Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 B 21 4 ATVINMUA/ ir^l Y^IKIY^AI? ÆMÆ ■ ■r ■ ■■I ■■I %P/aL>'v_7l / O// n/vJ7A\/\ Forystuafl til nýrra tíma TVj/íí hlutafélag, Póstur og sími, sem tekur til starfa um nœstu áramót auglýsir lausar til umsóknar stöður fimm framkvœmdastjóra. Póstur og sími er eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins og stefnir að því að vera áfram í fararbroddi á sínu sviði. A árinu 1995 var velta fyrirtækisins yfir 11 milljarðar króna. Framkvæmdastjórarnir heyra beint undir forstjóra. Þeir bera ábyrgð á daglegum rekstri sinna sviða og framfylgja þeirri stefnu sem stjórn fyrirtækisins markar. Þeir þurfa að hafa framsýni til að stýra fyrirtækinu í harðnandi samkeppni og taka þátt í stefnumótun og hafa hæfileika til þess að laða fram það besta í starfsmönnum sem eru um 2400 talsins. Leitað er að einstaklingum sem eru með háskólamenntun, reynslu af stjórnun og góða tungumálakunnáttu. Æskilegt er að umsækjendur hafi sýnt að þeir geti leyst vandasöm verkefni í góðu samstarfi við aðra. Frumkvæði, drifkraftur og löngun til þess að þjóna viðskiptavinum eru nauðsynlegir eiginleikar og mikið reynir á mannleg samskipti. Umsækjendur þurfa að geta bent á meðmælendur. Framkvæmdastióri DÓstsvibs ber ábyrgð á rekstri og uppbyggingu póstþjónustunnar um allt land, markaðs- og þróunarmáium og alþjóðasamstarfi. Undir hann heyrir rekstur allra pósthúsa og póstmiðstöðvarinnar og yfir 1200 manna starfslið. Einnig póstgíróið og hraðflutningsdeildin sem eru sérstakar rekstrareiningar. Velta póstsins var á síðasta ári um 2 milljarðar króna. Framkvæmdastióri rekstrarsvibs ber ábyrgð á uppbyggingu og þróun upplýsingakerfa fyrirtækisins. Hann sér um starfsmannahald og gerð kjarasamninga. Fasteigna- og bifreiðarekstur heyrir einnig undir þetta svið. Framkvæmdastióri fiármálasvibs er yfirmaður bókhalds, fjárstýringar, hagdeildar og hagræðingar- mála. Hann ber einnig ábyrgð á birgðahaldi og innkaupum. Framkvæmdastióri fiarskiptanetsins verður yfir rekstri almenna fjarskiptanetsins en þar undir falla línur, stöðvar, fjölsímar, gervitunglasamskipti og sæstrengir. Framkvæmdastióri þjónustusvibs hefur umsjón með símaþjónustu sem veitt er einstaklingum og fyrirtækjum, markaðs- og þróunarmálum símans og ýmsum alþjóðamálum. Þegar samkeppni í fjarskiptum verður gefin frjáls mun farsímaþjónustan, notendabúnaður og gagnaflutningsþjónustan einnig falla undir þetta svið. Rábning í þessi störf miðast vib áramót. Nánari uppiý singar veita Gubmundur Björnsson, í síma 550 6100 eba Pétur Reimarsson í síma 561 0310 (á kvöldin). Umsóknarfrestur er til 11. október 1996 og farið verbur meb allar umsóknir sem trúnabarmál. Umsóknum skal skila til Undirbúningsnefndar um stofnun hlutafélagsins Pósts og síma, Landsímahúsinu v/Austurvöll, 150 REYKJAVÍK. 'Tr~ Heilsugæslustöðin Sólvangi Hafnarfirði Staða heilsugæslulæknis Staða sérfræðings í heimilislækningum við Fleilsugæslustöðina Sólvangi í Fiafnarfirði er laus til umsóknar nú þegar. Starfsmenn heilsugæslustöðvarinnar sinna íbú- um Flafnarfjarðar og Bessastaðahrepps. Um staðar- og gæsluvaktir gildir sérstakt fyrirkomu- lag. Verkefni eru samkvæmt ákvæðum í lögum og reglugerðum um heilbrigðisþjónustu. Starfið er unnið í teymisvinnu og samskiptaskráning fer fram í tölvuvæddri sjúkraskrá. Vegna kennslu og rannsóknaskyldu stöðvar- innar á vegum Háskóla íslands, eru kennsla og vísindastörf mikilvægir þættir starfsins. Umsóknarfrestur er til 11. nóvember 1996. Eyðublöð liggja fyrir á skrifstofu landlæknis. Umsókn, ásamt ítarlegum upplýsingum um starfsferil, kennslu og ritstörf sendist til framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinn- ar Sólvangi, Sólvangsvegi 2, 220 Hafnarfirði. Verkstjóri á véiaverkstæði Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. óskar eftir verkstjóra á vélaverkstæði sitt. Víðtækrar reynslu af skipaviðgerðum og/eða tækni- menntunar er krafist. Upplýsingar í síma 421 4088. Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., pósthólf 95, 260 Njarðvík. Breiðdalshreppur Skrifstofustjóri Breiðdalshreppur auglýsir eftir skrifstofu- stjóra á skrifstofu sveitarfélagsins. Starf skrifstofustjóra felst í því að sjá um bókhald og öll almenn skrifstofustörf. Um er að ræða hálfs dags starf. Skriflegum umsóknum skal skilað á skrif- stofu Breiðdalshrepps fyrir 11. október nk. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 475 6716. Sveitarstjóri Breiðdalshrepps. Staða hjúkrunarforstjóra Heilsugæslustöðin á Vopnafirði óskar að ráða hjúkrunarforstjóra til afleysingastarfa í 12 til 14 mánuði frá og með 15. nóv. 1996. Fjölbreytt og gefandi starf í góðu umhverfi. Nánari upplýsingar veita: Emil Sigurjónsson, rekstrarstjóri, 473 1225, hs. 473 1478. Adda Tryggvadóttir, hjúkrunarforstjóri, 473 1225, hs. 473 1108. Staða löglærðs fulltrúa Laus er til umsóknar staða löglærðs fulltrúa við embætti sýslumannsins á Eskifirði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist sýslumanninum á Eski- firði fyrir 10. október 1996. Eskifirði, 23. september 1996, Sýslumaðurinn á Eskifirði, Inger L. Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.