Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ARAMOTASPURNINGAR TIL STJÓRNMÁLAMANNA MORGUNBLAÐIÐ hefur beint spurningum til forystumanna Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks, Samtaka um kvennalista og Þjóðvaka í tilefni áramóta. Spurningarnar og svörin fara hér á eftir: IKvótakerfíð hefur, verið mjög til umræðu að und- • anfömu vegna gagnrýni á framsal veiðiheimilda og brottkasts á físki. Telur þú æskilegt og nauð- synlegt að gera breytingar á þeim þáttum kvótakerfísins, sem mestri gagnrýni valda? 2Telur þú koma til álita að efna til þjóðaratkvæða- • greiðslu um þá grundvall- arspumingu, hvort taka beri upp veiðileyfagjald? Ný viðhorf era að skapast í samskiptum okkar við • Evrópubandalagið vegna sameiginlegs gjaldmiðils Evrópu- ríkja, sem taka á upp í ársbyijun 1999. Hefur sameiginlegur gjald- miðill áhrif á stöðu flokks þíns til aðildar íslands að ESB? 4Hver er afstaða flokks þíns til eignarhalds á óbyggð- • um Islands og nýtingu þeirra? Hvað er að þínu mati nauð- synlegt að gera til þess • að halda þeim stöðugleika, sem nú ríkir í efnahagsmálum? * Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra, formaður Framsóknarflokksins Ráðdeild og traust efnahagslíf bætir lífs- kjör og eykur atvinnu i. SJÁVARÚTVEGSAUÐLIND- IN nýtist íslensku þjóðinni best ef menn umgangast hana af varúð með framtíð komandi kynslóða að leiðarljósi. Ríkisvaldinu ber að tak- marka veiðamar með það í huga að hámarka afrakstur auðlindar- innar til lengri tíma litið lands- mönnum öllum til hagsbóta. Eng- inn vafí er á því í mínum huga að kvótakerfið, sem hér var tekið upp hefur dregið úr markaðsbrest- um og stóraukið verðmætasköp- unina í landinu. Engin mannanna verk era þó þannig að ekki megi fínna á þeim einhveija galla og er kvótakerfíð engin undantekning frá því. Tvennt hefur verið fyrirferðarmest í umræðunni að undanfömu. í fyrsta lagi gagnrýni á framsal aflaheimilda gegn greiðslu þar sem handhafar kvóta hafa fengið slíkar greiðslur til útgerðar sinnar. í öðru lagi krafa um að veiðileyfa- gjald verði tekið upp fyrir aðgang að auðlind sem er sameign þjóðar- innar. Þegar aflamarkskerfið var tekið upp var framsal aflaheimilda alger forsenda þess. Menn reyndu sam- hliða svokallað sóknarmarkskerfi sem reyndist illa og ljóst er að með því skipulagi hefði aldrei ver- ið hægt að ná þeim árangri sem nú hefur náðst. Framsóknarflokk- urinn hafði forystu um það á sín- um tíma í samvinnu við aðra stjómmálaflokka og hagsmunaað- ila að gera veigamiklar breytingar á skipulagi sjávarútvegsins. Breytingar eiga ekki að eiga sér stað breytinganna vegna og undir engum kringumstæðum megum við bijóta niður skipulag sem reynst hefur vel og hefur grund- vallarþýðingu fyrir hagsæld og velferð allra landsmanna. Greiðslur fyrir aflaheimildir eru alltof háar. Þær era mun hærri en nokkum gat órað fyrir í upp- hafí. Ef farið væri út í að banna þessi viðskipti, þ.e. framsal aflaheimilda, væri það skref afturá- bak og hefði mjög al- varlegar afleiðingar fyrir sjávarútveginn og raunar þjóðfélagið í heild. Á næstunni þarf að fara fram end- urskoðun á tveimur atriðum, sem hafa áhrif á framsal afla- heimilda og verð- myndun þeirra. í fyrsta lagi hafa verið settar takmark- anir á úthlutun á afla- heimildum til þeirra aðila sem ekki nýta sér rétt sinn ár eftir ár. Nauðsynlegt er að end- urmeta þessi ákvæði í ljósi reynsl- unnar og leita leiða til úrbóta, þannig að þau markmið sem stefnt var að náist betur. í öðru lagi er skattleg meðferð viðskipta með veiðiheimildir óljós. Skýrari reglur þarf að setja um söluhagnað og afskriftir, þannig að eðlilegur tekjuskattur sé greiddur í sameiginlega sjóði. Varðandi önnur atriði þarf að leggja til grundvallar að auðlindir hafsins eru sameign þjóðarinnar allrar sem eigendur fískiskipa hafa til afnota. Ríkisvaldið hlýtur ávallt að áskilja sér rétt til að hafa áhrif á skipan mála og endurmeta stöð- una í ljósi reynslunnar. Það er sjálfsögð krafa þjóðarinnar að þeir sem hafa þessa auðlind til afnota umgangist hana með fullri virð- ingu og með langtímahagsmuni þjóðarinnar allrar í huga. í því sambandi hef ég ekki viljað útiloka að ríkisvaldið selji í framtíðinni hluta af aflaheimildum á þeim sama markaði og útvegsmenn versla á. 2. Nei, ég tel að Alþingi sé full- fært um að taka farsæla ákvörðun í þessu máli. 3. Upptaka sameigin- legs gjaldmiðils Evr- ópuríkja felur ekki í sér grundvallarbreyt- ingu á afstöðu Fram- sóknarflokksins til að- ildar að ESB. Fram- sóknarflokkurinn leggur áherslu á að ísland eigi góð sam- skipti við Evrópusam- bandið og leitist með því við að hafa áhrif á þróun Evrópu framtíð- arinnar. Það er skoðun okkar að sjávarút- vegsstefna bandalagsins samrým- ist ekki íslenskum hagsmunum og útiloki aðild íslands að ESB. Aftur á móti er Ijóst að framkvæmd EES-samningsins er í traustum og föstum skorðum og það styrkir stöðu íslands í samskiptum við Evrópusambandið. Enda þótt ísland sé ekki aðili að Evrópusambandinu og taki þar af leiðandi ekki beinan þátt í þró- un myntbandalagsins, er ljóst að hún mun hafa veruleg áhrif á það umhverfi sem við hrærumst í á sviði efnahags- og peningamála. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að kynna okkur í tíma áformin um myntsamrunann í Evrópu og undirbúa okkur af kost- gæfni undir þau áform. ísland hafði frumkvæði á þessu ári um að ákveðið var að efnahagsnefnd EFTA kanni ítarlega áhrif sameig- inlegrar myntar á efnahags- og viðskiptaumhverfi EFTA-ríkj- anna. Margs er að gæta þegar áhrif sameiginlegs gjaldmiðils Evrópu á íslenskt efnahags- og atvinnulíf era metin. Þó er einkum þrennt sem ber að hafa í huga. í fyrsta lagi má gera ráð fyrir að sameigin- legur gjaldmiðill auki stöðugleika og styrki efnahag ESB-ríkja þegar fram í sækir. Við því er hins veg- ar að búast að þessi áhrif skili sér , Halldór Ásgrímsson hægt því umrædd ríki þurfa að yfírstíga margar hindranir áður en þau geta notið fulls ávinnings af hagkvæmari tilhögun gengis- mála. Betri og styrkari efnahagur Evrópu hefur hagstæð áhrif á ís- lenskan þjóðarbúskap. í öðra lagi mun sameiginlegur gjaldmiðill minnka viðskiptakostn- að innan Evrópu og fyrir vikið styrkja samkeppnisstöðu fyrir- tækja í ESB. Minni kostnaður og og aukin umsvif í Evópu hafa vafalítið jákvæð áhrif á efnahags- lífíð hér á landi. í þriðja lagi liggur í eðli máls að einstök ríki sem verða aðilar að myntsvæðinu afsala sér mögu- leikanum til að nota gengið í hag- stjórnarskyni. Þetta þrengir vita- skuld kosti einstakra ríkja innan ESB til að hafa áhrif á samkeppn- isstöðu með ráðstöfunum heima fyrir. Af þessu má sjá að um gagn- verkandi öfl er hér að ræða og verður ekki úr því skorið með vafa- lausum hætti hver áhrifín verða á íslenskan þjóðarbúskap. Brýnt er fyrir íslendinga að hafa nánar gætur á þróun mála í Evrópu og velja hagkvæmustu gengistilhög- unina sem jafnframt tekur eðlilegt mið af þörfum og sérstöðu íslensks efnahags- og atvinnulífs. 4. Framsóknarflokkurinn telur að miðhálendi ísland skuli nýtt í þágu þjóðarhagsmuna. Brýna nauðsyn ber til að afmarka það land og nýta það á sem skynsamlegastan hátt. Árið 1984 var skipuð nefnd til þess að gera drög að frumvarpi til laga um eignarrétt á almenn- ingum og afréttum og hefur hún nú skilað af sér framvarpi, sem nú er til meðferðar í ríkisstjórn- inni. Drög að svæðisskipulagi mið- hálendis Islands liggja nú fyrir hjá samvinnunefnd um svæðisskipu- lag miðhálendisins og mun hún skila endanlegum tillögum í byijun febrúar nk. Núverandi ríkisstjórn er staðráðin í að eyða óvissu um eignarréttarlega stöðu miðhálend- isins og beita sér fyrir lagasetn- ingu á grundvelli tillagna þeirrar nefndar sem fjallað hefur um málið. Með svæðisskipulagi og vel skilgreindri eignarréttarlegri stöðu miðhálendisins eru sköpuð skilyrði fyrir skynsamlegri nýtingu þess í þágu þjóðarinnar allrar. 5. Kjarninn í þeirri stefnumörkun sem kemur fram í fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1997 er sá sami og fyrir það ár sem nú er að líða. Hann er í stuttu máli sá að trúverðug og ábyrg rík- isfjármálastefna, sem leiðir til jafnvægis í ríkisbúskapnum, er forsenda þess að vextir geti lækk- að, að fjárfesting í atvinnulífínu taki við sér, að hagvöxtur komist á skrið, og það sem mestu máli skiptir, að störfum fjölgi og at- vinnuleysi minnki. Þessi efnahagsstefna stuðlar að stöðugleika í íslenskum efnahags- málum. Sú ráðdeild sem núverandi ríkisstjóm hefur sýnt í ríkisbú- skapnum og það trausta efnahags- líf sem við nú búum við hefur skapað skilyrði fyrir bætt lífskjör og aukna atvinnu á árinu. Til að viðhalda þeim stöðugleika sem ríkt hefur í íslenskum efna- hagsmálum að undanförnu þurf- um við að gæta þess vandlega að sýna áframhaldandi ráðdeild í rík- isfjármálum. Á næsta ári stefnir í verulegan halla á viðskiptum við útlönd sem aðallega stafar að mik- illi fjárfestingu. Því má færa gild rök fyrir aðhaldssemi í fram- kvæmdum hins opinbera á næsta ári. Mikilsvert er nú að spoma gegn raunvaxtahækkunum og gengishækkun íslensku krónunn- ar, sem gæti reynst útflutnings- greinunum þung í skauti. Þenslumerki má sjá á ýmsum sviðum efnahagsmála um þessar mundir. Þessi þensla getur ógnað stöðugleika í efhahagsmálum og ljóst er að spamaður í íslensku efnahagslífí er nú of lítill. Auk þess að ná fram spamaði með ráðstöfunum í ríkisQármálum er nauðsynlegt að lífeyrisspamaður og fijáls spamaður einstaklinga og fyrirtækja aukist. Ástand í efnahagsmálum þjóð- arinnar er nú almennt með besta móti. Þar ber hæst verulega aukn- ingu landsframleiðslunnar sem er um 5,5 prósent í ár. ísland skipar sér nú í hóp þeirra þjóða OECD þar sem hagvöxtur er mestur á þessu ári. Samhliða þessu hefur náðst veralegur árangur í höfuð- baráttumáli Framsóknarflokksins, minnkun atvinnuleysisins. Um 3.000 ný störf sköpuðust á árinu og góðar horfur era á því að mark- mið flokksins um 12.000 ný störf fyrir aldamót geti orðið að veru- leika. Náist það markmið verða það þáttaskil í atvinnulífí þjóðar- innar. Takist okkur jafnframt að tryggja stöðugleika í efnahagslíf- inu á næstu árum má gera ráð fyrir því að kaupmáttur fjöl- skyldna geti aukist að meðaltali um 15-20 prósent fram til ársins 2000 sem hlýtur að teljast mikill árangur. Mikilvægasta verkefnið á næst- unni til að tryggja framgang þess- ara markmiða er að gerðir verði skynsamlegir kjarasamningar, sem skapi réttláta tekjuskiptingu og sátt á vinnumat'kaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.