Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 B 3 minni til að heimsækja ísland hefur alltaf verið tengd ömmu, sem elsk- aði mig meira en nokkur annar en ég var skírð í höfuðið á henni - hún hét Vilhelmína. Amma er hluti af mér og kom hingað frá íslandi en dó 1982. Hún lék stórt hlutverk í lífi mínu þegar ég var barn og hún gaf mér margt. Hún kenndi mér að vera elskuleg við fólk og kenndi mér að vera þolinmóð. Hún sýndi mér þessa eiginleika í verki og var fyrirmynd að þessu leyti. Hún var íslensk og var stolt af því. Við fórum saman á íslensk mannamót og íslenskar skemmtan- ir og hún hélt upp á íslenska matar- gerðarlist en mamma tók þetta upp eftir henni. Ég á eyrnalokka frá ömmu og peysu hennar hef ég allt- af við hliðina á tölvunni minni.“ Pat náði í peysuna og hélt henni upp að brjósti sér. „Þegar amma dó lét pabbi mig fá peysuna. ,Amma þín átti þessa peysu og ég hélt að þú vildir eiga hana,’ sagði hann. Ég hef haft hana hjá mér síðan - amma er alltaf hjá mér. En það tók mig langan tíma að komast yfir gremjuna gagnvart pabba því eins og ég sagði skildi ég hann aldrei almennilega. Það viðhorf er samt stöðugt að breytast og ég verð æ mýkri í þessum mál- um. En þetta hefur verið eilíf innri barátta því baráttan fyrir réttind- um indíána hefur beinst gegn hvíta kynstofninum. Hvíti maðurinn hef- ur gert þetta og hitt á hlut okkar. Pabbi er hvítur og ég er hluti af honum og með baráttunni hef ég ekki aðeins verið að beijast gegn hvíta manninum heldur gegn pabba og sjálfri mér um leið. Því hefur þessi íslenski hluti í mér orðið að víkja um stund en ég er æ betur farin að sætta mig við hlutskipti mitt, verð æ sáttari við mig sjálfa og hver ég er. Ég vil líka lifa lífinu í sátt og samlyndi við aðra. Ég virði foreldra mína, systkini, kyn- stofn indíána og kynstofn Islend- inga. Mér hefur verið kennt að virða allt sem ég er hluti af og við leggjum áherslu á þetta atriði með samverustund á hverjum morgni." Hugleiðsla daglega Sem fýrr sagði var hugleiðsla fjölskyldunnar í gangi þegar biaða- mann bar að garði árla dags. „Við trúum á lækningamátt ýmissa jurta og „sætupuntur" (e. sweet grass) er ein þeirra. Þegar þú komst vor- um við að hreinsa okkur áður en við báðumst fyrir með því að brenna grasið og láta reykinn leika um okkur. Sætupunturinn er fyrsta gras móður jarðar og við búum til fléttu úr honum en fléttan er tákn líkamans, hugarins og andans. Við kveikjum í öðrum endanum o'g reykurinn er andinn og hann fer með bæn okkar til skaparans. Þetta er undirstaða lífs míns, grunnurinn sem allt byggist á.“ Með fyrrnefnt í huga verður tog- streitan í lífí systkinanna enn sýni- legri þegar myndirnar í fjölskyldu- albúminu eru skoðaðar. „Þú sérð að við systkinin erum mjög ólík í útliti. Daniel bróðir, sem er 32 ára, er brúneygður og dökkur og Mae systir er bláeygð og ljós en vegna upprunans verðum við að standa öðrum fremri í öllu til að vera frek- ar viðurkennd. Við höfum öll átt við áfengis- og eitulyfjavandamál að stríða en höfum borið gæfu til að vinna okkur út úr vandanum og höfum spjarað okkur. Mae er hjúkrunarfræðingur, David hefur komið sér vel fyrir með fjölskyldu sinni og ég sé fram á bjarta fram- tíð. En indíánar eru misjafnir eins og annað fólk. Hér er oft sagt að þeir séu í ræsinu en þegar grannt er skoðað eru þeir það ekki frekar en aðrir. Astæðan fyrir umræðunni er að indíánar eru sýnilegri en aðr- ir í þessu umhverfi en ekki er hægt að alhæfa neitt í þessu efni. Ég þekki marga indíána sem hafa aldrei bragðað áfengi og eins veit ég um marga hvíta alkóhólista. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“ „Að vera indíáni og íslendingur er kröftug blanda og ég er stolt af upprunanum.“ Vínarterta, rúllupylsa og slátur Pat sagði að þrátt fyrir val sitt tæki hún þátt í íslenskri menningu og þegar talið barst að mat sagði hún kunnugleg orð á íslensku. „Ég er hluti ís- lenskrar menningar og til dæmis finnst mér íslenskur matur góður þó ég sé ekki eins fær í að útbúa hann eins og mamma sem bakar vínartertu og útbýr rúllupylsu og slátur. Pabbi hefur alltaf lagt áherslu á íslenska þáttinn og ég reyni að sækja ís- lendingadaginn á Gimli en hitti helst íslendinga þegar ég er með systur minni. Ég virði íslendinga og segi ávallt að ég sé íslendingur af hálfu. Ég er hreykin af þeim hluta þó langan tíma hafi tekið að öðlast þann skilning. En þessi blanda sem ég er úr hefur gert mig að því sem ég er - stolta, hæfileikaríka og mjög vel gefna konu sem stefnir hátt. En þessi sama blanda getur líka gert mig að engu ef ég læt neikvæðu hliðarn- ar stjórna ferðinni. Ég hef því um tvennt að velja, upp eða niður, og hef valið jákvæðu leiðina, upp á við. Jákvæða leiðin felur í sér að líta fyrst og fremst á björtu hliðarnar, segja og trúa því að ég geti allt, en ég verð að viðurkenna að það særði mig hvernig mér var tekið í æsku vegna þess að ég var kyn- blendingur. Fyrst þegar ég sætti mig við viðhorf annarra gat ég fyrirgefið og virt fólk sem ekki var af indíánaættuin - gat þá fyrst haldið áfram og sé fram á bjarta framtíð." Hjá okkurei^ flugvallarskatturinn innifalinn í verðinu! Gisiing Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisling í2ja m. herb. 3 nœtur. Brottför: 14 október -FJORAR NÆTUR! Á HOSPITALITY Verð pr. mann kr: Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisting í2ja m. herb.4 nœtur.tírottför: 28. okt. -HELGARFERÐ! f^2.5Í Innifalið: Flug í október ogflugv.skattar. Takmarkað sœtaframboð (20 sœti.) *Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. SJÓVÁ-AIMENNAR OPIÐ Á LAUGARDÖGUM kl.: 10-14 Faxafeni 5 FERÐIR Farþegar PLÍJSferða fljúga eingöngu með Flugleiðum. 108 Reykjavík. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.