Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 B 5 síðan til Frakklands, Þýskalands og Danmerkur, verður alls sjö vikur á ferðinni. Ekki er búið að skipu- leggja nema fimm eða sex tónleika, en við erum öðrum þræði að fara út til að velja okkur upptökustjóra fyrir upptökurnar í mars. Við verð- um líka viku í æfingahljóðveri í Bretlandi og í viðtalastússi." Það kostar sitt fyrir fimm manna hljómsveit að leggja í langferð, en þeir félagar segjast fjármagna ferð- ina að nokkru með höfundarréttar- samningnum, en útgáfan eigi eflaust eftir að koma inn í þetta líka. „Við erum eiginlega búin að semja, eins og ég sagði, en þetta er spurning um hvort við skrifum undir við þetta fyrirtæki eða hitt,“ segir Þór. „Það er tilbúinn samning- um sem fleiri en eitt fyrirtæki vilja ganga inní og samningur verður undirritaður áður en við förum út.“ Sveitasveitin Hundslappadrífa Sveitasveitin Hundslappadrífa hitar upp fyrir Unun þetta kvöld og leggur hart að sér. Hundslappa- drífumenn hafa undirbúið sig af kostgæfni, komu saman til að æfa klukkan níu um morguninn og hafa verið á þönum á hótelinu að und- irbúa græjur, stilla upp og velja lög á dagskrána. Af þeim eiga þeir fé- lagar nóg, en ákveða að taka ekki nema þrjú lög þetta kvöld, enda er Unun aðalmálið. Þeir fylgjast af athygli með því þegar Unun stillir upp og eru að sniglast á staðnum lengi eftir hljóðprufu að þeir bregða sér eitthvað að Jeggja lokahönd á undibúninginn. Á meðal slaka Un- unarliðar á og eftir frábæran kvöld- verð að hætti hússins getur leikur- inn hafist með Hundslappadrífu. Sveitasveitin Hundslappadrífa er sannkölluð sveitasveit, því ekki er bara að liðsmenn hennar eru allir úr sveitinni, heldur er tónlistin sveitarleg og skreytt með banjói. Yrkisefnið er líka í takt við vanga- veltur og áhyggjur íbúa sveitarinn- ar. Lögin eru ekki flókin, en þægi- lega grípandi, og þó eitthvað megi setja út á hljóðfæraleik skiptir hann GoldStar GT-9500 Þráðlaus sími fyrir heimili og fyrirtœki, með innbyggt símtœki í móðurstöð og innanhústalkerfi milli allt að þriggja þráðlausra síma og móðurstöðvar. Grunnpakki: Innifalið er aðalsími með einum þráðlausum síma og öllum fylgihlutum, s.s. síma- og rafmagnssnúrum, hleðslutœki, rafhlöðu og leiðbeiningarbók á íslensku. Verð kr. 25.900,- Auka þráðlaus sfmi: Innlfalið er þráðlaus sími með hieðslutœki, rafhlöðu og leiðbeiningum á íslensku. Verð kr. 11.900,- Síðumúla 37 • 108 Reykjavík Sími 588 2800 • Fax 568 7447 [inrpíll1 . ..Iliílhih kjarni málsins! litlu máli í hita leiksins, því áheyr- endur eru vel með á nótunum og taka sveitinni vel. Textar eru aðal Hundslappadrífu, sem syngur um sitthvað sem út af ber í sveitinni, sunnanpakkið, kraftlítinn Zetor, drykkjuskap og hórdóm, og krafta- iegur söngvarinn þeytir textunum fram í sal af þrótti. Órafmögnuð Unun Unun hefur ekki áður leikið svo langa dagskrá órafmagnaða, en ekki hefði verð gott að leika með raftól og stóra magnara í hlýlegum matsalnum á Hótel Búðum, sem er þéttsetinn fólki þegar hljómsveitin hefur leik sinn. Á dagskránni eru kunnugleg lög en mörg í svo breytt- um útsetningum að þau eru nánast gerð upp á nýtt, og liðsmenn leika sér með lögin, vitna í ótal önnur sér til gamans, eins og í Ég sé rautt, fyrsta smáskífa hljómsveitarinnar ytra eins og áður er getið, sem vitn- ar í Richie Valens, Troggs og Bítl- ana án þess þó að hætta að vera Ég sé rautt. Ég hata þig verður að polka í meðförum Ununar þetta kvöld, og Leðurskipið Víma verður að bandarískum sveitaslagara. Margrét Örnólfsdóttir hleypur í skarðið sem harmonikkuleikari þetta kvöld, en hljómborðsleikari sveitarinnar er sestur að í Bretlandi og óhægt um vik að skreppa heim. Nýju lögin hljóma vel, sérstaklega lagið um Andrés og Geira, og áheyr- endur fagna vel laginu Heim á Hellissand, þó enginn vilji viður- kenna að hann sé Sandari þegar Heiða innir eftir því. Eins og svo oft áður er Heiða stjarna kvöldsins í undirkjólnum sínum bleika, syngur og dillar sér og heldur viðstöddum hugföngnum. Eftir tónleikana blanda hljóm- sveitarmenn geði við gesti, margt ber á góma og margt spjallað, en tónlistin er ekki langt undan og áður en varir er Gunnar Hjálmars- son farinn að leika á kassagítar og viðstaddir syngja gamla slagara, bítlalög og íslenskar lummur, en forsöngvari er leiðtogi Hundslappa- drífu, sem virðist kunna sitthvað fyrir sér annað en sveitamæðu. Amerísk-íslenska verslunarráðið og íslensk-ameríska verslunarráðið í samstarfi v/ð Verslunarráð Islands, Útflutningsráð Islands / Fjárfestingarskrifstofu, skrifstofu Ferðamálaráðs Islands í Bandaríkjunum og Sendiráð Bandaríkjanna á Islandi, kynna 8. ráðstefnu sína um stöðu, framtíðarsýn og nýjar hugmyndir í viðskiptum RAÐSTEFNA UM NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ VIÐSKIPTA ÍSLANDS OG BANDARÍKJANNA með áherslu á samstarf og fjárfestingar í ferðaþjónustu í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 5. október 1996 PAGSK&Al 08.30 - 09.00 KOMA I SULNASAL / RÁÐSTEFNUGÖGN AFHENT 09.00 - 09.05 KYNNING DAGSKRÁR Ráðstefnustióri: Helgi Jóhannsson, framkvæmaastjóri 09.05 - 09.20 SETNING RÁÐSTEFNUNNAR Þórður Magnússon, formaður AMIS Jon Yard Arnason, formaður ISAM 09.20'- 09.40 ÁVÖRP Day Olin Mount, sendiherra Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra 09.40 - 09.55 VIÐSKIPTIÍSLANDS OG BANDA- RÍKJANNA, EVRÓPUTENGSL Olafur Isleifsson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Islands 09.55 10.10 ÍSLENSK FERÐAÞJÓNUSTA, SKIPULAG, STAÐA OG FRAMTÍÐARSÝN Magnús Oddsson, ferðamálastjóri 10.10-10.20 Hlé (Kaffi/Te) 10.20 -11.0Q FRAMTÍÐ FERÐAÞJÓNUSTU í VIÐSKIPTUM ÍSLANDS OG NORÐUR-AMERÍKU Sigurður Helgason, forstjóri Nigel Osborne, CTC, forstjóri Insight International Tours, Boston 11.00 -11.20 ÍSLAND Á FERÐAKORTI RUDY'S MAXA? Rudy Maxa, ferðafréttaskýrandi (CNN / National Public Radio / Worth Magazine...) 11.20 -11.50 UMHVERFI FERÐAÞJÓNUSTU OG FJÁRFESTINGA Á ÍSLANDI OG í BANDARÍKJUNUM Halldór J. Kristjánsson, ráðuneytisstjóri, form. stjórnar Fjárfestingarskrifstofunnar Dr. Lalia Rach, DEAN, New York Universily (Hospitality, Tourism and Travel Aaiministration) 12.00 -13.30 HADEGISVERÐUR I SUNNUSAL í boði Eimskips, Samskipa og Jökla Avarp: Tómas Andrés Tómasson, hótelstjóri og veitingamaður 13.30 KYNNING SÉRTÆKRA KOSTA í FERÐAÞJÓNUSTU 13.30 -13.50 A. Læknaþjónusta á Islandi (og tengd dvalarpjónusta) Davíð A. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri Þórður Oskarsson, yfirlæknir 13.50 -14.10 Columbia/HCA Healthcare Corporation Marilyn Zitzke, framkvæmdastjóri, kynnir fyrirtækið, sem starfar í 36 14.10 -14.25 ríkjum Bandaríkjanna Bretlandi og Sviss B. Heilsuferðir (og íslenskar heilsuvörur) 14.25 -14.40 Grímur Sæmundsen, læknir og framkvæmdastjóri C. Ævintýraferðir / Verðlaunaferðir 14.40 -14.55 Arngrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri D. Ráðstefnur í miðju Atlantshafi 14 55 -15 05 Jón Hákon Magnússon, 15 05 - 15 45 framkvæmdastjóri Hlé (Kaffi/Te) OPNAR UMRÆÐUR FRUMMÆLENDA OG ANNARRA FUNDARMANNA 15.45 Stjórn umræðna: Steinn Logi Björnsson / Ráðstefnan er opin. Ráðstefnugjald er kr. 3.500.- Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðs íslands, 588 6666 (skrifstofutími kl. 08-16). Bréfsími 568 6564 Skráning í Bandaríkjunum í sima 212 593 2700 (Ragnheiður Arnadóttir). Amerísk-íslenska verslunarráðið og Íslensk-ameríska verslunarráðið í samstarfi við Islensk-ameríska félagið og Sendiráð Bandaríkjanna KVOLDHATIÐ í TILEFNI AF DEGI LEIFS EIRÍKSSONAR í Perlunni laugardaginn 5. október 1996, kl. 20 - 01 HÁTÍÐARDAGSKRÁ: KVÖLDVERÐUR í SÉRFLOKKIMEÐ TILHEYRANDIDRYKKJUM SKYNDIÁVÖRP - HÁTÍÐARRÆÐA: Charles E. Cobb Jr. fyrrverandi sendiherra TÖNAFLÓÐ: Ingveldur Yr Jónsdóttir, mezzósópran, og Jónas Ingimundarson, píanóleikari DANSLEIKUR: Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar með gestasöngvara Sendiráð Bandaríkjanna býður þátttakendum til móttöku fyrir hátíðina, kl. 17.00 - 19.30 Hátíðin er opin. Aðgöngumiðaverð er kr. 6.500. Þátttöku verður að skrá fyrirfram í síma 588 6666 (kl. 08-16).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.