Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 17
16 B SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 B 17 Öræfasveit státar af einstakri náttúrufegurð. í aldaraðir var sveitin einangruð vegna farartálma á alla vegu. Illfær jökul- vötn töfðu för til austurs og vesturs, víðáttumikill Vatnajök- ull gnæfir yfir til norðurs og sendin ströndin mætir úfnu Atlantshafi til suðurs. Nú eru Öræfin vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem koma til að njóta fegurðarinnar, ganga um þjóðgarðinn í Skaftafelli og fara á jökul. Ragnar Axelsson ljósmyndari þekkir Öræfin frá því hann var ungur í sveit á Kvískeijum. Stórbrotið umhverfið, jöklarnir, árnar, óendan- legur sandurinn og ryðguð skipsflökin hafa reynst honum óþrjót- andi yrkisefni. Drengur tiplar yfir melgresishól á sandinum við Ingólfs- höfða, beint suður af Öræfajökli. Melgresið safnar í sig foks- andi og rytjulegir hólarnir brjóta upp endalausa auðnina. Leiðin niður í höfðann er ekki fær nema á torfærubílum og getur verið varasöm vegna sandbleytu. Svínafellsjökull teygir sig frá jökulbreiðunni í áttina að Freys- nesi. Lengst til hægri sér í Lómagnúp og nær er þjóðgarðurinn í Skaftafelli. Skeiðará breiðir úr sér á þúsund ferkílómetra víðáttu Skeiðarársands þar sem skúmurinn ræður ríkjum. Mórauður jökullækur hefur brotið sér leið framan við Hafrafell og neitar að slást í lið með stórfljótunum, að minnsta kosti til að byrja með. Austur á Breiðamerkursandi verða sífellt til nýir jakaskúlptúrar sem brotna úr skriðjöklinum og fljóta fram í Jökuls- árlónið. Brimaldan og jakaframburðurinn naga stöðugt úr mjóu haftinu milli lóns og sjávar um leið og stutt en vatnsmikil Jökulsá- in ber aur og sand í haftið. ÞÝSKI togarinn Mars strandaði á Fagurhólsmýr- arfjöru í apríl 1930. Veður var gott þegar skipið strandaði en talið að menn hafi ekki gætt að því fyrr en of seint hve ströndin þarna er viðsjárverð. Skip- verjar björguðust allir og komust fljótlega í land. Fáum dögum seinna kom þýskt eftirlitsskip og sótti skipbrotsmennina. Ekki var reynt að bjarga skipinu en verðmæti úr því boðin upp. Öræfingar keyptu timbur og ýmislegt smádót en koparinn úr skipinu var seldur til Hafnarfjarðar. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.