Morgunblaðið - 22.12.1996, Side 25

Morgunblaðið - 22.12.1996, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 B 25 Vín til há- tíðarbrigða Það getur veríð flókið að velja úr öllum þeim léttvín- um sem eru í boði. Steingrímur Signrgeirsson fjall- ar hér umþauvíner hann telur vera bestu kaupin. EIR eru margir þessa dagana, sem ganga um og velta því fyrir sér hvaða rauðvín henti nú best með jólasteikinni. Hvað fyrir valinu verður ræðst af ýmsu, til dæmis hvað á að borða með víninu, hversu mikið það má kosta og smekk þeirra er vínsins eiga að neyta. Ýmsar nýjungar hafa bæst í úrval ÁTVR frá síðustu jólum og því getur valið reynst mörgum flókið. Vilji menn hágæðavín er best að panta þau með nokkurra daga fyrirvara úr sérpönt- unarlistanum en flestir láta sér nægja að hlaupa inn í næsta einkasöluútibú í miðri jólaösinni og velja sér eitthvað úr hillunum þar. Langmesta salan í jafnt rauðvínum sem hvítvínum er í vínum er kosta helst ekki meira en þúsund til ellefu hundruð krón- ur. Enda kannski ekki nema von. Vín er dýrt á íslandi vegna hárra opinberra gjalda og því kannski ekki nema von að neytendur haldi sig í ódýrari verðflokk- um. Það er raunar staðreynd í öllum okkar nágrannaríkjum að mesta salan er í ódýrari borðvínum, eini munurinn er sá að í t.d. Bretlandi eru neytendur að borga í kringum 300 krónur fyrir ódýra rauð- vínsflösku en tæpar níu hundruð krónur á íslandi, gjarnan fyrir sama vínið. Það skiptir raunar litlu máli hvort vínið hefur kostað eina krónu eða hundr- að frá framleiðanda, það verður aldrei ódýrara en 700-800 krónur hér á landi vegna opinberra gjalda. Eftir því sem vínið verður dýrara vega hins vegar opin- beru gjöldin minna og vínið meira. Snilld- arlega hannað kerfi sem tryggir að hlut- fallslega mest sé tekið í skatta af þeim sem minnst hafa á milli handanna. Þrátt fyrir þetta brenglaða kerfí er mesta furða hvað hægt er að finna góð vín undir þúsund krónum. Ég vil leyfa mér að nefna nokkur sem engan ættu að svíkja, þegar lögð eru saman verð og gæði og henta ágætlega með flestum ís- lenskum jólamat. Chile stendur mjög framarlega þegar ódýrari vínin eru annars vegar og á aðal- lista eru tvö virkilega vönduð rauðvín þaðan, bæði úr Cabernet Sauvignon-þrúg- unni, er ekki kosta ýkja mikið. Torres Santa Digna (870 krónur) og Villa Mont- es (850 krónur). Bæði ódýr á íslenskan mælikvarða en jafnframt mjög vönduð. Hvort þeirra hefur sinn stíl, Torres-vínið er ögn þyngra og eikaðra en í Montes-vín- inu er meiri áhersla á hreinan ávöxtinn. Það vín sem hvað mest hefur aukið sölu sína á liðnu ári er spænska rauðvínið Montecillo Vina Cumbrero (950 krónur) frá Rioja-héraðinu. Rioja- vínin hafa notið mikilla vinsælda á íslandi og virðast falla vel að smekk íslendinga og buddu. Við því er ekki hægt að amast þar sem í flest- um tilvikum er um mjög frambærileg vín að ræða og Vina Cumbrero því mjög góð kaup í sínum verðflokki. Annað Evrópuríki er hefur fært okkur hin frambærilegustu vín í viðráðanlegum verðflokki á síðustu árum er Portúgal. Þegar „bestu kaup“ eru annars vegar myndi ég vilja nefna tvö vín þaðan. Foral frá Caves Alianca (840 krónur) og Periqu- ita frá José Maria de Fonseca (960 krón- ur). Heit og krydduð vín er ná mjög ás- ættanlegri þyngd og dýpt miðað við verð. Það blása líka vindar ferskleika um port- úgalska víngerð. Vín þaðan verða stöðugt betri og það er mikill kostur að þau byggj- ast nánast alfarið á portúgölskum vín- þrúgum. Þeir sem orðnir eru þreyttir á Cabernet Sauvignon, Chardonnay og fé- lögum ættu því að líta til Portúgal. Leiti menn að víni á bilinu þúsund til fimmtán hundruð krónur er úrval góðra vína orðið ágætt og yfirleitt geta neytendur verið öruggari með að fá gott vín miðað við verð í þessum flokki. Sé villibráð á borðum myndi ég mæla með ástr- ölsku víni og góð kaup eru í jafnt Iindemans Shiraz Bin 50 (1.040 krónur) og Penfold’s Koonunga Hill Cabemet-Shiraz (1.190 krónur). Séu menn að leita að víni nær Bordeaux-stílnum, t.d. með hreindýri, önd eða gæs, gæti verið vel þess virði að líta á Chateau Cocheroy (1.160 krónur) frá Péssac-Léognan í Graves-héraðinu rétt suður af borginni Bordeaux. Mjög gott vín miðað við gæði frá víngerðarmannin- um André Lurton. Annar ekki síður þekkt- ur og framsækinn víngerðarmaður er hinn spænski Miguel Torres er ræktar flest vín sín í Pénedes-héraðinu suður af Barcel- ona. Gran Coronas (1.130 krónur) er Cabernet-vín í heitum Bordeaux-stíl, sem ég hef verið hrifínn af í mörg ár. Vilji menn snert af Nýja heims-stílnum er Montes Alpha Cabernet Sauvignon (1.280 krónur) frá Chile góð kaup. Þá er í þessum verðflokki að finna hóp Reserva og Gran Reserva-vína frá Rioja, öll góð og hvert með sín sérkenni. Menn geta yfirleitt gengið að gæðunum vísum hjá þekktari framleiðendum Rioja. Þegar vínin eru orðin dýrari en fímmt- án hundruð krónur fer framboðið því mið- ur að grisjast og skorturinn á vönduðum Bordeaux-vínum er æpandi. Eini kostur- inn (og sem betur fer góður) er Chateau Batailley, Grand Cru vín frá Pauillac. Því miður kláraðist hinn ljúfi 1989-árgangur snemma á árinu og í staðinn er kominn miðlungsárgangur, eða 1993. Á móti kem- ur hins vegar einnig að verðið hefur lækk- að um mörg hundruð krónur frá síðasta ári og kostar Batailley nú 1.840 krónur, sem getur ekki talist dýrt fyrir þetta vín. Annar góður kostur í þessum verð- flokki er Lindemans St. George Cabernet Sauvignon (1.690 krónur). Þrumugóður Ástrali sem ræður við hvaða villibráð sem er. Veturinn er tími rauðvínanna en mörg- um þykir einnig gott að hafa hvítvín með, t.d. ef forrétturinn býður upp á slíkt. í verðflokknum í kringum þúsund krónur bættist mjög góð nýjung við á árinu eða Chardonnay-vínið „L“ frá Domaine Laroc- he (990 krónur). Suður-franskt vín er gefur Nýjaheimsvínunum ekkert eftir í verði og gæðum. Nýi heimurinn á hins vegar marga sterka leiki og einn sá sterk- asti í þessum verðflokki eru nýsjálensku Stoneleigh-hvítvínin, ekki síst úr þrúgun- um Chardonnay (1.090 krónur) og Sau- vignon Blanc (930 krónur). Önnur góð Chardonnay-vín eru Montes Chardonnay (1.010 krónur) og Lindemans Bin 65 (1.040 krónur). Af dýrari hvítvínum myndi ég vilja nefna annað vín frá Laroche, Premier Cru Chablis, er kostar 1.600 krónur, Mercurey (1.460 krónur), Pouilly-Fuissé (1.500 krónur) og Lindemans Pathway Char- donnay (1.430 krónur) sem sýnir að Ástr- alir geta einnig keppt í hvlta þungaviktar- flokknum. I ( K ! * i I I E I I i í I I §Hjálpræðis- herinn ) Kirkjustræti 2 Kl. 16.30: Fyrstu tónar jólanna. Umsjón Miriam Óskarsdóttir. Kveikt á jólatrénu. Helgileikur. Aðfangadagur kl. 18.00: Jóla- matur og jólafagnaður. Tilkynn- ið þátttöku í síma 561 3203. RauAarárstíg 26, Reykjavík, símar 561 6400,897 4608. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og aðfangadag kl. 14. Altaris- ganga öll sunnudagskvöld. Prestur: Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma og sunnudagaskóli í dag kl. 11.00. Ásmundur Magnússon prédikar. „Fyrstu skrefin“ í kvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir! e* j {/> Hallvnigarstíg 1 • simi 561 4330 Dagsferð 29. desember kl. 10.30. Síðasta Útivistar- ganga ársins. Endað verður með léttum veitingum í boði Kaffinefndar Útivistar. Allir velkomnir. Helgarferð 4.-5. janúar kl. 10.00. Þrettándaferð Jeppa- deildar i Bása. Jólin kvödd í Básum. Lagt verður af stað frá Hvolsvelli á laugardagsmorgun. Áramótaferð Útivistar i Bása: Uppselt. Netslóð: http://www.centrum.is/utivist S5? SomhjQlp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Barnagæsla. Samhjálparvinir vitna um reynslu sfna. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Dagskrá Samhjálpar um hátiðarnar verður sem hér segir: Aðfangadagur: Hátíðarsam- koma í Þríbúðum kl. 16.00. Sunnudagur 29. desember: Almenn samkoma í Þríbúðum kl. 16.00. Gamlaársdagur: Hátfðarsam- koma 1 Þrfbúðum kl. 16.00. Samhjálp. Hverfisgötu 105,1. hæð, sími 562 8866 Sunnudaginn 22. des. kl. 11: Fjölskyldusamkoma. Litlu jólin hjá Frelsishetjunum. Aðfangadagur: Hátíðarsamkoma fyrir alla fjölskylduna kl. 11.00. Við í Frelsinu óskum ykkur gleöilegra jóla. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Vegna nándar við jól fellur sam- koman niður í dag. Dagskrá jólahátíðarinnar: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00 Jóladagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.30. Sunnudagur 29. desember: Sjónvarpssamkoma með Billy Graham á RÚV kl. 10.30. Brauðsbrotning kl. 14.00. Kristið samftlag Kl. 16.30: Samkoma i Bæjar- hrauni 2, Hafnarfirði. Predikun: Jón Þór Eyjólfsson. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Bamastarf meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. KROSSINN Sunnudagur: Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Barnagæsla er meðan á samkomunni stendur. Jóladagur: Hátíðarsamkoma kl. 15.00. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Sunnudagur 29.12.: Almenn samkoma kl. 16.30. Gamlársdagur: Brauösbrotning kl. 14.00. Nýársnótt: Áramótafagnaður kl. 01. Nýársdagur: Hátíöarsamkoma kl. 20. Við óskum landsmönnum gleði- legrar fæðingarhátíðar frelsar- ans og fagnaðar á nýju ári í Jesús nafni. Þökkum samfylgd- ina á árinu sem er að líða. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund f dag kl. 14.00. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Fjölskyldusamkoma i dag kl. 17.00 þar sem barnakór KFUM og KFUK og kvennakór KFUK syngja. Jólasaga verður lesin og jólasöngvar sungnir. Síðan hefst jólatrésskemmtun fjölskyldunnar. ATH. Fyrir samkomuna verður hægt að fá heitt kakó og pipar- kökur. Allir velkomnir. Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin Hugleiðslukvöld Fjórði sunnudagur í aðventu. Kristín Þorsteinsdóttir. Nú er jólaorkan að komast í hámark. Komið og upplifið Krists-orkuna í sinni sterkustu mynd. Kristín Þorsteinsdóttir leiðir. Lára Stefánsdóttir, list- dansari kemur og dansar fyrir okkur f lok kvöldsins. Allir velkomnir. á VEGURINN Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi í kvöld kl. 20.00: Lofgjörðar- og tilbeiðslusamkoma. Aðfangadagur jóla: Hátíðarsamkoma kl. 17.00. Annar dagur jóla: Hátíðarsamkoma kl. 14.00. Fjölskyldusamkoma i Aðalstræti 4B kl. 11.00 f.h. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Almenn samkoma í Breiðholts- kirkju kl. 20.00. Vitnisburðir, einsöngur, lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. FERDAFÉLAG 4 ÍSLANDS MÖRKINNI6- SlMI 568-2533 Frá Ferðafélagi íslands Sunnud. 22. des. kl. 10.30 ESJA - Kerhólakambur (856 m). Verð kr. 1.000. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörkinni 6. 31. des. - 2. jan. (3 dagar) Þórsmörk - áramótaferð F.í. Vegleg áramótabrenna, kvöld- vökur og gönguferðir. Áramót i óbyggðum eru spennandi ævin- týri. Ósóttir miðar seldir eftir jól. Ferðafélag fslands óskar félags- mönnum og þátttakendum í ferð- um ársins gleðilegra jóla og þakkar ánægjuleg samskipti. Ferðafélag fslands. Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands Lokað verður frá 20. desember til 6. janúar. Þá hefst starfsemi á ný og bjóöa þá uppá einkatíma miðlarnir og huglæknarnir Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifs- dóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Margrét Hafsteinsdóttir, María Sigurðardóttir, Kristín Þor- steinsdóttir, Kristín Karlsdóttir og Þórunn Maggý Guömunds- dóttir. Auk þess býður Bjami Kristjánsson upp á umbreyting- arfundi fyrir hópa. Allar upplýs- ingar og bókanir eru í síma 551 8130 milli kl. 10 og 12 og 14 og 16 og á skrifstofunni, Garðastræti 8, alla virka daga. Á meöan lokað er má hringja í Bjarna Kristjánsson í síma 421 1873tilaðkomaáframfæri fyrirbænum. Gleðileg jól! Farsælt nýtt árl SRFf. i f Í (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.