Morgunblaðið - 07.09.1996, Side 37
-
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 37
alltaf eiga og vernda. Haustið 1994
fluttist ég öðru sinni til Svíþjóðar
og hef þess vegna ekki haft þau
tækifæri að hitta afa og ömmu eins
og maður hefði kosið. Síðastliðið
vor komum við bræðurnir til íslands
í heimsókn og hittum þá afa. Hann
lá þá inni á Landspítalanum, en
fékk að fara heim yfir hvítasunnuna
og við hittum hann á Akraborgar-
bryggjunni á Akranesi þegar þau
komu úr bænum. Hann var þá full-
ur af krafti og lífsvilja og við kvödd-
umst og sögðum: „Sjáumst síðar.“
En svo fór þó ekki. Ég er mjög
þakklátur fyrir þau ár sem ég fékk
að vera afa samtíða, þau eru mér
mjög mikils virði.
Elsku amma, ég vil votta þér,
börnum ykkar og öðrum aðstand-
endum mína innilegustu samúð.
Magnús Þór.
Elsku afi. Okkur langar til að
minnast þín og þakka þér fyrir
þann tíma sem við áttum með þér.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma. Við biðjum Guð
að styrkja þig og fjölskyldu þína
í ykkar mikla missi. Guð blessi
ykkur öll.
Anna Lilja og fjölskylda,
Ragnar Már, Agúst Hrannar.
Góður granni og vinur er kvadd-
ur í dag, Magnús í Belgsholti.
Það var í september 1955 sem
ég sá hann fyrst. Hann stöðvaði
grænan vörubíl við túnhliðið og
ávarpaði tengdaföður minn: ,Sæll
nafni.“ Þeir töluðust við af hlýrri
glaðværð um veðurfar og horfur.
Magnús í Belgsholti var hár og
myndarlegur en það sem ég man
best var framkoma hans, hlý og
hressileg.
Magnús var fæddur og uppalinn
á Þórustöðum í Svínadal hjá foreldr-
um sínum. Hann vann að bústörfum
og ýmsu öðru uns hann stofnaði
sjálfur heimili, fyrst í Stykkishólmi
árið 1946. Þá hafði hann kynnst
sinni góðu konu, Önnu Þorvarðar-
dóttur, sem þaðan er ættuð. Að
Belgsholti fluttust þau svo árið
1951 og hafa búið þar síðan.
Dugnaður Magnúsar og fram-
kvæmdir eru öllum kunnar sem til
hans þekkja. Hann var heldur ekki
einn. Með honum og Önnu var jafn-
ræði. Börn þeirra, fjórar dætur og
fjórir synir, eru eins og hjónin bæði,
óvanalega duglegt og vinnusamt
fólk.
Síðustu árin bjuggu þau Anna
félagsbúi með Haraldi syni sínum
og Sigrúnu konu hans, en þau hafa
nú tekið við búinu í Belgsholti.
Ef við hjónin þurftum að skreppa
frá og dætur okkar mjólkuðu kýr
og leystu okkur af við önnur bú-
störf, gátum við áhyggjulaus farið
frá heimilinu því að kveðjuorðin
enduðu ávallt á þessa leið: ,Nú, ef
eitthvað verður að, þá leitið þið til
þeirra í Belgsholti." Að eiga góða
granna er ekkert sjálfgefið lán.
Að leiðarlokum kveðjum við vin
okkar Magnús í Belgsholti. Við
minnumst hlýleika, glaðværrar
bjartsýni og baráttuvilja hans og
þökkum honum greiðasemi og vel-
vild alla um liðin ár.
Önnu og fjölskyldunni allri vott-
um við innilega samúð okkar.
Kristjana Höskuldsdóttir.
MINNINGAR
KRISTJAN
GESTSSON
+ Krislján Gests-
son var fæddur
á Hóli í Norðurárd-
al í Borgarfirði
hinn 15. apríl 1909.
Hann lést á Land-
spítalanum 27. ág-
úst síðstliðinn. For-
eldrar hans voru
Gestur Halldórs-
son bóndi á Hóli f.
27.8. 1873, d. 15.4.
1959, og Guðríður
Guðlaugsdóttir, f.
23.10.1867, d. 22.2.
1961. Systkini
Kristjáns voru
Halldór, f. 1.5. 1905, d. 30.8.
1963, ókvæntur og barnlaus,
og Halldóra, f. 1.9. 1912, d.
11.10. 1943. Dóttir hennar er
Sigrún Gissurardóttir, gift
Barnaljósmyndir
Fermingarmyndir
Brúðkaupsmyndir
Stúdentamyndir
PFTUR PÉTURSSON
LJÓSMYNDASTÚDÍÓ
Laugavcgi 24 101 Rcykjavik
Sími 552 0624
Sigurdóri Sigurdórs-
syni, blaðamanni á
DV.
Hinn 16.5. 1936
giftist Krislján Olgu
Guðrúnu Þorbjarn-
ardóttur frá Hrauns-
nefi, f. 8.8. 1914.
Börn þeirra eru 1)
Ásdís, f. 17.7. 1940,
gift Sævari Þórjóns-
syni, f. 27.4. 1940.
Börn þeirra eru þrjú
og barnabörn fimm.
2) Gunnar, f. 1.5.
1942, kvæntur Auð-
björgu Pétursdóttur,
f. 28.7. 1945. Börn þeirra eru
fjögur og barnabörn sex.
Utför Kristjáns verður gerð
frá Borgarneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
í dag verður til moldar borinn
frá Borgarneskirkju Kristján
Gestsson, fv. afgrm. Olís í Borgar-
nesi.
Snemma beindist áhugi Kristj-
áns að bifreiðum, sem voru að
hefja innreið sína til Islands, og
var hann einn af frumkvöðlum í
bifreiðaakstri í Borgarfirði og voru
þá oft farnar ferðir um vegleysur
og óbrúaðar ár, en aðrir verða til
að segja þá sögu.
Kristján annaðist mjólkurflutn-
inga fyrir bændur í Norðurárdal
og hluta Stafholtstungna í mörg
ár og flutti í Mjólkursamlagið í
Borgarnesi. Á þeim tíma var bens-
íntankur við bæinn Hraunsnef í
Norðurárdal og afgreiðslu önnuð-
ust heimasæturnar á bænum, þrjá
dætur Þorbjamar Ólafssonar og
Guðnýjar Bjarnadóttur, Stefanía,
Olga og Svava og var það haft
fyrir satt, að margur ungur bifreið-
arstjórinn stefndi að því að fylla
tankinn þar.
Þarna fann Kristján sinn lífs-
förunaut, Olgu Guðrúnu. Ungu
hjónin fluttu til Borgarness og
stofnuðu heimili þar. Fyrst í leigu-
húsnæði, en 1945 fluttu þau í nýtt
hús, sem þau byggðu við Gunn-
laugsgötu og bjuggu þar í tæp 50
ár, en 1994 fluttu þau í íbúð sem
þau keyptu í þjónustuíbúðum aldr-
aðra við Borgarbraut.
Ég leyfi mér að fullyrða að betra
hjónaband en þeirra Olgu og Krist-
jáns er vandfundið. Þau voru sam-
taka í öllu, sem þau tóku sér fyrir
hendur og ástúð og virðing hvors
fyrir öðru ríkti milli þeirra.
Börn þeirra, Ásdís og Gunnar,
ólust upp í þessu umhverfi og hef-
ur orðið þeim gott veganesti í líf-
inu.
Ásdís er gift Sævari Þóijónssyni
og búa þau í Ólafsvík, en Gunnar
er kvæntur Auðbjörgu Pétursdótt-
ur og búa þau í Borgarnesi. Barna-
börnin og barnabarnabörnin eru
orðin stór hópur.
Eftir að Kristján hætti mjólkur-
flutningum fyrir Norðdælinga hóf
hann störf hjá Olís við afgreiðslu
á stöð þeirra í Brákarey og vann
þar meðan starfsorka leyfði. Krist-
ján kom sér upp aðstöðu til hjól-
barðaviðgerða og annaðist við-
gerðir fyrir heimamenn og aðra
og vissi ég að hann hjálpaði oft
ferðamönnum, sem áttu í vandræð-
um hvort sem var að nóttu eða
degi.
Það var oft gestkvæmt á heim-
ili þeirra Olgu og Kristjáns, og var
tekið á móti öllum af miklum
myndarskap og einstaklega hlýju
viðmóti.
Ég og fjölskylda mín eigum
margar góðar minningar um heim-
sóknir til þeirra hjóna og viljum
nota tækifærið og þakka allar þær
góðu stundir er við höfum átt sam-
an og þá ástúð og umhyggju, sem
þau hafa sýnt móður minni.
Elsku Olga, Ásdís, Gunnar og
fjölskyldur, við Erna vottum ykkur
innilega samúð og biðjum guð að
styrkja ykkur og blessa.
Halldór Sturla Friðriksson.
Það er ótrúlegt að þegar við för-
um í heimsókn til ömmu og afa að
þá er enginn afi lengur. Enginn
afi, við sem héldum einhvem veginn
að hann mundi alltaf verða hér, en
nú er hann farinn og ekki bara í
göngutúr eða í heimsóknir, heldur
er hann farinn fyrir fullt og allt.
Það er margt sem kemur upp í
huga okkar þegar við hugsum til
baka, allar þær sögur sem hann
sagði okkur meðan við sátum í
kjöltu hans og snyrtum á honum
neglurnar eða greiddum hár hans,
og hvað það var gaman að hlusta
á hvernig hann gat komið með
vísur við öll tækifæri. Og ekki
gleymum við öllum ferðunum upp
í Norðurárdalinn í beijamó eða
heimsóknir þar sem við hlustuðum
á sögur um hans heimaslóðir.
Við eigum erfitt með að átta
okkur á því að þetta eigum við
ekki eftir að gera með honum, við
eigum ekki eftir að heyra fleiri
sögur, ekki frá honum.
Elsku afi við þökkum þér allar
þær stundir sem við áttum með
þér, sem við munum varðveita í
minningu okkar.
Okkur þykir svo vænt um þig
og við söknum þín.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma, Guð veiti þér styrk
í sorg þinni.
Olga og Halldóra,
Pétur og Berglind.
r
Sóknarfærí
i málmiðnaði
Ráðstefna um stöðu og framtíð íslensks málmiðnaðar
MiSstöð ÍSÍ í Laugardal,
fimmtudaginn 19. september 1996
Frú niálnismifijn Fonnax If
Samtök iðnaðarins og Málmur, samtök fyrirtækja í málm-
og skipaiðnaði, gangast fyrir ráðstefnu um stöðu og framtíð
íslensks málmiðnaðar.
Á undanfömum árum hefur íslenskur málmiðnaður átt í
vök að verjast en erfiðleikaárin eru nú að baki og nýtt
tímabil sóknar að hefjast.
Markmið ráðstefnunnar er að vekja athygli á þeim jákvæðu
breytingum sem orðið hafa í málmiðnaði og gera grein
fyrir þeim möguleikum sem geta skapast í framtíðinni.
Dagskrá
13.00 Mæting - skráning
13.15 Setningarávarp. Theodór Blöndal, framkvæmdastjóri, Vélsmiðjan Stál hf.
13.30 Möguleikar niálmiðnaðarins á alþjáðamörkuðwn. Elías Gunnarsson,
framkvæmdastjóri, Meka ehf.
13.50 Málmiðnaðurinr og tœknivœðing fiskvinnslunnar. Svavar Svavarsson,
framleiðslustjóri, Grandi hf.
14.15 Máhniðnaðurinn og þarfir fiskveiðiflotans. Freysteinn Bjarnason, útgerðastj., Síldarvinnslan
hf.
14.40 Kaffihlé
15.00 Samkeppnishafni málm- og skipaiðnaðarins. Ingi Björnsson, framkvæmdastj., Slippstöðin hf.
15.25 Þekking og hœfni - grundvöllur aukinnar verðmœtasköpunar. Nicolai Jónasson,
framkvæmdastjóri, Fræðsluráð málmiðnaðarins
15.50 Pallborðsumræður, spurningar og svör
Stjómandi: Páll Benediktsson, fréttamaður Sjónvarpinu
17.00 Ráðstel'nulok
Ráðstefnan er öllum opin en hún er einkum sniðin að þörfum þeirra sem eiga viðskipti við fyrirtæki í
málm- og skipaiðnaði, opinberra aðila sem vinna að málefnum greinarinnar og þeirra sem hafa áhuga
á að kynnast hinum fjölbreyttu og tæknilega áhugaverðu störfum í málmiðnaði.
Aðgangur er ókeypis en þeir, sem vilja sitja ráðstefnuna,
þurfa að skrá sig hjá Samtökum iðnaðarins í síma 511 5555 eða
í myndsíma 511 5566 eigi síðar en kl. 16.00,17. september nk.
<§»
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
^ÍÍIHTIV
SAMTÖK FYRIRTÆKJA í
MÁIM- OG SKIPAIÐNAÐI
J