Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 B 9
GUÐMUNDUR Hálfdanarson, dósent í sagnfræði við Háskóla Islands.
Hverfur þjóð-
ernisvitund
í Evrópu?
Ýmsir hafa haldið því fram að samkennd í
heiminum sé að breytast og velta því fyrir
sér hvað verði um okkur sem þjóð í framtíð-
inni. Hildur Einarsdóttir ræddi við Guð-
mund Hálfdanarson, dósent í sagnfræði við
Háskóla Islands, um þjóðernisvitundina og
Evrópusamstarfið.
Morgunblaðið/Kristinn
EVRÓPUSAMSTARFIÐ og
tæknivæðing, sem dregið
hefur úr fjarlægð þjóða á
milli, hefur Jcveikt margar
spurningar í vitund íslendinga um
hvað verður um okkur sem þjóð.
Getum við sætt aukna alþjóðahyggju
og sjálfstæði þjóðarinnar? Hefur ís-
lensk þjóðernisvitund breyst á síðari
árum? Margir góðir menn hafa leit-
ast við að gera okkur grein fyrir á
hvaða grunni við stöndum í þessum
efnum og hvernig draga megi skyn-
samlegar niðurstöður af stöðu okkar.
Einn þeirra er Guðmundur Hálfdan-
arson dósent í sagnfræði við Háskóla
íslands sem skrifaði grein í vorhefti
Skírnis sem hann nefndi: Hvað gerir
íslendinga að þjóð? Þar hugleiddi
hann uppruna og eðli þjóðernis út frá
kenningum sem komið hafa fram á
síðari tímum. Einnig flutti hann loka-
orðin á málþingi um íslenska þjóðem-
isstefnu sem haldin var í Norræna
húsinu í byrjun mánaðarins. Inntak
þeirrar' ráðstefnu var hvort íslensk
þjóð sé sjálfsögð eða ímyndað samfé-
lag svo vitnað sé til kenninga írsk-
bandaríska stjómmálafræðingsins
Benedicts Andersons.
„Ég ætla að láta liggja milli hluta
hvor hugmyndin er „réttari“, þ.e. sú
hugmynd að íslendingar séu þjóð
vegna þess að þeir trúa á goðsögnina
um eigin uppruna eða að þeir séu
þjóð vegna þess að þeir tala ís-
lensku,“ segir hann þegar við biðjum
hann að lýsa nánar hugmyndum sín-
um um hvert þjóðernishyggja íslend-
inga stefni.
„Hins vegar langar mig til að velta
fyrir mér þeim skilum eða rofi í anda
Foucaults sem mér sýnist að átt
hafi sér stað í íslenskri söguvitund
á undanförnum árum og hefur breytt
sýn manna á þjóðernið."
Ungt fólk á erfitt með að
tengjast fortíðinni
„Ef við veltum fyrir okkur hvað sé
þjóð þá má í stuttu máli segja að
þjóð sé samfélag fólks bæði í fortíð,
nútíð og framtíð. Sambandið við for-
tíðina er öllum þjóðum mikilvægt
vegna þess að þær leita uppnina síns
í sögunni. Þjóðarsagan er um leið
þroskasaga okkar sjálfra. En mér
finnst ungt fólk eiga æ erfiðara með
að skynja þessi tengsl við gengna
foitíð og það er eins og ninn rauði
þráður frelsisbaráttunnar hafi rofnað.
Ein ástæða rofsins er auðvitað sú
að íslendingum hefur gengið illa að
hata Dani, enda leysa kúgarar fóm-
arlömb sín sjaldnast út með gjöfum.
Önnur ástæða er þéttbýlismyndunin,
þróunin úr bændasamfélagi yfir í iðn-
aðar- og þjónustusamfélag. Nútíma
unglingur sem alinn er upp í Reykja-
vík skilur tæpast tungumál og hugs-
unarhátt íslenskrar bændamenning-
ar. Það er einfaldlega erfitt fyrir fólk
sem elst upp við velmegun nútímans
umlukið innfluttum táknkerfum að
skilja að við eigum eitthvað sam-
merkt með bændafólki 18. aldar sem
bjó í moldarkofum og kljáðist við
náttúmöflin. Mun auðveldara er að
skilja menn í svipaðri þjóðfélagsstöðu
og á líku menntunarstig' og gildir þá
einu hvort þeir búa hér á landi eða í
nágrannalöndunum."
Guðmundur segir skilin í söguvit-
undinni birtast líka í breyttum
áherslum í sögukennslu í skólum.
„Hér áður fyrr var það yfirlýst stefna
að kenna uppvaxandi kynslóðum um
baráttu þjóðarinnar fyrir frelsi og
bættum lífskjörum," segir hann.
„Upp úr 1980 hætta skólayfirvöld
að trúa á það sem meginmarkmið.
Sagnfræðingar hafa líka sýnt fram
á að fortíðin var ekki svona einföld.
Nú er markmið kennslunnar ekki
lengur að innprenta nemendum þá
hugmynd að inntak íslenskrar sögu
hafi fvrst. og fremst verið barátta
sameinaðrar þjóðar við óstjórn út-
lendinga. Meiri áhersla er lögð á að
nemendur skilji fortíð sína og geri
sér grein fyrir því hvernig íslenskt
nútímasamfélag varð til. Jafnframt
beinast sjónir að þjóðfélagshópum
sem hafa orðið útundan í sögukennsl-
unni eins og lægri stéttum og konum
sem fram að þessu hafa verið fyrir-
ferðarlitlar í sögunni."
Náttúran mikilvægasta
þjóðernistáknið - ekki tungan
Hvað er það þá sem tákngerir þjóð-
emisvitundina í hugum ungra
íslendinga ef tengslin við fortíðina
em rofin?
„Fyrst vil ég taka það fram að
jafnvel þótt tengslin við fortíðina séu
ekki jafnnáin nú og þau voru áður
hefur fólk enn tilfinningu fyrir því
að það eigi sér sögu þótt það þekki
hana ekki vel eða finnist hún skipta
sig miklu máli í daglegu lífi. En ég
held þó að mikilvægasta táknið í
þjóðernisvitund nútíma íslendinga sé
náttúran fremur en sagan og hún
hefur að vissu leyti leyst söguna af
hólmi. íslendingar eru afskaplega
stoltir af fegurð lands síns. Mesti
þjóðernislegi verknaðurinn er að
græða landið. Það eru ekki margar
þjóðir sem tengjast landi sínu jafn-
sterkt og við Islendingar. Náttúran
hefur auðvitað alltaf staðið íslend-
ingum nærri, enda minnir hún oft
óþægilega á sig. En náttúrusýn Ís-
lendinga hefur breyst mjög mikið á
síðustu árum. „Fögur er hlíðin,“
sagði Gunnar forðum, en hann sá
fegurðina í bleikum ökrum og slegn-
um túnum en ekki í hraunflákum eða
jökulbreiðum. Nú kemur náttúru-
dýrkun meðal annars fram í aukinni
sumarbústaða- og jeppaeign. Það er
eins og um leið og við erum að fjar-
lægjast náttúruna nálgumst við hana
aftur á nýjan hátt. .og ræturnar."
Guðmundur segir að náttúran sé
að mörgu leyti orðin sterkara þjóð-
ernistákn en tungumálið. „Ástæðan
fyrir því er kannski sú að náttúran
er hlutlaust tákn, allir geta gert hana
að sinni. Það sem dregið hefur úr
áhrifum tungunnar sem sameicr-
inlegs tákns er að sífellt er verið að
skamma þjóðina fyrir að tala ekki
rétt mál. Það er erfitt að tengjast
tungunni tilfínningaböndum ef við
erum sannfærð um að við getum
ekki talað hana rétt. Ég tel að það
myndi styrkja íslenskuna sem tákn
íslensks þjóðernis ef við drægjum úr
hreintungustefnunni enda get ég
ekki séð að hún sé í nokkurri hættu
stödd. Annars tengist tungan og
náttúran í hugum fólksins, talað er
um ræktun landsins og ræktun tung-
unnar í sömu andránni.
Við getum líka velt fyrir okkur
hvernig þjóðríki verða til,“ segir Guð-
mundur. „Þjóðir verða til við ákveðn-
ar sögulegar aðstæður. íslenskt þjóð-
ríki varð til frá árunum 1800-1918.
Miðaðist þróunin við samgöngutækni,
efnahagslíf og viðskiptaumhverfi á
þeim tíma. Þá voru ákveðnar hindran-
ir í verslun á milli landa en þróunin
hefur orðið sú að múrarnir hafa verið
að falla einn af öðrum. Það er að
verða að veruleika það sem Adam
Smith sagði í Auðlegð þjóðanna: „Búa
á til vöruna þar sem hægt er að fram-
leiða hana á hagkvæmastan hátt.“
Verður fullveldi þjóðanna
skert æ meira eða ...
Guðmundur segir enn óljóst hvort
mögulegt sé að opna fyrir flæði í
viðskiptum en jafnframt sjá til þess
að fullveldi þjóðanna sé óskert Hann
segir einn möguleikann vera að full-
veldi þjóðanna verði skert æ meira.
„Evrópa verði gerð að eins konar
þjóðríki þar sem verði eitt þing og
ein stjórn. Þetta getur verið jákvætt
ef það leiðir til aukins friðar í álf-
unni. Mér finnst líka jákvætt ef
menningarleg samvinna eykst við
slíkan samruna og ef það eykur
möguleika fólks til að sækja sér störf
og menntun annars staðar en í
heimalandinu. Annar möguleiki er
sá og sýnu verri að þjóðríkin hverfi
á pappírnum en haldi áfram að starfa
í raun og beiti áhrifum sínum gegn
hagsmunum annarra eininga til að
auka völd sín.
Ef við fylgjum þeirri stefnu sem
Evrópusambandið hefur markað sér
á síðasta áratug þar sem æ stærri
hluti ákvarðanatöku er tekinn fyrir
utan þjóðríkin fyndist manni eðlilegt
að til kæmi yfirþjóðleg stjórn sem
endurspegli vilja þegnanna í lýðræð-
islegum kosningum. Svo þannig kerfi
virki mega þjóðríkin ekki starfa sam-
an sem heildir því þannig yrðu sum-
ar heildir stærri en aðrar. Ef þegn-
arnir kysu eftir sannfæringu sinni
án tillits til upphaflegs þjóðernis þá
sé ég fyrir mér að þetta gæti gengið
og einstakir hópar gætu unnið mál-
um sínum eðlilegan framgang."
- Ertu þá að segja að þjóðernisvit-
und muni hverfa í Evrópu á næstu
árum?
„Eitt af hlutverkum þjóðernis-
kenndarinnar er að sætta okkur við
að fórna hluta af hagsmunum okkar
fyrir heildina. Hyrfum við inn í stærri
einingu yrði þessi vitund um sameig-
inlega hagsmuni að vera til; vitund
um eitthvað sameiginlegt með þeim
sem eiga fullveldið með okkur. Ef
til vill er æskilegast á þessu stigi
málsins að samband Evrópuþjóðanna
sé fyrst og fremst efnahagssamband
hvað sem síðar verður.“
- Á grundvelli þess sem við höfum
verið að tala um hér, finnst þér þá
að íslendingar eigi að sækja um að-
ild að Evrópusambandinu?
„Við hljótum að þurfa að velta
þeim möguleika fyrir okkur. Ýmsir
hafa haldið því fram að samkennd í
heiminum sé að breytast og verða
hvort tveggja í senn alþjóðlegri og
svæðisbundnari en áður, þ.e. þróunin
stefni í þá átt að íbúar stærri þjóð-
ríkja líti á sig fremur sem hluta af
stærri heildum, eins og til dæmis
ESB, og stundum ákveðnum héruð-
um; íbúi Bretagne-skaga líti á sig sem
Bretóna í annan stað og Evrópubúa
hins vegar fremur en Frakka. Miðað
við almenna þróun í nágrannalöndun-
um virðist þessi hugmynd eiga við rök
að styðjast, þótt við sjáum einnig
mörg merki um hið gagnstæða, þ.e.
aukna þjóðerniskennd, jafnvel öfga-
kennda og ofbel.lissinnaða. Hvernig
sem allt fer er fáum þjóðum jafnmikil-
vægt og íslendingum að rækta sam-
bandið við umheiminn og við getum
ekki leyft okkur að einangrast hér úti
í Atlantshafi. Hvort sem okkur líkar
betur eða verr þá hljótum við að fylgja
timans straumi, gallinn er bara sá
að oft er ómögulegt að fullyrða um
hvert hann streymir."