Morgunblaðið - 07.09.1996, Page 40

Morgunblaðið - 07.09.1996, Page 40
' 40 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ varst alltaf til staðar, þó fjarlægðin skildi okkur að. Þú varst okkur og sonum okkar svo góður alla tíð. Við biðjum þér Guðs blessunar í nýjum heimkynn- um og vitum að vel hefur verið tek- ið á móti þér af öllum ástvinum sem á undan hafa farið. Þú, sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýta-kind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt Ijós i hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín - ég trúi’ og huggast læt. (Kristj. Jónsson) Jóhanna, Gísli og synir. Elsku besti frændi. Mér fannst mjög erfitt að viður- kenna að þú værir farinn, en núna vil ég kveðja þig og óska þér alls góðs, jafnvel þótt það sé sárt. Það er gott að hugsa um allar minning- ar sem þú skildir eftir hjá mér, af því að þær eru allar góðar. Þú reyndist mér alltaf góður og ^j-ég kallaði þig alltaf Hödda besta frænda. Þú varst einn indælasti maður sem ég hef kynnst og varst alltaf svo góður. Þess vegna sakna ég þín sárt. Eg vil senda þér innilegar kveðj- ur og ég vona að þér líði sem besti. Þín systurdóttir, Eydís Ósk. Okkur langar að minnast með nokkrum orðum bróðursonar og jj^systursonar okkar Harðar Sævars Bjarnasonar skipstjóra sem fórst með Æsu ÍS-87 ásamt tengdaföður sínum Sverri Halldóri Sigurðssyni. Við sem eftir lifum skiljum ekki hvernig svona lagað getur komið fyrir í logni og björtu veðri. Við höfum öll lífið að láni eins og Hall- grímur Pétursson sagði. Hvenær sem kallið kemur kaupir sér engin grið. En við stöndum eftir með hjörtun full af trega, minningarnar koma fram í hugann hver af ann- arri um dugmikinn, glaðan og góð- an dreng, sem aldrei vildi bregðast skyldu sinni, hvorki í einkalífi né störfum. Stærstur harmur er þó kveðinn að konu hans, stóra barna- „ .hópnum og systkinum hans. Við ' biðjum góðan Guð að leiða þau öll og styrkja í þeirra miklu sorg. Við og íjölskyldur okkar kveðjur kæran frænda með erindi úr göml- um sjómannasáimi, sem okkur finnst eiga vel við líf hans og störf: Lát akker falla, ég er í höfn, ég er með Frelsara mínum. Far vel þú æðandi dimma dröfn, vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í ægi falla, ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (V.S.) Hermann Hálfdánarson, Guðríður Markúsdóttir og fjölskyldur. Þetta getur ekki verið satt. Ég þurfti að hringja aftur vestur þeg- ar mér barst sú frétt að Æsa IS hafi farist í blíðskaparveðri með sex manna áhöfn. Ejórir komust af en mágur minn og stjúpi voru týndir. Næstu dagar og vikur voru erfiðar og það tekur langan tíma að meðtaka þessa miklu sorg. Ég ætla að minnast Hödda mágs míns með fátækiegum orðum. Höddi var mjög skapgóður maður og aldrei “T~ sá ég hann skipta skapi, en natinn var hann við að sjá björtu hliðarn- ar og að fá fólk til þess. Það er erfitt að skrifa minningargrein um ungan mann sem hrifinn er burt í blóma lífsins frá ungri konu og börnum. Elsku Kolia, Hörður Sævar, Sverrir Guðmundur, Sigrún Gunn- ’ dís, hugur minn er allan sólar- hringinn hjá ykkur. Það er mikið á ykkur lagt að missa þá báða, en þið vitið að þið eigið okkur að hve- nær sem er. Kolla og Höddi áttu yndislegt heimili þar sem maður var alltaf velkominn og síðast þegar ég og fjölskylda mín komum í sextugsaf- mæli mömmu í fyrra fór Höddi með fjölskylduna á Súðavík og í gegnum Vestfjarðagöngin. Svo var hjálpast að við að gera afmælisdaginn sem eftirminnilegastan. Ég þakka fyrir hjálpina þegar ég þurfti að fara á Reykjalund í sex vikur vegna veik- inda. Þrjú yngstu börnin vildi ég hafa á sama stað og þá létu Kolla og Höddi mig vita að þetta væri ekkert mál, þau og mamma myndu redda þessu. Krakkarnir kæmu vestur og gengju þar í skóla í sex vikur og hjálpuðust þau að og allt gekk þetta vel. Börnin mín hænd- ust þá að Herði og eiga eftir að sakna hans. Elsku Kolla systir, börn Harðar, systkini og aðrir aðstandendur. Ég bið Guð að vera með okkur öllum á þessum erfiðu tímum. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Sveinsína Björg og fjölskylda. Enn einu sinni erum við minnt á vanmátt okkar gagnvart slysum og náttúruhamförum. Enn einu sinni heggur Ægir skarð í raðir sjómannastéttarinnar. Það kom eins og reiðarslag yfir mig, er ég frétti að tveggja góðra manna, sem ég þekki, væri saknað eftir sjóslys. Mig langar aðeins að rifja upp kynni mín af öðrum þeirra, Herði Sævari Bjarnasyni, eða Hödda eins og hann var alltaf kallaður. Þegar ég var ungur drengur þá voru tveir elstu synir Hödda góðir félagar mínir og lékum við okkur oft saman. Ég var því tíður gestur á heimili þeirra á Eyrargötunni. Þar sem Hörður var sjómaður og því mikið að heiman, sá ég hann ekki oft. Alltaf man ég þó eftir þessum reffilega manni, fjörlegu yfirbragðinu og kátínunni. Hann var án efá~ sú manntegund sem börn taka eftir og laðast að. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið og það á svo sannarlega við um Hödda. Þar sem hann var þar voru yfirleitt hressilegar samræður, brandarar gengu manna á milli og skemmtileg tilsvör. Höddi var einn af þessum rösku sjómönnum sem vita að fátt fæst gefins í lífinu, heldur verða menn að hafa fyrir hlutunum. Hann var alltaf tilbúinn að leggja á sig erfiði, ef þess þurfti. Fljótlega upp úr fermingaraldri skildu leiðir mínar og sona Hödda og við fórum hver í sína áttina í lífinu. Við höfum hins vegar alltaf verið góðir vinir síðan og þessar minningar mínar frá Eyrargötunni eru mér dýrmætar, sérstaklega núna þegar þessi góði drengur er allur. Mörgum árum síðar hóf Höddi harðfiskverkun á Suðureyri. Ég réð mig þá í vinnu hjá honum og feng- um við því tækifæri til að end- urnýja kynni okkar. Þrátt fyrir að u.þ.b. fimmtán ár væru liðin frá því að ég umgekkst Hödda að ráði, fannst mér hann ekkert hafa breyst. Hvorki kímnin, lífsgleðin né krafturinn hafði dvínað, enda þótt ýmsir erfiðleikar blöstu við í rekstrinum. Það síðasta sem ég frétti af Hödda, var að hans væri saknað, ásamt tengdaföður sínum, eftir að bátnum sem þeir voru á hafði hvolft og þannig lauk göngu hans á þessari jörð. Það er með trega og söknuði sem ég minnist Harðar og votta eftirlifandi eiginkonu hans, Kolbrúnu Sverrisdóttur, börnum og öðrum aðstandendum, dýpstu samúð mína og bið Guð um að styrkja þau öll í sorg þeirra. Theódór Norðkvist. + Sverrir Halldór Sigurðsson fæddist í Reykjavík 6. september 1936 og ólst upp á Kára- stíg 11. Hann fórst með Æsu ÍS 87 hinn 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jó- sefs Guðmundsson frá Sandeyri á Snæ- fjallaströnd, f. 12.3. 1899, d. 20.11.1971, og Ingimunda T.G. Bjarnadóttir frá Berjadalsá á Snæ- fjallaströnd, f. 5.7.1896, d. 13.7. 1986. Systkini Sverris eru: Ragnhildur Ingibjörg, f. 28.9. 1928, d. 20.11. 1993; Kristjana, f. 24.2. 1930; Bjarni Þórir, f. 16.2 1932, d. 24.12. 1964. Sverr- ir fluttist til ísafjarðar 1956. Hinn 9. febrúar árið eftir kvæntist hann Sigrúnu Sigur- geirsdóttur, f. 23.4. 1935. For- eldrar hennar voru Sigurgeir Bjarni Halldórsson frá Minni- bakka í Skálavík, f. 2.3. 1908, d. 31.3. 1972, og Sveinsína Björg Guðmundsdóttir frá Bol- ungarvík, f. 17.5. 1908, d. 11.9. 1983. Sverrir og Sigrún skildu 1978. Börn þeirra eru: Bjarn- þór Haraldur, f. 3.9. 1957 og á hann tvö börn; Sigríður Inga, f. 16.7. 1959, hún á eitt barn, maki Arni Sigurðsson, f. 27.12. Þótt húmi um heiðar og voga, mun himinsins stjömudýrð loga um ást okkar yndi og fógnuð, þótt andvarans söngrödd sé þögnuð. (T.G.) Elsku pabbi minn. Við vorum rétt búin, tuttugu dög- um áður en þessi ískaldi hrammur dauðans skildi okkur að, að hittast á ættarmóti. Þú varst svo glaður, því þú varst að flytja vestur á heima- slóðir á ný. Við dásömuðum járð- göngin, því nú gætir þú kíkt á okk- ur börnin og önnur skyldmenni eins oft og þig lysti. Myndin sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til baka, þá varst þú mér góður pabbi. Auðvitað í uppeldi mínu mislíkaði okkur stundum hvoru við annað, enda ekk- ert auðvelt að ala upp átta börn. A meðan þú lékst við þau yngri, þá þurftir þú líka að taka á þeim vanda- málum sem alltaf fylgja því að eiga unglinga. A uppvaxtarárum mínum varst þú mikið á sjónum og mamma stjórnaði heimilinu og stóð eins og klettur í flarveru þinni. Það var ævintýri fyrir mig sem litla stelpu þegar þú silgdir til útlanda, þvi það var víst, þú mundir alltaf eftir að gleðja barnahópinn þinn sem beið þin heima. Leiðir ykkar mömmu skildu eftir rúmlega 20 ára búskap. Það tók á okkur öll en ég gleðst yfir því að þó að þið mamma ættuð ekki sam- leið lengur, þá voruð þið svo góð hvort við annað. Og þið kennduð börnunum ykkar að virða ykkur hvort í sínu lagi. Ættarmótið okkar hinn 5. júlí sl. tókst stórkostlega vel. Sú mynd sem birtist mér þegar við Höddi renndum í hlaðið á Búðum á Snæfellsnesi með börnin okkar, gleymist mér ekki. Þar stóðst þú pabbi minn, hrók- ur alls fagnaðar og þandir harmon- ikkuna eins og þér einum var lagið, og Ægir frændi spilaði undir með þér á gítarinn sinn. Þú varst dásam- legur þá, svo lífsglaður, kominn í anorakkinn hennar Ragnhildar frænku svo þér yrði ekki kalt. Rétt fyrir miðnætti skáluðum við fyrir ömmu sem hefði orðið 100 ára þenn- an dag, hefði hún lifað. Nóttin var ung og við sungum saman langa stund. Þegar við kvöddum fólkið þitt vorum við glöð, öll ákveðin í að hittast aftur, að minnsta kosti annað hvert ár, en sumir vildu gera þetta að árvissum viðburði. Það hefði þér líkað. Víst er, að verði af endurfund- 1953; Kolbrún f. 4.5. 1961, hún á þijú börn, maki: Hörður Sævar Bjarnason, f. 21.2. 1948, d. 25.7. 1996; Guðmundur Bjarni, f. 22.9. 1965; Hall- dór Benedikt, f. 15.7. 1967; Haf- steinn, f. 13.11. 1972, hann á eitt barn, maki, Mar- grét Björgvinsdótt- ir, f. 12.4. 1978. Sverrir gekk tveim- ur börnum Sigrún- ar I föðurstað og þau eru: Sveinsína Björg Jónsdóttir, f. 10.12. 1953, hún á fimm börn, maki Sigurbjartur Agúst Þor- valdsson, f. 2.1.1957; Sigurgeir Hrólfur Jónsson, f. 31.5. 1955, hann á fjögur börn, maki Þór- dís Mikaelsdóttir, f. 4.6. 1953. Sverrir hóf sambúð með Eygló Gísladóttur 1983, en þau slitu samvistum 1987. Sverrir lauk prófi frá Stýrimannaskólanum á ísafirði 1963 og stundaði sjó- mennsku alla tið að undanskild- um fáum árum er hann starfaði við beitningu í landi. Lengst af var hann á skipum Norðurtang- ans og á Bessa IS. Minningarathöfn um Sverri Halldór Sigurðsson fer fram í Isafjarðarkirkju í dag og hefst hún klukkan 14. um, munum við minnast þín, þú varst hetja, dulur en góður maður. Þú reyndir í gegnum lífið að kenna okkur börnunum þínum að orð skulu standa. Ef þú sagðir eitthvað, þá stóðst þú við það og vildir að við gerðum slíkt hið sama. Ég mun reyna að hafa þennan eiginleika þinn sem leiðarljós í mínu lífi, til heðurs þér, elsku pabbi minn. Daginn fyrir þetta hörmulega slys hringdir þú í mig, þú varst svo ánægður, það væri ailt annað líf að vera á þessu skipi, áhöfnin er alveg frábær, svo ekki væri minnst á kokk- inn. Það er eins og þú hefðir yngst um mörg ár, kominn í draumastarf- ið. Þá baðst þú mig að gera við skyrtuvasann, því hann hefði rifnað fyrr um daginn og hver veit - við hittumst einhverntíma á ný. Elsku pabbi, þó hafið hafi tekið þig frá mér, þá veit ég að þið elskuð- uð hafið báðir, þú og Höddi minn. Sjórinn togaði alltaf í ykkur og þar funduð þið ákveðið frelsi. Þið voruð vinir, og þið fóruð saman. Ég treysti því að þið styðjið hvor annan og lít- ið líka til með mér. Því örlögin hög- uðu því þannig að þið skilduð eftir hjá mér styrka stoð í Herði syni mínum. Svo eigið þið hjá mér lítinn Sverri og litla Löllu. Að lokum þegar ég kveð þig og bið Guð að geyma þig, elsku pabbi minn, þá þakka ég þeim úr áhöfn Æsu IS-87 sem komust af, hvað þeir reyndust ykkur báðum góðir félagar, og ég veit að ykkur finnst þið eiga svolítið í þeim öllum. Ég bið þeim Guðs blessunar í framtíð- inni. Við mömmu mína, Sjönu systur þína, Lísu uppáhaldsfrænku þína, sem var þér svo góð, öll systkini og aðra aðstandendur segi ég: Verum sterk, styðjum hvert annað í sorg- inni. Við eigum góðar minningar sem ylja okkur. Guð vaki yfir okkur og minningu Sverris Sigurðssonar. Þín dóttir, Kolbrún. Elsku Sverrir. Ég vil í stuttu máli minnast þín og þakka þér allt. Þú gekkst mér í föðurstað þegar ég var á þriðja ári og margs er að minn- ast. Það er erfitt fyrir ungan mann að taka að sér annarra börn, en þú gerðir þitt besta er þú tókst mig og Sigurgeir bróður minn að þér. Ekki datt mér í hug þegar þú komst til okkar í júní að við ættum ekki eftir að hittast aftur. Afmælið þitt var SVERRIR HALLDOR SIGURÐSSON framundan og ætluðum við að gera fyrir þig eins og fyrir mömmu þegar hún varð sextug í fyrra og veit ég að þú varst farinn að hlakka til. Fréttin um að þið Höddi væruð týnd- ir kom sem þruma úr heiðskíru lofti og fórum við þá fljótlega vestur til að vera með fjölskyldunni á þessum sorgartímum. Það var mikið áfall að missa ykkur Hödda báða, ekki síst fyrir Kollu og börn en þið Höddi voruð svo miklir vinir, það er mikið á Kollu lagt. Ég minnist þess þegar þú fórst í siglingar þegar við vorum börn, þá hugsaðir þú fyrst um okkur þegar þú fórst að versla. Þegar ég skrifa þessa minningargrein stend ég sjálfa mig að því að ég er ekki búin að meðtaka að þið Höddi kom- ið ekki aftur og það mun taka lang- an tíma að græða sárin. Elsku Sverrir, ég þakka aftur fyrir uppeldið og allt sem þú gerðir fyrir mig. Börnin mín áttu þig sem afa og öll munum við geyma minn- ingarnar um þig í hjarta okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Innilegar samúðarkveðjur til systkina minna og annarra að- standenda. Guð geri með okkur öll- um. Sveinsína Björg og fjölskylda. Elsku afi, eftir að þú fluttir frá Bolungarvík til Ólafsvíkur, þá sáum við þig alltof sjaldan, en þú varst duglegur að hringja í okkur. Þegar þú ákvaðst að flytja á Flateyri fannst okkur gott að vita af því að eiga afa í næsta nágrenni, því þú varst eini afinn sem við áttum. Við munum minnast skemmtilegu stundanna sem við áttum með þér. Eins og þegar þú tókst harmonikk- una og spilaðir af fingrum fram á sólpallinum okkar nú í sumar og Hafdís og Sverrir dönsuðu saman við undirleik þinn og voru fullviss um að afi væri sá besti. Elsku afi, nú þegar leiðir skilja þá viljum við þakka þér allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við þökkum þér samfylgdina og biðjum Guð að geyma þig. Hörður Sævar, Sverrir Guð- mundur og Sigrún Gunndís. Mig langar að kveðja afa minn, Sverri Halldór Sigurðsson, og mág móður minnar Hörð Sævar Bjama- son. Ég vil þakka þeim fyrir allt og minningu þeirra mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Vertu yfir og allt um kring með eilifri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Jóna Júlía Sigurbjartsdóttir. Hinn 25. júlí hringdi síminn. Okkur var tilkynnt að Æsa ÍS hefði sokkið I Arnarfirði og afa og Hödda væri saknað, en fjórir menn hefðu komist lífs af. Biðin eftir fréttum af því hvort þeir fyndust var erfið, en svo kom að því að þeir voru taldir af. Mig langar að minnast afa míns og Hödda, mannsins henn- ar Kollu, systur hennar mömmu, með nokkrum orðum. Enginn vissi fyrir að við fengjum aldrei að sjá þá aftur eftir þessa veiðiferð. Mikil sorg reið yfir og ég segi oft við sjálfa mig: Hvers vegna þeir? Af hveiju þurfti þetta að gerast? Ég fæ ekkert svar, því enginn getur svarað þessari spurningu. Elsku afi og Höddi. Minningin um ykkur mun lifa með mér. Ég gleymi ykkur aldrei. Blessuð sé minning ykkar. Ég votta Kollu, börnum hennar, systkinum mömmu og öðrum að-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.