Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 B 25 ATVINNUA UGL YSINGAR Kranamaður Óskum að ráða kranamann, vanan byggingarkrönum, til starfa. Upplýsingar gefur Teitur Gústafsson á skrif- stofutíma, í síma 562 2700 eða 567 4002. ÍSTAK Skúlatúni 4. íslenska óperan íslenska óperan óskar eftir að ráða starfs- mann/menn í miðasölu. Vinnutími er kl. 15-19 (19.30), lengur á sýn- ingardögum. Umsóknarfrestur er til og með 2. október nk. Viðkomandi verður að geta byrjað strax. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin erfrá kl. 9-14. Fólk og þekking Lidsauki ehf. 12 Skipholt 50c, 105 Reykjavik simi 562 1355, lax 562 1311 Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðan- greinda leikskóla: Fífuborg/Fífurima Leikskólakennara og annað uppeldismennt- að starfsfólk í 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Elín Ás- grímsdóttir, í síma 587 4515. Drafnarborg/Drafnarstíg Leikskólakennara og annað uppeldismennt- að starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sigurhanna V. Sigurjónsdóttir, í síma 552 3727. Holtaborg/Sólheima Leikskólakennari eða annað uppeldismennt- að starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Guðbjörg Guðmundsdóttir, í síma 553 1440. Klettaborg/Dyrhamra Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu og 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Lilja Ey- þórsdóttir, í síma 567 5970. Eldhús Hálsaborg/Hálsasel Matráður óskast. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Ólöf Helga Pálmadóttir, í síma 557 8360. Hlíðaborg/Eskihlíð Matráður óskast til afleysinga í 100% stöðu í nokkra mánuði. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Kristbjörg Lóa Árnadóttir, í síma 552 0096. Stuðningsstarf Árborg/Hlaðbæ Þroskaþjálfi eða leikskólakennari óskast í stuðningsstarf. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sigríður Þórðardóttir, í síma 587 4150. Funaborg/Funafold Þroskaþjálfi eða leikskólakennari óskast í stuðningsstarf. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sigríður Jónsdóttir, í síma 587 9160. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími5521271. Verslunarstjóri Viljum ráða verslunarstjóra í nýja verslun okkar sem verður opnuð á næstunni. Einnig viljum við ráða járniðnaðarmenn eða menn vana járniðnaðarvinnu. Einnig mann til verslunar- og lagerstarfa. Vélvirkinn sf., Bolungarvík, sím 456 7348. Heilsugæslustöð Ólafsvíkurlæknishéraðs Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknis við HeilsugæslU- stöðina í Ólafsvíkurlæknishéraði er laus til umsóknar. Sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum áskilin. Umsóknum skal skilað til stjórnar Heilsu- gæslustöðvarinnar, Engihlíð 28, 355 Ólafs- vík, fyrir 15. október 1996, á sérstökum eyðublöðum sem látin eru í té á skrifstofu landlæknis. Staðan veitist frá 1. nóvember 1996 eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir, Lárus Þór Jónsson, í síma 436-1000 vs. og 436-1455 hs. Stjórn Heilsugæslustöðvar Olafsvíkurlæknishéraðs. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJAVÍK Laus staða Staða yfirsálfræðings og gæðastjóra á skrif- stofu Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 13. október nk. Laun skv. kjarasamningi BHMR og fjármálaráðu- neytisins. Frekari upplýsingar í síma 562 1388 hjá dr. Lofti R. Gissurarsyni yfirsálfræðingi. Um- sóknir ásamt lífshlaupi berist til: Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Barngóð Óskum að ráða starfsmann í barnagæslu okkar. Að hluta til sjálfstæður rekstur. Áhugasamir skili skriflegri umsókn í af- greiðslu okkar. Ritari á lögmannsstofu Óskum eftir að ráða ritara á skrifstofu okk- ar. Starfsvið er m.a.: símavarsla og önnur verkefni. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Umsóknir sendist til afgr. Mbl. merktar: „R- 1099“. HAFNARFIRÐI Bjarni S. Ásgeirsson hrl. Ingi H. Sigurðsson hdl. Ólafur Rafnsson hdl. Gott starf Hafirðu áhuga á heilsdagsstarfi við af- greiðslu hjá traustu fyrirtæki, í björtu og fallegu umhverfi, þá vinsamlegast legðu inn umsókn í afgreiðslu Mbl. merkta „Gott starf-7244“. Rannsóknamaður Hafrannsóknastofnun vill ráða rannsókna- mann til starfa við tilraunaeldisstöð stofnun- arinnar við Grindavík. Æskilegt er að um- sækjendur hafi menntun eða reynslu á sviði fiskeldis. Nánari upplýsingar um starfið gefur stöðvar- stjórinn, Matthías Oddgeirsson í síma 426 8232. Umsóknarfrestur er til 11. október nk. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavik. (2*5^ Gæðastjóri SET ehf. óskar eftir að ráða starfskraft til að sjá um rekstur gæðakerfis fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur unnið samkvæmt ISO gæðastöðlum um árabil og stefnir að form- legri vottun kerfisins samkvæmt ÍST EN ISO- 9002 staðlinum. Starf gæðastjóra felst í daglegri umsjá með skráningum og mælingum, yfirferð og úr- vinnslu gagna og öðru er lýtur að rekstri gæðakerfisins. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem lokið hefur námi í, eða þekkir til gæðastjórn- unar. Launakjör eru samningsatriði. Um- sóknarfrestur er til 20. október 1996. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. merkt- ar: „Gæðastjóri-15302“. Ritari á lögmannsstofu Lögmannsstofa leitar að starfsmanni til að annast ritaraþjónustu og skyld verkefni í fyrir- tækinu. Helstu verkefni Starfsmaður mun sinna almennum ritara- störfum, m.a. afgreiðslu, símsvörun, rit- vinnslu auk starfa við innheimtur. Kröfur um hæfni Starfsmaður þarf að hafa viðeigandi mennt- un. Reynsla í ofangreindum verkefnum er æskileg. Góð íslenskukunnátta er nauðsyn- leg og enskukunnátta æskileg. Viðkomandi þarf að vera þægilegur í samskiptum, hafa góða þjónustulund og vinna skipulega. I umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðar- mál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir, er boðið að senda inn um- sókn til KPMG Sinnu ehf., fyrir 5. október nk. inna ehf. Rekstrar-og stjórnunarráðgjöf Vegmúli 3 Sími 588-3375 108 Reykjavík Fax 533-5550 KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjómunar- og starfsmannamála og einnig sérhasfða ráðningarþjónustu. KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Management Consulting.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.