Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 10
10 C ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKIÐ BAKVID FRÉTTIRNAR í i i í I ÁRIÐ 1996 verður fólki misjafnlega eftir- minnilegt. Hjá sumum hefur það markað djúp spor og sársaukafull, en hjá öðrum verið tími sigra, gleði og athafna. Morgun- blaðið ræddi við nokkra einstaklinga sem komu við sögu í fréttum ársins sem er að líða. Mikill gestagangurá Hótel Skaftafelli meðan umbrotin voru í Vatnajökli og á Skeiðarársandi Sáum dætur okkar ekki nema sofandi á nóttunni HJÓNIN Anna María Ragn- arsdóttir og Jón Benedikts- son hótelhaldarar í Freys- nesi urðu fyrir óvæntum gestagangi í október og nóvember síðastliðnum. Fréttamenn frá öllum heimshom- um fylltu skyndilega svefnskálana í Hótel Skaftafelli og í matsalnum var skipst á nýjustu upplýsingum og getgátum um hamfarir í jöklin- um á ýmsum tungumálum. Einn skálinn varð að rannsóknarstofu íslenskra vísindamanna sem dag- lega skoðuðu, greindu og þefuðu af illa lyktandi jökulvatni úr Skeið- ará. Vegagerðarmenn á stórvirkum vinnuvélum litu í kaffi milli þess sem þeir mokuðu sandi og gijóti í vamarvirki. Allir mændu upp til jökulsins þaðan sem flóðið var væntanlegt, vegagerðarmenn áhyggjufullir, fjölmiðlamennimir allt að því með tilhlökkun og aðrir með blöndu af spenningi og ótta. Anna María og Jón höfðu lítinn tíma til annars en að sinna enda- lausum óskum gestanna. „Mesta álagið var af alls kyns snúningum og af því að svara fyrirspumum í síma,“ segir Anna. „Þetta hefði ekki verið neitt mál ef það hefði bara verið maturinn og gistingin. Það var að jafnaði einn maður allan daginn í því að svara í símann. Vinnudagurinn var frá klukkan sex á morgnana og tij klukkan eitt eða tvö á nóttinni. í raun voram við 3-4 að vinna sama verk og tólf manns vinna hérna á sumrin." Dæturnar hjá ömmu Dætur hjónanna, fjögurra og sjö ára gamlar, vom í pössun hjá ömmu sinni meðan á ósköpunum stóð. „Ég veit ekki hvernig við hefðum farið að ef hún hefði ekki verið til stað- ar. Við sáum börnin ekki öðruvísi en sofandi á nóttunni." Anna María og Jón eru reyndar ekki óvön mikilli aðsókn en hótelið hefur byggst mjög hratt upp á síð- ustu ámm. Hjónin fluttu að Freys- nesi árið 1987. „Einhvern veginn heillaði Reykjavík okkur ekki. Ég kem frá Skaftafelli og Ragnar Stef- ánsson, pabbi minn, var þar lengi þjóðgarðsvörður. Foreldrar mínir höfðu á þessum tíma hug á að flytja frá Skaftafelli og koma sér upp húsi á jafnsléttu og því byggðum við saman íbúðarhúsið. Þau hvöttu okkur geysilega til að fara út í hótelreksturinn, því þau höfðu rekið sig á í mörg ár að þetta vantaði." Anna og Jón leigðu fyrst út nokk- ur herbergi í íbúðarhúsinu sumarið 1988. Nú em komnir fjórir svefn- Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson. HÓTELHALDARARNIR í Freysnesi, Anna María Ragnarsdóttir og Jón Benediktsson. skálar með gistirými fyrir um hundrað manns og veitingasalur. Síðast var bætt við húsi með tólf herbergjum í vor. Anna segir að ekki séu áætlanir um meiri stækk- un, en útilokar þó ekkert. Allt uppbókað fyrir næsta sumar 011 herbergin eru þegar uppbók- uð fyrir næsta sumar. „Pantanirnar vom flestar komnar í september, áður en gosið hófst, þannig að þvi leyti breytti það litlu fyrir okkur," segir Anna. „En við verðum greinilega vör við að þessir atburðir hafa komið bæði hótelinu og sveitinni á kortið, ég heyri það til dæmis á fólki er- lendis. Ég býst við að það verði töluverð umferð af fólki hér í sum- ar sem vill skoða ummerki hlaups- ins. Reyndar eigum við von á hópi milli jóla og nýárs sem kemur í þessum tilgangi. Það hafa líka ein- staklingar hringt og spurt hvort opið sé á jólunum. Svarið er nei. Við lokum um jól og fram yfir ára- mót, þó við gemm undantekningu með þennan eina hóp, enda verða þau stutt. Ég hugsa að dætur okk- ar myndu flytja að heiman ef við tækjum okkur ekki frí.“ ! I I i t I í i i i i i i i Sólveig Þorvaldsdóttir nýr framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins Morgunblaðið/Golli SÓLVEIG Þorvaldsdóttir ræðir viðbúnað á Skeiðarársandi þegar hlaupið úr Grimsvötnum hófst. Stórt stökk að flytja heim frá Kalifomíu MIKIL umskipti urðu í lífi ungrar konu, Sólveigar Þorvaldsdóttur, á árinu en eftir sjö ára búsetu í Bandaríkjunum flutti hún til íslands og tók við starfi fram- kvæmdastjóra Almannavama ríkisins. Sólveig, sem er 35 ára gömul, hefur langa og víðtæka reynslu af björgunarstörfum hér heima og í Bandaríkjunum. Hún er verkfræð- ingur frá Háskóla íslands og með MS-gráðu í jarðskjálftaverkfræði frá Johns Hopkins há- skóla í Baltimore. Undanfarin ár hefur hún unnið að rannsóknum á afleiðingum jarð- skjálfta í Kaliforníu. Viðbrigðin við heimkomuna vom mikil að mati Sólveigar. „Það er stórt stökk að flytja til íslands frá Kaliforníu og þar að auki taka við rekstri ríkisfyrirtækis, en ég er ánægð í starfí og tel mig því hafa tekið rétta ákvörð- un.“ Hún hefur hreiðrað um sig í lítilli íbúð í miðbænum og kveðst kunna vel við sig. „Ég sakna þess þó sem Kalifornía hefur upp á að bjóða, sérstaklega að geta ekki stundað fall- hlífarstökk allan ársins hring.“ Sólveig segir það ekki hafa slaðið sér fyrir þrifum að vera ung kona í starfí framkvæmda- stjóra Almannavama, þvert á móti. „Ég hef ekki fundið fyrir neikvæðum athugasemdum hvað það varðar en flestum finnst sem betur fer sjálfsagt að ráða konur til stjórnunar- starfa ef þær þykja hæfar. Ef einhver er í vafa um svo sjálfsagðan hlut, þá er það þeirra vandamál en ekki mitt.“ Starf framkvæmdastjóra Almannavama ríkisins er erilsamt en Sólveig kveðst hafa gert lítið annað en að vinna frá því hún hóf störf í apríl sl. „Stofnunin þarf að hafa sam- starf við fjölda fólks en nánustu samstarfsað- ilarnir em almannavamaráð, 55 almanna- varnanefndir sem starfa víða um land, stjórn- ( stöðvarlið Almannavarna ríkisins, björgunar- samtök og Rauði kross íslands. Verkefnalist- inn er nánast ótæmandi og í engu samræmi við fjölda starfsmanna, en nú starfa fjórir á skrifstofunni auk mín.“ Gosið og hlaupið góður skóli Það kom í hlut nýráðins framkvæmdastjóra að bera ábyrgð á og stjórna samhæfingu að- ( gerða þegar eldsumbrotin í Vatnajökli hófust og síðar hlaupin úr Grímsvötnum. „Menntun mín og starfsreynsla hefur kennt mér ýmis- ( legt um hvernig bregðast skuli við náttúru- hamfömm. Mér féllust því ekki hendur en hamfarirnar voru mér lærdómsríkur og góður skóli þar sem ég áttaði mig betur á hvernig almannavarnakerfið virkar og hvert hlutverk mitt er nákvæmlega. Því má ekki gleyma, að margir hafa mikla reynslu á þessu sviði og veittu mér góða aðstoð.“ Áramótaheit Sólveigar er að stunda líkams- j rækt í meiri mæli en undanfarna mánuði, en það telur hún vera lífsnauðsynlegt. „Einnig ætla ég að gera mitt besta til að efla almanna- ( varnir í landinu eins og kostur er.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.