Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Maður
margra
andlita
Gísli Rúnar Jónsson er þjóðkunnur leikari
og leikstjórí. Hann hefur allt frá því hann
lauk leiklistamámi og hóf feril sinn ungur
leikari fyrir um það bil aldarfjórðungi skap-
að margar eftirminnilegar persónur á leik-
sviði í sjónvarpi og útvarpi. Ólafur Ormsson
hitti Gísla Rúnar í Perlunni og þar var rætt
um leikhúsið og nýjan þátt hans á Stöð 2.
GÍSLI Rúnar Jónsson
AÐ VAR jólastemmning
í Perlunni í byijun des-
embermánaðar þegar
Gísli Rúnar Jónsson
kom þangað í viðtal.
Ég beið hans í veitingasal á fjórðu
hæð. Lyftan kom upp á hæðina,
dymar opnuðust og gosbrunnurinn
á jarðhæðinni sendi frá sér háa
vatnssúlu þegar fremur hávaxinn
og stæðilegur maður steig út úr
lyftunni. Leitt að hafa ekki verið
með ljósmyndara á staðnum sem
hefði þá getað fest á filmu er hann
gekk í salinn í dökkum, síðum ullar-
frakka, með þykkan trefil um háls-
inn, nokkuð síhærður, og þar sem
ég var staddur í töluverðri fjarðlægð
frá lyftunni hélt ég að þar væri á
ferð virðulegur erlendur diplomat
að kanna aðstæður fyrir komu er-
lends þjóðhöfðingja í Perluna. En
þegar maðurinn nálgaðist borð mitt
sá ég að þar var kominn Gísli Rún-
ar Jónsson. Hann er önnum kafinn
í jólamánuðinum, er með þátt á
Stöð 2, Gott kvöld með Gísla Rún-
ari sem tekur tíma hans allan.
Það verður sjálfsagt seint að
fram kemur skemmtiþáttur í ís-
lensku sjónvarpi sem landsmenn eru
að fullu sáttir við. Hver er annars
líklegri til að koma kómedíunni á
framfæri en einmitt spéfuglinn Gísli
Rúnar Jónsson? Frumraunin í sjón-
varpi fyrir aldarfjórðungi var eftir-
minnileg og ógleymanleg. Gísli
Rúnar gerði kaffibrúsakarlinn úr
skemmtiþætti ríkissjónvarpsins
ódauðlegan. Júlíus Bijánsson félagi
hans var einnig minnisstæður fyrir
einstæða túlkun sína. Síðan liðu
árin og Gísli Rúnar skóp hveija fígr-
úna af annarri í áramótaskaupum
sjónvarpsins, og það var hlegið í
þéttbýli og ekki síður í sveitum
landsins og afskekktum byggðar-
lögum.
Þeir eru ófáir í hópi íslenskra
gamanleikara sem náð hafa að kitla
svo hláturstaugar landsmanna að
þeir gleymi um stund hverdagsleg-
um áhyggjum af skuldabasli og
brauðstriti. Auk Gísla Rúnars eru
það til dæmis Laddi, Siggi Sigur-
jóns, Bessi, Árni Tryggvason og
Ómar Ragnarsson og fleiri hér fyrr
á árum.
Gísli Rúnar á fleiri strengi í hörpu
sinni. Hann hefur leikið alvarleg
hlutverk á sviði og hlotið fyrir ein-
róma lof, nú síðast í Kennslustund-
inni eftir Ionecso, sem sýnd var í
Kaffileikhúsinu fyrr á árinu við frá-
bærar undirtektir leikhúsgesta. Þá
hefur hann leikstýrt fjölmörgum
leikritum á liðnum árum, þýtt leik-
rit og skrifað frumsamda leikþætti
fyrir útvarp og sjónvarp og við
ýmis tækifæri.
Hann kom frakkanum fyrir í
fatahengi, gekk yfir að kaffiter-
íunni og kom að vörmu spori yfír
að borðinu til mín með stóra skál
af kartöfluflögum og box með ídýfu.
Hann hafði trefilinn um hálsinn og
var í dökkbláum terilínbuxum,
dökkri peysu og svörtu leðurvesti
utan yfir peysuna, kíminn á svip
og' glotti. Ur hátölurum voru leikin
jólalög, og stórt upplýst jólatré var
í anddyri. Hann settist við borðið,
strauk yfir hárlubbann og lét hug-
ann líða til þeirra ára þegar hann
ólst upp í Laugarásnum í Reykjavík.
Bernska, áhrifavaldar
og lelklistarnám
Gísli Rúnar teygði sig í skálina,
dýfði kartöfluflögu í ídýfuna, borð-
aði af góðri lyst og drakk vatn.
„Ég er fæddur í Reykjavík árið
1953 og ólst upp við Snorrabraut-
ina, síðar inni í Kleppsholti og í
Laugaráshverfi, eða hvorum megin
hryggjar maður vill nú hafa það.
Laugaráshverfið er auðvitað miklu
fínna en Kleppsholtið. Foreldrar
mínir eru Guðrún Valgerður Gísla-
dóttir húsmóðir og Jón Konráð
Björnsson, fyrrverandi verslunar-
maður.
Ég tel að foreldrar mínir hafi
tæplega tilheyrt því fólki sem þarna
bjó vegna þess að í næsta nágrenni
við okkur bjuggu einhveijir helstu
auðmenn landsins og ég var dagleg-
ur gestur á heimilum þeirra. Þetta
var allt saman mikið ágætisfólk og
synir þeirra voru æskufélagar mín-
ir. í næsta nágrenni við okkur bjó
Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri Stræt-
isvagna Reykjavíkur. Eiríkur var
skemmtilegur maður og spilaði á
harmonikku. Hann átti mjög fallega
hvíta nikku sem á stóð „Eiríkur"
og var dýrgripur. Hann lánaði mér
nikkuna til þess að ég gæti lært á
slíkt hljóðfæri. Þeir reyndust mér
vel, auðmennimir í nágrenninu, sem
áttu þessi stóru, flottu hús. Við
bjuggum bara í kjallara og svo átti
ég alltaf athvarf hjá fólkinu sem
fóstraði leikhneigðina hjá mér, leik-
listarbakteríuna, og hlúði að henni,
Erlendi Einarssyni forstjóra SÍS og
konu hans Margréti Helgadóttur.
Þau voru kúltúrfólk og sóttu leik-
sýningar, málverkasýningar og
konserta og auðvitað síaðist þetta
inn í mann.
Stelpurnar þeirra voru að læra á
píanó og þar kynntist maður ýmsum
framandi hlutum og nýstárlegum
og ekki sáust heima. Þar fékk ég
útrás fyrir leiklistarbakteríuna.
Þegar þau voru með veislur fékk
ég að troða upp og var þá á aldrin-
um sex til tíu ára. Foreldrum mínum
þótti þetta ekki sniðugt. Pabbi hafði
áhyggjur af því að þetta væri óarð-
bært starf, sem það er, og svo óör-
uggt sem það er, og hann hafði
alveg rétt fyrir sér hvað það snert-
ir. Hann vildi að ég lærði eitthvað
hagnýtt og þau áttuðu sig varla á
því hvað ég var að gera. Ég var
sífellt að leika. Ég er þeim Erlendi
og Margréti ávallt þakklátur, því
þarna fékk ég útrás. Þau voru með
samkvæmi fyrir fullt af fólki og þar
fékk ég að troða upp, lítið veislu-
fífl, átta ára, og hermdi eftir séra
Bjama, Bjarna Ben og séra Jóni
Auðuns.“
Enn fór gosbrunnurinn af stað
og vatnssúlan teygði sig til lofts.
Gísli Rúnar gerði örlítið hlé á
frásögn sinni af æskuárunum í
Kleppsholtinu og bauð mér kart-
öfluflögur. Úr hátölurum hljómaði
hið gullfallega jólalag Hátíð í bæ.
Ég spurði Gísla Rúnar um skóla-
göngu hans.
„Eg fór í Laugamesskólann og
svo Laugalækjaskóla og þar fékk
ég líka útrás fyrir leiklistarbakter-
íuna, það komst ekkert annað að,
og ég hugsaði ekki um annað en
leikhús. Fyrsta leikritið í leikhúsi
sá ég þegar ég var fimm ára, var
Undraglerið með Bessa í aðalhut-
verki og svoleiðis gerist það venju-
lega með þá sem ætla að gerast
leikarar. Ég hugsaði sem svo: Þarna
langar mig að vera.“
Síðan fórstu í unglingaskóla,
gagnfræðaskóla og varst fermdur
í Laugarnessókn?
„Nei. Ég gerði ráð fýrir að ferm-
ast í Laugarnessókn en tískuprest-
urinn var hins vegar í Langholts-
sókn, séra Sigurður Haukur, og þar
var ég fermdur. Ég var að skoða
fermingarmyndina fyrir nokkmm
ámm og ég man ekkert eftir þess-
um krökkum sem ég fermdist með
af því að ég kynntist þeim ekkert.
Það em liðin þijátíu ár síðan, og
þegar ég fór að skoða myndina
þekkti ég þar tvö andlit, annars
vegar Olgu Guðrúnu Árnadóttur
rithöfund, sem var sætasta stelpan
í þessum fermingarárgangi, og hins
vegar pínulítinn strák úti í horni,
Vilhjálm Guðjónsson músíkant og
séní.
Ég fór síðan í Gagnfræðaskólann
við Lindargötu til Jóns Gissurarson-
ar, sem er stórmerkilegur maður.
Þar byrjaði ég að skrifa, aðallega
paródíur um kennara, og bjó til
gervin fyrir persónurnar. Ég hafði
alltaf áhuga á hinu ytra gervi per-
sónanna og það eru alltaf skiptar
skoðanir í leikhúsinu, bæði hér og
annars staðar, hvernig leikarinn á
að vinna hlutverk sitt, hvernig á
að vinna persónusköpunina. Það
skipast í tvo horn, annars vegar
þeir sem hallir eru undir að vinna
innan frá út frá „psykológískri"
hlið persónunnar,, og svo hins veg-
ar hinir sem vilja byija utan frá.
Ég lauk síðan gagnfræðaskóla-
prófi frá Lindargötuskóla. Pabbi
vildi að ég færi í menntaskólanám
eða í langskólanám, yrði helst lög-
fræðingur eða læknir. Hann sagði
að ég hefði svo góðar námsgáfur
og ég hafði ekki heyrt það fyrr.
Ég var fremur latur í skóla, átti
gott með að læra íslensku, en það
var leiklistin og ekkert annað sem
ég hafði áhuga á. Ég heyrði það á
tali Erlendar Einarssonar og Mar-
grétar, þar sem þau voru að tala
um mig, og það hafði ekki lítil sál-
ræn áhrif á mig, drenginn, þegar
þau sögðu: - Hann hefur mikla
hæfileika þessi drengur. Annað-
hvort verður geysilega mikið úr
honum eða ekki neitt! Ég varð svo
hissa þegar ég heyrði þetta að ég
skildi það ekki og hafði aldrei heyrt
annað eins. Að ég hefði einhveija
hæfileika! Ég hélt frekar að ég
væri dálítið vitlaus! Ég uppgötvaði
það ekki fyrr en síðar að þau voru
að meina það sem þau sögðu. Hvort
sem þau svo hafa haft rétt fyrir sér
eða ekki.
Leiklistarskóli Þjóðleikhússins
var búinn að taka inn síðustu nem-
endur sína og einnig leiklistarskóli
Leikfélags Reykjavíkur, sem var
hættur. Ég hafði verið einn vetur
hjá Ævari Kvaran og byijaði þar
og hann var minn fyrsti og eigin-
lega besti lærifaðir og mikill áhrifa-
valdur. Hann kenndi mér undir-
stöðuatriðin. Þá má ég til með að
minnast á Jónas Jónasson sem var
einnig áhrifavaldur. Ég átti við
hann ánægjulegt samstarf við gerð
Úllen dúllen doff-þáttanna.
Þegar ég kom síðar til starfa hjá
leikhúsunum hafði Bessi Bjarnason
aftur mikil áhrif á mig. Það er ekki
til nema einn Bessi í allri Evrópu.
Hann hefði orðið heimsfrægur hefði
hann búið annars staðar en á ís-
landi. Hann hafði kannski ekki bein-
línis áhrif á leikstíl minn, þar sem
við erum svo ólíkir leikarar, en hann
kenndi mér meira í sambandi við
„tæmingu" en aðrir leikarar. Einnig
voru áhrifavaldar menn eins og
Árni Tryggvason, Gísli Halldórsson,
Rúrik Haraldsson, Helgi Skúlason,
sem var sennilega einn albesti leik-
ari í heimi og dó fyrir aldur fram.
Bríet Héðinsdóttir var einnig í þess-
um hópi og átti stóran þátt í að
móta mig. Hún dó 61 árs gömul í
haust, harmdauði öllum sem hana
þekktu, yfirburðagreind kona,
geysilega vel heima í öllu, mikil
vinkona mín og skilur mikið verk
eftir sig.
Ég var sautján ára þegar ég frétti
að Amar Jónsson og Þórhildur Þor-
leifsdóttir væru með leiklistarná-
mskeið á Akureyri á árunum uppúr
1970. Ég hringdi norður og talaði
við Arnar. Ég spurði hvort ég
mætti koma norður og hann hvatti
mig til þess. Ég fór og fékk vinnu
hjá Leikfélaginu, lék þar smáhlut-
verk og var á leiklistarnámskeiði
með ýmsum efnum sem síðar urðu
leikarar, m.a. Eggert Þorleifssyni,
Viðari Eggertssyni, Guðlaugu Mar-
íu Bjamadóttur, Sólveigu Halldórs-
dóttur, Gesti Einari Jónassyni og
Aðalsteini Bergdal. Arnar var með
róttækar hugmyndir um leikhús og
vildi hjá hvorugu atvinnuleikhús-
anna vinna, fór því norður til að
gera eitthvað eftir sínu höfði. Það
tókst reyndar ekki fyrr en um 1975
er þau stofnuðu Álþýðuleikhúsið,
Arnar, Böðvar, Þórhildur og fleira
gott fólk. Hjá Þórhildi og Arnari
hlaut ég besta uppeldi sem ég hef
fengið í leikhúsi. Það mótaði mig
fyrir lífstíð, sautján ára gamlan.
Ef eitthvað er í mig spunnið væri
það ekki fyrir hendi í dag ef ég
hefði ekki fengið þá skólun sem ég
fékk hjá þeim. Þar var Þórhildur
að stíga sín fyrstu spor sem leik-
stjóri. Hún setti upp Línu Lang-
sokk, og þau hjónin settu saman
upp eftirminnilega sýningu á
Rómeó og Júlíu.“
Leikarinn, lelkstjórinn
og spéfugllnn
Gísli Rúnar tjáði sig á leikrænan
máta í andliti. Ég er ekki frá því
að allt í einu hafi brugðið fyrir
svipmynd af kunnum samtíma-
manni, og röddin tók á sig sér-
kennilegan blæ. Fyrr um morgun-
inn hafði hann einmitt verið á æf-
ingu fyrir áramótaskaupið. Hann
tók að rifja upp tildrög þess að
hann gerðist atvinnuleikari,
skemmtikraftur og enn síðar leik-
stjóri.
„Síðan kom ég aftur til Reykja-
víkur 1971 og þá stofnuðum við
leikhóp sem hét Leikfruman,
nokkrir krakkar sem vorum stað-
ráðnir í að læra leiklist. Við sýnd-
um Sandkassann, sænskt verk, í
Lindarbæ. Þar voru með Viðar
Eggertsson, Árni Blandon, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Jóna Rúna
Kvaran og fleiri.
Upp úr þessu stofnuðum við