Morgunblaðið - 22.12.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 22.12.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 B 13 FRETTIR Reuter Umferð lömuð í Belgrad ÖLDRUÐ kona í Belgrad ræðir við óeirðalögreglumann en ekkert lát er á mótmælum gegn stjórn Slobodans Milosevic forseta. Löm- uðu stúdentar umferð í miðborg- inni á föstudag með því að loka brú og helstu götum. Momir Bulatovic, forseti Svart- fjailalands sem er í ríkjasam- bandi með Serbíu, sagði í viðtali við franska blaðið Le Figaro að Milosevic hefði skömmu eftir sveitastjórnarkosningarnar í nóvember sagt sér að stjórnar- andstaðan hefði sigrað í Belgrad og Nis. Sænskir skólastrákar slasast af sprengju Fundu uppskriftina á alnetinu Kaupmannahðfn. Morgunblaðið. TVEIR unglingsstrákar slösuðust illa og tveir aðrir fengu alvarlegt áfall, þegar sprengja, sem þeir voru að dunda sér við að búa til sprakk í Blöðru- blástur óhollur London. Reuter. JÓLAFAGNAÐIR eru ekki af hinu góða ef þar er blásið í blöðrur, að sögn breskra lækna. Læknarnir sögðu að það gæti valdið lungnaskemmd- um að blása upp of margar blöðrur. Nefndu þeir dæmi um 24 ára karl í Belfast sem blásið hefði upp 20 blöðrur á klukkutíma. Tveimur dögum síðar var hann orðinn fársjúk- ur. Blöðrur voru undir húð á baki og þjóhnöppum og brak- hljóð heyrðist er hann dró andann. Maðurinn fékk fúkkalyf og verkjalyf og náði sér eftir 10 daga spítalavist. höndunum á þeim. Uppskriftina höfðu þeir fundið á alnetinu, en efn- ið í sprengjuna eru efni, sem alls staðar er hægt að ná í og sem ekki eru hættuleg í sjálfu sér. Aðkoman í herbergi strákanna, sem eru á heimavistarskóla, var skelfileg. Blóðslettur voru upp um alla veggi, allt var á tjá á tundri og sprengjan kveikti líka í rúmi í her- berginu. Strákarnir höfðu fengið þá óheppilegu hugmynd að hleypa fjöri í skólaandann með sprengjugerð. Uppskriftina fundu þeir á alnetinu og efnið var auðfengið. Það sem þeir athuguðu hins vegar ekki var að sprengjan þurfti ekki nema að hristast aðeins til, svo hún spryngi. Einn drengjanna hélt henni á hnjánum, þegar hún sprakk. Hann slasaðist illa á fæti og hendur hans og félaga hans fóru mjög illa. í her- berginu voru einnig tveir aðrir félag- ar þeirra, sem slösuðust lítillega, en fengu taugaáfal! við slysið. Enn er óljóst hvaða mein drengirnir munu bera eftir slysið, en ljóst er að þeir tveir, sem slösuðust verst munu bera merki slyssins til æviloka. Slysið hefur vakið upp umræður í Svíþjóð um aðgang að alnetinu. Sér- fræðingar eru þó sammála um að ekki sé annað að gera en að vara börn og unglinga við tilraunum af þessu tagi. Mest af því, sem fínna má á netinu er líka til í bókum, en á netinu er þessi fróðleikur innan seil- ingar þeirra, sem hafa aðgang að því. Hjartans þakkir til ykkar allra, er glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum og kveðjum á 90 ára afmœli mínu 14. nóvember síðastliðinn. Eg óska ykkur gleðilegrar jólahátíðar og blessunar á komandi ári. Ingiríður Vilhjálmsdóttir, Selbrekku 21, Kópavogi. Alúðarþakkir og kveðjur fœri ég öllum þeim Jjölmörgu, er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum og hlýjum orðum á sjötugsaf mœli mínu 17. þ.m. Sér í lagi þakka ég innilega fyrir rausnarleg framlög til líknarmála. Gleðileg jól. Guðs blessun fylgi ykkur um ókomna framtíð. Ingimar Einarsson, Bugðulæk 13. Mikil umræða um kynferðisafbrot í Bretlandi Tilkynnt um dvalarstað barnaníðinga? London. The Daily Telegraph. MÁLEFNI kynferðisafbrota- manna og sérstaklega barnaníð- inga hafa verið mikið til umræðu í Bretlandi að undanförnu og með- al hugmynda, sem nú er verið að ræða í ríkisstjórn, er, að almenn- ingur og skólayfirvöld verði látin vita búi einhver slíkur maður í nágrenninu. David Maclean aðstoðarinnan- ríkisráðherra hefur nú til at- hugunar að auka aðgang að vitn- eskju lögreglunnar um dvalarstað barnaníðinga og á þingi hefur verið lagt fram frumvarp, sem skyldar kynferðisafbrotamenn til að tilkynna lögreglunni í hvert sinn sem þeir skipta um heimilis- fang. Grunlausir nágrannar Eftir að barnaníðingurinn Howard Hughes var dæmdur fyr- ir að myrða Sophie Hook, sjö ára gamla stúlku, sem hann rændi úr tjaldi í garði frænda hennar í Wales, hefur verið lagt mjög hart að stjórnvöldum að skylda kyn- ferðisafbrotamenn til að tilkynna sig eins og sums staðar er í Bandaríkjunum. Hefur Chris Hook, faðir Sophie, meðal annars beitt sér fyrir því og hefur hann kynnt sér fyrirkomulag slíkra mála í Seattle í Bandaríkjunum. Hughes, sem dæmdur var í þre- falt lífstíðarfangelsi, var á skrá hjá lögreglunni í Llandudno í Wales fyrir þjófnað, innbrot, lík- amsárásir og áreitni við böm en nágrannar hans höfðu aftur á móti enga hugmynd um þennan feril hans. Annmarkarnir Mclean segist raunar sjá ýmsa annmarka á því að upplýsa al- menning um dvalarstað manna, sem dæmdir hafa verið fyrir kyn- ferðisafbrot. Þá sé alltaf hætta á, að upp rísi sjálfskipaðar varð- sveitir og það geti endað með ósköpum. Samkvæmt frumvarpinu, sem nú liggur fyrir þingi, skal lögregl- an um allt Bretland fá upplýsingar um nöfn og heimilisföng kynferð- isafbrotamanna en hún hefur oft kvartað yfír því að hafa ekki haft hugmynd um það fyrr en of seint, að barnaníðingur byggi í nágrenn- inu. MEÐ HAllANDI SNUNINGSKORFU: * Olíunotkun aðeins 1,2 Itr. í stað 2,5 Itr. í venjul. pottum. * Styttri steikingartími, jafnari steiking og 50% orkusparnaður. * Einangrað ytrabyrði og sjálfhreinsihúðað innrabyrði. * Gluggi á loki og 20 mín. tímarofi með hringingu. FALLEGUR FYRIRFERÐARLÍTILL FLJÓTUR. Verð aðeins ífá kr. 7.690,- til kr. 16.990,- (sjá mynd). jFOmx HATÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420 / VAXTAR SJÓÐURINN Vaxtarsjóðurinn hf. kt. 551196-3219 Kirkjussandi, 155 Reykjavík Hlutafj árútboð Hlutabréf Vaxtarsjóðsins hf. verða á Opna tilboðsmarkaðnum. Stefnt er að skráningu bréfanna á Verðbréfaþingi íslands þegar hluthafar eru orðnir 200. Útboðsfjárhæð: allt að 150.000.000 kr. Sölutímabil: 9. desember 1996 - 2. júní 1997. Sölugengi er nú 1,02. Umsjón og sölu annast Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Útboðslýsing og öll gögn er varða útboðið liggja frammi hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka hf., Kirkjusandi. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR lSI.ANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.