Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
UM DAGINN var blaða-
manni Morgunblaðsins
sagt frá sex ára dreng
sem átti að hefja skóla-
göngu sína í haust. Hann hafði
verið í leikskóla og eignast þar
ágæta vini og nú átti öll hersingin
að fara í skóla. I skólaumdæmi
drengsins hefur sá háttur verið
hafður á að raða börnunum í bekki
eftir því hvar í umdæminu þau
búa. Samkvæmt þessari tilhögun
átti umræddur drengur ekki að
vera í bekk með neinum af vinum
sínum úr leikskólanum. Foreldrar
drengsins báðu um að hann yrði
færður í bekk með einhverjum af
leikskólavinunum. Ekki var víst
að unnt yrði að verða við þeirri
beiðni. Foreldrum drengsins þótti
því rétt að vara hann við og sögðu
honum varlega að ekki væri víst
að hann myndi lenda með neinum
af vinum sínum í bekk. Drengurinn
þagði drykklanga stund og sagði
svo: „Jæja, ég hugsa þá að ég
hætti við.“
Hefði þessi drengur fæðst fyrir
röskum níutíu árum hefði hann
getað hætt við allt saman. Skóla-
skylda var ekki lögfest á íslandi
fyrr en árið 1907 og náði þá til 10
- 14 ára barna. Heimafræðsla var
þá ennþá leyfð en undir opinberu
eftirliti. Það var ekki fyrr en rúm-
um þijátíu árum síðar sem skóla-
skylda náði til sjö ára barna og
upp í fjórtán ára. Tíu árum síðar
var skólaskyldan lengd og náði
þá til 15 ára aldurs. Árið
varð skólaskylda lengd til 16 ára
aldurs og árið 1990 var skóla-
skyldan færð niður um eitt ár og
þess vegna er drengurinn sem að
ofan er vitnað til orðinn skóla-
skyldur 6 ára gamall og getur
ekki „hætt við“.
Margt fólk hefur kviðið mjög
fyrir því að byija í skóla en fyrir
flesta er skólatíminn skemmtilegt
tímabil í ævinni. Þá gerist ýmis-
legt eftirminnilegt og mörg vin-
áttubönd eru hnýtt svo rækilega
að þau duga sumum ævina á enda.
Aron Guðmundsson hét maður
sem stundaði barnaskólanám í
Bamaskólanum á Eyrarbakka.
Hann hafði keypt sér nýjan penna
og vildi reyna hann áður en hann
færi að skrifa með honum í skrift-
arbókina sína. Á borðinu hjá hon-
um lá stílabók merkt Guðmundi
Aron. Hann vildi ekki krota út
bókina og skrifaði því orðið herra
fyrir framan nafn sitt. „Þetta hefði
ég ekki átt að gera“, segir hann
í bók um umræddan skóla og vitn-
ar í hin vísu orð, „hver sem upphef-
ur sjálfan sig mun niðuríægður
verða.“ Eftir þetta kallaði Pétur
Guðmundsson, kennari Arons,
hann aldrei annað en herra Guð-
mund Aron og „það kom ónotalega
við mig,“ segir Aron.
Veturinn 1918-19 var síðasti
vetur Arons í barnaskóla og
kenndi Pétur honum sem fyrr,
orðinn gamall maður og farinn að
heilsu, hann átti meðal annars
erfitt með gang og dró annan fót-
inn. Strákarnir kepptust um að
hlaupa sem hraðast heim þegar
skóla var lokið. Einn daginn í vetr-
arbyijun sat Aron í viðbragðs-
stöðu. „Þú ætlar víst ekki að verða
samferða mér heim herra Guð-
mundur Aron,“ sagði Pétur kenn-
ari. Aron ansaði engu heldur rauk
af stað fyrstur krakkanna. Svo
stansaði hann allt í einu, hugsaði
ráð sitt, sneri við og sagði við
Pétur: „Ég ætla að vera samferða
þér heim,“ . Pétur leit á hann með
undarlegu augnaráði og sagði:
„Ég meinti ekkert með því sem
ég sagði áðan, hlauptu bara heim.“
En þeir urðu samferða þennan dag
og alla daga vetrarins og studdi
Aron kennara sinn í stormi og
hálku og voru þeir oft lengi á leið-
inni. „Og nú hófst hið raunveru-
lega nám mitt. Við vorum oft ekki
lagðir af stað þegar hann byijaði
að segja mér eitthvað," segir Aron.
Þess þarf varla að geta að Pétur
kallaði Aron aldrei herra eftir
þetta.
Við náttúrufræðipróf kom það
í hlut eins skólabróður Arons að
SKÓLABJALLAN í Menntaskólanum í Reykjavík.
með félaga sínum. Olíuljós var í
herberginu. Einn morguninn vakti
göm'd kona í húsinu þá félaga
klukkan sjö eins og þeir höfðu
beðið hana um kvöldið áður. Hún
kveikti á lampanum og fór út.
Þeir félagar héldu áfram að sofa
en lampinn tók að ósa og fylltist
herbergið af reyk. Loks kæfði sót-
ið ljósið og voru strákarnir þá
báðir orðnir kolsvartir. Eftir að
loks hafði tekist að vekja þá fóru
þeir að þrífa sig en það gekk ekki
vel. Þeir fóru svo í skólann. Kenn-
arinn leit á Guðmund og sagði:
„Hvað er að sjá yður Guðmundur?
Maður hefur heyrt að það hafi
komið fyrir að menn hafi orðið
hvítir á hár á einni nóttu en ég
hef ekki heyrt að menn hafi orðið
dökkhærðir á einni nóttu.“ Guð-
mundur sagði þá frá hrakförum
þeirra félaga. „Þvoðuð þið ykkur
ekki áður en þið fóruð í skólann?"
spurði kennarinn. Jú, þeir sögðust
hafa þvegið sér og notað allskonar
hreinlætisefni. „Ekki þó keytu?“
var spurt. „Nei, það var ekki búið
að hella saman úr koppunum eftir
nóttina,“ svaraði Hagalín.
Þéringar eru nú löngu aflagðar
en sumir kennarar þéruðu nem-
endur sína eftir að allir aðrir voru
hættir því. Einn þeirra var Sigurð-
ur Guðjónsson sem kallaður var
Lærer. Hann þéraði raunar alla
viðmælendur sína. Einu sinni báru
nemendur kött inn í dönskutíma
hjá Sigurði. Þegar kennslustundin
var hálfnuð komst kötturinn á
kreik og hljóp út á mitt gólfið við
kennaraborðið. Sigurður opnaði
dyrnar á stofunni þegar í stað og
sagði við köttinn: „Farið þér út,
þér eigið ekki að vera hér.“ Þótt
Sigurður væri svona kurteis var
hann harður í horn að taka. Einu
sinni var hann að kenna sem oft-
ar. Hurðin á kennslustofunni opn-
aðist fram á ganginn. Krakkar,
sem voru frammi, settu þungan
steinöskubakka fyrir hurðina.
Þegar bjallan hringdi ætlaði Sig-
urður út en komst hvergi. Eftir
nokkrar tilraunir setti Sigurður í
ÞÍN
NEMÖND.
Nú eru skólar komnir vel af stað og margt
sögulegt faríð að gerast þar fyrír utan allt
3að sem að venjulegn námi lýtur. Guðrún
Guðlaugsdóttir gluggaði í ýmislegt sem
lýtur að skólahaldi og skólaskopi.
lýsa ánamaðkinum. Hann lýsti
skepnunni og var að lokum spurð-
ur hvaða dýraflokki ánamaðkurinn
tilheyrði. Nú kom ekkert svar og
loks sagði kennarinn: „ kannski
að hann sé flugdýr!" Nemandinn
svaraði þessari tilgátu játandi,
allshugar feginn. Kennarinn leit
með nístandi augum frá nemand-
anum til prófdómarans og sagði
„Þá vitum við það. Ánamaðkurinn
er flugdýr." Siguijón Ólafsson
gekk líka í barnaskólann á Eyrar-
bakka. Hann var spurður um
minnisstæðasta atvikið í skólan-
um. „Þegar ég ætlaði að ónáða
tvær skólasystur á nauðþurftar-
stað, en það bitnaði á skólastjóran-
um, því að það var þá hann, sem
þarna var, en ekki þær.“
Dökkhærður á einni nóttu
Guðmundur Hagalín rithöfund-
ur fór ungur að árum í Núps-
skóla, í skólanum voru 13 strákar
og 7 stelpur. Við borðið sem strák-
arnir sátu við voru aðeins tólf
sæti svo Guðmundi, sem var
minnstur strákanna, var vísað til
sætis hjá stelpunum. „Á ég þá
ekki að fara í kvenmannsföt,"
sagði Hagalín við skólastjórann.
„Þér getið hagað yður um það eins
og þér viljið, Guðmundur minn,
en yður verður samt ekki vísað til
sængur á Langaloftinu hjá stúlk-
unum,“ svaraði skólastjórinn.
I skólanum gekk Hagalín verst
við leikfimi og teikningu. Einkum
gekk honum illa með beinu strikin
og var sífellt að stroka út og reyna
að laga þar til blaðið var allt orð-
ið öskugrátt. Þá fór hann að dunda
við að teikna karla og kerlingar í
laumi. Einhveiju sinni náði kenn-
arinn í eina af myndum hans og
virti hana undrandi fyrir sér og
sagði: „Án þess að ég vilji bendla
þig við þann vonda Guðmundur
minn þá dettur mér í hug vísan:
Skrattinn fór að skapa mann,
skinnlaus köttur varð úr því.
Seinna fór Guðmundur í
menntaskóla og bjó þá í herbergi
herðarnar og hljóp á hurðina. Hún
lét undan með braki og brestum
og Sigurður, sem þá var orðinn
gamall maður, gekk fram.skóla-
ganginn með hurðarbrotin á öxlum
sér. Hann mætti skólastjóranum á
leiðinni og ætlaði að snúa við.
„Farið þér bara upp, Sigurður, þér
hafið gert nóg,“ sagði þá skóla-
stjórinn.
Framhaldsskólar nútímans eiga
sér rætur í gömlu skólunum í Skál-
holti og á Hólum, sem nefndust
latínuskólar frá siðaskiptum. Lög
um menntaskóla voru sett árið
1946, þá voru starfandi í landinu
þrír menntaskólar og einn verslun-
arskóli, auk iðnskóla, húsmæðra-
skóla, stýrimannaskóla, bænda-
skóla og fleiri skóla. Meðan
Menntaskólinn í Reykjavík starf-
aði einn slíkra skóla þótti afar
merkilegt að stunda þar nám og
voru margar sögur sagðar af
námsmönnum þar, ekki síst þeim
sem síðar urðu helstir andans
menn á íslandi. Einar Benedikts-
son var þeim minnisstæður sem
hann þekktu. Árna Þórarinssyni
þótti Einar kátur og fjörmikill og
segir af honum margar sögur í
ævisögu sinni. Einari gekk vel að
læra allt nema landafræði og hana
las hann heldur aldrei. Svo kom
að prófi og þá spurði Einar:
„Hvaða land er styst í landafræð-
inni?“ Árni segir það vera Sviss
og biður Einar hann þá að fara í
gegnum Sviss með sér. Árni gerði
það og hlýddi Einari svo yfir og
gaf honum 6 í einkunn. „Eg skal
koma upp í Sviss,“ sagði Einar.
Daginn eftir sagði Einar svo Bene-
dikt Gröndal kennari heyrði: „Ég
er alveg vitlaus í landafræðinni
nema ég komi upp í Sviss.“ Einar
vissi að Gröndal var mesta góð-
menni og langaði ekki til að læri-
sveinar hans stæðu á gati. Grön-
dal tók svo Einar upp í Sviss og
fékk hann 5,2 fyrir frammistöðuna
en Árni fékk 5,1 og kunni þó alla
landafræðina.
Bara venjulegt
pukur
Benedikt Gröndal fékk sína
menntun í Bessastaðaskóla, sem
var forveri Menntaskólans í
Reykjavík. „Sú skoðun ríkti hjá
Bessastaðapiitum, og hefur ríkt í
öllum skólum á öllum tímum, að
skólapiltar væri afmarkað og ein-
angrað fjelag, sem enginn utan-
skólamaður hefði leyfi til að
skygnast inn í, eins og það væri
einhver mystiskur helgidómur, að
vissu leyti einskonar „mysteria".
En þetta er í rauninni eintómt
form og innbyrling; jeg varð aldrei
var við að piltar hjeldu meira sam-
an en aðrir, nje hjálpuðu hver öðr-
um fremur en aðrir; þetta var
ekkert annað en venjulegt
„Clique“ pukur, sem menn gera
sig merkilega með, með því að
útiloka aðra.“
Það var þó ekki heiglum hent
að komast í þessa klíku sem Bene-
dikt talar um í ævisögu sinni
Dægradvöl. Fyrst var það skírnin:
„Tveir og tveir þar til valdir fyrir-
fram tóku einn nýsvein á milli sín
og nú fór allur herinn út í nætur-
myrkrið ofan sjóbúðarflötina og
ofan að tjörn; þar var vaðið'út í
með hvern nýsvein af tveimur og
okkur dýft á kaf að höfðinu ofan
í sjóinn, allt alveg þegjandi; síðan
var farið heim aptur og við vorum
- að mig minnir - látnir lofa þögn
og tryggð með handabandi og
þannig vorum vjer teknir inn í
„skólafjelagið“. Jambus var annað
sem yfirgekk skólasveina á Bessa-
stöðum. „Nýsveinar voru teknir
með ofríki af tveim eða fleirum
og beygðir upp og niður óþyrmi-
lega, og var þá ætíð sungið þetta:
Snúða nú aptur enn til hvíldar öndin mín,
nótt er komin en dagur dvín.
Var þetta opt gert svo hroðalega
að piltunum varð illt af, með höf-
uðverk og blóðnösum, en engum
hjelst uppi að kvarta." Þá var það
svo Descensionin. „Nýsveinum var
hrundið ofan Bessastaðahól; Hann
var snarbrattur, en þetta var gert
í þíðum og ieysingum og þótti
fræknleikur að missa ekki fót-
anna.“
Loks talar Benedikt um Aries,
þá voru Ijós slökkt í bekknum og
„gekk svo allur hópurinn hvor á
annan, svo þeim lá við meiðingum
sem innstir voru,“ einnig kom fyr-
ir að eldri piltar „kipptu undan“
nýsveinum bekkjunum sem þeir
sátu á þegar þeim minnst varði
og duttu þeir þá á gólfið.
Þessar lýsingar sýna að það var
ekkert sældarbrauð að hefja nám
í menntaskóla á árum áður og er
hreint ekki víst að þessar inntöku-
athafnir hafi versnað til muna,
þetta er sagt þeim til huggunar
sem enn eiga um sárt að binda
eftir tolleringar og fleiri athafnir
af líkum toga. En þótt þetta allt
saman blasi við er ekki hægt að
„hætta við“. Skólaskyldan er hlut-
skipti allra þeirra barna sem
mögulega geta lært og flestir fara
í annað nám að auki. Skólaveran
er líka mörgum ljúf að undirgang-
ast. Margir krakkar taka miklu
ástfóstri við kennarana sína. Eina
litla stúlku þekkti ég sem þótti
mjög vænt um kennarann sinn.
Fyrir ein jólin ákvað hún að teikna
fínt kort og senda kennaranum.
Hún teiknaði á kortið jólasvein,
jólabjöllur, jólatré og allt það besta
sem hún gat hugsað sér. Svo skrif-
aði hún á kortið stórum stöfum:
„Gleðileg jól og farsælt ár. Þín
nemönd ...