Morgunblaðið - 07.09.1996, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ
36 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
AÐSEMDAR GREINAR
ÞUBB-verð-
launin til Ólafs!
ÞEGAR umhverfis-
mál ber á góma má
búast við tvenns konar
viðbrögðum frá þorra
þjóðarinnar. Annars
vegar eru þeir sem fara
strax að froðufella og
formæla hvers konar
umhverfissamtökum.
Hins vegar eru þeir sem
verða vandræðalegir og
ókyrrast eða fara að
bora í ólíklegustu lík-
amsop. Þessir eru lík-
legastir til að skipta
sem fljótast um um-
ræðuefni. íslenskir fjöl-
miðlar hafa að mörgu
leyti verið undir sömu
sök seldir. Þegar hagsmunir okkar
íslendinga fara algjörlega saman við
baráttumál umhverfisverndarsam-
taka s.s. hvað varðar losun geisla-
virkra og lífrænna þrávirkra efna í
sjó, má helst vænta jákvæðra um-
sagna. Hvað önnur umhverfismál
varðar er ríkjandi einhugur um ann-
ars vegar að þegja þau í hel, en það
kallaði Arni prófastur Þórarinsson
að ljúga með þögninni. Hins vegar
að flytja fréttir sem falla sem best
að öfugsnúnum viðhorfum íslend-
inga til umhverfisverndarsamtaka.
Fremstur meðal jafningja í þess-
um efnum er tvímælalaust Ólafur
Sigurðsson fréttamaður hjá Ríkis-
sjónvarpinu. Kapp hans og hug-
kvæmni við að túlka erlent frétta-
efni sem að þessu snýr er með slík-
um eindæmum að ég sé þess vænst-
an kost að tilnefna hann til verð-
launa að hætti nokkurra japanskra
' sjávarfréttamanna. í þessu skyni hef
ég fengið listamanninn Daníel Þ.
Magnússon til að útbúa veglegan
verðlaunagrip. Verðlaunagripur
þessi er fagurlega gylltur bremsu-
klossi og eru borðamir í fánaiitun-
um. Til greina kemur að koma fyrir
milli borðanna annaðhvort einhverri
dýrategund í útrýmingarhættu eða
geislavirkum ísótóp, en listamaður-
inn er að ígrunda endanlega út-
færslu á gripnum. ÞUBB er skamm-
stöfun fyrir þjóðlegur umhverfis-
verndar-bremsuborði. Fleiri tilnefn-
ingar óskast. Til að rökstyðja mál
mitt frekar vil ég draga fram nokk-
ur dæmi um einstaka fréttamennsku
Ólafs. Fyrir nokkrum árum stjórnaði
Ólafur umræðuþætti í Ríkissjón-
varpinu um framtíð fiskveiða í heim-
inum. Hann kvaddi til tvo menn að
ræða þetta mikilvæga málefni; ann-
ar, frumulífeðlisfræðingur, hafði
hvorki fyrr haft sig í frammi um
þessi efni, né hefur heyrst til hans
síðar. Hinn maðurinn var Magnús
Guðmundsson kvikmyndagerðar-
maður, sem er heimsfrægur á ís-
landi fyrir skoðanir sínar á þessum
málaflokki. Eins og vænta mátti
snerist þátturinn fljótlega upp í sam-
særiskenningahjal þeirra um yfir-
gang og ósvífni umhverfisverndar-
samtaka. Það er með ólíkindum að
Ólafur skuli hafa valið kvikmynda-
gerðarmann og frumulífeðlisfræðing
sem auk þess voru á einu máli um
þetta veigamikla málefni.
Öðru sinni fjargviðraðist Ólafur
yfir afskiptum umhverfisverndar-
samtaka af gerð veiðarfæra. Lét
hann að því liggja að þetta væri
einkamál útgerðanna og enn eitt
dæmið um óþolandi yfirgang firrtra
stórborgarbarna. Þetta mál varðaði
annars vegar notkun gríðarstórra
rekneta sem geta verið allt að 600
þús. fermetrar og eira engu. Hins
vegar notkun dragnóta á hrygning-
ar- og uppeldisslóð. Hverjum heilvita
manni ætti að vera auðsætt hversu
miklir skaðvaldar slík veiðarfæri
geta verið þó að enginn efist um
þann skammtímagróða sem af þeim
hlýst.
Einni frétt Ólafs var bersýnilega
ætlað að klekkja á þeim staðhæfing-
um að margir fiskistofnar heims
væru ofnýttir og í slæmu ástandi.
Til stuðnings þessu vitnaði hann
glaðhlakkalegur í fiskiskýrslu Sam-
einuðu þjóðanna þar
sem lesa mátti að
heimsafli síðasta árs
væri orðinn meiri en
spáð var fyrir fimm
árum. Hefði Ölafur rýnt
betur í heimildir sínar
hefði honum átt að
skiljast að aukninguna
mátti að mestu þakka
vaxandi fiskeldi og sókn
í nýja stofna.
Nýiegra dæmi sner-
ist um tilraunir japan-
skra hvalveiðimanna
við að þróa nýja tegund
rafmagnaðra hvala-
skutla til að aflífa dýrin.
Þetta gæti vissulega
verið fréttnæmt þar sem það hlýtur
að teljast siðferðilegt álitamál hvort
beiting slíkra drápstóla sé réttlætan-
leg. En frétt Ólafs fjallaði um önnur
siðferðileg efni, nefnilega húsbónda-
hollustu og þann „fyrirlitlega"
verknað kvikmyndagerðarmanns að
láta umhverfisverndarsamtökum í té
myndir af þessum tilraunum.
í vor flutti Ólafur í þrígang frétt-
ir af því hvernig umhverfisverndar-
samtök hafa vélað fyrirtæki til að
huga betur að nýtingu fískistofna
til bræðslu. Fréttaflutningur Ólafs
endurspeglar margtuggnar áhyggj-
ur hans um að nú megi íslendingar
fara að vara sig í þessum efnum.
Það sem er hins vegar nýmæli í
ÞUBB, segir Jóhann
Bogason, er skamm-
stöfun fyrir þjóðlegur
umhverfisverndar-
bremsuborði.
þessari frétt og Ólafi láðist að geta
er að fyrirtæki eru farin að sjá hags-
munum sínum best borgið með því
að huga að kröfum markaðarins.
Enda er fáránlegt að ætla að ein-
hveijir ofurhugaðir umhverfisvernd-
armenn snúi upp á hendur forstjóra
stórfyrirtækja og þvingi þá til liðs
við sig.
Nýlega kom svo enn ein furðu-
fréttin frá Ólafi. Tilefnið var auglýs-
ing samtakanna World Wildlife Fund
sem varar á táknrænan hátt_ við
síaukinni sókn í fiskistofna. Ólafi
tókst að túlka fréttina sem .svo að
hér væri um beina árás á sjómanna-
stéttina að ræða og fékk formann
Sjómannafélagsins til að fordæma
þvílíkar trakteringar.
í öllum þessum málum hefur Ólaf-
ur farið eins og köttur kringum heit-
an graut og algerlega forðast að
taka efnislega á þessum málaflokki,
eða reynt að gæta hlutleysis, sem
hlýtur að teljast ein frumskylda
fréttamanns. Mér þykir því rétt og
skylt að upplýsa Ólaf að sú spurning
sem býr að baki öllum þessum frétt-
um er þessi: Er ástæða til að óttast
ásælni manna í auðlindir náttúrunn-
ar? Þetta er ekki flókin spurning en
mikilvæg og mér synist vera unnt
að svara henni á a.m.k. tvo vegu.
Annars vegar með því að fara í þjóð-
búninginn og setja á sig sauð-
skinnsskóna, vitna í Jón Sigurðsson
og láta eins og hér sé um þjóðræknis-
mál að ræða. Hins vegar að ræða
þessi mál af yfirvegun og alvöru
eins og þeim sæmir.
Margir íslendingar ala þá von í
bijósti að þjóðinni megi auðnast að
verða í forystu í umhverfisverndar-
málum á alþjóðavettvangi. A meðan
jafn áhrifamikill miðill og fréttastofa
allra landsmanna er flytur þjóðinni
slíkan hroða í þessum málaflokki,
þá getum við í besta fatli vænst
þess að vera með seinni sporgöngu-
mönnum eftir að fallið hefur í slóð-
ina.
Höfuinlur cr iðnaðarmaður.
Jóhann Bogason
MINNINGAR
MAGNUS
ÓLAFSSON
+ Magnús Ólafs-
son bóndi í
Belgsholti í Mela-
sveit fæddist á Þór-
isstöðum í Svínadal
4. júní 1918. Hann
lést á sjúkrahúsi
Akraness að kvöldi
30. ágúst síðastlið-
ins. Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
laugur Ólafur
Magnússon og Þur-
íður Guðnadóttir.
Hann var einn úr
hópi tíu systkina
þar sem átta komust
til fullorðinsára. Hinn 14. sept-
ember 1946 kvæntist Magnús
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Önnu Ingibjörgu Þorvarðar-
dóttur, f. í Stykkishólmi 2. sept.
1925. Foreldrar hennar voru
hjónin Þorvarður Einarsson og
Elínbjörg Jónasdóttir. Magnús
og Anna eignuðust átta börn
sem eru: 1) Sigurbjörn Ólafur,
f. 10. júní, 1946, kvæntur Ás-
gerði Ástu Magnúsdóttur og
eiga þau fjóra syni og eitt
barnabarn. 2) Mjallhvít Guðrún,
f. 18. júlí 1947, gift Friðriki
Sigurðssyni og eiga þau fjögur
Hann pabbi er dáinn. Minninguna
um hann eigum við eftir og hana
munum við varðveita.
Við vorum orðin fjögur systkinin
þegar pabbi og mamma hófu bú-
skap í Belgsholti og önnur fjögur
bættust við næstu sex árin. Það var
gott að vera barn og alast upp í
stórum systkinahópi enda þótt það
hafi verið mikið starf fyrir foreldra
okkar að ala önn fyrir okkur og að
sinna uppbyggingu og rekstri á
stóru búi. Það var oft líf og fjör
og við systkinin tókum semma þátt
í daglegum störfum, jafnt úti sem
inni og við að gæta yngri systkina.
Allir höfðu sitt ákveðna hlutverk
og okkur lærðist fljótt að ábyrgð
fylgir hveiju starfi og að samvinna
byggist á gagnkvæmu trausti og
virðingu. „Margar hendur vinna létt
verk,“ var pabbi vanur að segja.
Samhliða búskap vann pabbi við
sand- og malarflutninga og kom
það sér þá vel að eiga sér við hlið
dugmikla konu sem gekk í öll störf
á búinu og margar samstilltar hend-
ur sem unnu verkin heima.
En lífið í Belgsholti var ekki bara
vinna. Foreldrar okkar lögðu
áherslu á líf og gleði og tilbreytingu
frá erli hversdagsins. Þau stuðluðu
að því að við systkinin tækjum þátt
í íþróttum og félagsstarfi sem hæfði
aldri hvers og eins. Við vorum dúð-
uð undir segldúk upp á vörubíls-
palli til að fara í kirkju, í sund-
kennslu, í beijamó eða bara í lautar-
ferð upp í Fiskilækjarskóg. Seinna
eignuðumst við tíu manna ijöl-
skyldubíl og það var auðveldara
fyrir íjölskylduna að bregða sér af
börn og þrjú barna-
börn. 3) Elínbjörg
Bára, f. 24 mars
1949. Ógift og á
eina dóttur. 4) Þur-
íður Maggý, f. 20
mars 1950, gift Jóni
Jóel Einarssyni og
eiga þau þrjú börn.
5) Anna Pálína, f.
7. nóvember 1951,
gift Val Harðarsyni
og eiga þau þrjú
börn og eitt barna-
barn. 6) Haraldur
Magnús, f. 21. júlí
1953, kvæntur
Sigrúnu Sólmundardóttur og
eignuðust þau fimm börn og
eru fjögur þeirra á lífi. 7) Þor-
varður Breiðfjörð, f. 11. júní
1955, kvæntur Guðrúnu Lindu
Örlaugsdóttir og eiga þau tvær
dætur og eitt barnabarn. 8)
Friðrik Þórir, f. 22. ágúst 1956,
kvæntur Aðalheiði Skarphéð-
insdóttur og eiga þau fjögur
börn.
Utför Magnúsar fer fram frá
Hallgrímskirkju í Saurbæ í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
Jarðsett verður í Leirárkirkju-
garði.
bæ til að gera sér dagamun. Það
var einkennandi fyrir pabba að
gömul og góð lífsgildi og vinnu-
brögð voru honum jafnhugleikin og
nýjungar og framþróun á öllum
sviðum þjóðfélagsins, ekki síst í
landbúnaði. Hann var bjartsýnn að
eðlisfari, hafði trú á framtíðinni og
á velgengni okkar systkinanna. Það
var hvetjandi fyrir okkur að alast
upp við þetta jákvæða hugarfar.
Með þessum örfáu minningar-
brotum viljum við kveðja elskulegan
föður og þakka honum fyrir hlýju,
traust og hvatningu í okkar garð.
Blessuð sé minning hans.
Elsku mamma. Við biðjum góðan
guð að styrkja þig nú þegar þú
sérð á eftir tryggum og traustum
lífsförunaut. Við erum með þér í
sorginni.
Magnúsarbörn.
í nokkrum orðum langar mig til
að minnast tengdaföður míns,
Magnúsar Ólafssonar bónda frá
Belgsholti.
Margs er að minnast á svona
stundum. Þegar litið er til baka,
þá sér maður hvað árin líða fljótt.
Þegar ég kom í Belgsholt í fyrsta
sinn fyrir 23 árum datt mér ekki
í hug að ég ætti eftir að eiga heima
þar. Árið 1975 bytjuðum við Halli
að búa með Magnúsi og Önnu fé-
lagsbúi. Samstarf ykkar Halla var
mjög gott og náið, yfirleitt alltaf
sammála um allt er varðaði bú-
skapinn, þú varst opinn fyrir nýj-
ungum og tækni við bústörfin. Þér
fannst gaman að ferðast og fóruð
þið Anna oft bændaferðir til út-
landa. En síðustu ferðina hér á
landi fóruð þið með okkur Halla
hálfum mánuði fyrir lát þitt. Þig
langaði alltaf á Vestfirðina, og var
það okkur mikil gleði og ánægja
að geta uppfyllt ósk þína um að
komast þangað. Ferðin tókst í alla
staði vel, í góðu veðri.
Börnum okkar varst þú góður
afi og voru þau heppin að fá að
alast upp þér við hlið. Þú hafðir
unun af að hafa þau með þér og
kringum þig við ýmis störf, og
áttir þar með stóran þátt í uppeldi
þeirra, sem þau munu meta og
varðveita alla tíð og aldrei gleyma.
Þú barðist af hörku við þennan
sjúkdóm, og hafðir lengst af yfir-
höndina. Þú varst svo jákvæður
og sagðir alltaf að taka þyrfti því
sem að höndum bæri. í vor varst
þú mikið veikur, en náðir þér vel
upp, eins og blóm sem springur
út að vori, og sumarið var þér
ánægjulegt og þú gast gert það
sem þig langaði til.
Á eftir sumri kemur alltaf haust
og þá falla laufin. Á sama hátt
endaðir þú lífshlaup þitt með mik-
illi reisn, virðingu og sátt.
Að endingu vil ég þakka þér
fyrir ánægjulegar stundir og sam-
starf. Eg kveð þig með þeim orðum
sem þú ávallt notaðir á kveðju-
stundum: „Guð veri með þér.“
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Anna, missir þinn er mik-
ill, megi góður Guð gefa þér styrk
í þinni miklu sorg.
Blessuð sé minning Magnúsar
Ólafssonar.
Sigrún Sólmundardótlir.
Laugardagsmorguninn 31. ágúst
barst mér sú fregn að afi minn
hefði andast kvöldið áður. Hversu
vel undirbúinn sem maður telur sig
vera fyrir þetta augnablik, þá er
maður það ekki þegar á reynir.
Samstundis byrjar hugurinn að
reika aftur í tímann. Á mínum
fyrstu árum var ég rnikið hjá afa
og ömmu og því átti ég alltaf mitt
annað heimili í Belgsholti. Ég flutt-
ist til Svíþjóðar ásamt foreldrum
og systkinum, en kom alltaf upp
hvert sumar til að fara í sveit. Það
var alltaf mikil tilhlökkun allan vet-
urinn og þar til skóiinn var búinn
að maður kæmist til íslands og til
afa og ömmu í Belgsholti.
Afi kenndi mér að bera virðingu
fyrir dýrum og náttúru og mikil-
vægi dugnaðar og samviskusemi.
Margar af mínum bestu minningum
á ég frá Belgsholti og þær mun ég
HL YNUR HANSEN
+ Hlynur Hansen
fæddist í Stykk-
ishólmi 10. maí
1958. Hann lést á
sjúkrahúsi Stykkis-
hólms 31. ágúst síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hans eru Hans
Hansen (látinn) og
Klara Hansen.
Systkini Hlyns eru
Hans (látinn), Ester
og Gautur. Hlynur
lætur eftir sig eig-
inkonu, Sesselju
Eysteinsdóttur, og
einn son, Daníel
Hans.
Jarðarför Hlyns
frá Stykkishólms-
kirkju í dag og
hefst athöfnin
klukkan 17.
Mágur minn Hlyn-
ur Hansen er látinn,
38 ára að aldri.
Eg var búinn að
þekkja Hlyn í um 20
ár. Hann var ákaflega
þægilegur í umgengni
og vandaður til orðs
og æðis. Foreldrum
mínum, sem búa á
Breiðabólsstað á
Skógarströnd, reyndist hann ein-
fer fram staklega hjálplegur enda var hann
bæði mjög handlaginn og Ijölhæf-
ur.
Hlynur gegndi ýmsum störum
til sjós og lands en lengst af vann
hann þó hjá Skipavík í Stykkis-
hólmi. Hann bjó alla tíð í Hólmin-
um.
Eg sá Hlyn síðast í byrjun ág-
úst en þá komum við hjónin við
hjá honum og systur minni á leið
okkar kringum nes. Hann var að
koma frá London um nóttina og
systir mín hafði verið á næturvakt
þannig að viðdvölin varð stutt.
Tæpum mánuði seinna var hann
dáinn.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar
og foreldra vil ég votta systur
minni og systursyni, Daníel Hans,
Klöru, móður Hlyns, og systkinum
hans okkar dýpstu samúð.
Friðrik Eysteinsson.