Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 41 standendum mína dýpstu samúð og vona að Guð verði með okkur í þessari miklu sorg. Telma Dögg Sigurbjartsdóttir. Þeir voru búnir að gera klárt, sjómennirnir sex á Æsu IS-87. Það er hádegisbil og báturinn á heim- leið til Flateyrar eftir að hafa tekið skammtinn af kúfskel, úr Fífu- staðabugt í Arnarfirði. Skipstjórinn í brúnni, stýrimaður kominn niður í káetu og aðrir skipveijar undirbúa hvíld á heimleið. Eitthvað gefur sig. Bátnum hvolfir. Örlagarík barátta skipveija í nokkrar mínútur er sem heil eilífð. Fjórir ungir skipveijar bjargast á kjöl og ná að blása upp gúmbát, tveir sjómenn fara niður, þegar báturinn sekkur. Ó, hver er náð þín, Drottinn? Mitt fley er lítið en lögurinn stór og leynir þúsundum skeija en aldrei mun granda brim né sjór því skipi er drottinn má veija. (Höf. ók.) Fréttin af slysinu berst heim til vina og aðstandenda. Næstu klukku- stundir líða í nagandi bið að menn- irnir finnist. Víða kvikna kertaljós og hljóð bæn bærist af vörum manna. Vonin dvínar eftir sem á líð- ur og spurningar koma fram sem enginn getur svarað nema hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar. Líf frænda var oft á tíðum harðn- eskjulegt. Ungur að árum hóf hann störf sem sjómaður líkt og faðir hans gerði og stundaði störf við öfl- un og vinnslu sjávarfangs allt sitt lífshlaup. Hann var eftirsóttur í skipspláss sökum dugnaðar og ósér- hlífni. Frændi var oft á tíðum flarri heimili sínu vegna starfs síns og þurfti oft að leggja hart að sér við framfærslu stórrar fjölskyldu. Það tókst honum vel eins og mannvæn- leg börn hans bera með sér. Þrátt fyrir erfiða lífsbaráttu oft á tíðum var stutt í kátínuna og ærslafull tilsvör frænda. Á góðum stundum þegar við hittumst var oft gert að gamni sínu og hlegið að grámyglu hversdagsleikans. Þegar sá gállinn var á honum greip hann til harmonikkunar og spilaði af hjartans innlifun við söng nær- staddra. Þetta sannaðist þegar stór- fjölskyldan hittist á Búðum, fyrstu helgina í júlí sl., í tilefm 100 ára afmælis móður hans. Á slíkum stundum i hópi vina og ættingja leið honum vel. Það sýnir sig ævinlega að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Sjálfur hafði Sverrir sagst hafa áhuga á að starfa meir í landi en úti á sjó. Hann fyndi það að hann væri orðinn lélegri að standa ölduna. Síðasta vetur starfaði Sverrir í landi en ótíð og rýr eftirtekja við Breiða- fjörðinn gerði það að verkum að hann þáði nýtt starf þegar honum bauðst stýrimannsstaða um borð í Æsu lS-87, kannski fyrst og fremst sökum þess að veiðar fóru fram í fjörðum og rétt við land, en ekki úti á úfnu hafi. Hann var bjartsýnn á framtíðina þegar hann kvaddi systur sína og börn hennar um miðbik júlí sl. er hann hélt vestur til starfa á Flateyri. Þá ég hníg i djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer, Þótt mér hverfi heimsins gæði, - hverii allt, sem kærst mér er: Æðri heimur, himnafaðir, hinu megin fagnar mér. (M. Joch.) Elsku Kolbrún og aðrir aðstand- endur. Harmur ykkar er mikill. Upp- spretta spekinnar og sannrar ham- ingju er í Guðs orði, vegurinn sem hann vísar okkur er vegur kærleik- ans. Megi hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar halda styrkri hendi sinni yfir ykkur og gefa ykkur innri styrk og þrótt. Minningin um góðan dreng lifir og lífið heldur áfram í kærleika. Við hjónin og börn okkar kveðjum þig, kæri frændi, með hjart- ans þökk fyrir allt. Börnum þínum, systur þinni, frændfólki og vinum sendum við innilegar samúðarkveðj- | ur og biðjum ykkur Guðs blessunar. Arnar Gr. Pálsson. MINNINGAR ÆGIR JÓAKIMSSON + Ægir Jóakims- son fæddist á Siglufirði 4. nóvem- ber 1917. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri aðfaranótt 1. sept- ember síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin _ Friðrikka Olína Ólafsdottir, f. 16.4. 1886, á Reykj- um í Ólafsfirði, d. 3.4. 1966, og Jóakim Meyvantsson, f. 18.7. 1886 á Staðar- hóli við Siglufjörð, d. 17.9. 1945. Þau gengu í hjóna- band 23.9. 1911 og áttu alla tíð heima á Lindargötu 7b (seinna 3c) á Siglufirði. Systkini Ægis eru: 1) Hildigunnur, f. 21.1. 1912, d. 10.11. 1982, maki Hall- dór Kristjánsson frá Bolungar- vík, f. 26.4. 1914, búsett á ísafirði og eignuðust fjögur börn. 2) Ottó, f. 15.4. 1913, d. 13.6. 1915. 3) Ottó Jón, f. 15.5. 1915, d. 28.9. 1973, maki Kristín Kristjánsdóttir frá Hnífsdal, f. 12.1. 1915, búsett á Siglufirði og eign- uðust þrjú börn. 4) Bergþóra Bryndís, f. 30.6. 1920, d. 28.10. 1973, maki Gísli Dan Gíslason, 13.3. 1985, búsett á Lax- árvirkjun í Þingeyj- arsýslu og eignuð- ust einn son. 5) Ólaf- ur Meyvant, f. 11.5. 1924, maki Fjóla Baldvinsdóttir, f. 2.6. 1927, búsett í Ólafsfirði og eign- uðust fjóra syni. 6) Sigurður Óskar, f. 14.7.1926, d. 3.7. 1927. 7) Ólöf María, f. 24.12. 1927, maki Skúli Þórður Skúlason frá ísafirði, f. 28.5. 1931, búsett á Isafirði og eignuðust þijú börn. Ægir var ókvæntur, en eignað- ist eina dóttur, Gunnfríði Vil- helmínu, f. 6.6. 1941. Útför Ægis Jóakimssonar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hann Ægir föðurbróðir okkar og vinur hefur kvatt þetta jarðlíf eftir afar skammvinn veikindi. Fyr- ir aðeins fáum vikum var hann svo frískur, að við vorum viss um að fá að hafa hann hjá okkur í mörg ár í viðbót. En skjótt skipast veður í lofti, þessi sterki og hrausti mað- ur varð að lúta í lægra haldi fyrir erfiðum sjúkdómi. Söknuðurinn er sár, en mikið erum við rík af minn- ingum um þennan kæra frænda okkar. Þegar við systkinin vorum að alast upp á Siglufirði var Ægir heimilismaður hjá okkur, hann bjó að vísu í húsi ömmu og afa á Lindargötunni, en kom til okkar í mat og kaffi á hveijum einasta degi. Þeir bræðurnir, pabbi og hann, unnu alltaf saman, verka- menn sem fóru í hvaða vinnu sem bauðst, við losun og lestun skipa unnu þeir saman í fjölda ára, og voru meðal stofnenda svokallaðs Stúarafélags á Siglufirði. Það var flokkur manna sem tók að sér los- un og lestun skipa í ákvæðisvinnu. Flokkur hraustra manna og dug- legra, sem unnu myrkranna á milli, því ekki máttu skipin bíða. Á milli skipakoma unnu þeir bræður á síld- arplönum á sumrin, og við beitn- ingu og ýmislegt annað sem til féll á öðrum tímum ársins. Alltaf voru þeir saman bræðurnir, og oft- ast nefndir báðir í sömu andránni, Ottó og Ægir, eða pabbi og Ægir. Þeir stunduðu saman fjárbúskap í hjáverkum, alla tíð þar til pabbi dó þaustið 1973. Ótal margar og góðar minningar eigum við frá þessum árum. Og síðar, eftir að fullorðinsárin tóku við og við erum öll flutt frá Siglu- firði og höfum eignast maka og börn og barnabörn, höfum við eign- ast enn fleiri ógleymanlegar minn- ingar um frænda okkar. Allar heimsóknirnar til Siglu- fjarðar á sumrin, nokkur ættarmót og ekki síst þegar hann kom suður til okkar. Það var alltaf tilhlökkun að fá hann í heimsókn, hann var hæglátur og prúður maður, en af- skaplega orðheppinn og skemmti- lega ríkur í orðavali, hann var ekki margmáll, en einstaklega hnyttinn og oft hefur mikið verið hlegið og jafnvel velst um af hlátri, margar fleygar setningar frá honum eru oft á vörum okkar og munu halda áfram að lifa í minningu næstu kynslóðar. Svo ótal margt er það sem okkur langar að minnast á en ekki er hægt að gera í fáum orðum, svo sem umhyggju Ægis frænda við Ólínu ömmu meðan hún lifði og dvaldist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar í fjölda ára. Við vitum líka að Barði, æskuvinur hans, saknar nú vinar í stað, að hafa ekki Ægi að spjalla við á Brekkunni. Einnig er söknuð- urinn sár hjá systkinum hans, Ól- afi og Maríu, og fjölskyldum þeirra, sem hann dvaldi alltaf hjá, til skipt- is, á Ólafsfirði og ísafirði, yfir jól og fram á vetur eða jafnvel vor hin síðari ár. Eins er söknuðurinn líka sár hjá Gulla frænda okkar og „fóstbróður" og fjölskyldu hans á Siglufirði, umhyggjusemi Gulla og þeirra allra, við Ægi, verður seint hægt að þakka nógsamlega. Kæru ættingjar og vinir, við skulum vera saman um að minnast Ægis frænda, hann gaf okkur svo ótal margt á sinn hægláta og ljúfa hátt. Hann mun halda áfram að lifa í okkur. Okkur langar að ljúka þessum orðum með broti úr kvæði eftir Davíð Stefánsson: En þegar kallið kemur, þá kem ég glaður um borð. Ég hef skrifað í sjávarsandinn mín síðustu kveðjuorð. Ég hef skrifað í sjávarsandinn, þó sjái það ekki neinn: Lífið er draumur Drottins sem dauðinn ræður einn. Vertu sæll, elsku frændi, þakka þér fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Helga, Jóakim, Ólafur og fjölskyldur. Þeir settu svip á bæinn. Enn fækkar þeim Siglfirðingum sem virkilega settu svip á bæinn. Ægir Jóakimsson, sem kvaddur er hinstu kveðju frá Siglufjarðarkirkju í dag, var einn þeirra. Hann var fæddur hér í Siglufirði, raunar á Lindar- götu 3, og bjó síðan þar alla sína ævi. Ægir fór ungur að vinna alla almenna vinu eins og gerðist með unglinga í þá daga. Fljótt hóf hann þó störf hjá Losunar- og lestunarfé- lagi Siglufjarðar, (stúararnir), sem var eins og nafnið ber með sér fé- lag manna sem tók að sér losun og lestun flutningaskipa hér á Siglufirði, því eins og flestir vita voru umsvif mikil í þá daga við höfnina. Útskipun á mjöli og síld, uppskipun á salti og fiski var ein- hver erfiðasta vinna sem hægt var að hugsa sér, því mjölið var allt sekkjað í 50-100 kg poka og þeim raðað með handafli í lestar skip- anna. Nú er þessu allt öðruvísu farið. Eins var með síldina, híft um borð og síðan velt eftir lestum skip- anna og raðað eftir ströngum regl- um eftirlitsmanna, því ekki mátti farmurinn fara af stað á leiðinni yfir hafið. Siglfirskir „stúarar" voru annálaðir fyrir vandvirkni og hraða við þessi störf og var Ægir einn af þeim. Á unglingsárum kynntist ég þessum mönnum vel þar sem ég vann oft hjá þeim á haustin við útskipanir, hraði varð að vera mik- ill, því allt var unnið í „akkorði“ en ekki vann ég nú með þeim í lestunum (eins og engum kemur á óvart sem til þekkir), nei, ég var á „vinsu“ þ.e. stjórna hífinu um borð, en snemma hafði ég byijað að sitja hjá pabba mínum þar sem hann vann þessa vinnu og náði fljótt nokkuð góðum tökum á starfinu og fékk þar af leiðandi vinnu við þetta á haustin og var það vel borg- að. Nokkuð er síðan „Stúarafélag- ið“ var lagt niður og eftir það starf- aði Ægir í nokkur ár við saltfisk- verkun hjá Páli Gíslasyni og síðan hjá Þormóði ramma. Frændi konu minnar hafði verið hér hjá okkur nokkur sumur og var svo komið þegar hann var 13-14 ára, að rétt þótti að piltur færi að vinna eitt- hvað gagnlegt á sumrin. Við segj- um gjarnan Siglfirðingar: Eins og við gerðum. Tók Páll hann í salt- fiskinn, þar sem Ægir varð hans fyrsti leiðbeinandi við almenna vinnu og tókst góður vinskapur með Ægi og sveininum unga að sunnan sem aldrei hafði, eins og við segjum líka, „dýft hendi í kalt vatn“. Piltinum hefur farnast vel á lífsleiðinni. Ekki minnist ég Ægis án þess að nefna vin hans og samferða- mann Barða, þeir hafa unnið saman mestalla sína starfsævi, síðan hafa þeir farið í göngutúra saman og ekki síst staðið á horninu sínu, spjallað um heims- og bæjarmálin á þann hátt sem þeim einum var lagið. Ég ásamt mörgum fleirum lét ekki ónotað tækifæri að slást í hópinn og taka þátt í hressilegum umræðum um allt milli Siglufjarðar og alheimsins. Ég vil þakka Ægi fyrir vinsemd og hjálpsemi við föð- ur minn, en hann var alltaf tilbúinn til hjálpar, þó lítið bæri á, í miklum snjóum og ef brekkan var þung og erfið yfirferðar fyrir mann sem hafði ekki báða fætur heila. Að lokum þakka ég þér, kæri vinur, fyrir öll hressilegu og glettnu samtölin sem við höfum átt nær hvern dag hin seinni ár, þegar við höfum hist á götum Siglufjarðar. Björn Jónasson. Elsku Ægir. Mig langar til að minnast þín með nokkrum fátæklegum orðum, og þakka þér í leiðinni fyrir skemmtilegar samverustundir og hnyttin svör, en það voru einmitt svörin þín sem voru þín sérkenni. Ég kynntist þér snemma árs 1984, er þú dvaldist hjá tengdaforeldrum niínum þeim Ólafi Jóakimssyni, bróður þínum og Fjólu Baldvins- dóttir mágkonu þinni. Á því mynd- arlega heimili var rætt um heima og geima, og alltaf gast þú komið með einföld og skemmtileg tilsvör í flóknum samtölum. Þú dvaldist til skiptis á heimilum eftirlifandi systkina þinna um jól og áramót, þ.e.a.s. annaðhvort á Ólafsfirði eða Isafirði. Systkini þín, Óli og Mæja, voru þér afar kær. Þú bjóst þér lítið heimili á Siglufirði í húsi for- eldra þinna sem er eins kpnar ætta- róðal. Þetta litla hús finnst mér einskonar sameiningartákn ykkar sem ólust þar upp og niðja ykkar. Þú hafðir alla tíð verið hraust- menni, mikill göngugarpur og aldr- ei veikur. Þú kvartaðir aldrei og varst alltaf sáttur. Þegar þú fórst að tala um að þér liði ekki sem best, þá var vitað mál að eitthvað var að, þú hafðir átt við vanlíðan að stríða án þess að láta vita af því. Mikið veikur fórst þú á spítal- ann á Akureyri og eyddir síðustu dögum þínum þar. I öllum þeim rannsóknum sem þú fórst í voru tilsvör þín ósvikin. Þessi dökki blettur við litla heila, var að sögn læknis búin að vera frá barnsaldri. Ekki stóð á svari þínu: „Þar kom skýringin, ég var alltaf svo lélegur í reikningi." Sérkenni þín voru svör- in og minningarnar. Er við heim- sóttum þig í „óðalið“ á Siglufirði síðasta sumar var verið að leggja síðustu hönd á að malbika brekk- una upp að litla húsinu ykkar systk- inanna. Vænta mætti að öllum fyndist þetta vera hin þarfasta vegaframkvæmd en Ægir, þú sagðir að nú væri búið að skemma fyrir þér útsýnið úr eldhúsglugga- num. Pollarnir þrír sem mynduðust í rigningunni neðar í brekkunni koma aldrei aftur. Þú hafðir horft á þessa polla í nær 80 ár og saknað- ir þeirra. Ég veit að þú ert í góðum félags- skap núna, með móður þinni Ólínu, sem þú vitnaðir svo oft í, föður þínum Jóakim og systkinum þínum sem þegar eru látin. Ég þakka þér fyrir skemmtileg kynni. Kynni mín af þér hafa haft áhrif á gildismat mitt á lífinu og vakið mig til um- hugsunar um allt þetta lífsgæða- kapphlaup. Börnin okkar Sigga munu alltaf minnast Ægis frænda á Sigló. Áslaug Grétarsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast frænda míns á Siglufirði, Ægis Jóakimssonar eða bara frænda eins og ég kallaði hann, en frændi lést 1. september síðast- Iiðinn, langt um aldur fram finnst mér, því þrátt fyrir að vera að nálgast áttræðisaldurinn þá finnst mér frændi aldrei hafa breyst neitt. Sennilega hef ég innst inni haldið eða öllu heldur vonað að frændi væri eilífur. En kæri frændi, þegar ég settist niður og ætlaði að skrifa þér nokkr- ' ar línur, vafðist mér tunga um tönn, því það er svo margs að minnast, svo margt skemmtilegt sem kemur upp í hugann, en það er bara svo erfitt að koma því á blað. Ferðirnar á Sigló í gamla daga eru alltaf ofarlega í huga mér. Þegar maður hljóp niður brekkuna að litla hús- inu, byijaði á að slíta upp einn rabarbara og stökk síðan inn í for- stofuna. Mig minnir að gólfið væri lagt striga eða einhveiju þvílíku en í minningunni er það merkilegra' en nokkurt marmaragólf. Síðan tók við eldhúsið sem öllu heldur var eins konar stofa, því þar var setið og spjallað eða öllu heldur hlegið, því ferðirnar á Sigló voru nú ekki beint „fýluferðir“. Svo var það stig- inn upp á loft, þvílíkur merkisgrip- ur, þar þurfti að fara nokkrar ferð- ir upp og niður, og meira að segja litlu krökkunum mínum þykir í dag meira til hans koma en rafmagns- stiganna í Kringlunni. Síðan var nauðsynlegt að fara á klóið, það var eitt það allra merkilegasta hjá Ægi frænda, öðruvísi en hjá öllum öðrum, þetta var hreint og klárt „ævintýraland“. Og ekki skemmdi það ef farið var í bæinn og frændi bauð upp á ís, þann besta í heimi; það varð til að kóróna þessar skemmtiferðir. Síðan koma upp í hugann öll orðatiltækin þín og ég man t.d. eftir þegar þú sussaðir á okkur bræðurna er verið var að lesa dán- artilkynningarnar í útvarpinu ein- hveiju sinni og sagðir „Við skulum vita hvort við fréttum eitthvað af henni frænku,“ en hún hafði víst verið eitthvað veik, einnig þegar þú sagðir óþarfa að taka dagblöðin utan af sumarblómunum sem verið var að setja á leiði afa og ömniu, því þau hefðu ekki séð blöðin svo lengi. Já, frændi, svona minnist ég' þín, allt svo skemmtilegt, en ég veit þó að síðustu vikur eða jafnvel mánuðir hafa verið þér erfíðar. Ég sá það þegar ég kom til þín á spítal- ann í sumarfríinu um daginn að þér leið illa, en ég átti samt ekki von á að eitt af mínum fyrstu verk- um þegar heim kæmi væri að skrifa þessa minningargrein. Ég veit að þér líður vel í dag og mig langar til að þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar sem við áttum, ekki síst hin síðari ár, t.d. þegar við Áslaug giftum okkur og þú dvaldir hjá> okkur. í dag finnst mér þessar stundir og það að fá að kynnast svona skemmtilegum manni svo mikils virði. Nú þegar lífsgöngu þinni er lokið kveð ég þig með sökn- uði, kæri frændi. Guð blessi minn- ingu þína. Sigurður Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.