Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Jenný J. Levy
fæddist í Hrísa-
koti á Vatnsnesi
hinn 9. ágúst 1910.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Hvamms-
tanga hinn 26. ág-
úst siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guð-
ríður Guðrún Gísla-
dóttir frá Lágafelli
í Mosfellssveit, f.
11.5. 1882, d. 3.10.
1951, og Jóhannes
Pétur Jónsson
bóndi í Hrísakoti,
f. 3.12. 1868, d. 20.12. 1938.
Systkini Jennýjar sem upp
komust eru: Jón, f. 6.6. 1909,
d. 4.5.1957. Helga, f. 17.1.1912,
d. 16.10. 1987. Stefán, f. 27.6.
1915, d. 3.7. 1987. Skúli, f. 10.5.
1924, býr í Reykjavík, og Björn
Þórarinn, f. 29.5. 1930, d. 11.5.
1995.
Hinn 25. desember 1937 giftist
Jenný Jóhannesi Helga E. Levy
frá Osum á Vatnsnesi, f. 29.5.
1910, d. 26.5. 1981, síðar bónda
og oddvita í Hrísakoti. Foreldr-
ar hans voru hjónin Ogn Guð-
mannsdóttir frá Krossanesi, f.
1.7. 1877, d. 28.2. 1955, og Egg-
ert Levy frá Tjörn á Vatns-
nesi, síðar bóndi og hreppstjóri
á Ósum, f. 30.3. 1875, d. 22.11.
1953.
Börn Jennýjar og Jóhannesar
eru: 1) Svanhildur Erla, f. 4.9.
1937, býr í Reykjavík, gift Gunn-
laugi Guðmundssyni, f. 8.2.
1931, og eiga þau fjögur börn
og átta barnabörn. 2) Agnar
Rafn, f. 30.1. 1940, býr í Hrísa-
koti, kvæntur Hlíf Sigurðardótt-
Elsku amma min.
Þegar sorgin særir hjarta mitt,
ég sé í anda milda brosið þitt.
Og þig sem ávallt þerraðir mínar brár,
og þoldir ekki að sjá á hvarmi tár.
Þú varst tekinn allt of fljótt mér frá,
þín fagra minning er besta sem ég á.
Þó hyrfirðu hafið yfir blátt,
ég heyri ennþá hvern þinn hjartaslátt.
Hvert sem hinn hrímkaldi heimur mig ber,
skal hjarta mitt ævilangt tilheyra þér.
Þó lífíð sé leikur að sjá,
ég lifí nú sem blaktandi strá.
Eg á fróandi þrá,
sem ég fleyti mér á.
Ég fái í eilífð,
að dvelja þér hjá.
(Guðrún Gísladóttir)
Þakka þér samverustundirnar.
Við mamma biðjum algóðan
Guð að styrkja aðstandendur í
sorginni.
Guðrún Erna Levy.
Einn sólfagran sunnudag gekk
Jenný, mágkona mín, með mér upp
í Barð fyrir ofan bæinn í Hrísa-
koti. Hún var að sýna mér plönt-
urnar, sem hún hafði sáð til. Við
gengum hátt upp í hlíðina. Flestum
trjánum fylgdi saga þeirra, hve
gömul þau væru og hve hratt þau
hefðu vaxið. Hún og fjölskyldan
hefðu borið áburð að þeim og reynt
að skýla þeim fyrir vetrarnæðingn-
um. „Ég vildi sýna, að það væri
hægt að rækta tijágróður á Vatns-
nesi,“ sagði hún svolítið ísmeygi-
leg, kímin og brosandi. „Þetta er
kannski það eina, sem lifir eftir
minn dag.“ Það var eins og hún
hefði þá gleymt öllum góðverkum
sínum og stuðningi við mann sinn,
afkomendur og bróðursyni sína.
Hún fann það af eðlislægri ávísun,
að konur þyrftu að gera eitthvað
nýstárlegt til þess að þeirra yrði
minnst.
ur og eiga þau fimm
börn og tvö barna-
börn. 3) Eggert Ós-
mann, f. 26.4. 1947,
býr í Reykjavík, var
kvæntur Ingunni
Sigurðardóttur, f.
8.3. 1949 og eiga
þau fjóra syni. Þau
skildu 1986. Síðar
eignaðist hann dótt-
ur með Rannveigu
Sigurðardóttur, f.
28.6. 1953, en kona
hans er María
Norðdahl, f.
13.4.1950.
Jenný hóf búskap með manni
sínum á Ægissíðu árið 1936 og
bjuggu þau þar til ársins 1938.
Þá bjuggu þau á Ósum frá 1938
til 1940 er þau fluttust að Hrísa-
koti þar sem þau stunduðu bú-
skap sinn til ársins 1975, en
dvöldust þar til ársins 1981 er
Jóhannes lést. Eftir það dvald-
ist hún á Hvammstanga um
nokkurt skeið, þá hjá börnum
sínum í Reykjavík en á Hjúkr-
unarheimilinu á Hvammstanga
frá því í janúar 1995.
Jenný tók þátt í störfum kven-
félagsins Ársólar í Þverár-
hreppi og var formaður þess
um tíma. Áhugamál hennar
tengdust landbúnaði og gróður-
rækt en Jenný byijaði að gróð-
ursetja tré fyrir ofan bæinn í
Hrísakoti í byijun sjöunda ára-
tugarins. Þar er nú dágóður
tijálundur, hinn fyrsti á Vatns-
nesinu.
Útför Jennýjar fer fram frá
Vesturhópshólakirkju í dag,
laugardaginn 7. september, og
hefst athöfnin kl. 14.00.
Seinna minnist ég ólíkrar heim-
sóknar að Hrísakoti. Þá var öðru-
vísi um að litast. Þetta var í maí-
mánuði 1970, og ösku frá Heklu
hafði lagt yfir Vatnsnesið. Heima-
jörðin í Hrísakoti var þakin svört-
um sora. Þetta var um sauðburð-
inn, og flúor-mengun sýkti lömb
og skepnur. Húsfreyjan lét sér
hvergi bregða fremur en endranær
og hafði orð á því, að allt mundi
lagast. Hún brá sér upp á hól við
bæinn til að gefa nýfæddu lambi
að sjúga úr pela, en vesalings
ærin kom á eftir á hnjáliðunum
og fékk sinn sopa líka. Eftir fylgdi
hópur af dýrum, sem fengu sopa
af nýmjólkinni, eftir því hvernig
þau voru á sig komin. Jennýju
varð að ósk sinni um að allt mundi
lagast. Hrísakot er nú ein blómleg-
asta jörðin á Vatnsnesinu, og þar
er búið af myndarskap eins og
forðum.
Við Jón Jóhannesson háskóla-
kennari, bróðir Jennýjar, giftum
okkur árið 1949, og hann vildi
sýna mér æskustöðvar sínar norð-
ur á Vatnsnesi. Hann naut þess
að vera hjá systur sinni og manni
hennar, Jóhannesi E. Levy odd-
vita, leikfélaga sínum og vini. Hjá
þessu góða fólki fannst honum
eins og hann væri kominn heim.
í Hrísakoti var enn búið í gamla
bænum, steinsteyptu húsi með
torfþaki. Margt minnti þá á fyrri
tíð. Gamla klukkan tifaði enn á
veggnum. Hún var fyrst fengin til
þess, að afi þeirra systkina, Jón
Jónsson frá Syðsta-Hvammi, gæti
fylgst með klukkuslættinum, er
hann var orðinn blindur. - Þau
Jenný og Jóhannes gengu úr rúmi
fyrir okkur, og við vorum látin
sofa í gömlu baðstofunni. Drifhvítt
lín var á rúmum, útsaumuð sæng-
uiver og ótal kræsingar voru á
borðum. Auðséð var að Jenný,
mágkona mín, hafði oft þurft að
taka til hendi við heimilisstörfin.
Jón Jóhannesson lést tæplega
fjörutíu og átta ára að aldri, og
aðstæður fjölskyldunnar voru
mjög erfiðar. Jenný fann alltaf
hvenær hennar var þörf og ekkert
var henni ljúfara en að verða bróð-
ursonum sínum, Helga og Jóni,
að liði. Jóhannes, bóndi hennar,
var og sama sinnis. Hann fór með
þeim í réttirnar, lét þá velja sér
gimbrarlamb og fékk þeim arðinn
af ánum, þegar hann kom suður.
Á hveiju sumri hlökkuðu þeir til
að fara norður á Vatnsnesið í sveit-
ina sína, en þar kynntust þeir al-
gengum sveitastörfum í öllum sín-
um fjölbreytileik. Mest var þó vert
um hlýjuna, sem streymdi frá hús-
ráðendum, sem voru þeim eins og
bestu foreldrar.
Vonand.i vex tijágróður Jennýj-
ar norður á Vatnsnesi og einnig
sá arður, sem hún veitti með um-
hyggju sinni og ástúð. Að lokum
vil ég þakka þessari merku konu
fyrir samfylgdina, og aðstandend-
um hennar votta ég innilega sam-
úð.
Guðrún P. Helgadóttir.
Hún Jenný mín er búin að fá
hvíldina 86 ára gömul. Veit ég að
hún kvaddi sátt, því þegar ég leit
inn til hennar á ferð minni um
Norðurland í júlí sl. þá ræddum
við þessi vistaskipti og sagðist hún
gjarnan vilja fá hvíld, hún gæti
varla verið svo syndug að almætt-
ið vildi hana ekki. Ef vandlætið
er það mikið, að það verður ekki
tekið á móti henni, þá er enginn
þarna uppi.
Fyrsta ferð mín norður í Hrísa-
kot til móðursystur minnar var
sumarið 1945. Móðir mín ásamt
systkinum sínum var að fara i
ferð til Akureyrar, en hængur var
á, við systurbörnin vorum orðin
þijú, Erla, Agnar og ég. Þóttum
við of ung fyrir svona ferð sem
bara var ætluð fullorðnum, en
amma okkar Guðríður lét ekki sitt
eftir liggja, hún tók mig með sér
norður og þar sá hún um okkur á
meðan á ferð stóð. Upp frá þessu
var hugurinn óvenju sterkur tii
Hrísakots, þar sem Jenný og Jói
voru þetta trausta og hlýja at-
hvarf sem maður sótti í.
Jenný var heimakær með ein-
dæmum, vildi helst aldrei fara af
bæ, enda var hún búkona, eins og
þær gerast bestar, og náttúrubarn
af Guðs náð. Kindurnar sínar
þekkti hún hveija fyrir sig og það
með nafni, ef þær hétu eitthvað.
Kýrnar voru henni svo hjartfólgn-
ar, að ef maður sagði eitthvað
misjafnt um þær, þá varði hún þær
eins og börnin sín.
Frá því ég man fyrst eftir var
fallegur garður sunnan við bæinn,
sem hún ræktaði eins og lífið í
bijósti sér, hlúði að litskrúðugum
blómunum og tijánum sem komu
mismikið brotin undan snjóþunga
vetrarins, en allt dafnaði þetta í
umsjá hennar.
Ein af hennar stærstu óskum
var að rækta tijálund á landinu
sínu, sú ósk rættist þegar hún fór
að gróðursetja tré í barðinu fyrir
ofan bæinn, þar undi hún hag sín-
um hvað best. Ég held að mér sé
óhætt að segja, að allar hennar
tómstundir hafi verið í barðinu frá
því að snjóa leysti á vorin og þar
til laufin voru fallin á haustin.
Jenný og Jói komu upp þremur
mannvænlegum bömum. Nutu
þau samvista í 44 ár, en hann lést
á heimili þeirra 1981 og vantaði
þá þijá daga upp á að verða 71
árs. Mikill var missir hennar og
var henni kært að tala um hann
og rifja upp góðar stundir.
Hinn 9. ágúst sl. hringdi ég í
hana í tilefni afmælis hennar, var
hún óvenju kát og hláturmiid
þennan dag. Rifjuðum við upp
mörg brosleg atvik sem höfðu
hent okkur í gegnum tíðina og
ekki seinna vænna því 26. ágúst
var hún öll.
Guð veri sálu hennar náðugur.
Ég kveð hana með söknuði.
Hanna.
Mig langar til að kveðja þig,
Jenný föðursystir mín, og þakka
þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir
mig. Ég var tæplega fjögurra ára
gamall þegar ég kom fyrst í heim-
sókn til þín í Hrísakot, þá í fylgd
með foreldrum mínum. Pabbi dó
vorið eftir og það sumar og næstu
átta sumur var Hrísakot heimili
mitt á sumrin. Tii þín var alltaf
gott að koma og ég man að ég
hlakkaði mjög til að koma norður
á vorin. Alltaf tókst þú jafn vel
á móti mér og ég man að ég leit-
aði alltaf til þín þegar á móti blés.
Þá var gott að finna hlýjuna þína.
Stundum settistu hjá mér þegar
ég var komin í rúmið og sagðir
mér frá einhverju skemmtilegu.
Mest gaman hafði ég af sögum
frá því að þið pabbi voruð börn í
Hrísakoti og sérstaklega einni
þegar hann manaði þig til þess
að stökkva yfir skurð á eftir sér
en þú lentir á kafi í skurðinum.
En það var ekki bara ég sem fann
hlýjuna þína, sama gilti um allt
kvikt á bænum. Stundum varð ég
dálítið öfundsjúkur þegar þú fórst
milli húsa og allar skepnur bæjar-
ins, hundur, köttur, hænur, lömb
og kálfar, eltu þig. Þegar ég
spurði þig um þetta gerðir þú
ekki mikið úr því og sagðir að
þetta væri mest matarást. Stund-
um gat þetta þó komið sér illa,
einkum á þann hátt að sumar
kýrnar seldu ekki þegar aðrir
mjólkuðu þær. Á þessum árum
þóttist ég hafa mikilvægu hlut-
verki að gegna í fjósinu og var
afar stoltur af kú sem hét Silfra,
en hún var „fystuverðlaunakýr"
eins og það hét í þá daga. Vand-
inn var hins vegar sá að ef þú
gast ekki mjólkað hana, þá seldi
hún seint og illa og nytin minnk-
aði.
I Hrísakoti var einnig lítill tijá-
garður og í honum áttir þú mörg
handtökin. Sérstaklega man ég
eftir litlum vermireit þar sem þú
ræktaðir jarðarber og hve gaman
var að smakka berin á haustin.
Seinna færðir þú út kvíarnar með
skógrækt í barðinu fyrir ofan
bæinn og við töluðum um hve
gaman yrði þegar þarna væri kom-
inn skógur.
Þótt við hittumst sjaldnar eftir
að þú hættir að búa, var alltaf
jafn gott að hitta þig og skynja
sömu hlýjuna og væntumþykjuna
og í Hrísakoti forðum.
Allar mínar minningar um þig,
Jenný frænka mín, eru á þennan
sama góða veg og allir sem um-
gengust þig gátu lært af öllu því
góða sem þér fylgdi. Guð blessi
þig í þinni síðustu ferð.
Helgi Jónsson.
Kom innar og heim!
mælir ásýnd hvers fjalls.
Kom innar og heim!
syngur blærinn í viðum.
Það kveður í ómi
hvers fossafalls
og við flúðir og tanga
í hafrótsins iðum.
Svo mæla við sál vora eilífð og öld,
hinn árfagri morgunn, hið friðsæla kvöld.
Sjálft himinsins mál
yfir háfjallariðum.
Hvíslar um víðan geim:
Kom innar og heim!
(Sig. Ein.)
Hún Jenný hefur verið kölluð
innar og heim.
Hún verður í dag kvödd og lögð
til hinstu hvílu heima í sveitinni
sinni, við hlið eiginmanns síns Jó-
hannesar E. Levy, sem féll frá
fyrir rúmum 15 árum.
Samkvæmt lögmálinu verða
þeir sem unnið hafa langan dag
fegnir hvíld að kvöldi. Það ætti
því ekki að koma á óvart þegar
þeir sem lokið hafa löngu og far-
sælu ævistarfi sofna svefninum
langa.
Mig setti samt hljóða er mér
var flutt andlátsfregnin hennar.
JENNYJ.
LEVY
Að mér settist sorg og tregi, —
en á öllu eru tvær hliðar og ég
trúi því að nú þegar hún kemur
innar og heim geti andar þeirra
Jóhannesar sameinast á ný og
notið fegurðar sveitarinnar sem
ól þau bæði og þau unnu svo mjög.
Sveitarinnar sem naut starfsorku
þeirra, fórnfýsi og alúðar og geym-
ir flest þeirra spor frá æsku til elli.
Þegar ég kynntist þeim hjónum
fyrst, fyrir hátt á þriðja tug ára,
var Jóhannes oddviti sveitar sinnar,
Þverárhrepps á Vatnsnesi, og hafði
verið um langt skeið. Því starfi
gegndi hann til dauðadags. Hann
var vakinn og sofinn yfír velferð
og hagsæld sveitarinnar og beitti
sér mjög í baráttu fyrir öllu því er
stuðlað gæti að framförum og
bættri stöðu hennar. Hann hélt öll
gögn og bækur hreppsins af mik-
illi nákvæmni og áreiðanleika, sem
honum var svo eðlislægur.
Og alltaf var Jenný til staðar.
Hans stoð og stytta. Hún sinnti
búinu þegar hann var fjarverandi
vegna sinna opinberu starfa og
hljóðlát og alúðleg veitti hún gest-
um rausnarlegan beina, hvort sem
erindi þeirra var einvörðungu við
oddvitann, starfs hans vegna, eða
að styrkja vináttu og ættarbönd
og njóta samvista við fjölskyld-
una.
Ég minnist þéttingsfasts hand-
taks og hlýlegu kveðjunnar,
„komdu blessuð og sæl og vertu
velkomin" þegar ég kom fyrst í
heimsókn til þessara öðlingshjóna
í Hrísakot og ætíð síðan.
Eldri drengirnir mínir eiga því
láni að fagna að muna vel ömmu
og afa heima í Hrísakoti, hlýjuna
og ástúðina þeirra. Minningar
yngri drengjanna ná einungis til
ömmu Jennýjar í Reykjavík og á
Hvammstanga. En þeir minnast
líka umhyggjusemi hennar og
glettni, hlýjunnar og bænanna um
Guðs blessun og farsæld. Öll erum
við ríkari af, og þakklát fyrir þær
stundir er við nutum saman.
Með þeim eru gengnir virðuleg-
ir fulltrúar þeirrar kynslóðar er
ekki þekkti kröfugerð á annarra
hendur, en fundu lífsfyllingu í því
að gera skyldu sína í hvívetna,
yrkja jörðina, rækta og veita að-
hlynningu. Hún Jenný ræktaði
svo sannarlega garðinn sinn — í
víðustu merkingu þeirra orða.
Natni hennar við blómarækt og
trjáa var viðbrugðið og engu
minni en umhyggja hennar fyrir
skepnunum. Umgengni hennar
við þær og nákvæmni við hirðingu
var lærdómsrík og eftirminnileg
reynsla þeim sem fengu að fylgj-
ast með.
Hún Jenný deildi ánægjustund-
um og spaugi með okkur hinum,
en harma sína bar hún ekki á
torg. Eftir öll árin sem leiðir okk-
ar lágu saman á ég dýrmætar
minningar um hógværa og elsku-
lega konu sem unni manni sínum,
heimili og börnum og fjölskyldum
þeirra. Hún sýndi það með því
að vera vakin og sofin yfir velferð
þeirra og alltaf til taks ef hún
gat hjálpað eða hlynnt að. Hún
unni einnig sveitinni sinni og jörð-
inni og kom það best fram í við-
horfum hennar, umgengni um
landið og ræktunarstarfi.
Langur vinnudagur er að kveldi
kominn.
Eftir hana - og þau hjón bæði
- liggur farsælt starf. Verkin
hennar voru unnin í kyrrþey, og
af ástúð og natni. Þau hafa borið
ríkulegan ávöxt þar sem eru börn-
in þeirra þijú og hinn stóri hópur
dugandi og efnilegra afkomenda.
Hún getur því stolt litið yfir verk-
in sín — lífsávextina — og notið
verðskuldaðrar hvíldar hjá bónda
sínum nú þegar hún hefur einnig
verið kölluð innar og heim.
Að leiðarlokum færi ég dýpstu
þakkir fyrir órofa tryggð og vin-
áttu. Guð blessi minningu þeirra.
Þeim Erlu, Agnari og Eggert,
mökum þeirra og afkomendum
votta ég innilega hluttekningu.
Inga.