitendur
og bankar hafi í mörg ár lýst yfir
furðu sinni á því, að viðkomandi sjóð-
ir hafi ekki verið einkavæddir. Þann-
ig er talið að engin fyrirstaða yrði
hjá helstu lánardrottnum erlendis við
einkavæðingu fjárfestingarbankans,
allra síst nú, þegar efnahagsleg upp-
sveifla er í landinu. Aðeins einn er-
lendur banki hefur skriflega beint
því til íslenskra stjórnvalda að draga
einkavæðingu hins nýja banka, en
það er Sumitomo Bank. Afstaða
Sumitomo til lánveitinga hingað til
lands hefur í mörg ár verið sú að
bankinn lánar einvörðungu til ís-
lenskra ríkisfyrirtækja. Því myndu
þeir missa spón úr aski sínum, að
óbreyttri stefnu, ef fjárfestingar-
bankinn yrði einkavæddur. Það er
því þeirra hagsmunamál að það
dragist á langinn að bankinn verði
einkavæddur.
Astin, mis-
tökin og fyrir-
gefningin
Bille August kom til Islands til að vera við-
staddur frumsýningu myndar sinnar „Jerúsal-
em“ sem hann segir gerða eftir einni mestu
ástarsögu sem skrifuð hafí verið á Norðuriönd-
um. Urður Gunnarsdóttir ræddi við August.
JERÚSALEM er fyrst og fremst
ástarsaga, líklega ein mesta
ástarsaga sem skrifuð hefur
verið á Norðurlöndum," segir
danski kvikmyndaleikstjórinn Bille
August um nýjustu mynd sína sem
frumsýnd var hér á landi í gær-
kvöldi. Jerúsalem er gerð eftir sögu
sænsku skáldkonunnar Selmu Lagerl-
öf og segir frá predikara sem kemur
til þorps í Norður-Svíþjóð og tekst að
fá bróðurpart íbúanna til að flytjast
búferlum til Palestínu og setjast þar
að í bandarískri trúarnýlendu. Um-
skiptin eru mikil, ferðalangarnir eiga
erfitt með fóta sig í nýju umhverfi
°K leggja ástvinir á sig langt ferðalag
til að telja þá á að snúa
aftur til heimahaganna.
Jerúsalem er byggð á
sönnum atburðum sem
gerðust skömmu fyrir
síðustu aidamót. Lagerlöf
las blaðagrein um Svía
sem fluttust til Palestínu
og lagði á sig langt ferða-
lagrtil að tala við fólkið.
Bille August segist hafa
lesið bókina fyrir tíu
árum, þegar hann hafði
nýlokið við að kvikmynda
annað sígilt bókmennta-
verk, „Pelle sigurvegara“
eftir sögu Martin Anders-
en Nexo, en þá hafi hann
ekki haft þroska til að
skrifa handrit eftir bókinni.
Hann segir Jerúsalem fjalla um
kraft ástarinnar, ófullkomleika
mannsins, mistök hans og fyrirgefn-
inguna. „Þetta er saga um mann sem
dregur aðra á tálar og hún gæti vel
gerst nú. Fólk er leitandi, því finnst
líf sitt merkingar- og marklaust. Menn
skortir trú á sjálfa sig og við slíkar
aðstæður getur öflugur ytri kraftur
náð stjórn á fólki. Það gæti eins verið
stjórnmálamaður og prestur."
áhuga á að gera mynd eftir bókinni
þar sem fjöldi bandarískra kvik-
myndafyrirtækja hefði falast eftir
henni og Heeg vildi að August gerði
myndina.
Hann segir myndina, sem Julie
Ormond leikur aðalhlutverkið í, verða
frumsýnda um jólin.
Hvað um næstu mynd?
„Hún verður gerð í Bandaríkjunum.
Ég hef fengið handrit í hendur sem
freistar mín. Það er ekki gert eftir
skáldsögu," er að eina sem August
vill segja.
Hann er annars þekktur fyrir að ‘
kvikmynda skáldsögur, sló í gegn með
Zappa sem gerð var eftir bók Bjarne
Reuter. Þá hefur hann
myndað Trú von og kær-
leika eftir sama höfund,
Pelle sigurvegara eftir
Nexo, Hús Andanna eftir
Allende, títtnefnda Jerú-
salem og Lesið í snjóinn.
„Ég les mikið, það er
rétt. En ég les ekki bæk-
ur með það í huga að
gera eftir þeim myndirc
og mynda ekki eingöngu
skáldsögur. Það skiptir
mig engu máli hvort
handrit er byggt á bók
eða frumsamið. Þegar ég
las Jerúsalem var það
sjálf frásögnin sem heill-
aði, ég sá myndina fyrir
mér, mér fannst bókin annað og meira
en skáldsaga.“
Eru einhveijar mynda þinna í sér-
stöku uppáhaldi?
„Ég er nú varla nógu gamall til
að fara að horfa yfir farinn veg. En
mér finnst mér liafa tekist best í Pelle
sigurvegara, í góðu skyni, sem ég
gerði eftir sögu Ingemars Bergmans,
og svo í Jet'úsalem."
Hinar norrænu öfgar
Bille August
Talað til almennings
Jerúsalem var sýnd á kvikmynda-
hátíðinni í Haugasundi í Noregi í ág-
úst og fékk blendna dóma þar í landi,
svo og í heimalandi August. Sjálfur
ypptir hann öxlum þegar á það er
minnst, segir gagnrýnina hluta af
starfinu. „Mér er nauðsynlegt að tjá
mig, tala tii almennings, sama fólks-
ins og gagnrýnendur beina orðum sín-
um til. Gallinn er bara sá að við erum
hver á sínum enda, ég og gagnrýnend-
urnir."
/ dönskum fjölmiðlum hefur verið
sagt að þú sérst einn þeirra lista-
manna sem hafí verið „ofnotaðir"?
„Það er bara þessi dæmigerða nor-
ræna meðalmennska sem tröllríður
öllu. Enginn má skara fram úr, þið
íslendingar hljótið að þekkja fyrirbær-
ið, svona lítil þjóð. Það verður ekki
hjá gagnrýninni komist en ég reyni
að leiða hana hjá mér. Ég verð þó
að viðurkenna að stundum líður mér
eins og hirti sem hleypur út á akur-
inn, vitandi það að veiðimennirnir eru
reiðubúnir, hafa mundað byssurnar."
Næsta mynd gerð
í Bandaríkjunum
August hefur lokið við tökur á
næstu mynd, „Lesið í snjóinn", sem
gerð er eftir skáldsögu Peters Haegs.
„Umskiptin voru gríðarleg, að fara
úr steikjandi hitanum í Palestínu og
í kuldann á Grænlandi. En vinnan,
hún er eins,“ segir August. Hann seg-
ir umboðsmann Hoegs hafa komið að
máli við sig og spurt hvort hann hefði
í þessum þremur myndum heldur
August sig að mestu við Norðurlöndin
og þegar litið er á leikaralista og verk-
efnaval hans, virðist hann fremur
vera trúr sínum norræna uppruna en
þeim danska.
„Það er sjálfsagt rétt. Við Norð-
urlandabúar tjáum okkur á afar sér-
stæðan hátt, ástæða þess er hin
dramatísku árstíðaskipti, óvenjuleg
birtan, fjarlægðin og einangrun
mannanna sem skapar sérstæðan slátt
mannlífsins. Öfgar náttúrunnar hafa
þau áhrif að menn halda tilfinningum
sínum niðri yfir vetrartímann og bíða
sumarsins þegar allt á að gerast,
Þetta kemur fram í norrænum bók-
menntum og tónlist, t.d. hjá Björk.
Og að þessu leyti held ég að ísland
sé norrænast allra Norðurlandanna,
hér sé einangrunin mest. Þetta var
eitt af því sem varð til þess að ég
ákvað að vera viðstaddur frumsýningu
Jerúsalem hér á landi, fannst það við-
eigandi... Svo passaði það reyndar
vel inn í ferðaáætlunina," segir Aug-
ust sposkur á svip.
Hann er á leið með Jerúsalem á
kvikmyndahátíðina í Toronto í Kanada
og viðbúið er að nú taki við gamal-
kunn rútína ferðalaga og viðtala, þeg---
ar myndinni er fylgt úr hlaði.
„Kannski má líkja þessu við verkfræð-
ing sem teiknar gríðarstórt skip og
fer með því í jómfrúferðina. En ég
geri myndir vegna þess að ég nýt
þess að skapa, þetta snýst allt um
sköpunargleðina. Og um leið og ég
finn að hún hefur yfirgefið mig, er
ég hættur."