Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR Stúlka frá Guanta- namo EIN af athyglis- verðustu bíó- myndum Háskólabíós á síðasta ári var lítil kúbönsk mynd eftir Tomas Gutierrez Alea sem hét Jarðarber og súkkulaði og fjallaði um vináttu tveggja manna í Havana. Alea lést fyrr á þessu ári en hafði þá lokið sinni síð- ustu mynd, „Guantan- amera“. Heitið er feng- ið af frægu rómönsku lagi og merkir í laus- legri þýðingu Stúlka frá Guantanamo. Þetta er gaman- mynd með Carlos Cruz og Mirtha Ibarra í að- alhlutverkum. Röskur útfararstjóri kemur sér upp flóknu kerfi til að flytja lík frá lík- húsum og yfir í kirkju- garða. Hvert hérað eða hverfi er ábyrgt fyrir líkflutningi á sínu svæði. Þegar hann þarf að flytja látna frænku sfna frá Gu- antanamo til höfuð- borgarinnar Havana gengur allt á afturfót- unum og myndin verð- ur farsakennd. Gagnrýnendur segja „Guantanamera" vera skemmtilega vega- mynd uppfull af kald- hæðnislegum svörtum húmor. Væri óskandi að hún kæmi hingað í bíóin. GUANTANA- MERA; síðasta mynd Alea. SÝND um jólin; De Vito og Rhea Perlman i Matt- hildi. UNýjustu Bondmyndina vantar enn heiti en fram- leiðendurnir hafa ákveðinn mann í huga í hlutverk hins hefðbundna óþokka. Það er enginn annar en Sean Connery, sem af mörgum er talinn besti Bondleikari seríunnar. USagt er að ein af næstu myndum Mel Gibsons verði gamanmyndin „Con- spiracy Theory“ eða Sam- særiskenning. Leikstjóri er Richard Donner sem stýrt hefur Gibson í þremur „Lethal Weapon" mynd- um. Frétt þessi kemur nokk- uð á óvart því svo virðist sem Gibson hafi hafnað því að leika í fjórðu myndinni í seríunni undir stjórn Donn- ers og afþakkað þar með 30 milljónir dollara í leikara- laun. ULítið hefur frést markvert af leikstjóranum Taylor Hackford undanfarin miss- eri en hann mun á næstunni stýra A1 Pacino og Keanu Reeves í réttardramanu „The Devil’s Advocate". Einnig mun Pacino hafa í hyggju að leika málarann Modigliani og jafnvel leik- stýra þeirri mynd. ■Gary Oldman hafnaði aðalhlutverkinu í „Speed 11“ en stendur í samninga- viðræðum við framleiðendur tryllisins „Air Force One“ um óþokkahlutverkið í myndinni. Harrison Ford fer með aðalhlutverkið og leikur forseta Bandaríkj- anna. Mikil tíska í dag að leika forseta Bandaríkj- anna. ÍBÍÓ NÝTT þriggja sala kvikmyndahús er að rísa í Kringlunni og munu Sambíóin sjá um rekstur þess. Það verður áttunda kvik- myndahúsið í Reykja- vík og sætaframboðið mun aukast um nokk- ur hundruð stóla í við- bót. Þetta er fyrsta kvik- myndahúsið á íslandi sem áfast er við versl- unarmiðstöð en erlend- is tíðkast það mjög að byggja kvikmyndahús við verslunarklasa og fá eitthvað af aliri um- ferðinni, sem verslan- irnar draga til sín, í bíó. Það á sumsé kannski eftir að verða vinsælt sport að sam- eina verslunarferð og bíóferð hér á landí. 6.000 höfðu séð Margfaldan ALLS höfðu um 6.000 manns séð gamanmyndina Margfaldan með Michael Keaton í aðalhlutverki eftir síðustu helgi í Stjörnubíói. Þá höfðu 9.000 manns séð Nornaklíkuna og 27.000 höfðu séð Aigjöra plágu með Jim Carrey. Næstu myndir Stjörnubíós eru „Sunset Park“ með Rhea Periman og svo Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór Frið- riksson, sem einnig verður sýnd í Bíóhöllinni og Nýja Bíói í Keflavík. Stjörnubíó sýnir eitthvað af myndum á Kvikmyndahá- tíð Reykjavíkur í enda mánaðarins en eftir það er von á myndunum „Maximum Risk“ með Jean Claude van Damme ogtryllinum „Solo“. Jólamynd Stjörnubíós verð- ur Matthildur með Danny De Vito. Braggablús Friðriks FIMMTA bíómynd Friðriks Þórs Friðrikssonar í fullri lengd verður frumsýnd i þremur kvikmyndahúsum í Reykjavík á næstunni í stíl amerískra stórmynda sumarsins. Er það vel við hæfi. Myndin er Djöflaeyjan sem byggist á sögunum Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjunni eftir Einar Kárason er notið hafa mikilla vinsælda og fjöldamargir þekkja. Einmitt vegna þess hve braggasögur Einars, sem sjálfur skrifar hand- rit myndarinnar, eru kunnar og hafa kætt margan lesandann er spennan kannski meiri en oft áður og væntingarnar einnig í kringum frumsýningu á íslenskri bíómynd. Það hefur lengi legið í loftinu að Friðrik Þór myndi gera þessa mynd og væri rétti maðurinn í verkið og fyrirfram eru sjálfsagt gerð- ar miklar kröfurtil Djöflaeyjunnar. eftir Arnold Indriðoson ÖGUR Einars eru tiivald- til kvikmyndunar. Þar er að finna ijölskrúðugt safn persóna og viðburðirnir eru margir og óskaplegir og frá þeim segir Einar skemmtilega. Frásagnarað- ferð Einars hentar vel kvik- myndinni og hann fjallar í skáldskap sínum líka um efni sem er merkilegt frá sögu- legu sjónarhorni, veröld braggahverfanna. Þótt ekki sé gerð sú krafa til myndar- innar að hún sé sagnfræðileg heimild var þeim ljóst er heimsóttu tökustað- inn á Sel- tjarnarnes- inu sl. vet- ur, þar sem reist hafði verið leik- mynd undir berum himni, rammíslensk bragga- byggð, að Friðrik Þór og hans mönnum hafði tekist að endurskapa horfna veröld oní minnstu smáatriði. Það er erfitt að sjá hver annar en Friðrik Þór hefði átt að kvikmynda Djöflaeyj- una. Hann og Einar eru miklir mátar og samstarf þeirra við gerð Skyttnanna gat af sér eina bestu frum- í HOLLENSKU sveitinni; úr myndinni um Antoníu. raun kvikmyndaleikstjóra á íslandi. Sjómennirnir úr Skyttunum gætu vel hafa komið úr Thulekampnum. Þótt myndir Friðriks Þórs séu ólíkar eiga þær margt sameiginlegt sem vitnar um höfundareinkenni leikstjór- ans og líta má á braggaver- öldina sem framhald af gegnumgangandi tema í myndum hans. Eitt af uppá- halds yrkisefnum hans er fólk sem er á einhvern hátt utangarðs eða lifir við jaðar samfélagsins, hvort sem það eru sjómenn í skotbardaga í Reykjavík, gamalmenni á flótta úr borginni heim í sveitina eða Japani fjarri heimahögum uppi á íslensk- um öræfum. Fólkið í mynd- um Friðriks Þórs er á ein- hvern hátt utangátta í ver- öldinni en skapar sín eigin örlög í ferð án fyrirheita. Á sama hátt er braggaveröld Einars heimur útaf fyrir sig á jaðri borgarsamfélagsins. Friðrik Þór hefur borið hróður íslenskrar kvik- myndagerðar víðar en nokk- ur annar fyrr og síðar. Hann og fyrirtæki hans, íslenska kvikmyndasamsteypan, er meðframleiðandi allra bíó- mynda sem gerðar hafa verið hér á landi undanfarin miss- eri. Þannig hefur hann á skömmum tíma orðið stór- veldi í kvikmyndagerðinni. Meðfram því stýrir hann sín- um eigin myndum. Ný kvik- mynd frá honum er viðburður í íslensku menningarlífi. ANTONÍA heitirhol- lenska myndin sem hreppti Óskarinn sem besta erlenda myndin sl. vor. Leikstjóri hennar er Marle- en Gorris en myndin hefur fengið mjög góða dóma þar sem hún hefur verið sýnd. Hún spannar 50 ár í lífi Antoníu, sem Willeke van Ammelroy leikur, þar sem skiptist á grátur og hlátur. Myndin hefst og henni lýkur * Oskars- mynd frá Hollandi á dánarbeð hennar þegar hún lítur til baka yfir gömlu árin og byijar í stríðslok árið 1945 þegar hún tekur sljórnina í sínar hendur á fjölskyldubúgarðinum með dóttur sinni. Sögusviðið er hollenska sveitin þar sem íhaldssamt karlasamfélag ríkir og siðsemin er mikil en Antonía skiptir sér lítt af því. Safnast brátt í kring- um hana á bóndabænum utangarðsmenn og vanvitar og einbúar mjög gegn vilja prestsins og hneykslunar- gjarnra sóknarbarna hans. FIMMTA bíómyndin; svipmyndir úr Djöflaeyju Friðriks Þórs Friðrikssonar. w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.