Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Ferskur Bjarni Arason Jón Kjeli Seljeseth, Frið' rik Karlsson og Grétar Örvarsson. Öflug sólóplata ÞÓ BJARNI Arason hafi verið iðinn við að troða upp hefur hann gert minna af því að gefa út plötur. Á því verður breyting á næstunni, því hann er að ljúka við sóló- skífu. Bjarni segir að skífan, sem Grétar Örvarsson gefur út, sé „öflugasta sóló- plata mín til þessa. Á plöt- unni eru ný lög úr ýmsum áttum, mestmegnis skandin- avísk tónlist eftir skandinav- íska höfunda," segir Bjarni. Hann segist hafa hafið und- irbúning að plötusmíðinni fyrir tveimur árum og þá leitaði til íslnenskra laga- smiða eftir lögum, meðal annars. Alls verða á piötunni 10 lög, þar á meðal eitt gamalt, Karen Karen. Bjarni segir að platan sé róleg og eigi örugglega eftir að koma á óvart. „Þetta verða engar gamlar lummur, bara nýtt og ferskt efni,“ segir hann og bætir við að upptökur hafi gengið afskaplega vel. Ýmsir koma við sögu á plötunni, þar á meðal Friðrik Karlsson sem koma frá Lundúnum gagngert til að leika inn á hana, Jón Kjell Seljeseth, sem sér um strengjaútsetningar Jóhann Ásmundsson leikur á bassa, Gunnlaugur Briem á tromm- ur, Sigríður Beinteinsdóttir syngur með í einu lagi og Björgvin Halldórsson í öðru, svo fátt eitt sé talið. HEIMUR KVENIMA FYRIR átta árum kom Neneh Cherry fram á sjón- arsviðið eins og klippt út úr tískublaði og albúin að sigra heiminn. Fyrsta breiðskífan seldist og vel, en næsta mið- ur. Sumir spáðu því að fyrir henni myndi fara eins og svö mörgum öðrum; að ljóma um stund og hverfa jafn- skjótt aftur. Annað kom á daginn. Fyrir tveimur árum komst nafn Neneh Cherry á allra varir aftur þegar lag sem hún söng og samdi með Senegalbúanum Yopussou N’Dour, Seven Seconds, varð vinsælasta lag heims. Youssou notaði sér fræðina með breiðskífu en bið varð á plötu frá Neneh þar til fyrir Kona Neneh Cherry. skemmstu að hún sendi frá sér plötuna Man. Skýring á seinaganginum er helst gef- in sú að hún hafi haft svo mikið af góðum hugmynd- um þegar af stað var farið að h'ín gat ekki haldið sig við eina línu eða stefnu. Nafn plötunnar vísar að nokkru í upphafslag henn- ar, sem heitir Woman og er vinsælt vel víða um heim. Neneh leggur þar út af lín- unni eins og James Brown boðaði á sínum tíma um heim karlmannsins; hún sér heiminn fyrir sér sem heim kvenna. Á plötunni nýju fer Neneh um víðan völl, allt frá flamencoblús í hægfara triphop með aðstoð Tricky. Gagnrýnendur eru tvístíg- andi, sumir vegna ijöl- breytninnar á plötunni, en plötukaupendur hafa tekið henni vel. MÞÓ LEIÐTOGI Nirvana hafi lotið í gras fyrir all- löngu eru menn enn að gefa út upptökur með sveitinni og í næsta mánuði kemur út breiðskífa með tónleika- upptökum Nirvana, From the Muddy Banks of the Wishkah. Útgáfunni er ætl- að að gefa unnendum hljóm- sveittarinnar færi á að heyra hvernig hún hljómaði á alvöru tónleikum, en eina sem komið hefur út með henni tónleikakyns áður var órafmagnaðar MTV upp- tökur. Á plötunni verða 16 lög, allt lög sem voru fastir liðir á tónleikadagskránni, og upptökurnar eru allt frá 1989 til 1994, þegar sveitin fór síðustu tónleikaferðina. Puttinn á púlsinum BUBBI Morthens er lagstur í ferðalög enn og aftur, að þessu sinni er árlegur hausttúr í gangi; ferð sem Bubbi fer á haustin þegar hann hefur lokið upptökum á næstu breiðskífu. í fyrstu lotu eru 28 tónleikar, en eitthvað á eftir að bætast við túrinn sem stendur vel fram í nóvem- ber. TJubbi segir að tónleika- JL# ferðir hans um landið, hvort sem um er að ræða vor- eða hausttúra, séu nauðsynlegar fyrst og bhnhmmmmmmmi fremst fyrir hann, „tii að missa ekki sam- bandið við l'ólkið . og hafa e"'r Amo puttann á Motthíasson púlsinum. Það má segja að þetta sé nánast listrænt lífsspurs- mál. Þetta heldur mér gangandi að vissu leyti.“ Bubbi segist haga tón- leikunum þannig að hann leiki lög af væntanlegri plötu og lesi Ijóð á milli sem verða á ljóðadisk, Hvita hliðin á svörtu, sem Mál og menning hyggst gefa út og að sér hafi verið vel tekið. „Ég var með það mikið af lögum að velja úr, á þriðja tug laga, og þar af fóru ellefu lög á plötuna, þar á meðal eitt pönklag. Ég vildi hafa þessa plötu fjölbreytta og gera það sem mér datt í hug hvetju sinni,“ segir Bubbi og minnir á að oft hafí verið skipt um gír á ísbjamarbl- ús. Þannig segir hann að á plötunni séu charleston, pönk, reggí, gítarrokk, fág- að popp og svo mætti lengi telja. Á ljóðadisknum er Bubbi með ýmsa sér til Bubbi segist setja saman hljómsveit til að kynna plötuna þegar þar að kem- ur og hafa þá tónleika tví- skipta, að lesa upp Ijóð við undirleik fyrri hlutann, en siðari hlutinn verði sfðan hefðbundnir tónleikar. Hann segir að þessi tilhög- un, að blanda þessu tvennu saman, virki aftur á móti afskaplega vei þegar hann er einn á ferð, enda sé hann þá hvort eð er í góðu sambandi við áheyrendur. Eins og getið er valdi Bubbi ellefu lög úr á plöt- una en mörg af þeim sem ekki komust inn er hann með á tónleikadagskránni, enda góð lög þótt þau hafí ekki passað inn að þessu sinni. Tónleikum Bubba verður svo háttað á næstu dögum: í kvöld leikur hann i Stykk- ishólmi, 1. október í Vest- mannaeyjum, 3. á Sauðár- króki, 4. á Húsavík, 5. á Akureyri, 17. útgáfa nýrr- ar sólóplötu, 24. á Hvols- velli, 25. í Vfk í Mýrdal, 26. á Selfossi, 27. á Höfn í Hornafirði, 28. á Eski- firði, 29. á Neskaupstað, 30. á Egilsstöðum, 31. í Borgarfirði eystri, 1. nóv- ember á Vopnafirði, 2. í Þorlákshöfn, 3. á Dalvík, 4. á Ólafsfírði, og 5. á Laugarbakka. halds og traust, Tómas R. Einarsson, Guðna Franz- son, Eðvald Lárusson, Ey- þór Gunnarsson, græn- Ijósmynd/Björg Svoinsdóltir lenskan trymbil og brasil- ískan slagverksleikara. „Þeir sömdu lítil stef og síðan spinna þeir bara.“ Draumur ÓMARS MENN ganga mislengi með það i maganum að gefa út plötu og flestir láta reyndar aldrei verða af því þó löng- unin sé fyrir henmdi. Ómar Diðriksson lét draum sinn rætast og gaf út lagasafn frá fyrri árum. Omar segir að lögin hafi orðið til á löngum tíma, séu síðbúin bernsku- brek. „Mörg þessara laga samdi ég úti í Noregi og þá nokkur þegar ég gekk í gegnum skilnað, það má segja að ég hafi greitt úr ýmsum tilfinningum með Iögunum.“ Ómar segist hafa verið hvattur til að gefa út lög í kjölfarið á lagi um Vigdísi Finnbogadóttur, sem nokk- uð hefur verið spilað. „Ég er feginn að ég gerði þessa plötu, það er svo gott að vera búinn að ganga frá lög- unum í endanlega mynd og vera þannig iaus við þau,“ segir hann og bætir við að hann sé þegar byijaður að undirbúa næstu plötu. Ómar hefur kynnt plöt- una með bassa- og trommu- Ieikara sér til halds og trausts, en hann segist hafa lagt á það áherslu þegar lögin voru útsett að hann gæti spilað þau einn með gítar ef svo bæri undir og haldið í þeim tilfinningunni. Enn um sinn hyggst hann þó spila með hljómsveit sinni því henni hafí verið svo vel tekið. „Það er gaman að fást við tónlist, semja, taka upp og spila, en ég ætla ekki að hafa tónlistina að aðalstarfi," Bjartasta vonin segir Ómar og bætir við að hann hafí lært meira á því að taka upp þessa plötu en hann hefði gert sér í hugar- lund fyrirfram og ekki síður að vera að spila með hljóm- sveit. „Ég tek eftir því að hugmyndir sem ég hef verið að gæla við einn með gítar- inn hafa tekið stakkaskiptum þegar ég fer að spá í þær með strákunum, það er svo allt öðruvísi að vinna með hljómsveit." LEITIN að næstu stórsveit er þráhyggja útgáfufyrir- tækja og heldur áfram af fullum krafti. Vestur í Bandaríkjunum telja Geff- en-menn sig hafa fundið slíka sveit, Los Angeles- sveitina Eels. Leiðtogi Eels, söngvari, gítarleikari og laga- smiður, kallar sig E og hef- ur sent frá sé tvær sólóskíf- ur undir því nafni. Á síðasta ári stofnaði hann hljómsveit- ina The Eels og þegar út- sendari Geffen risafyrirtæk- isins heyrði til hljómsveitar- innar snemma á þessu ári komst hún umsvifalaust á samning og hóf að taka upp með annan helming Dust Brothers við takkana. Tónlist Eeels er að mörgu leyti dæmigert poppað rokk, en hún á til að fara ótroðnar slóðir í útsetningum og hljóðfæraleik. Leiðtoginn E segist og hafa gaman að nánast allri tónlist, en þeir Efnilegir Alar frá Englaborg. félagar hans í sveitinni, hrynparið Butch og Tommy, allir lausir við eftirnöfn, eru halda honum á jörðinni að því hann segir sjálfur. Gítar- leikur allur hvílir aftur á móti á herðum E sem viður- kennir að hann sé ekkert sérstakur gítarleikari; „en fólk semur betri lög á hljóð- færi sem það kann ekki al- mennilega á“. Hiiimiii íhmtr Díöríkmm Stakkaskipti Ómar Diðriksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.