Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
V
ATVINNII
Hönnuður
Öflugt útgáfufyrirtæki í borginni óskar að
ráða hönnuð með reynslu til framtíðarstarfa.
Starfið felst í hönnun fyrir hefðbundna prent-
framleiðslu. Góð laun eru í boði fyrir réttan
einstakling. Farið verður með allar umsókn-
ir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar tii 3. október.
Qjðni Tónsson
RÁDCIÖF & RÁDNINGARMÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22
aWörj.d Learning Pkogram
Dreymir þig
um að dveljast erlendis
og upplifa ævintýri?
Ef þú vilt víkka sjóndeildarhringinn og læra erlent
tungumál er ársdvöl sem au pair í Bandaríkjunum
ógleymanleg reynsla sem þú býrð að alla ævi.
Fyrir 24.500 krónur býðst þér þátttaka í menningar-
skiptaprógrammi að verðmæti um 1.000.000 kr.
þegar allt er talið. (Ferðir, fæði, húsnæði, vasa-
peningar, námskeið, þjálfun og frí.)
★ Fríar ferðir til og frá Bandaríkjunum og innan *
þeirra. «
★ 32.000 kr. í vasapeninga á mánuði.
★ 3 daga námskeið í Washington D.C. í skyndihjálp
og uppeldisfræðum.
★ 32.500 kr. í styrk til að stunda nám að eigin vali.
★ 6.500 krónu bónus ef þú hefur reynslu af gæslu
barna yngri en 2 ára.
★ Okeypis símakort að verðmæti USD 50.00.
(Þú getur hringt heim frítt aðra hverja helgi).
★ Ferðatilboð með Greyhound um Bandaríkin fyrir
aðeins 6.500 kr. og einstök tilboð á ferðum t.d. á
vegum "Trek America."
★ Sjúkra- og slysatrygging að verðmæti 6,7 millj. kr.
(Engin sjálfsábyrgð).
★ "Bring a friend" - Au pair Homestay U.S.A. eru
einu samtökin sem bjóða vinum að sækja um og
dvelja hjá fölskyldum á sama svæði.
Mörg hundruð íslensk ungmenni hafa farið á
okkar vegum til au pair dvalar í Bandaríkjunum
síðastliðin 6 ár. Og ekki að ástæðulausu þar
sem engin önnur samtök bjóða eins góða, örugga
og ódýra þjónustu.
Erum að bóka í brottfarir í janúar, febrúar,
mars, apríl og maí 1997.
AuPAIR • MÁLASKÓLAR • STARFSNÁM
LÆKJARGATA 4 101 REYKJAVÍK SÍMI 562 2362 FAX 562 9662
E-MAIL aupair@skima.is
Ráðskona óskast
Óska eftir barngóðri og duglegri manneskju
til að gæta 2ja barna, 19 mánaða og 8 ára,
og sjá um þrif og matseld. Vinnutími frá
16-20 mánud. til fimmtud. Má ekki reykja.
Uppl. í s. 562 4282 og 896 8698 næstu daga.
Fáheyrt tækifæri!
Ein öflugasta fasteignasala landsins óskar
eftir sölumanni-/konu til starfa. Æskilegt er
að viðkomandi hafi reynslu af sölumennsku.
Vinsamlegast sendið inn umsóknir til af-
greiðslu Mbl. merktar: „Gos - 95“.
Matreiðslumaður
Matreiðslumaðuróskast. Reglusemi áskilin.
Þarf að geta hafið störf í október.
Ráin, veitingahús,
upplýsingar ísíma 421 4601.
Barnfóstra
Óska eftir áreiðanlegri og barnagóðri mann-
eskju til að gæta stúlku á öðru ári í Þingholtun-
um og sinna léttum heimilisstörfum. Óregluleg-
ur vinnutími (dag-, kvöld- og helgarvinna).
Upplýsingar í síma 562 6591 í dag, sunnudag,
milli kl. 12 og 17.
Hárgreiðslumeistari eða sveinn
óskast til starfa hjá
Hársmiðjunni ehf.,
Týsgötu 1, f miðbæ Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar gefur.
Olga Steingrímsdóttir
í síma 551-2757.
Heilsugæslustöð
Ólafsvíkurlæknishéraðs
Heilsugæslulæknir
Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslu-
stöðina í Ólafsvíkurlæknishéraði er laus til
umsóknar.
Sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum
áskilin.
Umsóknum skal skilað til stjórnar Heilsu-
gæslustöðvarinnar, Engihlíð 28, 355 Ólafs-
vík, fyrir 15. október 1996, á sérstökum
eyðublöðum sem látin eru í té á skrifstofu
landlæknis.
Staðan veitist frá 1. nóvember 1996 eða
eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir, Lárus
Þór Jónsson, í síma 436-1000 vs. og
436-1455 hs.
Stjórn Heilsugæslustöðvar
Olafsvíkurlæknishéraðs.
Silkiprentari óskast
Þarf að vera vanur eða hafa kunnáttu í silki-
prenti.
Upplýsingar í Bol ehf., Smiðjuvegi 6.
Vélstjóra og
Baadermann
vantar á frystitogarann ms. SIGLI Si 250.
Upplýsingar í síma 467 1518 og 467 1938.
1. vélstjóra
vantar á bv Dagrúnu, Bolungarvík. Skipið
stundar ferskfiskveiðar.
Upplýsingar gefur Magni í síma 557 1266
eða Sævar í síma 89 41891.
Sölu- & markaðsmaður
Traustur maður með verðmæta reynslu og
viðskiptasambönd á ýmsum sviðum leitar
eftir starfi. Get hafið störf fljótlega. Mennt-
un: Viðskiptafræðingur.
Þú leggur inn skilaboð í talhólfið mitt:
S. 881 3610 og ég mun hafa samband strax.
Rafvirki - sölumaður
Heildverslun með rafmagnsvörur leitar að
sölu- og afgreiðslumanni.
Þekking á raflagnaefni nauðsynleg.
Þarf að geta unnið sjálfstætt.
Umsóknum skal skila til afgreiðslu Mbl.
merktum: „Rafvirki" fyrir 27. september nk.
Bakari - Noregur
Útlærður bakari óskast í stórt bakarí í Elver-
um, sem nú þegar hefur tvo ísienska bakara
í vinnu. Getum útvegað litla stúdíóíbúð.
Upplýsingar gefur Sigurjón í síma
004762410806 eftir kl. 16.00.
Mæstad bakarí og kondidori.
Vilt þú starfa með snyrtivörur?
WBr
lakShmi
MADE WITH JOY
Lakshmi á íslandi vill ráða sölufólk til starfa
um allt land.
Lakshmi snyrtivörulínan frá Ítalíu er meðal
hreinustu náttúruvara og býður upp á m.a.
húð- og hárvörur, förðunarlínu, ilmvötn og
ilmolíur svo og náttúrulegt megrunar-
prógram.
Um er að ræða sölu í heimakynningum og
eru góð sölulaun í boði.
Nánari upplýsingar í símum 565 1042 og
897 2325 næstu daga.
Lakshmi - heilbrigð fegurð
- á náttúrulegan hátt.
kjarni málsins!