Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR
eftir Arnald Indriðason
SANNLEIKURINN og lygin; Pitt í„Sleepers“.
eldri myrða þeir fyrrum
gæslumann á betrunarvist-
inni en hinir tveir, sem nú
eru aðstoðarsaksóknari
annar og blaðamaður hinn,
reyna að fá þá lausa. Ótrú-
lega saga en sönn. Eða
hvað?
Ekki hafði langur tími lið-
ið frá því Propaganda Films
keypti kvikmyndarétt sög-
unnar þar til efasemdaradd-
ir tóku að heyrast um sann-
leiksgildi bókarinnar. Gagn-
rýnendur sögðu enga leið
að sanna þær staðhæfingar
sem bókin setur fram í dul-
búningi. Saksóknaraskrif-
stofan á Manhattan kannast
ekkert við persónur bókar-
innar og New York-borg
neitar tilvist svo skelfilegs
betrunarhælis. En Levinson
var kominn af stað með sitt
kvikmyndahandrit og undr-
aðist mjög deilurnar. „Þetta
snýst ekki um hvað Kennedy
gerði eða
gerði ekki
eða ein-
hver sam-
töl Nix-
ons“, eins
og máli
skipti að
hafa rétt
eftir aðeins þegar frægar,
sögulegar persónur eiga í
hlut. „Eg veit bara að þegar
ég var að kvikmynda atriði
í réttarsalnum þar sem einn
vörðurinn bar vitni kom
Lorenzo að okkur og ég sá
hann snúa sér undan eins
og hann treysti sér ekki til
að horfa á.“ Þetta nægir
Levinson. Sannleiksgildi
frásagnar Lorenzo er tryggt
í hans huga.
Höfundur sögunnar við-
urkennir að hafa breytt
mjög aðalpersónunum frá
því sem þær eru í raunveru-
ieikanum og segist hafa
„látið margar þeirra líta
mun betur út en þeir gera“.
En spurningin er þessi: Eru
engin takmörk fyrir því
hvað menn geta logið á
hvíta tjaldinu með sannleik-
ann að leiðarljósi?
|\Vlk
ivx\
UMenn eru þegar komnir
á óskarsvaktina vestra og
spá í hveijar af haust-
myndunum muni hljóta út-
nefningar til hinna eftir-
sóttu verðlauna í febrúar.
Af myndum sem nefndar
eru í því sambandi má
nefna Hamlet í leikstjórn
Kenneth Branaghs og
með honum sjálfum í titil-
hlutverkinu. Hann hefur
áður verið tilnefndur bæði
sem leikari og leikstjóri.
Einnig er talað um „The
Portrait of a Lady“,
fyrstu myndina sem Jane
Campion gerir eftir
Píanóið. Nicole Kidman,
John Malkovich og Bar-
bara Hershey þykja líkleg
til afreka í þessari nýjustu
bíóútgáfu af sögu Henry
James. Þá er leikstjórinn
Rob Reiner með verulega
alvarlegt suðurríkjadrama
á lokastigi en það er
„Ghosts of Mississippi".
Hún fjallar um morðið á
blökkumanninum Medgar
Evers og eftirleik þess en
búast má við verulega góð-
um leik frá James Woods,
Whoopi Goldberg og Alec
Baldwin í aðalhlutverkum.
Leikstjórinn ungi, John
Singleton, hefur ekki gert
neitt af viti frá því hann
sendi „Boyz-N-the Hood“
frá sér en ný mynd hans
þykir efniieg. Hún er
byggð á sönnum atburðum
og heitir „Rosewood“ og
er með Jon Voight, sem
verður æ meira áberandi
eftir mörg mögur ár, og
Ving Rhames í aðalhlut-
verkunum. En kannski
eiga -þessar myndir ekki
möguleika gegn „Marvin’s
Room“ en leikaramir í
henni hafa samanlagt verið
útnefndir til 19 óskarsverð-
launa. Þeir eni Meryl
Streep, Diane Keaton,
Leonardo DiCaprio og
Robert De Niro en mynd-
in fjallar um stormasamt
líf fjölskyldu í Flórída.
60.000 höfðu
séð ID4
Alls höfðu um 60.000
manns séð spenn-
utryllinn ID4 eða Þjóðhátíð-
ardag eftir síðustu helgi í
Regnboganum og víðar.
Þá höfðu um 7.000
manns séð Sannleikann um
hunda og ketti og 6.000
gamanmyndina I bólakafi.
Næstu myndir Regnbog-
ans eru m.a. „The Great
White Hype“ með Samuel
L. Jackson, „Smoke“,
„Striptease" með Demi Mo-
ore og Emma sem gerð er
eftir sögu Jane Austen.
Dagana 24. okt. til 4. nóv.
verður Kvikmyndahátíð
Reykjavíkur í Regnbogan-
um en eftir hana koma
myndir eins og „Courage
Under Fire“ með Denzel
Washington og Meg Ryan
og „Stealing Beauty" eftir
Bernardo Bertolucci. Jóla-
mynd Regnbogans verður
Schwarzenegger-myndin
„Jingle All the Way“.
ÞAÐSEM
SANNARA
REYNIST
Bandaríski leikstjórinnn Oliver Stone hefur líklega gert
útaf við trúverðugleika sannsögulegra mynda. Stone-kenn-
ingunni um að hafa það að engu sem sannara reynist
hefur mjög vaxið fiskur um hrygg hin síðustu ár. Sjáið
hvað Barry Levinson hefur að segja um nýjustu mynd sína,
„Sleepers", en hún er byggð á „sönnum atburðum", sem
engum hefur þó tekist að sannreyna: „Hver einasti atburð-
ur gæti vel hafa gerst. Hvers vegna er nauðsynlegt að
vita um áreiðanleik þess?“ Nú er sumsé nóg að byggja
sannsögulegar myndir á því sem gæti hafa gerst.
Levinson er einn af
fremstu leikstjórum
Bandaríkjanna og - þykir
ekki mikið varið í að halda
sig við sannleikann enda
hann sjálfsagt vandfundinn.
Hann gerir ekki einu sinni
tilraun til þess. Það nægir
honum að finnast líklegt að
atburðir hafi gerst til að
framleiða sannsögulega
mynd. Þetta er mjög í sam-
ræmi við þau sannsögulegu
verk sem gerð hafa verið á
seinustu árum og vakið hafa
miklar deilur; I nafni föður-
ins, JFK, Nixon. En Levin-
son tekur óvenju skorinort
til orða þegar hann blæs á
sannleiksgildið.
„Sleepers" er Hollywood-
stórmynd og leikaraflóran í
henni er eins og gestalisti á
Óskarsballi. Brad Pitt, Rob-
ert De Niro, Dustin Hoff-
man, Kevin Bacon, Vittorio
Gassman, Jason Patric og
Brad Renfro koma allir við
sögu. Hún er byggð á bók
eftir Lorenzo Caracterra
sem byijar á orðunum:
Þetta er sönn saga um vin-
áttu sem er þykkari en blóð.
Segir hún af ijórum vinum
úr fátækrahverfinu Hell’s
Kitchen í New York sem
sendir eru í betrunarvist þar
sem þeir eru píndir og mis-
notaðir kynferðislega. Þeg-
ar tveir drengjanna verða
I BIO
Aðeins ein íslensk bíó-
mynd, Draumadísir,
hefur verið frumsýnd það
sem af er árinu og eru það
mikil viðbrigði frá því sem
var á sama tíma í fyrra
þegar sýndar höfðu verið
um hálfur tugur mynda.
Aðeins tvær íslenskar bíó-
myndir munu að iíkindum
verða frumsýndar það sem
eftir er ársins, Djöflaeyjan
eftir Friðrik Þór Friðriks-
son, sem sýnd verður á
næstunni, og vegamynd
Júlíusar Kemps, Blossi/
810551, sem talað er um
að verði sýnd í desember.
Þá er tökurm lokið fyrir
nokkru á Maríu eftir Einar
Heimisson og tökur _eru
fyrirhugaðar á mynd Ósk-
ars Jónassonar, Perlur og
svín, í haust auk þess sem
Einar Þór Gunnlaugsson
býr sig undir að taka Sæta
banana á þessu ári, sam-
kvæmt fróðleiksmolum í
tímariti Félags kvikmynd-
gerðarmanna, Landi og
sonum.
HIMNESK vinátta; Duquenne og
Auteuil í Áttunda deginum.
Áttundi dagurinn
Ein af þeim myndum sem
vakti hvað mestu at-
hygli á kvikmyndahátíðinni
í Cannes sl. vor var Áttundi
dagurinn eftir Jaco Van
Dormael.
Hún er um nokkuð sér-
staka vináttu tveggja
manna en titill myndarinnar
vísar til þess að á sjöunda
degi hvíldi Drottinn sig en
þann áttunda skóp hann
Georges, sem er með Downs
heilkenni og hefur strokið
af heimili sínu. Hann fær
vin sinn stressaðan mjög til
að slaka aðeins á og lifa líf-
inu og breytir honum til
batnaðar en ekki er ólíklegt
að myndin sé gerð undir
áhrifum frá „Rainman".
Með hlutverk vinanna
tveggja fara Pascal Duqu-
enne og Daniel Auteuil og
fórst það leikurinn svo vel
úr hendi að þeir unnu sam-
eiginlega Gullpálmann fyrir
bestan leik í aðalhlutverki á
Cannes-hátíðinni. Þeir urðu
ekki aðskildir. Þess má geta
að Auteuil er einn færasti
leikari Frakklands og hefur
hróður hans borist víða í
fjölda franskra mynda.
SÝND á næstunni; úr Emmu.
Vonnegut
ikmyndaður
Bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut skrifaði
söguna „Mother Night“ árið 1962 og núna 34
árum seinna hefur hún verið kvikmynduð með Nick
Nolte í aðalhlutverki. Leikstjóri er Keith Gordon er
réð sig sem aukaaukaleikara í þeirri skelfilegu
ræmu „I Love Trouble" til að komast að Nolte
og sýna honum handritið en umboðsmaður
leikarans hafði hvað eftir annað hafn-
að verkefninu.
Með önnur hlutverk fara Sheryl
Lee, Alan Arkin, John Goodman,
Kirsten Dunst, David Strathairn og
Arye Gross.'Myndin segir af njósn-
ara bandamanna í seinni heimsstyij-
öldinni sem seinna er sakaður um
stríðsglæpi. Hún hefur verið í undir-
búningi í fimm ár og leikarar eins
og Anthony Hopkins og Robert
Duvall hafa verið nefndir í aðalhlut-
verkið. Nolte hins vegar greip það
af því hann vildi leika fyrir alvöru
en ekki bara vera stjarnan. „Þegar
maður leikur í smærri myndum þarf
maður ekki að hafa áhyggjur af því
hvort hún slær í gegn,“ er haft eft-
ir honum.
NJÓSNARI banda-
manna; Nolte í
„Mother Night“.