Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 B 19 ATVINNU/ I ( -IYSINGAR Knattspyrnuþjálfari Knattspyrnudeild ÍR getur bætt við sig þjálf- ara. Efnilegir iðkendur, góðir foreldrar og blómlegt starf. Uppl. veitir Stefán J. Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar, s. 587 0532 eða 569 9693. Danskennaranemi Okkur bráðvantar strax danskennaranema. Einhver danskunnátta nauðsynleg. Upplýsingar gefa Jóhann Örn, sími 561-7979 og Hermann Ragnar, sími 561-7580. UlVIBOÐSIVIAÐUR BARS'A Fulltrúi Umboðsmaður barna vill ráða fulltrúa í 80% starf. Starfið er laust frá 1. nóvember. Helstu verkefni eru símavarsla, skjalavarsla, rit- vinnsla og almenn afgreiðsla. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af að vinna við tölvu. Áhersla er lögð á góða framkomu og lipurð í mannlegum samskiptum. Kunn- átta í ensku og einu Norðurlandamáli er æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir, ásamt meðmælum og upplýsing- um um menntun og fyrri störf sendist til umboðsmanns barna, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 12. október nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragn- heiður Harðardóttir á skrifstofu umboðs- manns barna. Atvinnurekendur! Er 21 árs, glaðleg og dugleg stúlka með stúd- entspróf og óska eftir fullu starfi sem fyrst. Hef m.a. reynslu af verslunarstörfum, tala ensku, dönsku og spænsku. Meðmæli fyrir hendi. Upplýsingar í síma 551 0472. VERKEFNHSTJÖRI RÁOGJAFI Þekkt og traust þjónustustofnun sem m.a. rekur fjölþætta ráðgjafastarfsemi óskar að ráða verkefnastjóra / ráðgjafa. Starfið • Verkefnastjómun/ráðgjöf og fræðsla á sviði vörustjórnunar, endurhönnun vinnuferla o.fl. • Námskeiðahald og kynningar. • Önnur sérverkefni. Menntunar- og hæfniskröfur • Véla-, rekstrarverkfræði eða viðskiptafræði. Framhaldsmenntun æskileg • Hæfileikar til tjáskipta í ræðu og riti. Leitað er að sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem getur hafið störf fljótlega / eða eftir nánara samkomulagi. í boði er áhugavert og lifandi starf með góðum framtíðarmöguleikum. Viðkomandi hefur kost á að sækja námskeið hérlendis og eriendis. Það er um að gera að kanna málið og athuga hvað eríboði! Nánari upplýsingar veita Jón Birgir Guðmundsson eða Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar “Verkefnastjóri-Ráðgjafi” fýrir 18. október n.k. RÁÐGARÐUR hf SIJÓRNUNAROGREKSIRARR^GJÖP Fnmgirtl 8 108 Rnykjavlk Slral 833 1888 Fu: 833 1808 Natfang: rgmicÍlunOtraknat.lR HalmaaiOa: http://www.traknat.la/rad9ar8ur Framkvæmdastjóri Fyrirtækið er traust og rótgróið innflutnings- og verslunarfyrirtæki í Reykjavík. Framkvæmdastjóri mun hafa umsjón með daglegum rekstri og framkvæmdum, markaðsmálum, annast áætlanagerð, taka þátt í markmiðasetningu og stefnumótun, bera ábyrgð á daglegri fjármálastýringu og starfsmannahaldi auk annarra starfa er lúta að rekstri og stjórnun. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með viðskipta- og/eða rekstrarfræðimenntun auk þess að hafa reynslu af rekstri og stjórnun. Leitað er að sjálfstæðum, framtakssömum aðila, sem tilbúinn er að takast á við krefjandi stjórnunarstarf hjá fyrirtæki sem er fjárhagslega stöndugt og leiðandi á sínu sviði hérlendis. Umsóknarfrestur er til og með 8. októbcr n.k. Ráðning verður skv. nánara samkomulagi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni, sem opin er frá kI.10-16, en viðtalstímar frá kl.10-13. STRA GALLUP STARFSRAÐNINGAR Mórkinni 3,108 Reykjavík Sími: 588 3031, bréfsimi: 588 3044 Guðný Harðardóttir Hefur þú unnið á hjólbarðaverkstæði? Traust og rótgróið þjónustufyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu óskar eftir vönum starfs- manni á hjólbarðaverkstæði, sem einnig hef- ur haldgóða reynslu í bílaviðgerðum. Umsóknarblöð og frekari upplýsingar fást hjá Ráðningarþjónustunni. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Jón Baldvínsson, Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309. fax 588 3659 Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslustöðin í Laugarási í Biskupstungum auglýsir lausa stöðu hjúkrunarfræðings við heil- sugæsluselið á Laugarvatni (H-stöð). Staðan er nú þegar laus. Leiguhúsnæði á staðnum. Umsóknir skulu berast fyrir 15. október 1996 til Heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási, Bisk- upstungum, 801 Selfoss. Frekari uplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 486 8880 og framkvæmdastjóri í síma 486 5666. Heilsugæslustöðin í Laugarási. Starfsmannastjóri Eitt af stærri og öflugri þjónustufyrirtækjum landsins óskar eftir að ráða starfsmannastjóra. Starfssvið. Starfsmannahald og launamál. Framfylgja starfsmannastefiiu fyrirtækisins. Ráðningar og val á starfsfólki. Aðstoð við gerð kjarasamninga. Samskipti á vinnumarkaði. Hæfniskröfur. Við leitum að einstaklingi með menntun og/eða reynslu á sviði starfsmannamála. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á sviði viðskipta og hafa góða þekkingu og yfirsýn yfir vinnumarkaðsmál. Með allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflega umsókn með ítarlegum upplýsingum um menntun og starfsreynslu til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merkt “Starfsmannastjóri 477” fyrir 7. október n.k. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráögjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.