Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 B 17 Þýski leikarinn Rudolf Kowalski er í hlutverki Brunos. EINAR Heimisson leikstýrir Barböru Auer í einu atriði myndarinnar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson irunos, sem reynist Maríu stoð og stytta á Islandi. Rokið og rigningin setjar hæfilega dapurlegan svip á atriðið. nefndinni leist vel á íslenska nætur- lífið í meðförum Einars og hann fékk inngöngu i skólann. Nýr flötur á þekktu efni Hluti af náminu var að setja niður alls kyns efni og athuga hljómgrunn- inn fýrir þeim. „Ég bytjaði að spá í söguna af þýsku verka- konunum á Islandi fyrir þremur eða fjórum árum. Prófessorunum mínum fannst þetta spennandi efni og nýr flötur á efni sem allir þekktu. í fyrra kom kunningi minn mér í samband við kvik- myndafyrirtækið Blue Screen og eftir það fór þetta að rúlla nokkuð hratt,“ segir Einar. Myndin fékk stuðn- ing úr kvikmyndasjóð- um í Bæjaralandi og Slesvík-Holstein, Evr- ópska kvikmyndasjóðn- um og úr Kvikmynda- sjóði Islands. Kostnaður við myndina er samtals um áttatíu milijónir króna. Bæverska sjónvarpið er með- framleiðandi og tryggir að hún verð- ur sýnd á ARD, rás eitt í þýska sjón- varpinu. Þýskir fjölmiðlar hafa sýnt myndinni mikinn áhuga, meðal menn frá tímaritunum Stern og Cin- ema, stærsta kvikmyndatímariti Evr- ópu. Þýsk sjónvarpsstöð fylgdist einnig með og mun gera heimilda- mynd um tökumar. Óviðjafnanleg leikkona Athyglin er sennilega ekki síst því að þakka, að leikkonan Barbara Auer leikur aðalhlutverkið. Hún er ein þekktasta leikkona Þjóðverja og þykir bæði fögur og hæfileikarík. „Hún er óviðjafnanleg leikkona. Ég held að hún hafi ein- hvem mesta tilfinn- ingaskala sem ég hef séð hjá leikkonu. Hún er jafnframt kraftmikil, enda veitti ekki af því hún lék í næstum öllum atriðum myndarinnar og stóð sig frábær- lega.“ Meðal annarra leik- ara í myndinni eru Hin- rik Ólafsson sem leikur ungan, fátækan sjó- mann sem á í stuttu ástarævintýri með Mar- íu. Þýski leikarinn Rud- olf Kowalski fer með hlutverk landflótta gyðingsins Bruno sem er henni stoð og stytta á íslandi. Kvikmynda- tökumaður er Sigurður Sverrir Pálsson. Myndin um Maríu verður frum- sýnd í byijun næsta árs, ef allar áætlanir standast. Um áætlanir sín- ar í framtíðinni vill Einar lítið segja, annað en að hann hafi margar hug- myndir. Hvort hann fær tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd mun að miklu leyti ráðast af gengi Maríu. EINAR Heimis- son, rithöfundur og kvikmynda- gerðarmaður. myndir af ákveðinni tegund. Það eru alltaf þrjár aðalpersónur og sömu hlutirnir endurtaka sig. Þetta er í tísku núna, en ég fylgi ekki endilega straumi tímans. Handrit Einars fannst mér vera öðruvísi, timabilið spennandi, tempóið hægt og skemmtilega sagt frá. Eg hef unnið töluvert með ung- um leikstjórum og finnst gott að blanda því saman að vinna með þeim og reyndari mönnum. Ungir leiksljórar eru oft fullir hugsjóna og spá ekki aðeins í óskir áhorf- enda. Þeim er líka annt um sög- • una sem þeir vilja segja. Deilur við Einar til góðs Ég hafði séð mynd Einars um berklaveika fólkið, „Hvíta dauð- ann“. Ég sá þar að hann leyfir tilfinningum persónanna að koma í ljós. Mér finnst það mikilvægt, hvort leikstjóri leyfi að þær séu sýndar, eða hvort hann bælir þær. Eg athugaði líka hversu stórt hlut- verk konur léku í mynd hans. Margir leikstjórar kunna ekki að láta kvenhlutverkin pjóta sín. Við Einar höfum stundum tek- ist á við tökurnar. Deilurnar spretta yfirleitt upp af mismun- Lítt þekktur hluti þýskrar sögu Olla Kimmig BARBARA Auer segist ætla að koma aftur tU íslands. Sigurður Sverrir Pálsson liggur á myndavélinni. andi viðhorfum kynjanna. Ég hef stundum sagt að hitt eða þetta sé ekki sannfærandi túlkun á konu. En svona er þetta alltaf því flestir leiksljórar eru því miður karl- menn. Það tekur auðvitað á að við Einar séum ekki alltaf sam- mála, en það er til góðs. Ég held að við vinnum í raun vel saman. Upplifum sömu tilfinningar Að sumu leyti var gott að þetta skyldi vera fyrsta heimsókn mín til íslands, því ég upplifi sömu til- finningar og María, undrunina, hrifninguna og framandleikann. Auðvitað er hennar upplifun sterkari. Hún á aðeins tvo gamla kjóla, enga peninga og enga al- mennilega skó en ég bý á hóteli, er með peninga og krítarkort og get keypt það sem mig vantar. María á ekki aðra góða kosti en að halda til íslands. Hún er í flóttamannabúðum í Liibeck og ég hef skoðað ijósmyndabækur sem sýna hvernig lífið var þar eftír stríð. Þar var ekkert einka- líf, allir þurftu að deila herbergj- um, og þarna bjó fólk allt fram tíl ársins 1958. ísland býður tækifæri tíl nýs lífs sem María nýtir sér, en reynsla hennar af landinu er blönduð. Þegar hún heldur aftur heim á leið hefur hún samt öðlast það sem hún þarf til að hefja nýtt líf; andlegan styrk og peninga. Las bækur Halldórs Laxness Ég undirbjó mig fyrir hlutverkið með því að horfa á íslenskar kvik- myndir, lesa ferðabækur og ís- lenskar skáldsögur. Ég las meðal annars nokkrar bækur Halldórs Laxness, en hann þekktí ég ekkert fyrir. íslandsklukkan fannst mér sérlega skemmtileg. Þar er mikil breidd í persónusköpuninni. Það var líka gaman að koma til þeirra staða sem lýst er í bókiimi, til dæmis Þingvalla, og bera saman raunveruleikann og þá mynd sem ég hafði gert mér af þeim. Mér finnst slæmt að ég skuli ekki vera búin að sjá meira af landinu. Auk tökustaðanna hef ég bara komið að Geysi, Gullfossi og Þingvöllum, en það eru þeir stað- ir sem allir ferðamenn sjá. Meðan við tókum á Snæfellsnesi hafði ég einn dag tíl að ferðast með syni míuum og systur. Við höfum öll ákveðið að koma aftur og sjá meira, til dæmis Norður- og Aust- urland.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.