Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 B 3
því að þótt ég væri með harðsperr-
ur var eins og það hefði losnað um
eitthvað. Nokkrum dögum seinna
prófaði ég að gera þetta aftur og
svo aftur. Þá fór ég alla leið á sama
hraða og þá kom þetta, þetta fór
að verða auðvelt og ég hætti að
verða þreyttur.
Þarna var maður búinn að fá að
vita úr hverju maður væri búinn
til; var búinn að læra að borða kjöt
uppfrá hjá sömunum og svo að
hreyfa mig í Jötunheimum. Þetta
tvennt var lífsnauðsynlegt til þess
að geta unnið úti í náttúrunni.
Á forsendum hreindýranna
Sólarhringurinn skiptist upp í
STEFÁN Hrafn Magnússon
í hreindýrasmölun.
fjögur tímabil hjá hreindýrunum;
þau eru að borða, leggjast ogjórtra,
og svo standa þau upp og rápa og
svo borða þau. Á sumrin þarf eigin-
lega að vakta dýrin allan sólar-
hringinn. Þá lifir maður algjörlega
á forsendum hreindýranna, það eina
sem maður gerir er að halda hjörð-
inni saman og vera hjá henni. Þá
þurfti ég að læra að sofa á stein-
völu. Hreindýrin lögðust til að jórtra
rétt áður en nótt varð dimmust. Þá
tók maður af sér bakpokann,
breiddi plast á jörðina, lagðist flatur
ofan á það og setti litla steinvölu
undir bakið. Það var ekkert óþægi-
legt að liggja á henni fyrst en eftir
1 'h - 2 tíma fór hún að ónáða
mann og þá vaknaði maður alveg
passlega þegar það var að birta
aftur og hreindýrin voru að standa
upp og farin að hrista sig.
Var búinn aö vera þerna
Jötunheimar eru sérstakur stað-
ur í Noregi. Þar eru ævafornir
bjálkakofar frá þeim tíma þegar það
var til villtur skógur og stórt timb-
ur í Noregi. Við bjuggum í bjálka-
kofa sem var svefnskáli Ólafs helga
og eini staðurinn sem hann ekki
brenndi þegar hann var að kristna
Guðbrandsdal.
Mér leið alltaf vel í Jötunheimum
og í Lom en ég hafði alltaf á tilfinn-
ingunni að ég ætti ekki að vera
þarna; þetta væri liðið, ég væri
búinn að vera þarna og til þess að
komast áfram þyrfti ég að vera
annars staðar.
Húsfreyjan á bæ þarna klippti
mig stundum. Hún átti þrjá syni á
mínu reki og hún sagði að sér þætti
eins að fara um höfuðið á mér og
á sonum sínum. Við hefðum sama
höfuðlag. Ég á ættartöflu sem byij-
ar á manni sem hét Hrólfur af
Bergi í Dovre. Hann var Svaðason.
Ég leitaði að þessum bæ í Noregi
og fann hann. Þetta var bær sem
hafði verið í eigu sömu ættarinnar
frá ómunatíð. Ég hringdi heim á
bæinn og talaði við mann sem heit-
ir Sive Berg. Hann var 189 sm á
hæð, eins og ég. Hann var í sama
blóðflokki og ég, sjaldgæfum blóð-
flokki á þessum slóðum. Mig langar
til að heimsækja þetta fólk næst
þegar ég fer til Noregs."
Á hreindýrabraut
Eftir þriggja ára dvöl í Noregi
fór Stefán svo til samahéraðanna í
Norður-Svíþjóð og settist í mennta-
skóla - á hreindýrabraut. Þetta var
haustið 1978. „Þá kynntist ég
sænskum löppum og suður-löppum.
Það er talsverður munur á. Þeir eru
siðfágaðri þarna suðurfrá. Sænskir
samar eru annálaðir um öll Norður-
lönd fyrir listsmíðar, smíða hnífa,
bolla og alls kyns dýrgripi bæði úr
birki og hreindýrahornum.
Þennan vetur lærði ég listsmíðar
og ég og félagi minn og skólabróð-
ir sáum eiginlega fyrir okkur með
því að smíða hnífa. Við keyptum
eldsmíðað hnífastál, fórum út í skóg
og tíndum birki og fengum svo
hreindýrahom í hreindýraréttunum
þar sem við vorum í starfsþjálfun.
Þetta notuðum við í sköftin.
Við héldum okkur uppi
með heimavistargjöld,
vasapeninga og grillmat -
skafið hreindýrakjöt með
kartöflumús og títubeija-
sultu. Það er herramanns-
matur sem við keyptum á
hveijum kvöldi fyrir hnífa-
peningana, það voru bara
þijár máltíðir á dag í
heimavistinni.
„Rednecks"í
menningarlífi Svíþjóðar
Þessi félagi minn var
óður í að skemmta sér við
það að beija sænska rokk-
ara. Það var hluti af tilver-
unni þennan vetur. Einu
sinni fómm við niður í Jam-
taland og sátum í bílnum
við grill eða pylsusjoppu
þegar rokkarar komu keyr-
andi í svörtum leðurfötum
og háhæluðum skóm, með
sítt hár og létu dólgslega.
Einn þeirra var langur sláni
og félagi minn bendir á
hann í gegnum gluggann
og segir: „Við þurfum að
stijúka honum, þessum." Láttu ekki
svona, segi ég. Af hverju? Hvað
hefur hann gert þér? „Jú, sérðu
ekki hárið og skóna,“ segir hann
og stekkur svo út og réðst á rokkar-
ann áður en ég gat áttað mig.
Náttúrulega snerist öll hjörðin til
varnar svo ég varð að fara út úr
bílnum og hjálpa honum. Við börð-
um rokkarana saman og flýttum
okkur svo inn í bíl og keyrðum í
burtu.“
Þessari upprifjun lýkur Stefán
með hvellum hlátri sem hann er
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Frábær sjónvörp
á fínu veröi
RflDIOBÆR
ÁRMÚLA 38 SÍMI5531133
Blab allra landsmanna!
-kjarni málsim!
Þittframlag
skiptir
öllu máli
HJÁlPÁRSTOfHUN
-----KiRKJUNNAti
^mðþmmtmtp
SKÖTCIVEISUI
á , Pot^láÁsmessu
Amtmannsstíg 1, sími 561-3303.
Verðum einnig með úrvals sallfisk d boðstólum.
Allir fá hdkarl í boði hússins.
Pantið tímanlega — takmarkað sœtaframboð.
ífyrra komust fœrri að en vildu.