Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR Prentsmiður óskar að ráða prentsmið til skeytingarstarfa. Viðkomandi þarf að hafa kunnáttu á t.d. Photoshop og/eða QuarkXPress. Um er að ræða vaktavinnu. Einnig kemur til greina hlutastarf. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást eingöngu á skrifstofu Guðna Jónsson- ar, Háteigsvegi 7 og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, fimmtu- daginn 3. október nk. Quðnt Tónsson RÁDGIÖF & RÁDNINGARMÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Ljósmyndastofa óskar eftir starfskrafti. Einhver reynsla af myndvinnslu nauðsynleg. Skriflegar umsóknir sendist til Mbl. merktar: „L - 1467“ fyrir 4. október. Laus staða forstjóra Náttúruverndar ríkisins Laus er til umsóknar staða forstjóra Náttúru- verndar ríkisins skv. 4. gr. laga nr. 93/1996, um náttúruvernd. Staðan veitist frá 1. janúar 1997 til fimm ára. Gerð er krafa um sérþekkingu á málaflokkn- um, sem nýtist í starfi þar á meðal stjórnun- arreynslu. Launakjör eru samkvæmt úrskurði kjara- nefndar. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf berist umhverf- isráðuneytinu, Vonarstræti 4, 150 Reykjavík, eigi síðar en 18. október nk. Frekari upplýsingar eru veittar í ráðuneytinu. Umhverfisráðuneytið, 27. september 1996. Wúrth verslar með verkfæri fyrir fagmenn. Vörunúmer á lager skipta þúsundum. Sölumaður óskast Við óskum að ráða sölumann. Ábyrgð og verklýsing: Sala og kynning til viðskiptavina. Afla nýrra viðskiptavina. Eiginleikar: Iðnmenntun, verlsunarskólamenntun eða sambærileg menntun æskileg. Vilji til að ná árangri. Samstarfsvilji og jákvæð viðhorf. Reynsla af sölu er æskileg en ekki nauðsynleg. Starfið gefur góða möguleika bæði faglega og persónulega fyrir viðkomandi aðila hjá fyrirtæki í örri þróun. Það verður veitt kerfis- bundin kennsla og þjálfun. Athugið: reyklaus vinnustaður. Viljir þú vita meira um þetta starf getur þú hringt í síma 587 7470 á milli kl. 12.30 og 16 í næstu viku og fengið frekari upplýsingar. Ef þú hefur áhuga á slíku starfi, sendu þá skriflega umsókn fyrir 15. október nk. til: WÚRTH á íslandi Bíidshöfða 10, 112 Reykjavík, Sími587 74 70. Sjúkraliðar Sjúkraliði óskast til starfa við sjúkrahúsið á Hvammstanga sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 70-100% stöðu á öllum vöktum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 451-2329. Stórt bifreiðaumboð Jæja, nú vantar okkur tvo vana starfskrafta til að vinna í varahlutaversluninni okkar. Ef þú ert með bíladellu, þjónustulipur og hefur áhuga á að vinna með skemmtilegu fólki þá finnst okkur að þú ættir að sækja um bara strax í dag. Einnig vantar okkur sölumann í söludeild okkar fyrir nýjar bifreiðar og hann þarf að vera sérstaklega þjónustulipur svo ekki sé talað um einstaklega góður sölumaður. Vinsamlegast skilið umsóknum um ofan- greind störf til afgreiðslu Mbl. merktum: „K-4348" fyrirföstudaginn 4. októbernk. p Leikskólar Seltjarnarness Störf í nýjum leikskóla Langar ykkur til að vinna með skemmtileg, einlæg og gefandi börn á aldrinum tveggja til sex ára? Frá 15. október vantar okkur fleiri leikskóla- kennara og/eða starfsmenn með aðra upp- eldismenntun til starfa í nýja leikskólanum á Seltjarnarnesi. Spennandi og fjölbreytt starf framundan við að skipuleggja og byggja upp gott leik- skólauppeldi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Dagrún Ársælsdóttir í síma 561 1375, h.síma 561 2197. Einnig veitir leikskólafulltrúi upplýsingar um störfin í síma 561 2100. Leikskólar Seltjarnarness eru reyklausir vinnustaðir. Leikskóiafuiitrúi. Eimiiiioi IIIIÍIBEIII iHimim Lektorsstarf í hagfræði Við hagfræðiskor viðskipta- og hagfræði- deildar Háskóla íslands er laus til umsóknar tímabundið lektorsstarf í hagfræði. Áætlað er að ráða í starfið frá 1. janúar 1997 til tveggja ára. Umsækjendur um starfið skulu láta fylgja umsóknum sínum rækilega skýrslu um vís- indastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með umsóknunum skulu send eintök af vís- indalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 1996 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suður- götu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorvaldur Gylfason í síma 525 4533. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi Áskattstofu Reykjanesumdæmis, Suðurgötu 14, Hafnarfirði, er laus staða við skatteftirlit. Aðallega er um að ræða starf við eftirlit, innan deildar með níu starfsmönnum auk deildarstjóra, með skattskilum þeirra sem stunda atvinnurekstur. Leitað er að starfs- manni sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í viðskiptafræði eða hafa aðra sambærilega menntun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, meðmælendur og annað sem umsækjandi óskar að taka fram, þurfa að berast embættinu fyrir 14. október nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf eigi síðar en 1. nóvember nk. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 555 1788 eða 565 3588. „Au pair“ Óskum eftir að ráða íslenska „au pair“ á heimili úti á landi. Góð laun í boði. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 30. september merktar: „au pair“ - 778“. Atvinna f boði Menn vana frystitækjavinnu vantar hjá Skinney hf, Hornafirði sem er að verka síld. Upplýsingar í síma 478 1399 (Ingvi) eða 478 1408 (Aðalsteinn). Atvinna óskast Ung kona með háskólamenntun óskar eftir starfi. Hefur reynslu í skrifstofustörfum og góða tungumálakunnáttu. Áhugasamir leggi inn uppl. til afgreiðslu Mbl. mertar: „E - 34728". (jj) BÚNAÐARBANKIÍSLANDS Kerfisfræðingar- forritarar Vegna nýrra og spennandi verkefna vantar nú þegar unga og efnilega tölvunarfræðinga eða fólk með hliðstæða menntun til hönnun- ar og forritunar. Notaðar eru hlutbundnar aðferðir og forritað í Visual C++, Power Build- er, Visual Basic o.fl. Helstu gegnagrunnar eru Ms SQL server, DB2/400 og Informix. Tæknimaður Viðkomandi skal annast uppsetningar á vél- búnaði og hugbúnaði fyrir nettengdar út- stöðvar, annast daglegan rekstur þeirra og veita notendum aðstoð. Góð þekking á net- kerfum, Windows 95/NT, samskiptamálum o.þ.h. nauðsynleg. Öll útibú bankans eru nettengd og er um- hverf- ið Windows 95/NT, Exchange, Office o.fl. Um áhugaverð og krefjandi störf er að ræða og verður boðið upp á námskeið og þjálfun. Þekking á ODBC, SQL, AS/400 og Unix er kostur. Upplýsingar veitir Ingi Örn Geirsson, tölvu- deild Búnaðarbanka íslands. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Hafir þú áhuga á skemmtilegu starfi sendu þá skriflega umsókn með upplýsingum um nám og fyrri störf til starfsmannahalds, aðal- banka, Austurstræti 5, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.