Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 B 29 W*AW>AU(3L YSINGAR Kór Hafnarfjarðarkirkju Innritun stendur yfir í kirkjukór, barnakór og yngri deildir. Allar raddir velkomnar, sérstaklega karlaraddir og sópran íkirkjukór. Innritun yngri deild, 5-7 ára, þriðjudögum kl. 16.30. Æfingatími kirkjukórs á þriðjudögum kl. 20-22. Upplýsingar í síma 555 1295 hjá séra Þórhalli Heimissyni eða Natalíu Chow. Styrkurtil háskólanáms við Minnesotaháskóla Samkvæmt samningi milli Háskóla íslands og Minnesotaháskóla (University of Minne- sota) er árlega veittur einn styrkur til ís- lensks námsmanns til þess að stunda nám við Minnesotaháskóla. Styrkurinn nemur skólagjöldum og dvalarkostnaði. Umsækj- endur skulu hafa stundað nám við Háskóla íslands og ganga þeir fyrir sem lokið hafa prófi frá HÍ. Athugið að umsóknarfrestur er til 1. nóv- ember 1996. A KÓPAVOGSBÆR Umsóknir um félagslegar íbúðir fyrir aldraða Auglýst er eftir umsóknum um félagslegar íbúðir fyrir aldraða. Um er að ræða 2ja og 3ja herb. íbúðir í fjölbýlishúsi. Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftir- farandi skilyrði: 1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 2. Eru innan tekju- og eignamarka Hús- næðisstofnunar ríkisins. 3. Sýna fram á greiðslugetu sem miðast við að greiðslubyrði lána fari ekki yfir viðmið- unarmörk samkvæmt ákvæðum laga nr. 58 1995 og reglugerðar sem í gildi verður þegar úthlutun fer fram. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Kópavogs, Fannborg 4, sem er opin frá kl. 9-15 mánud.-föstud. Umsóknarfrestur er til 10. október 1996. Allar frekari upplýsingar veitir húsnæðisfull- trúi mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, frá kl. 11-12 í síma 554-5700. Húsnæðisnefnd Kópavogs. Námsstyrkur Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Starfsmenntunar- sjóði ungra kvenna. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum konum til þess að leita sér aukinnar menntunar. Áhersla er lögð á að styrkja konur sem fé- lagslega standa höllum fæti. Beiðni um umsóknareyðublöð skal senda til skrifstofu Bandalagsins á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Umsóknir þurfa að berast stjórn sjóðsins hjá Bandalaginu eigi síðar en 20. október 1996. Menntamálaráðuneytið Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórn- völdum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa íslendingum til náms og rannsóknar- starfa í Þýskalandi á námsárinu 1997-98: a) Allt að fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. b) Allt að þrír styrkir til að sækja þýsku- námskeið sumarið 1997. Umsækjendur skulu vera komnir nokkuð áleiðis í há- skólanámi og leggja stund á nám í öðrum greinum en þýsku. Einnig þurfa þeir að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu. c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til náms- dvalar og rannsóknarstarfa um allt að sex mánaða skeið. Umsóknir, ásamt staðfestum afritum próf- skírteina og meðmælum, skulu sendar Menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 20. september 1996. Úthlutun úr Kvikmynda- sjóði íslands 1997 Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir um- sóknum um framlög og vilyrði um styrki til kvikmyndagerðar. Umsóknir skulu sendar Kvikmyndasjóði fyrir 17. nóvember 1996, á umsóknareyðublöðum sjóðsins ásamt handriti, kostnaðaráætlun, fjármögnunaráætlun og greiðsluáætlun. Ef sótt er um framleiðslustyrk skal fullunnið handrit fylgja umsókn ásamt kostnaðaráætl- un, fjármögnunaráætlun og greiðsluáætlun. Ekki er tekið við umsóknum, sem afhentar eða póstlagðar eru eftir að umsóknarfrestur rennur út. Öll umsóknargögn skulu berast í fjórum eintökum. Sjóðurinn heldur eftir einu eintaki af umsókn- argögnum. Umsækjendur eru beðnir að sækja aukaeintök á skrifstofu sjóðsins frá 20. janúar-15. febrúar 1997. Hafi umsækjandi áður fengið úthlutað úr sjóðnum eða fyrirtæki, sem hann hefur átt aðild að, og verki ekki lokið, skal fullnægj- andi greinargerð að mati úthlutunarnefndar, um það verk fylgja og uppgjör áritað af lög- giltum endurskoðanda. Uthlutunarnefnd áskilur sér rétt til að óska eftir endurskoðuðum ársreikningi vegna við- komandi verks, ef þörf þykir. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Kvikmyndasjóðs, Laugavegi24,101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar eru veittar á sama stað. Kvikmyndasjóður íslands og Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn tilkynna í tengslum við næstu úthlutun úr Kvikmynda- sjóði íslands ráðgera Kvikmyndasjóður ís- lands og Norræni kvikmynda- og sjónvarps- sjóðurinn að gera sérstakt átak til að efla kvikmyndahandritagerð og handritaþróun. í þessu átaki verða veittir nokkrir handrita- styrkir, og eiga viðkomandi höfundar mögu- leikaxá að hljóta viðbótarstyrki vegna þróun- ar hahdrita sinna. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum um handritastyrki, sem afhent verða á skrifstofu Kvikmyndasjóðs, Laugavegi24,101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar eru veittar á sama stað. LIS TMUNAUPPBOÐ Listmunauppboð Málverk - húsgögn - bækur - frímerki - silfur - postulín - skartgripir - og fleira. Þeir, sem vilja koma munum á uppboðið, eru beðnir að hafa samband sem fyrst. Opið virka daga frá kl. 12-18. BORG sími 552 4211. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Lyngholt, Hofsósi, þinglýst eign Björns Einarssonar, eftir kröfu Bygg- ingarsjóðs ríkisins, Lífeyrissjóðs Norðurlands og Lánasjóðs íslenskra námsmanna, miðvikudaginn 2. október 1996, kl. 15.00. Sólvellir 2, Seyluhreppi, þinglýst eign Bjarna Jóhannessonar, eftir kröfu Sparisjóðsins í Keflavík, miðvikudaginn 2. október 1996, kl. 10.45. Suðurgata 22, Sauðárkróki, þinglýst eign Sigurðar Kárasonar, eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Guðbjargar Kristínar Jónsdótt- ur, miðvikudaginn 2. október 1996 kl. 13.30. Öldustígur 7, Sauðárkróki, þinglýst eign Jóns B. Sigvaidasonar og Guðríðar Stefánsdóttur, eftir kröfu Rafsjár hf., miðvikudaginn 2. október 1996, kl. 10.30. Öldustígur 14, Sauðárkróki, þinglýst eign Kristjáns Þ. Hansen, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins og Sýslumannsins á Sauðárkróki, mið- vikudaginn 2. október 1996, kl. 13.00. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 20. september 1996. KENNSLA HÓTEL-OG MATVÆLASKÓLINN Frá Hótel- og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi Starfsréttindanám - matsveinar Innritun fyrir þá sem vilja öðlast starfsrétt- indi matsveina á fiskiflutningaskipum stend- ur yfir í Hótel- og matvælaskólanum, Menntaskólanum í Kópavogi. Nánari upplýsingar í síma 544 5530. Frístundanám í Miðbæjarskóla og Mjódd Bóknám Ritlist - skapandi skrif. Listasaga. Ásatrú - norræn goðafræði. íslam. Heimilisbókhald. Lestrartækni. Verknám Glerskurður. Skrautskrift. Prjónanámskeið. Bútasaumur. Postulínsmálun. Myndlistarnám Módelteikning. Olíumálun. Tréskreytilist - rosamálun. Innritun stendur yfir. Upplýsingarísímum 551 2992 og 551 4106. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkju- vegi 1 og í Mjódd. Svo lengi lærir sem lifir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.