Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 12
12 C ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Met það mikils að vera á lífí í dag RAGNHILDUR Sigurðardóttir slasaðist alvarlega 23. maí síðastliðinn eftir fallhlífarstökk sem misheppnaðist. Hún var svokallaður farþegi með Rúnari Rúnarssyni fallhlífarstökkskennara þegar aðalfallhlífin náði ekki að opnast eðlilega og varafallhlífin, sem opnaðist í um 1.300 metra hæð, flæktist síðan í henni. Þau Ragnhildur og Rúnar féllu stjórnlaust til jarðar á malbikað bílastæði við hús Krabbameinsfélagsins norðan Bústaðavegar. Þetta var fyrsta og að eigin sögn síðasta fallhlífarstökk Ragnhildar, en hún hafði lengi gengið með það í maganum að stökkva með kennara en þrisvar sinnum hætt við það fyr- ir stökkið örlagaríka. Ragnhildur margbrotnaði við lendinguna á bílastæðinu, og segir hún að versta brotið Morgunblaðið/Golli RAGNHILDUR Sigurðardóttir við æfingar á Grensásdeild, en þar hefur hún verið dagsjúklingur frá því í byn'un desember. hafi verið opið beinbrot á hægri fæti og einn- ig hafi hællinn á vinstri fæti brotnað illa. Þá mjaðmargrindarbrotnaði hún og olnboga- brotnaði á hægri handlegg og vísifíngur hægri handar brotnaði. Vinstri handleggur- inn slapp hins vegar alveg og hún slapp að mestu við höfuðmeiðsl, en hún hélt um höfuð sér í lendingunni. Rúnar slapp mun betur en Ragnhildur, en hann ristarbrotnaði á báðum fótum og hnéskelin á hægri fæti brotnaði. I æfingum fimm tíma á dag Ragnhildur dvaldist á Borgarspítalanum til 12. ágúst og þaðan fór hún á Grensás- deild þar sem hún dvaldi fram í desember. Síðan hefur hún verið dagsjúklingur þar og er hún í stöðugum æfingum í fimm tíma á dag alla virka daga. „Ég geng með hækjur og má reyndar ekki stíga nema með um 40 kg þunga í hægri fótinn og þó gengið hafi erfiðlega með hælinn á vinstri fæti þá get ég stigið af full- um þunga í þann fót,“ sagði Ragnhildur í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði að sér hefði gengið svona upp og ofan að jafna sig andlega eftir slysið, en fyrstu dagana upplifði hún stökkið aftur og aftur í draumi. Hún sagðist hafa mikið sam- band við Rúnar og foreldra hans og það hefði reynst sér mjög vel. „Það kemur ein- staka sinnum svona sjokk, en þetta gengur samt allt saman alveg rosalega vel og maður metur það mikils að vera á lífí í dag,“ sagði Ragnhildur. Þegar Ragnhildur slasaðist starfaði hún hjá happdrætti DAS þar sem faðir hennar er forstjóri. Hún sagðist verða frá vinnu í nokkra mánuði í viðbót þar sem hún þyrfti líklega að vera í æfingum fram á vor, en þetta færi þó líklega allt eftir því hve dugleg hún yrði við æfingarnar. „Þetta er allt upp á við, að minnsta kosti verður maður að vona það,“ sagði Ragnhildur. Ragnhildur Sigurðardóttir slasaðist alvarlega í fallhlífarstökki Stolt 18 ára stúlka á efsta þrepi verðlaunapalls á Evrópumóti Stund mikilla tilfínninga * SLENDINGAR eignuðust Evrópu- meistara í frjáls- íþróttum innanhúss á árinu er Vala Flosa- dóttir, ÍR, stökk allra kvenna hæst í stang- arstökki á Evrópu- meistaramótinu í Stokkhólmi 8. mars. Vala stökk 4,16 m og setti íslands- og Norð- urlandamet um leið auk þess sem hún átti góðar tilraunir við Evrópumet, 4,23 m, en felldi naumlega. Nýorðin 18 ára stóð hún á efsta þrepi á stórmóti og hafði meðal annars skotið Evrópumethafanum og fyrrum heimsmethafa, Danielu Bartovu frá Tékklandi, ref fyrir rass. „Ég var rosalega stolt að standa á efsta þrepi verðlaunapallsins og heyra íslenska þjóðsönginn leik- inn. Það kom kökkur í hálsinn og ég var að springa af gleði. Þetta var stund mikilla tilfinninga," sagði Vala er hún var innt eftir því hvernig henni hefði liðið á þessari stundu. „Fyrir mótið hafði ég ekki gert mér neinar vonir um verðlaun, ég ætl- aði að gera mitt besta og sjá hversu langt það fleytti mér.“ Þess má geta að Vala bætti sinn fyrri árangur inn- anhúss um 5 sm á mótinu. „Árangurinn á Evr- ópumeistaramótinu stendur tvímælalaust upp úr þegar ég horfi til baka yfir árið. í ársbyij- un hafði ég auðvitað sett mér það takmark að bæta mig og það tókst svo sannarlega." Vala lét ekki þar við sitja og í sumar staðfesti hún glæsilega frammistöðu sína á Evrópumeist- aramótinu með því að setja heims- Vala Flosadóttir met unglinga og Norðurlandamet fullorðinna er hún stökk 4,17 m á móti í Bordeaux í Frakklandi í lok september. Þetta er sjötti besti árangur heims í greininni. „Það var gaman að geta lokið keppnis- tímabilinu á glæsilegan hátt og betra gat það ekki orðið.“ Vala segir að góður árangur á árinu hafí breytt framtíðaráform- um hennar. „Ég lauk stúdents- prófí í vor og ákvað þá að taka mér tveggja ára hvíld frá námi og einbeita mér eingöngu að æf- ingum og keppni í stangarstökki og sjá hvaða árangur það gæfi mér.“ Hún æfir á hverjum degi og auk þess tvisvar á dag þijá daga vikunnar. Hún býr með móð- ur sinni í Svíþjóð og segist ætla að vera þar áfram. „Það eru fleiri kostir að vera hér en heima við æfíngar og þess vegna er ég ekki á heimleið. Það breytir ekki þeirri staðreynd að ég er íslendingur og keppi fyrir ísland. Svíar vildu eigna sér mig fyrir Evrópumeistaramótið en ég hef gert þeim grein fyrir að svo verði aldrei þó þeir megi eiga smáhluta af árangri mínum. Enda hefði ég aldrei byijað að æfa stangarstökk ef ég væri búsett á íslandi." Björgúlfur Þorvarðarson var hætt kominn er báti hans hvolfdi Þakklæti efst í huga BJÖRGÚLFUR Þorvarðarson, kennari í grunnskólanum á Hellu og bóndi á Hrafntóftum II í Djúpárhreppi, komst lífs af ásamt félaga sínum, Gylfa Gunnars- syni, þegar báti þeirra hvolfdi á Kvíslavatni sunnan Hofsjökuls að kvöldi 20. ágúst sl. Þeir voru að veiðum en þriðji maðurinn, Guðjón Valdimarsson, beið þeirra í landi. Talið er að góður fatnaður, björgunarvesti og hárrétt viðbrögð hafi bjargað lífi þeirra félaganna. Utanborðsmótorinn stóð á sér og þegar Björgúlfur og Gylfi reyndu að koma honum í gang skipti engum togum að báturinn steyptist undan þunga þeirra og honum hvolfdi. Gylfí komst fljótlega í land af eigin rammleik en Björgúlfur fór undan vindi lengri leiðina að landi. Honum tókst að skreiðast upp í fjöruna, en var þá orðinn svo dofínn Morgunblaðiö/Aðalheiður Högnadðttir BJÖRGÚLFUR Þorvarðarson ásamt hestum sínum og hundi heima á Hrafntóftum. af kuldanum að hann missti meðvitund. Hann lá meðvitundarlaus í fjöruborðinu í um það bil tvo klukkutíma áður en honum var bjarg- að um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og var líkamshiti hans þá kominn niður í 29 gráður á Celsius. Er viðkvæmari fyrir kulda Aðspurður um hvort honum hafí orðið meint af volkinu segir Björgúlfur að auðvitað hafí það tekið sinn tíma að jafna sig, en nú sé hann aftur kominn í gott form. „Þó finn ég að ég er aðeins viðkvæmari fyrir kulda en ég var áður,“ segir hann. Björgúlfur segir þessa lífsreynslu hafa haft áhrif á sig til góðs. „Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem stóðu að björguninni og einnig þakklæti til Guðs fyr- ir það að fá að vera á lífi og láta gott af mér leiða. Ég lít því björtum augum til fram- tíðarinnar." Hann hefur ekki farið á vatnið eftir að hann lenti þar í lífsháskanum en gerir þó síður en svo ráð fyrir því að hann hætti að veiða. „Þetta er eins og að detta af hest- baki, maður fer alltaf á bak aftur,“ segir Björgúlfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.