Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 B 13 DÆGURTÓNLIST Langbest Elíza Geirsdóttir í stuði. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Köld eru kvennaráð EIN HELSTA öðlingssveit íslenskrar rokktónlistar er hljómsveitin Kolrassa krók- ríðandi sem skipuð er fjórum stúlkum og einum pilt. Hún hefur miðað sínum málum áfram með hægðinni; hægt og bítandi hefur hún komið sér fyrir í fremstu röð ís- lenskra hljómsveita, og sann- ar með nýjustu plötu sinni, Köld eru kvennaráð, sem kom út í síðustu viku, að hún á þar fullt erindi. liza Geirsdóttir söng- kona Kolrössu krók- ríðandi segir að platan nýja sé tekin upp í tveimur lönd- um, tveir þriðju plötunnar teknir upp úti í Bandaríkjun- um, en afgangurinn hér heima. Hún segir að það vinnulag hafi komið vel út, „það er gott að bíða og láta þetta geijast aðeins," segir hún, „en þó við höfum tekið upp fjögur lög alveg upp á nýtt hér heima er kjarni plöt- unnar tekinn upp og unninn úti.“ Upptökustjórar voru Dave Trumfio ytra, en Ken Thomas hér heima, „fyrst við byrjuðum með útlending var eins gott að halda okkur við þá“, segir Eliza og kímir. Elíza segir það hafa verið skemmtilegt að vinna ytra þó það hafi tekið sinn tíma að komast inn í vinnubrögðin úti. „Héðan erum við vön því að hafa ekki tíma til eins eða neins, að taka upp plötur á fimm sex tímum, en úti vildu menn gefa því þann tima sem þurfti og nostra við hvert smáatriði,“ segir hún. Textarnir á plötunni eru ýmist á íslensku eða ensku, þrír eru á ensku. Elíza segir að upphaflega hafi sveitin stefnt að því að hafa plötuna alla á ís- lensku, en samtímis upptökum á henni var tekin upp plata á ensku sem Smekk- leysa hyggst gefa út ytra eftir ára- mót. „Þegar heim var komin var ég orðin ansi þreytt á því að syngja,“ segir Elíza, „enda var ég búin að syngja inn á band 23 lög og þegar taka átti upp þtjú til viðbótar lagði ég ekki í að syngja þau á íslensku og ensku." Kolassa króríðandi sló óforvarandis í gegn síðsum- ars með gamalt lag en Elíza segir að það breyti ekki miklu um kynningu á plöt- unni. „Fólk ræður hvað það filar og það er ekki hægt að mata það, en við gerum þetta venjulega, leikum í skólum og félagsmiðstöðvum. Út- gáfutónleikar verða haldnir í Loftkastalanum 4. október og við leggjum í þá eins og við getum," segir Elíza, en til upphitunar verða hljóm- sveitin Á túr og Berglind Ágústsdóttir les ljóð. Elíza segir að hljómsveit- inni hafi verið sýndur áhugi ytra, hún muni eiga lag á breskri safnplötu síðar á ár- inu og hafi verið boðið að spila i Mílanó í vetur. „Við höfum verið að vinna jafnt og þétt að okkar málum og okkur liggur ekkert á, það eina sem skiptir máli að gera hlutina vel. Það þarf enginn að segja okkur það en þetta er það langbesta sem við höfum gert,“ segir hún ákveðin að lokum. eftir Árna Matthíasson rætast. Þá var það að ann- ar leiðtogi sveitarinnar, gítarleikarinn Bernard Butler, sagði skilið við hana í miðjum klíðum, þar sem sveitin var að ljúka við næstu breiðskífu. Fyrir vikið átti Suede erfitt með að standa undir vænting- um og platan, Dog Man Star, seldist ekki nema í 250.000 eintökum um heim allan. Brett Ander- son, söngspíra Suede, hef- ur lýst því í viðtölum að liðsmönnum hafi aldrei fallist hendur, mótlætið hafi styrkt þá og í raun gert tónlist sveitarinnar fjölbreytari og líklegri til langlífis. Þeir auglýstu eft- ir liðsmanni og unglingur tók að sér gítarleik- inn og samdi einnig lög, aukinheldur sem hljómborðs- leikari gekk til liðs við sveitina, einnig sem lagasmiður. Niðurstaðan er breiðskífan Coming Up sem fengið hef- ur frábæra dóma fyrir fágun og fjöl- breytni, en smá- skífan Thrash, hef- ur notið hylli um heim all- an. Þrautseigur Brett And- erson og félagar í Suede. Prir §órum árum var Suede bjartasta vonin í bresku rokki og til gam- ans má geta að Melody Maker lýsti sveitina bestu nýju hljómsveit Bretlands. Fyrsta breiðskífa sveitar- innar, samnefnd henni, seldist prýðilega og allir spádómar virtust vera að M SiiHS ÞEGAR gítarleikari og helsti lagasmiður Suede sagði skilið við sveitina spáðu flestir því að saga hennar væri öll. Þeir sem eftir voru voru þó á öðru máli og sendu fyrir skemmstu frá sér nýja breiðskífu sem fær fullt hús stiga hjá öllum sem um véla. snýr aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.