Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 42
- 42 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Coff Gifshlutir MáJiðsjáif Mikið úrval af jólavörum og öðrum skrautmunum Gifsvörur, Funahöfða 17, síma 587 8555. Póstsendum Hef flutt læknastofu mína í Lágmúla 5, 108 Reykjavík. Tímapöntun í síma: 533 3131 Ólafur M. Hákansson, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. /J tiskuverslun V/Nesveg, Seitj.. s '561 1680 Peysur, buxur, j kápur og jakkar í úrvali jwmiffi. Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin 0on/ei/uw tileinkaðir syrgjendum og öðrum þeim, er eiga um sárt að binda, verða í húsnæði Sjálfeflis, Nýbýlavegi 30, (Dalbrekkumegin), í dag, sunnudaginn 8. desember, kl. 17.15. Þema tónleikanna verður umhyggja og huggun. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson flytur hugleiðingu. Einsöngvarar verða: Björk Jónsdóttir, Jón Þorsteinsson og Signý Sæmundsdóttir. Undirleikari: Gerrit Schuil. Ef þér líður illa, einhverra hluta vegna, kíktu þá til okkar á sunnudaginn. Hver veit nema söngur þessara frábæru söngvara geti mildað líðan þína. Kristín Þorsteinsdóttir, Verð kr. 700. Veitingar. Sigrún Olsen. I DAG HOGNIHREKKVISI • ^ CT II / AX__________________^ /, það tióur út Jc/rír a£ ah t/e/ta. tusÍ0.éu/vujm' ?&iritsei/fcicióóf) um i fa/ó'fct-" Farsi UJAIS&LASS/ceöCTUAO.T 01995 Farcus CartoooatDist. by Uníversal Pres« Syndicate „ éq sé o& þettoL-crefda C fynbx shiptc scm þúSýritr ■fynr/itrinQU þegarþú ert á.kxrrfur. * J Pennavinir ÁTJÁN ára sænsk stúlka með áhuga á bókmenntum, tónlist, kvikmyndum, ferða- lögum o.fl.: Jessica Dymen, Strákvagen 23, 183 40 Táby, Sweden. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Athugasemdir við Velvakanda MIG LANGAR að vekja athygli lesenda Morgun- blaðsins á tveimur grein- um í Velvakanda þriðju- daginn 3. desember. Ás- laugu Þorsteinsdóttur finnst, eins og fleirum, að strætisvagnasam- göngur hafi versnað við síðustu breytingar. En nú er búið að koma auga á leið til úrbóta. Það er einfaldlega að bílstjór- arnir aki bara farþegun- um á sínum einkabílum. Já, mikið hefur verið kvartað en auðvitað svarar enginn kvörtun- um. Ég vil líka taka undir með S. Jónasdóttur í sama blaði, að Reykvík- ingar geta bara farið upp á Akranes í skurðaðgerð- ir. Þá getur heilbrigðis- ráðherra sparað stór- kostlega hér í Reykjavík með að loka deildum. Þessar breytingar eru bara breytinganna vegna. Margrét Hansen Þökk fyrir sandinn VEGFARANDI vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem sjá til þess að sandur sé borinn á götur borgarinnar. Þetta er til mestu fyrirmyndir og takk fyrir. Tapað/fundið Gullarmband tapaðist BREITT gullarmband tapaðist í jólakaffi Kven- félagsins Hringsins á Hótel íslandi sunnudag- inn 1. des s.l. Finnandi vinsamlega hringi í síma 5523289. Fundarlaun. SKAK Umsjón Margcir Pctursson STAÐAN kom upp í Evr- ópukeppni skákfélaga • sem fram fór í Búdapest fyrir mánaðamótin í við- ureign tveggja stórmeist- ' ara. Rússinn Andrei , Kharlov (2.605) hafði hvítt og átti leik gegn * Krunoslav Hulak , (2.545), Króatíu. Svartur lék síðast 32. — s Rb4xd3! sem var góð til- , raun. Nú á hvítur aðeins einn vinningsleik sem er mjög glæsilegur: 33. Rxd6!! (Einhverjir hafa vafalaust giskað á 33. Hg8+? en þá er staðan að- eins jafntefli eftir 33. — Hxg8 34. Hxg8+ — Kxg8 35. Dg2+ - Kf8 36. Dg7+ - Ke8 37. Dxf7+ - Kc6 38. Dxe6 — Df4+. Nú hótar hvítur hins vegar máti á tvo vegu, með 34. Rxf7+ og á HVÍTUR leikur og vinnur annan sem er lúmskari) 33. — Re5 34. Hg8+! og Hulak gafst upp, því eftir 34. — Hxg8 35. Hxg8+ - Kxg8 36. Da8+ blasir mátið við. Víkveiji skrifar... BJÖRN Dagbjartsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsam- vinnustofnunar, á grein í nýju Fréttabréfi Hjálparstofnunar kirkj- unnar: „Hægt vex þróunaraðstoð íslendinga.“ Þar segir að 35 ár séu síðan Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna setti iðnvæddum ríkjum það mark að verja 0,7% af þjóðar- framleiðslu til aðstoðar við þurfandi þjóðir. Sum grannlönd okkar hafa fyrir löngu náð þessu marki. Meðal- þróunaraðstoð OECD-ríkja er 0,35% af þjóðarframleiðslu. Meðal- tal Norðurlanda rúm 0,8%. Hjálp- semi okkar er á hinn bóginn þunn í roði, nánast á svipuðu róli og raun- greinaárangur í skólakerfinu! Björn segir í grein sinni: „Árið 1985 samþykkti Alþingi að ná 0,7%-markinu á næstu 7 árum. Árið 1992 var framlag til þróunar- mála enn undir 0,1% ...“ Hann seg- ir síðar í grein sinni að í fram- kvæmdaáætlun til að standa við rammasamning um loftslagsbreyt- ingu frá sl. ári standi að framlög til þróunaraðstoðar muni verða auk- in fram til aldamóta, þannig að þau verði a.m.k. 0,3% til 0,4% af þjóðar- framleiðslu árið 2000. „Eftir er að sjá hvort þetta tekst en vissulega væri það mikill áfangi. Lítilsháttar aukning framlaga til þessa mála- flokks fyrir árið 1997 er góðs viti.“ Það sem þið gerið mínum minnstu bræðrum, það gerir þið og mér, sagði meistarinn frá Nasaret, boðberi náungakærleikans, sem jól- in eru helguð. íslenzka ríkið hefur ekki sinnt þessum boðskap sem skyldi í þróunaraðstoð. Víkveiji hvetur lesendur sína til að taka upp merkið með stuðningi við Hjálpar- stofnun kirkjunnar. xxx HEIMSPEKILEG og trúarleg efni höfða til æ fleiri. Ástæð- an er máski sú að þrátt fyrir örar og mikilfenglegar framfarir á líð- andi öld, efnahagslegar og tækni- legar, miðar mannkyninu hægar í andlegum þroska - og að sumra dómi fremur aftur á bak en áfram. Og of margir fara og á mis við hamingju og öryggi, þrátt fyrir undur tækninnar. Hundruð milljóna manna búa við sára neyð í veröldinni. Tugmilljónir týna lífi langt um aldur fram af næringarskorti _ og læknanlegum sjúkdómum. Ástæður: Vopnuð átök, harðstjórnir, hryðjuverk, úrelt hagkerfi, fákunnátta, fátækt og til- litsleysi við náungann. Jafnvel mitt í velsæld Vestur- landa býr sumt fólk við einsemd og óhamingju. Að ekki sé_ nú talað um ofbeldi og eiturlyf. ísland er engin udantekning í þeim efnum. Það þarf engan að undra þótt fólk leiti til hinna gömiu gilda - á vit heimspeki, siðfræði og trúar. Það fer vel á því, nú á aðventunni, að sækja sálarró og hugarfrið til helgistunda í kirkjum landsins. xxx AÐ ER ekki úr vegi að minna á fyrrum helgidaga á jóla- föstu, það er Nikulásarmessu (6. desember) og Lúsíumessu (13. des- ember). Þeir voru lagðir af við siða- skiptin. Heilagur Nikulás var upphaflega verndardýrlingur sæfara. Við lok miðalda voi-u um sex tugir kirkna hér á landi helgaðar honum. Niku- lás (Santa Claus) heldur enn velli um gjörvallan kristinn heim sem „alþjóðlegur jólasveinn“. Heilög Lúsía (fædd á Sikiley) setur og enn í dag svip á aðventu Norðurlandabúa. Lúsíuhátíðir, sem sænskir hófu til vegs á 19. öld, eru haldnar víða um norræna byggð. Þorlákur Þórhallsson Skálholts- biskup andaðist 23. desember 1193. Dánardagur hans var lýstur helgur á Alþingi 1199. Vitað er um 56 kirkjur sem voru honum helgaðar. Þorláksmessa setur svo sannarlega svip á jólahald okkar enn í dag. Fyrrum suðu menn hangiket til jól- anna þennan dag. En fiskmeti var „réttur dagsins". Fyrrum vestfirzk- ur siður að snæða kæsta skötu þennan dag er nú nánast þjóðarsið- ur. Hóflega meðfarið vín þykir og sumum við hæfi, enda var biskup sagður „drykksæll".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.