Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBÉR 1996 MORGUNBLAÐIÐ M ig hefur langað í her- mennsku frá því að ég man eftir mér og veit ekki í dag af hvetju," segir Eggert um til- drög þess að hann gerðist hermaður. Hann segir að ákvörð- unin hafi ekki komið foreldrum hans á óvart. „Þau voru bara ánægð með að ég skyldi fara þessa leið í staðinn fyrir að stinga af til dæm- is til Frakklands og ganga í útlendingahersveit- ina.“ Eggert sendi umsókn um herþjónustu til norska varnarmálaráðuneytisins. Það tók hann um það bil ár að fá skólavist og segist Eggert hafa fengið góða aðstoð frá utanríkisráðuneyt- inu. Eggert var 22 ára þegar hann byrjaði í herskólanum og því eldri en flestir skólafélaga hans. Eggert segir æskilegt að hafa stúdents- próf eða iðnmenntun til undirbúnings foringja- námi og eins þurfi að hafa hreint sakavottorð. Inntökuskilyrði eru ströng. Þeir er valdir úr sem hafa bestar einkunnir í framhaldsskóla og eins þeir sem hafa skarað framúr í íþrótt- um. „Eg var ekki með framúrskarandi ein- kunnir og hafði ekki æft íþróttir að ráði en hins vegar verið útivistarmaður og töluvert í íjallaferðum, hlaupið og synt mikið," segir Eggert. Hann er ekki fyrsti íslendingurinn til að nema við þennan skóla. „Það hafa verið þrír á undan mér. Sá fyrsti var héma um 1950 og var skólafélagi eins kennarans míns. Norðmenn hafa tekið mér mjög vel og ég fæ sama aðgang að leynilegum skjölum og norsku strákarnir. Þeir virðást al- veg treysta mér enda held ég að ég hafí sýnt að það sé óhætt og auðvitað erum við allir bundnir þagnareiði." Farangurinn undir rúm. Eggert hóf nám í lok júní 1993 og var send- ur til Stavanger. „Ég var fárveikur þegar ég kom og því nokkuð kvíðinn þar sem ég vissi að ég þurfti að ganga í gegnum allsherjar læknisskoðun," segir Eggert. „Þegar ég mætti í skólann var farið gaumgæfilega í gegnum allan farangur- inn. Eg var með allt of mikið með mér því að ég vissi ekki hvað ég var að fara út í. Ég bjóst við að vera hérna í eitt ár án þess að fara heim. Ég sá að það var engan veginn pláss fyrir allt dótið í skápnum sem mér var úthlutað- ur og laumaði því restinni í tösku undir rúm. Þegar það komst upp urðu heilmikil læti þar sem þetta var brot á reglunum." Nýliðarnir voru teknir í viðtal og spurðir um viðhorf til kyn- þáttafordóma, sam- kynhneigðar, HERÆFINGARNAR gátu verið slarksamar og líkamlega erfiðar. Eggert er lengst til hægri í hópnum. Lét hermennsku- drauminn rætast Þeir eru ófáir strákamir sem láta sig dreyma um her- mennsku. Eggert Magnússon, 25 ára gamall liðsforingi í norska sjóhemum, átti þann draum í æsku og lét hann rætast. Unnur S. Eysteinsdóttir ræddi við Eggert sem nýlega lauk þriggja ára námi við Sjökrigs- skolen í Bergen. Hans bíður nú þriggja ára þjálfun og störf innan norska hersins. eiturlyfja og fleira í þeim dúr. Þá var reynt að komast að því hvort þeir hefðu öfgakennd- ar skoðanir, enda reynt að koma í veg fyrir að slíkir komist inn. Strax á fyrsta degi byij- uðu tungumálaörðugleikar. „Það kom auðvitað ekki annað til greina en að tala norsku og það gekk ágætlega innan skólans. Ég lenti oft í því í byijun að gera mistök vegna þess að ég misskildi. Utan skól- ans kom það fyrir að ég væri beðinn um að tala ensku," segir Eggert. „Fyrstu vikuna voru engar líkam- legar æfingar. Við vorum vaktir með látum milii klukkan sex og átta á morgnana og látn- ir búa um rúmin, þrífa og taka til mést allan daginn. Herbergið átti að vera tandur- hreint og ekki ,, rykkorn neins staðar. Her- væri ekki í fullkomnu lagi, meðal annars í skápunum. Það kom oftar en ekki fyrir að við þurftum að taka allt úr skápnum og byija upp á nýtt. Ef það fannst rykkom undir rúmunum þurftum við að skúra allt gólfið aftur. Þegar yfirmennirnir komu inn sló hjartað mun örar en venjulega. Þeir skoðuðu búningana og stíg- vélin gaumgæfilega og öskruðu upp í eyrun á rnanni." Reynslutíminn stóð í fjórar vikur. Þá var allt reynt til að gera nýliðunum lífíð sem erfið- ast. Stundum voru þeir vaktir á nóttunni og látnir mæta úti í öllum herklæðum innan ákveðins tíma. Um klukkan hálf átta á morgn- ana var marsérað í morgunmat. „Þeir sem voru síðastir fengu ekkert. Þetta varð til þess að allir hjálpuðust að. Samvinna er rauði þráðurinn í þjálfuninni líkt og í her- mennsku," segir Eggert. „Á daginn þegar var dauður tími var marsérað stöðugt fram og til baka. Ef við gerðum einhveija vitleysu var refsingin svo og svo margar armbeygjur." Fljótlega skrifaði Eggert undir samning um sex ára veru í norska hernum. „Fyrsta árið var ég undirforingjaefni og það ár fór að mestu leyti í ögun. Undirforingjamir og liðþjálfarnir öskruðu á okkur nýliðana og komu fram við okkur eins og við værum skíturinn undir fótum þeirra. Foringjarnir komu eðlilega fram við okkur og voru mun manneskjulegri. Ég var alltaf þreyttur í byijun og alltaf svangur. Okkur var haldið á stöðugri hreyf- ingu. Þetta var eins og að hafa timburmenn í mánuð. Minn hópur sá um að skúra leikfimi- salinn. Það var ekkert slæmt því að ég sá bara um ákveðið r.væði I salnum. Fyrir utan þetta vorum við í bóklegri og verklegri kennslu í ýmsu sem viðkemur hernaði. Oft vorum við látnir ganga heilu næturnar. Það kom fyrii' að við vorum nýlagstir í rúmið og búnir að sofa í stundarfjórðung þegar við vorum vaktir aftur. Ef einhver stóð sig ekki eða var of seinn fékk sá hinn sami að kenna á því. Flestir sem hætta í byijun gera það vegna meiðsla. Sumir fá í bakið, beinhimnu- bólga er líka algeng og þá er mönnum ráðlagt að hætta. í byijun vorum við nokkur hundruð en það eru ekki nema svona tíu prósent sem halda áfram.“ Eftir fyrstu þijár vikurnar kom lokaþolraun- in, vikulöng ganga sem Norðmenn kalla „hel- vetesuken" eða vítisvikuna. „Við fórum inn í dal sem er aðallega þekkt- ur fyrir að þar rignir látlaust. Ég var í góðum hópi sem stóð vel saman, við komumst allir í gegn og kynntumst mjög vel þessa viku,“ seg- ir Eggert. „Við fengum ekkert að borða þessa viku og lítinn svefn. Það var leitað á okkur til að koma í veg fyrir að við_ smygluðum með okkur mat eða vítamínum. Á hvetjum morgni vorum við látnir fara í svokallað stríðshlaup með vopnin yfir alls konar hindranir. Við byij- uðum á því að fara út í mýri, klæða okkur úr öllu og fara í rennandi blaut föt og blauta og kalda skó. Þetta var auðvitað ískalt og ég man að mér fannst alltaf verst að setja á mig byssuna því að hún var svo köld. Síðan tóku við ýmsar þrautir til dæmis að_ bera þunga vopnakassa upp brattar hlíðar. Í hvert skipti sem við komum niður var aftur farið upp. Þetta reynir á þolinmæðina og nokkrir urðu svo þreyttir að þeir duttu gjörsamlega úr sam- bandi við veruleikann. Síðustu nóttina átti ég að passa að fólk sofnaði ekki og þá kom ég að einum sem stóð á vakt og hann hafði misst byssuna sína og sofnað standandi. Þrátt fyrir að hann stæði átti ég erfitt með að vekja hann.“ Sundnámið kom sér vel „Á einni æfíngunni vorum við búnir að ganga lengi og ég orðinn svo þreyttur að ég vissi varla lengur hvað ég hét. Þá áttum við að hlaupa í gegnum skóg og skjóta á þvinina sem voru gerðir úr krossviðarplötum. Ég gerði auðvitað eins og mér var sagt og hljóp og skaut og skaut. Eitt skotmarkið reis alltaf upp aftur og ég skildi ekkert af hveiju. Svo kom yfirmaðurinn minn og sagði að ég þyrfti að athuga hvern ég væri að reyna að skjóta. Þá sá ég að hann var með merki Rauða krossins í barminum." Eggert segir að það hafi hjálpað sér að hafa komið aðeins nálægt starfi í hjálparsveit. Hann vissi því hvernig best var að klæða sig. „Við fengum bómullarnærföt en blaut bóm- ull gerir ekkert gagn á fjöllum þannig að ég tók þá sem voru alveg að gefast upp af kulda og þreytu og fékk þá til að klæða sig í ullar- peysuna innst. Þetta hafði venjulega góð áhrif og við fengum að hafa þetta svona þrátt fyrir að þetta væri ekki samkvæmt reglum. Éitt af því sem við þurftum að gera var að synda yfir vatn með allan farangurinn. Það kom mér til góða hvað við fáum góða sund- kennslu á íslandi. Að því leyti stóð ég betur að vígi en margir aðrir.“ Eftir þolraunina miklu lá leiðin til Horten í Oslófirðinum en þar er undirforingjaskólinn. „Við ókum þangað í rútu og ég man nákvæm- lega ekkert eftir ferðinni, þannig var því raun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.