Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 4 7 FRETTIR HAFNARFJÖRÐUR \ GARÐABÆR StórhöR?~ Kapellu- s\ SJ&M '' X hraun HamraneVC^Xo'Sror- V\27 § , - ‘‘ m ,, vainjpu ^r%Pv«í"6of' RATLEIKUR A- r * 20 Kaldársel í landi Hafnarfjarbar , , Heigafell Fjölskyldu- leikur í Hafnarfirði NÝVERIÐ var komið fyrir 28 merki- spjöldum í landi Hafnarfjarðar, nán- ar tiltekið í nágrenni Kaldárselsveg- ar. Hér er um ratleik að ræða sem stunda má þar til snjóa fer í haust. Ratleikurinn er samvinnuverkefni Péturs Sigurðssonar stjórnarmanns í skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar. Spjöldin eru merkt með mismunandi tölu- og bókstöfum. Þátttakendur þurfa að verða sér úti um þátttöku- blað á upplýsingamiðstöð ferða- manna í Hafnarfirði. Gott er að leggja bílnum við kirkju- garðinn í Hafnarfirði og ganga þaðan að fyrsta spjaldi sem er við rætur Ásfjalls. Leiðin liggur síðan upp með Kaldárselsvegi og í Gráhelluhraun. Þegar öll spjöldin eru fundin skal skila þátttökublaðinu á upplýsingam- iðstöðina á ný þar sem dregið verður úr réttum lausnum, fyrst þann 1. október. Hinir heppnu hljóta glaðn- ing frá ferðaþjónustumönnum í Hafnarfirði. Síðasta sýningarvika SÍÐASTA vikan, sem Lyfjafræði- safnið við Neströð er opin í sum- ar, er 8. til 15. september. Safnið verður opið um helgina og þriðju- dag, fimmtudag og laugardag milli klukkan 13 og 17. Sinfónían í Kringlunni SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands skemmtir viðskiptavinum Kringl- unnar með tónleikum í dag, laugar- daginn 7. september, kl. 12.30 og 13.30 á 2. hæð. Hljómsveitin er nú að hefja nýtt starfsár og verður dagskrá vetrarins kynnt. Hljóm- sveitarstjóri er Bernharður Wilkin- son. Danssmiðja Hermanns Ragnars verður með kynningu á dansnám- skeiðum vetrarins og sýndir verða kántrídansar og barnadansar. Einnig ætla þeir að kenna við- skiptavinum Kringlunnar nokkur létt spor í kántrídansi. Verslanir og þjónustufyrirtæki Kringlunnar eru öll opin í dag, laugardag frá kl. 10 til 16. Sumar verslanir og þjónustufyrirtæki eru með opið til kl. 18 í dag. Á morg- un, sunnudag, verða einnig sumar verslanir og veitingastaðir opin frá kl. 12 til 18. Hard Rock Café er opið alla daga vikunnar til kl. 23.30. Reykjavegurínn Reykjanesviti ab Þingvöllum ger&i Reykjanes- viti Fornleiö sem tengileiö Nýleiö sem tengífeib ’ Þorláks- *>••! <====>]) 10 km Reykjaveg’urinn Síðasti áfangi rað- göngunnar ÁTTUNDI og síðasti áfangi rað- göngu Ferðafélags íslands og Úti- vistar verður farinn sunnudaginn 8. september. Af því tilefni verður sleg- ið á létta strengi í ferðinni. Gengin verður fáfarin leið frá Nesjavöllum til Þingvalla, önnur en áætluð var. Val verður um að stytta gönguleiðina. Þá gefst kostur á að fara síðsta spölinn í bátsferð á Þing- vallavatni. I þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum verða veitt verðlaun fyrir þátttöku í öllum áföngunum (fram- vísa þarf göngukortum). Farið verður með rútu kl. 10.30 frá Umferðarmið- stöðinni með viðkomu í Mörkinni 6 og Árbæjarsafni. Sætaferðir verða frá BSK Keflavík kl. 10. -----» ♦ ------ LEIÐRÉTT Skaftholtsrétt SÚ villa slæddist inn í frétt um breytta réttardaga í Árnessýslu í blaðinu í gær, að Skaftholtsrétt var sögð heita Skaftafellsrétt. Skaft- holtsrétt og Hrunarétt verða föstu- daginn 13. september. Beðist er vel- virðingar á ofangreindri villu. Hagnaður KEA í FRÉTT í blaðinu í gær um af- komu Kaupfélags Eyfirðinga á fyrstu sex mánuðum ársins var hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði sagður vera 31 milljón. Hið rétta er að hagn- aður fyrir fjármagnsliði var 131 miltj- ón. Beðist er velvirðingar á þessari villu. Köln ekki Kaupmannahöfn VILLA slæddist inn á kort af flug- leið Jóns M. Haraldssonar til Kor- s>ku, sem birtist með fétt í blaðinu > gær. Rétt er að flogið verður um Köln á heimleið en ekki Kaupmanna- höfn eins og kortið sýndi. Athugasemdir við um- mæli fræðslustjóra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Gunnari Salvarssyni, fyrrverandi skólastjóra Vesturhlíðarskóla: „í litlu fréttaviðtali við Gerði G. Óskarsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík, sem birtist í Morgun- blaðinu föstudaginn 6. septem- ber, hefur hún uppi ósanninndi sem ekki er unnt að láta ósvarað. Gerður kveðst ekkert vita af niðurstöðu fundar í skólamálaráði Reykjavíkur í júlímánuði þar sem málefni Vesturhlíðarskóla voru rædd. Þar var ákveðið að leita eftir viðræðum við skólastjóra áður en nokkuð yrði aðhafst frek- ar í málinu. Þessa niðurstöðu hafa aðrir sem fundinn sátu stað- fest við mig. Gerði var fullkunn- ugt um þennan fund þrátt fyrir að ekkert hafi verið bókað um málið. Á þessum tíma hafði Reykjavíkurborg ekki formlega skrifað undir samninga um yfir- töku Vesturhlíðarskóla og því þótti ekki tilhlýðilegt að skrifa um málið í fundargerðarbækur. „Hún (Gerður) kveðst ekki þekkja til ágreinings Gunnars og Björns Bjarnasonar, mennta- málaráðherra,“ segir á öðrum stað. í ágústbyrjun sendi ég Gerði öll gögn um ágreining okkar Björns. Auk þess átti ég tvö löng samtöl við fræðslustjóra þar sem þessi ágreiningur var til umræðu og viðraði hugmyndir til lausnar á deilunni. Loks heldur Gerður því fram að hún hafi sent bréf til aðstoðar- skólastjóra þess efnis að hún gegni verkefnum skólastjóra frá 1. september. Sannleikurinn er sá að Gerður ræddi fyrst við að- stoðarskólastjóra miðvikudaginn 4. september og að morgni föstu- dags (6/9) hafði ekkert bréf bor- ist aðstoðarskólastjóra frá fræðslustjóranum.“ Formaður Is- landsvinafé- lagins í Róm í heimsókn FORMAÐUR íslandsvinafélagsins í Róm á Ítalíu, Vladimiro Bombacci, er kominn hingað til lands en félags- skapur þessi hefur starfað á Italíu í tíu ár við mjög góðan orðstír. í fréttatilkynningu frá Stofnun Dante Alighieri á Islandi segir að Vladimiro hafi frá mörgu skemmti- legu að segja varðandi fjölbreytta starfsemi íslandsvinafélagsins og að hann sé sérfræðingur í ferðaþjónustu og fjallaferðum. Valdimiro tekur á móti gestum í dag, laugardaginn 7. september, í Naustkjallaranum kl. 17 og eru allir velkomnir. Mamma má ég lifa? Kríngdu í síma 897 4608 Messías Fríkírkja Hermirinn á Kringlutorg' HERMIRINN sem starfræktur hef- ur verið við Sundlaugarnar í Laug- ardal var fluttur að Kringlutorgi í vikunni og var að nota hann á nýja staðnum í gær. Að sögn Sigurðar Kolbeinssonar, eiganda hermisins, hafa viðtökur verið góðar í sumar en boðið hefur verið upp á 2 leiki í herminum; rússíbana og jöklabrun. Síðar í haust verður nýr leikur frumsýndur sem er skíðastökk af Holmenkollen- pallinum í Osló og samhliða því brun niður Ólympíubrautina í Lille- hammer. Fyrst um sinn verður opið alla daga frá kl. 12-20 en opnunartími í vetur mun m.a. ráðast af veðri hveiju sinni. Að sögn Sigurðar eru samningar langt komnir um kaup á nýjum hermi sem koma á til lands- ins í apríl á næsta ári. Sá hermir er hannaður sem hluti af tengi- vagni og því hægt að aka honum nánast hvert á land sem er. Húsgagna- sýning um helgina NÝ húsgagna- og gjafavöru- verslun, Lífslist... 1 istin að lifa, verður opnuð í dag, laugardag- inn 7. september í Dalbrekku 16, Kópavogi. í tilefni opnun- arinnar verður húsgagnasýn- ing þar um helgina, kl. 12-18 báða dagana. Eigendur eru tvenn hjón, Jóna Margrét Friðriksdóttir og Jón Sigurðsson og Ómar Sig- urðsson og Ágústa Friðriks- dóttir. Til að byrja með verða aðallega bólstruð, bandarísk húsgögn á boðstólnum eftir ungan hönnuð Steve Galerkin. Auk þéss eru til sölu úrval af veggklukkum frá Ziro og nokkuð af glervöru. Verslunin verður með íslensk listaverk í umboðssölu, svo og gjafavörur frá Hirti Nielsen. Áttunda starfsár Dans- skóla Jóns Péturs og Köru DANSSKÓLI Jóns Péturs og Köru hefur nú í haust sitt áttunda starfs- ár. Hjá skólanum er boðið upp á barnadansa, samkvæmisdansa, gömlu dansana og Tjútt fyrir fólk á öllum aldri. Nýjungar verða í boði í vetur og má m.a. nefna Mambó sem verður kennt með sam- kvæmisdönsunum og sér námskeið í kántrýdönsum. Fyrir yngstu nemendurna 4 til 5 ára er boðið upp á dans, söng og leik. Við þetta bætast fyrstu sporin í almennum samkvæmisdönsum. Hjá eldri börnum og unglingum er byrjað að kenna samkvæmisdansa þ.e. suður-ameríska og standard dansa og helstu gömlu dansana. Samhliða því verða þeim kenndir kántrýdansar og rokk. Fyrir fullorðna verða tvenns kon- ar námskeið í boði; námskeið í kántrýdönsum og námskeið í sam- kvæmisdönsum. Á námskeiðinu í samkvæmisdönsum fyrir byrjendur eru kenndir dansarnir Jive, Cha, cha, cha, Samba, Foxtrot og Vals ásamt Tjútti, Mambói og helstu gömlu dönsunum. í framhaldshóp- um er haldið áfram að byggja upp KENNARAR Dansskóla Jóns Péturs og Köru. dansinn á þeim grunni sem fyrir er og bætt inn fleiri dönsum og sporum. Starfsfólk skólans í vetur eru Kara Arngrímsdóttir, Jón Pétur Úlfljótsson, Logi Vígþórsson, Auð- björg Arngrímsdóttir, Guðfinna Björnsdóttir og Stefán Guðleifsson. Innritun á dansnámskeið skólans stendur yfir daglega frá kl. 12-19. Kennsla hefst þriðjudaginn 10. september. Sjálfsafgreiðslu- afsláttur Nýttu þér 2 kr. sjálfsafgreiðsluafslátt af hverjum bensínlítra á eftirtöldum þjónustustöðvum Olis. • Sæbraut við Kleppsveg • Mjódd í Breiðholti + 2 kr * • Gullinbrú í Grafarvogi • Klöpp við Skúlagötu • Háaleitisbraut • Ánanaustum • Hamraborg, Kópavogi • Langitangi, Mosfellsbæ • Reykjanesbraut, Garðabæ • Vesturgötu, Hafnarfirði • Suðurgötu, Akranesi * Viðbótarafsláttur vegna framkvamda. 0lÍ5 léttir þér lífiö - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.