Morgunblaðið - 07.09.1996, Side 42

Morgunblaðið - 07.09.1996, Side 42
42 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jón Ingi Jóns- son fæddist í Dufþaksholti í Hvolhreppi 8. febr- úar 1911. Hann lést á Landspítalanum 30. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Dufþaks- holti, f. 15.5. 1865, d. 16.4. 1917, og Guðlín Jónsdóttir frá Götu í Hvol- hreppi, f. 24.9. 1877, d. 11.5. 1974. Systkini hans voru Elín, f. 18.11 1912, d. 18.8.1985, Ólöf, f. 24.11. 1913, og Ingp- björg f. 2.2. 1917. Hinn 2. sept- ember 1939 kvæntist Jón Ingi Soffíu Gísladóttur frá Múlakoti í Fljótshlíð. Börn þeirra eru: 1) Þórir Þröstur, f. 4.2. 1940, maki Ragnheiður Skúladóttir og eiga þau tvö börn, Jón Þór og Dögg. Sljúpdætur Þrastar eru Inga Kolbrún og Drifa. 2) Hrefna, f. 9.11. 1945, gift Birni Tengdafaðir minn Jón Ingi Jóns- - son er látinn á áttugasta og sjötta aldursári. Mér er í bamsminni hversu fallegt mér þótti nafnið Jón Ingi, þegar ég heyrði það fyrst, þá nemandi í Bama- skóla Austurbæjar og átti að fara að læra sund hjá Jóni Inga sundkenn- ara í Austurbæjarskólanum. Ekki bauð mér þá í grun að sjálfur ætti ég eftir að eignast tengdaföður og síðan son sem báru þetta fallega nafn. Tengdafaðir minn, sem reynd- ar var oftast nefndur Ingi, og Jón Jngi sundkennari voru bræðraböm. Ingi var elstur bama þeirra Jóns og Guðlínar en hann átti þrjár syst- ur. Ingi missti föður sinn um sex ára aldur. hann ólst upp með móður sinni fram að fermingu. Föðurmiss- irinn og tíðarandinn hafa sjálfsagt sett sitt mark á drenginn en aldrei heyrði ég hann kvarta. Eftir ferm- ingu fór Ingi að vinna fyrir sér hjá vandalausum, fyrst á Efra-Hvoli hjá Björgvini sýslumanni þar. Seinna vistaðist hann á Eyvindarmúla og síðan í Múlakoti í Fljótshlíð. Öllum þessum heimilum bar hann vel sög- una. í Múlakoti kynntist Ingi eftirlif- andi konu sinni Soffíu Gísladóttur, fósturdóttur þeirra hjóna Túbals Magnússonar og Guðbjargar Þor- leifsdóttur, sem fyrst kvenna hóf ræktun tijágróðurs við sveitaheimili á íslandi, en öld verður liðin næsta vor frá því Guðbjörg hóf að rækta garðinn sinn í Múlakoti. Fljótshlíðin er ein fegursta sveit þessa lands, þótt hún hafi goldið nærvem sinnar Stefánssyni og eiga þau þrjú börn, Berglind Soffíu, Stefán Þór og Jón Inga og tvö barna- börn. Stjúpdóttir Hrefnu er Ragn- heiður Kristín Björnsdóttir og á hún einn son. Ingi og Soffía bjuggu fyrstu hjúskapar- árin í Vestmanna- eyjum og fluttust síðan að Tumastöð- um í Fljótshlíð 1946 þar sem hann vann hjá Skógrækt ríkisins. Árið 1950 gerðist hann bóndi og hófu þau búskap á Fljótsdal í Fljótshlíð og bjuggu þar í fimm ár. 1955 fluttust þau að Deild í Fljótshlíð þar sem þau bjuggu til ársins 1989, en þá fluttust þau að Litlagerði 12, Hvois- velli. Útför Jóns Inga fer fram frá Stórólfshvolskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 14. við eldfjöll, jökla og stórfljót frá örófí alda. Söguleg arfleifð sveitar- innar er ekki síður mikilfengleg. Hún hefur einnig alið af sér margan andans manninn. Þessi náttúra og fomu dyggðir mótuðu unga fólkið Inga og Soffíu, sem giftu sig 2. september 1939. Þau eignuðust tvö böm, Þröst, rafvélavirkja á Hellu og Hrefnu, kennara í Garðabæ. Fyrstu hjúskaparárin unnu þau oft- ast í Vestmannaeyjum á vetmm en við skógrækt á Tumastöðum á sumrin. Hugur þeirra stóð þó til búskapar. Jarðir munu ekki hafa legið á lausu þá eins og nú og árið 1950 hófu þau búskap í Fljótsdal, fremsta bænum í Fljótshlíð sem þá hafði verið í eyði frá því skömmu eftir Heklugosið 1947. Þau fluttu börnin sín á vélbát frá Vestmanna- eyjum og voru svo selflutt upp á Landeyjasand með árabáti, yngra barnið þá enn í vöggu. í Fljótsdal var enn vikur í skorn- ingum og giljum og er konu minni í barnsminni að hún þurfti alltaf að losa sand úr skónum sínum. Þæg- indi hafa tæpast verið mikil á fmm- býlisámm þeirra, þó var heimaraf- stöð, tún slegin með hestasláttuvél en brekkur og gildrög með orfi og ljá. Samgöngur vom erfiðar og þeg- ar bömin uxu úr grasi og þurftu að heija skólagöngu hugsuðu þau hjón sér til hreyfings og fluttu 1955 að Deild í Fljótshlíð. Þar kynntist ég þeim er ég fór að gera hosur minar grænar fyrir dóttur þeirra fyrir rúmum þijátíu ámm. Það var alltaf gestkvæmt í Deild eins og einnig seinna hjá þeim í Litlagerði 12 á Hvolsvelli, þangað sem þau fluttu er þau bmgðu búi um 1989. Eg á margar góðar minningar frá árunum í Deild, enda dvöldum við Hrefna mikið hjá þeim fyrstu hjú- skaparárin okkar, þegar við vorum að koma okkur upp þaki yfír höfuð- ið og þau Soffía og Ingi fóstruðu fyrir okkur elsta barnið okkar Berg- lind Soffíu. Berglind dvaldi öll sum- ur hjá þeim fram á fullorðinsár við gott atlæti. Ég minnist Inga sem glaðværs manns sem ávallt gekk syngjandi að vinnu sinni, sérstak- lega var hann lipur og hjálpsamur og góður við málleysingja. Ingi og Soffía áttu góða granna og sam- vinna og samgangur var mikill á milli bæjanna í kringum Deild. Ingi var síungur og fjömgur enda laðað- ist fólk að honum við störf hans. Börn sem voru hjá þeim hjónum í sveit voru fjölmörg og öll komu þau auðugri heim og hafa haldið sam- bandi við þau síðan. Tengdafaðir minn kom til dyranna eins og hann var klæddur og maður vissi hvar maður hafði hann. Ingi var Ijóðelsk- ur og kunni firnin öll af vísum sem hann átti mjög auðvelt með að læra. Ingi hélt líka mikið upp á þjóðlegan fróðleik og sagði oft til um veðurfar næstu vikumar, með þjóðtrúna og hyggjuvitið að vopni. Eg minnist einu utanlandsferðar Inga sem þau hjón fóm með okkur Hrefnu og drengjunum til Spánar, hvað Ingi naut þess vel að ferðast og fræðast. Ég man að þegar við ókum frá Keflavíkurflugvelli og sáum flugvél hefja sig til flugs að Ingi sgðist vel geta hugsað sér að fara með henni strax aftur fyrst hann væri loks lagstur í utanlands- reisur. Er við Hrefna komum okkur upp sumarhúsi í landi Múlakots haustið 1992 var Ingi óþreytandi að hjálpa til og dreif ýmislegt áfram, þrátt fyrir að hann væri kominn yfír átt- rætt. Hann varð aldrei gamall, en fyrir um tveimur ámm fór sjón hans að daprast. Verst þótti honum að geta ekki lesið áfram en Ingi hafði alltaf sótt sér fróðleik og skemmtun í bækur. Á fyrstu búskaparámm Inga og Soffíu í Fljótsdal dvöldu oft enskir jarðfræðinemar i Tindfjöllum við rannsóknir og nám á sumrin. Þeir leituðu mikið til þeirra hjóna með aðföng, einnig fengu þeir að sækja póstinn sinn til þeirra. Nokkmm sinnum bar við að bréf bámst til Englendinganna stuttu eftir að þeir höfðu verið í heimsókn, þá lét Ingi sig ekki muna um að skreppa upp í ljöllin með bréfín, kannski í þriggja til flögurra tíma göngu. Þannig mað- ur var Ingi. Ég vil að lokum þakka Inga fyrir allt sem hann hefur verið mér og mínum. Blessuð sé minning hans. Ég bið Guð að styrkja eftirlifandi ættingja hans og eiginkonu í sorg þeirra um leið og ég votta þeim mína innilegustu samúð. Björn Stefánsson. Hann elsku afí minn er dáinn. Það hvarflaði ekki að mér síðast þegar ég sá afa að það væri í síð- asta skipti sem ég sæi hann lif- andi. Jafnvel þótt afi hafí verið bú- inn að vera veikur voru ekki nema rétt rúmar tvær vikur liðnar frá því að hann fór fyrst að finna fyrir óþægindum og þar til hann var horf- inn frá okkur. Áfi var orðinn 85 ára gamall en hafði alla ævi verið svo hraustur. Þetta var allt of stuttur fyrirvari en afí var alltaf svo harður af sér að mann gmnaði ekki að svo færi svona fljótt. Afí var yndislegur maður og sé ég hann alltaf fyrir mér sem ímynd karlmennsku og hreysti. Þegar ég var lítil eyddi ég hveiju sumri hjá afa og ömmu í sveitinni og vildi ég hvergi annars staðar vera. Þaðan á ég mínar kærustu æskuminningar og þakka ég fyrir að hafa verið svo lánsöm að mega kynnast afa mínum og ömmu svona vel. Ég var ekki nema nokkurra mánaða gömul þeg- ar ég fór fyrst að dvelja hjá þeim. Ég var oft óvær sem ungbarn en afí lét sig ekki muna um að keyra mig í vegninum út um öll tún til að róa mig. Tryggur gamli lá síðan undir vagninum og gætti hans, sama hvemig viðraði. Þegar ég elt- ist fékk ég yfirleitt að hætta fyrr en hinir krakkarnir í skólanum á vorin til þess að hjálpa afa í sauð- burðinum og byija seinna á haustin, svo ómissandi fannst mér ég vera í sveitinni. Það var mitt líf og yndi að fá að skottast með afa út um öll tún í leit að nýfæddum lömbum yfír sauðburðinn. Afi gat hlaupið eins og unglamb á eftir litlu kríl- unum og man ég sérstaklega hvað afi var alltaf snöggur og léttur á fæti. Ég fór daglega með afa í fjós- ið (þótt hann leyfði mér alltaf að sofa út á morgnana þannig að ég missti oft af morgunmjöltunum) og það var þar sem afí kenndi mér að kveðast á. Ég man ennþá margar vísurnar sem hann kenndi mér, meðal annars vísu sem ókunnur höfundur orti um hann þegar hann var lítill drengur í Dufþaksholti: Lítill drengur ljóshærður, labbar hér um palla, góða bamið geðugur, gleður mömmu og alla. Heimili ömmu og afa var ávallt sem mitt annað heimili. Það voru mikil forréttindi fyrir bam að kynn- ast sveitalífínu og fá að vera aðnjót- andi þess frelsis og náttúrufegurðar sem sveitin hefur upp á að bjóða. Einnig að læra að umgangast dýr og var afí þar mír* stærsta fyrir- mynd enda kom hann fram við bæði dýr og menn af virðingu og alúð. Ég man hversu oft ég dáðist að þvi hvað afí vann öll sín verk vel. Ekki vildi ég vera eftirbátur hans og man ég eftir þvi að hafa alltaf viljað gera allt eins og afi. Ég reyndi ung að bera fullar mjólk- urfötur og hella úr þeim í mjólkur- tankinn án þess að hella út fyrir, keyra þungar hjólbörur þegar við afí vomm að stinga út úr fjárhúsinu en dæmin eru ótalmörg. Allt þetta leyfði afí mér að gera og auðsýndi mér mikla þolinmæði þegar ég sagð- ist geta þetta (eins og hann). Afí kom alltaf fram við mig eins og fullorðna manneskju og sýndi hann mér full traust þótt ég væri kannski ekki há í loftinu. Það var afí sem kenndi mér að keyra bæði traktor og bíl löngu áður en ég hafði aldur til. Ég beið alltaf eftir því með eftirvæntingu þegar ég fór eins og svo oft áður með afa í kaup- félagið að hann segði þessa marg- þráðu setningu: „Jæja, nú skalt þú keyra.“ Afí skipti aldrei skapi og man ég bara einu sinni eftir því að hann hafi byrst sig við mig en þá hafði ég farið ásamt vikonu minni að vaða í Þveránni. En það var einung- is vegna þess að honum hafði brugð- ið svo mikið þegar sést hafði til okkar frá öðrum bæ og ég man hvað ég tók áminninguna alvarlega því afi hefði ekki brýnt röddina nema það væri ærin ástæða til. Afí var glæsilegur maður á sínum yngri árum og hélt hann sér ótrúlega vel allt fram til síðasta dags. Afí var ennþá með þykkt og fallegt hár og það voru ekki nema nokkur ár síðan hann fór fyrst að grána. Hann var líka ennþá teinréttur í baki, grannur og stæltur eins og ég man eftir hon- um fyrst, sólbrúnum að sveifla hey- böggum upp á vagn. Elsku amma, guð gefí þér styrk í þinni sorg. En eins og við vitum þá hefði það ekki verið fyrir afa að liggja lengi á spítala, sérstaklega þar sem komið var í ljós að veikindin voru mjög alvarleg. Nei, afí hefði kosið fremur að hverfa frá okkur fyrr heldur en vera nímliggjandi um ókominn tíma, enda vildi afí helst alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Megir þú hvíla í friði, elsku afi minn. Berglind. Við Ingi vorum ekki skyldir eða tengdir venjulegum fjölskyldubönd- um í hefðbundnum skilningi þeirra orða. Engu að síður mótaði hann líf mitt meira en flestir aðrir mér ná- tengdari. Milli okkar sköpuðust djúpstæð tengsl sem hófu að mynd- t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT THORS HALLGRÍMSSON, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. september kl. 13.30. Þóra Hallgrimsson, Björgólfur Guðmundsson, Elina Hallgrímsson, Ragnar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín og systir, JÓHANNA TRYGGVADÓTTIR, Louisville, Bandaríkjunum, andaðist 14. ágúst. Jarðarförin hefur þegar farið fram. Jakob Lárusson, Sveinbjörn M. Tryggvason. JÓNINGI JÓNSSON ast strax við fyrstu kynni okkar er ég var á barnsaldri og kom til sum- ardvalar til hans og Soffíu í Deild í Fljótshlíð um miðjan sjötta áratug- inn. Upp frá því var hann í mörg sumur fyrirmynd mín og foringi. Þær taugar sem örlögin ófu á milli okkar voru um margt sérstak- ar. Frá fyrstu tíð fann ég aldrei til þeirra áratuga aldurs- og þroska- munar sem var á milli bóndans og bamsins. Það gerðu mannkostir hans. í erli dagsins hafði hann allt- af tíma og rúm aflögu fyrir mig. Af þolinmæði og umhyggju hlustaði hann og leiðbeindi og hjá Inga var að fínna takmarkalaust umburðar- lyndi gagnvart ótal axarsköftum mínum. Ég hef síðar skilið betur hið ein- stæða umhverfi sem ég varð aðnjót- andi í Deild á uppvaxtarárum mín- um. Þar voru farsælir leiðbeinendur og heilbrigðar fyrirmyndir. Fram- koma Inga einkenndist öðru frekar af hófsemd, umburðarlyndi gagn- vart skoðunum annarra og hvatn- ingu til góðra verka sem hann skóp með eigin fordæmi, en jafnframt af jákvæðri og öfgalausri festu þeg- ar við átti. Lífsspeki hans var ein- föld. Hún var mild og trú. Hún var lífsspeki bóndans sem vildi yrkja jörðina án þess að raska þar nokkru jafnvægi. Hún einkenndist ekki af stórbrotnum byltingarkenndum áformum en hún var staðföst og átti djúpar rætur í bændasamfélagi þess tíma. Ingi og Soffía fluttu að Deild vorið 1955. Ég hafði áður verið í sveit í Deild hjá Hallgrími Pálssyni frænda mínum sem þar bjó á undan þeim. Vistin hjá Halla og Imbu var vissulega góð en með komu Inga og Soffíu færðist nýtt líf yfír sveita- dvölina, ekki hvað síst vegna til- komu Þrastar og Hrefnu bama þeirra. Þótt þau væru nokkrum árum eldri en ég urðu þau strax félagar mínir og vinir og galt ég aldrei aldursmunarins, hvorki í leik né starfi. Þannig einkenndist allur bæjarbragurinn af einstæðri sam- stöðu og glaðværð að fyrirmynd foreldranna. í þessu umhverfi mót- aðist ég sem barn og unglingur. Ég fékk þar örvun og hvatningu sem ég hef ætíð síðan búið að. Snemma færði Ingi mér gimbur að gjöf sem mér fannst veita mér lítilsháttar ítök í búrekstrinum og varð um leið heilbrigð hvatning í daglegum störfum. Hann fól mér aðeins átta ára ábyrgð á Mósa gamla og rakstrarvélinni sem hann dró og umbunaði mér með ótak- markaðri útreið á sunnudögum. Hann fékk lánaðan fyrir mig Nasa Sæmundar á Heylæk í heil tvö sum- ur og ekki var upphefðin lítil þegar hann nokkrum árum seinna fól mér að fara í sinn stað á fjall og færði mér Skjóna Eiríks í Hallskoti til fulltingis. Hann hvatti mig til að taka þátt í gróðursetningu í sveita- reitinn á Tumastöðum þegar ég var 12 og 13 ára gamall og sendi mig í skólaferðalag með eldri börnunum úr Hlíðarskóla til að ég gæti kynnst undrum Eyjafjalla meira en bara úr fjarska. Hann skildi stolt mitt og tilfinningar. Hann studdi mig þegar ég gat ekki borðað kálfínn hennar Huppu sem við höfðum viku áður tekið á móti úti á túni og hann leyfði mér að látast hafa eitthvert vit á hrútunum hans Jóhanns i Teigi þegar við fórum þangað eitt sinn að haustlagi til að skoða þá. Þannig var leiðsögn Inga sívökul yfir vel- ferð minni og þannig man ég hann. Nú hafa leiðir okkar skilið og ég kveð þig með söknuði. Ég hafði ráðgert heimsókn til þín þegar ég frétti andlát þitt. Þú vildir fylgjast með sumarstússi mínu í Fljótshlíð- inni þar sem ég og fjölskylda mín höfum fundið ró og frið frá erli dagsins. Ég vissi að þér var það þóknanlegt að við stungum upp hluta af gamla túninu þínu og sett- um þar niður nokkrar birki- og reynihríslur. Ég mun ávallt minnast þín af hlýhug og virðingu og þau jákvæðu áhrif sem þú hafðir á ung- an dreng sem fyrir löngu kom til þín, sem kvaðaböggull með Deild- inni, munu aldrei frá honum tekin. Hvíl þú í friði vinur minn. Sveinn Þorgrímsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.