Morgunblaðið - 08.12.1996, Síða 42

Morgunblaðið - 08.12.1996, Síða 42
- 42 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Coff Gifshlutir MáJiðsjáif Mikið úrval af jólavörum og öðrum skrautmunum Gifsvörur, Funahöfða 17, síma 587 8555. Póstsendum Hef flutt læknastofu mína í Lágmúla 5, 108 Reykjavík. Tímapöntun í síma: 533 3131 Ólafur M. Hákansson, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. /J tiskuverslun V/Nesveg, Seitj.. s '561 1680 Peysur, buxur, j kápur og jakkar í úrvali jwmiffi. Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin 0on/ei/uw tileinkaðir syrgjendum og öðrum þeim, er eiga um sárt að binda, verða í húsnæði Sjálfeflis, Nýbýlavegi 30, (Dalbrekkumegin), í dag, sunnudaginn 8. desember, kl. 17.15. Þema tónleikanna verður umhyggja og huggun. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson flytur hugleiðingu. Einsöngvarar verða: Björk Jónsdóttir, Jón Þorsteinsson og Signý Sæmundsdóttir. Undirleikari: Gerrit Schuil. Ef þér líður illa, einhverra hluta vegna, kíktu þá til okkar á sunnudaginn. Hver veit nema söngur þessara frábæru söngvara geti mildað líðan þína. Kristín Þorsteinsdóttir, Verð kr. 700. Veitingar. Sigrún Olsen. I DAG HOGNIHREKKVISI • ^ CT II / AX__________________^ /, það tióur út Jc/rír a£ ah t/e/ta. tusÍ0.éu/vujm' ?&iritsei/fcicióóf) um i fa/ó'fct-" Farsi UJAIS&LASS/ceöCTUAO.T 01995 Farcus CartoooatDist. by Uníversal Pres« Syndicate „ éq sé o& þettoL-crefda C fynbx shiptc scm þúSýritr ■fynr/itrinQU þegarþú ert á.kxrrfur. * J Pennavinir ÁTJÁN ára sænsk stúlka með áhuga á bókmenntum, tónlist, kvikmyndum, ferða- lögum o.fl.: Jessica Dymen, Strákvagen 23, 183 40 Táby, Sweden. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Athugasemdir við Velvakanda MIG LANGAR að vekja athygli lesenda Morgun- blaðsins á tveimur grein- um í Velvakanda þriðju- daginn 3. desember. Ás- laugu Þorsteinsdóttur finnst, eins og fleirum, að strætisvagnasam- göngur hafi versnað við síðustu breytingar. En nú er búið að koma auga á leið til úrbóta. Það er einfaldlega að bílstjór- arnir aki bara farþegun- um á sínum einkabílum. Já, mikið hefur verið kvartað en auðvitað svarar enginn kvörtun- um. Ég vil líka taka undir með S. Jónasdóttur í sama blaði, að Reykvík- ingar geta bara farið upp á Akranes í skurðaðgerð- ir. Þá getur heilbrigðis- ráðherra sparað stór- kostlega hér í Reykjavík með að loka deildum. Þessar breytingar eru bara breytinganna vegna. Margrét Hansen Þökk fyrir sandinn VEGFARANDI vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem sjá til þess að sandur sé borinn á götur borgarinnar. Þetta er til mestu fyrirmyndir og takk fyrir. Tapað/fundið Gullarmband tapaðist BREITT gullarmband tapaðist í jólakaffi Kven- félagsins Hringsins á Hótel íslandi sunnudag- inn 1. des s.l. Finnandi vinsamlega hringi í síma 5523289. Fundarlaun. SKAK Umsjón Margcir Pctursson STAÐAN kom upp í Evr- ópukeppni skákfélaga • sem fram fór í Búdapest fyrir mánaðamótin í við- ureign tveggja stórmeist- ' ara. Rússinn Andrei , Kharlov (2.605) hafði hvítt og átti leik gegn * Krunoslav Hulak , (2.545), Króatíu. Svartur lék síðast 32. — s Rb4xd3! sem var góð til- , raun. Nú á hvítur aðeins einn vinningsleik sem er mjög glæsilegur: 33. Rxd6!! (Einhverjir hafa vafalaust giskað á 33. Hg8+? en þá er staðan að- eins jafntefli eftir 33. — Hxg8 34. Hxg8+ — Kxg8 35. Dg2+ - Kf8 36. Dg7+ - Ke8 37. Dxf7+ - Kc6 38. Dxe6 — Df4+. Nú hótar hvítur hins vegar máti á tvo vegu, með 34. Rxf7+ og á HVÍTUR leikur og vinnur annan sem er lúmskari) 33. — Re5 34. Hg8+! og Hulak gafst upp, því eftir 34. — Hxg8 35. Hxg8+ - Kxg8 36. Da8+ blasir mátið við. Víkveiji skrifar... BJÖRN Dagbjartsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsam- vinnustofnunar, á grein í nýju Fréttabréfi Hjálparstofnunar kirkj- unnar: „Hægt vex þróunaraðstoð íslendinga.“ Þar segir að 35 ár séu síðan Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna setti iðnvæddum ríkjum það mark að verja 0,7% af þjóðar- framleiðslu til aðstoðar við þurfandi þjóðir. Sum grannlönd okkar hafa fyrir löngu náð þessu marki. Meðal- þróunaraðstoð OECD-ríkja er 0,35% af þjóðarframleiðslu. Meðal- tal Norðurlanda rúm 0,8%. Hjálp- semi okkar er á hinn bóginn þunn í roði, nánast á svipuðu róli og raun- greinaárangur í skólakerfinu! Björn segir í grein sinni: „Árið 1985 samþykkti Alþingi að ná 0,7%-markinu á næstu 7 árum. Árið 1992 var framlag til þróunar- mála enn undir 0,1% ...“ Hann seg- ir síðar í grein sinni að í fram- kvæmdaáætlun til að standa við rammasamning um loftslagsbreyt- ingu frá sl. ári standi að framlög til þróunaraðstoðar muni verða auk- in fram til aldamóta, þannig að þau verði a.m.k. 0,3% til 0,4% af þjóðar- framleiðslu árið 2000. „Eftir er að sjá hvort þetta tekst en vissulega væri það mikill áfangi. Lítilsháttar aukning framlaga til þessa mála- flokks fyrir árið 1997 er góðs viti.“ Það sem þið gerið mínum minnstu bræðrum, það gerir þið og mér, sagði meistarinn frá Nasaret, boðberi náungakærleikans, sem jól- in eru helguð. íslenzka ríkið hefur ekki sinnt þessum boðskap sem skyldi í þróunaraðstoð. Víkveiji hvetur lesendur sína til að taka upp merkið með stuðningi við Hjálpar- stofnun kirkjunnar. xxx HEIMSPEKILEG og trúarleg efni höfða til æ fleiri. Ástæð- an er máski sú að þrátt fyrir örar og mikilfenglegar framfarir á líð- andi öld, efnahagslegar og tækni- legar, miðar mannkyninu hægar í andlegum þroska - og að sumra dómi fremur aftur á bak en áfram. Og of margir fara og á mis við hamingju og öryggi, þrátt fyrir undur tækninnar. Hundruð milljóna manna búa við sára neyð í veröldinni. Tugmilljónir týna lífi langt um aldur fram af næringarskorti _ og læknanlegum sjúkdómum. Ástæður: Vopnuð átök, harðstjórnir, hryðjuverk, úrelt hagkerfi, fákunnátta, fátækt og til- litsleysi við náungann. Jafnvel mitt í velsæld Vestur- landa býr sumt fólk við einsemd og óhamingju. Að ekki sé_ nú talað um ofbeldi og eiturlyf. ísland er engin udantekning í þeim efnum. Það þarf engan að undra þótt fólk leiti til hinna gömiu gilda - á vit heimspeki, siðfræði og trúar. Það fer vel á því, nú á aðventunni, að sækja sálarró og hugarfrið til helgistunda í kirkjum landsins. xxx AÐ ER ekki úr vegi að minna á fyrrum helgidaga á jóla- föstu, það er Nikulásarmessu (6. desember) og Lúsíumessu (13. des- ember). Þeir voru lagðir af við siða- skiptin. Heilagur Nikulás var upphaflega verndardýrlingur sæfara. Við lok miðalda voi-u um sex tugir kirkna hér á landi helgaðar honum. Niku- lás (Santa Claus) heldur enn velli um gjörvallan kristinn heim sem „alþjóðlegur jólasveinn“. Heilög Lúsía (fædd á Sikiley) setur og enn í dag svip á aðventu Norðurlandabúa. Lúsíuhátíðir, sem sænskir hófu til vegs á 19. öld, eru haldnar víða um norræna byggð. Þorlákur Þórhallsson Skálholts- biskup andaðist 23. desember 1193. Dánardagur hans var lýstur helgur á Alþingi 1199. Vitað er um 56 kirkjur sem voru honum helgaðar. Þorláksmessa setur svo sannarlega svip á jólahald okkar enn í dag. Fyrrum suðu menn hangiket til jól- anna þennan dag. En fiskmeti var „réttur dagsins". Fyrrum vestfirzk- ur siður að snæða kæsta skötu þennan dag er nú nánast þjóðarsið- ur. Hóflega meðfarið vín þykir og sumum við hæfi, enda var biskup sagður „drykksæll".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.