Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 B 21 ATVINNUA UGL YSINGAR Líflegt sölustarf í tískuverslun Ef þú ert hörkudugleg, smekkleg, glaðleg og býrð ennfremur yfir óvenju mikilli þjón- ustulund, gætir þú verið sú rétta fyrir okkur. Leitum að starfskrafti um þrítugt til starfa í gullfallegri verslun á skjótri uppleið. Áhugasamir leggi inn upplýsingar fyrir 27.9. 1996 merktar: „T - 1401“. LANDSPITALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... RÖNTGEN- OG MYNDGREININGA- DEILD LANDSPÍTALANS OG RÖNTGENDEILD KRABBAMEINS- FÉLAGS ÍSLANDS Sérfræðingar Röntgen- og myndgreiningadeild Landspítal- ans og röntgendeild Krabbameinsfélags ís- lands auglýsa tvær 100% stöður sérfræð- inga í geislagreiningu. Hvor læknir skal vera í 50% starfi á rönt- gen- og myndgreiningadeild Landspítalans og í 50% starfi á röntgendeild Krabbameins- félags íslands. Samkomulag um vinnutilhög- un verður gert við ráðningu. Umsóknir með upplýsingum um nám, fyrri störf og reynsiu af kennslu og vísindavinnu sendist á eyðublöðum stöðunefndar lækna til forstöðulæknis Röntgen- og myndgrein- ingadeildar, Ásmundar Brekkan prófessors. Eyðublöð fást hjá Heilbrigðis- og trygginga- málaráuneytinu og á skrifstofu Ríkisspítala. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 1996. Nánari upplýsingar veita Ásmundur Brekkan, prófessor, Landspítala og Baldur Sigfússon, yfirlæknir, Krabbameinsfélagi íslands. SVÆFINGADEILD Hjúkrunarfræðingur Við svæfingadeild Landspítalans eru lausar tvær stöður svæfingahjúkrunarfræðinga. Starfsemi deildarinnar er ákaflega fjölbreytt. Má þar nefna svæfingar á börnum og nýbur- um, svæfingarvið hjartaaðgerðir og svæfing- ar á kvennadeild Landspítalans. A deildinni er unnið á dag- og kvöldvöktum svo og gæsluvöktum. Boðið er upp á aðlögun eftir þörfum með reyndum svæfingahjúkrunar- fræðingi. Möguleikar eru á hlutastarfi eftir að aðlögun lýkur. Upplýsingar veita Margrét Jóhannsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 560 1317 og Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í símum 560 1300 og 560 1366. GÖNGUDEILD GEÐDEILDAR AÐ KLEPPI Hjúkrunarfræðingur Við göngudeild geðdeildar Landspítalans að Kleppi er laus staða hjúkrunarifræðings í 100% starf eða minna við eftirmeðferð, for- varnarstarfi og stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur. Upplýsingar veitir Margrét Sæmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, ísíma 560 2652. HANDLÆKNINGADEILD Læknaritari Læknaritari óskast til starfa á handlækninga- deild Landspítalans frá og með 15. október nk. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri handlækningadeildar, Katrín M. Þórðardótt- ir, í síma 560 1331 eða deildarlæknafulltrúi, Guðbjörg Halldórsdóttir, í síma 560 1437. Forystuafl til nýrra tíma Nýtt hlutafélag, Póstur og sími, sem tekur til starfa um ruestu dramót auglýsir lausar til umsóknar stöður fimm framkvœmdastjóra. Póstur og sími er eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins og stefnir að því að vera áfram í fararbroddi á sínu sviði. A árinu 1995 var velta fyrirtækisins yfir 11 milljarðar króna. Framkvæmdastjórarnir heyra beint undir forstjóra. Þeir bera ábyrgð á daglegum rekstri sinna sviða og framfylgja þeirri stefnu sem stjórn fyrirtækisins markar. Þeir þurfa að hafa framsýni til að stýra fyrirtækinu í harðnandi samkeppni og taka þátt í stefnumótun og hafa hæfileika til þess að laða fram það besta í starfsmönnum sem eru um 2400 talsins. Leitað er að einstaklingum sem eru með háskólamenntun, reynslu af stjórnun og góða tungumálakunnáttu. Æskilegt er að umsækjendur hafi sýnt að þeir geti leyst vandasöm verkefni í góðu samstarfi við aðra. Frumkvæði, drifkraftur og löngun til þess að þjóna viðskiptavinum eru nauðsynlegir eiginleikar og mikið reynir á manrileg samskipti. Umsækjendur þurfa að geta bent á meðmælendur. Framkvæmdastióri póstsviös ber ábyrgð á rekstri og uppbyggingu póstþjónustunnar um allt land, markaðs- og þróunarmálum og alþjóðasamstarfi. Undir hann heyrir rekstur allra pósthúsa og póstmiðstöðvarinnar og yfir 1200 manna starfslið. Einnig póstgíróið og hraðflutningsdeildin sem eru sérstakar rekstrareiningar. Velta póstsins var á síðasta ári um 2 milljarðar króna. Framkvæmdastióri rekstrarsviös ber ábyrgð á uppbyggingu og þróun upplýsingakerfa fyrirtækisins. Hann sér urn starfsmannahald og gerð kjarasamninga. Fasteigna- og bifreiðarekstur heyrir einnig undir þetta svið. Framkvæmdastióri fiármálasviös er yfirmaður bókhalds, fjárstýringar, hagdeildar og hagræðingar- mála. Hann ber einnig ábyrgð á birgðahaldi og innkaupum. Framkvæmdastióri fiarskiptanetsins verður yfir rekstri almenna fjarskiptanetsins en þar undir falla línur, stöðvar, fjölsímar, gervitunglasamskipti og sæstrengir. Framkvæmdastjóri þjónustusvibs hefu r umsjon mec símaþjónustu sem veitt er einstaklingum og fyrirtækjum, markaðs- og þróunarmálum símans og ýmsum alþjóðamálum. Þegar samkeppni í fjarskiptum verður gefin frjáls mun farsímaþjónustan, notendabúnaður og gagnaflutningsþjónustan einnig falla undir þetta svið. Rá&ning í þessi störf mi&ast vi& áramót. Nánari upplýsingar veita Gu&mundur Björnsson, í síma 550 6100 e&a Pétur Reimarsson í síma 561 0310 (á kvöldin). Umsóknarfrestur er til 11. október 1996 og fari& ver&ur me& allar umsóknir sem trúna&armál. Umsóknum skal skila til Undirbúningsnefndar um stofnun hlutafélagsins Pósts og síma, Landsímahúsinu v/Austurvöll, 150 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.