Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 C 31 ingar ríkisstjórnarinnar höfðu ekk- ert annað fram að færa en að allir hinir væru að gera það - þess vegna þyrftum við líka, - af því bara. Dr. Jane Kelsey, lagaprófessor frá Nýja-Sjálandi, sem kom hingað til lands um miðjan desember, flutti mjög fróðlegt erindi um þær þjóðfé- lagsbreytingar sem hrundið hefur verið í framkvæmd í heimalandi hennar en óvíða hefur verið gengið eins hart fram í anda peningafijáls- hyggju og einmitt þar. í máli henn- ar kom fram að breytingarnar voru framkvæmdar samkvæmt pólitískri hugmyndafræði en lítið gefið fyrir dóm reynslunnar. Þannig má segja að hægri menn og vinstri menn hafí haft með sér hlutverkaskipti því fyrr á öldinni höfðu eindregnir vinstri menn og sósíalistar hug- myndafræði upp á vasann sem þeir vildu laga samfélagið að en hægri menn voru íhaldssamari og vísuðu óspart til sögunnar og reynslunnar. Afleiðingar þeirrar stefnu að einkavæða almannaþjónustuna eru smám saman að koma í ljós. Þann- ig hefur verið sýnt fram á að vatns- veitur, rafmagnsveitur, sorpeyðing, heilbrigðisþjónusta sem einkavædd hefur verið víðs vegar um heiminn á síðustu árum hefur safnast á hendur örfárra fjölþjóðlegra auð- hringa sem nú soga til sín án af- láts skattpeninga í krafti einokun- araðstöðu sinnar. Þetta verður að sjálfsögðu ekki stöðvað fyrr en stjórnmálamönnum verður gert að færa haldgóð rök fyrir máli sínu og ekki látnir komast upp með að svara spurningum sem varða al- mannaheill út í hött. Það skyldi aldrei vera að oftrú á hugmynda- fræði, hina réttu skoðun, geti verið varasöm? í anda hugmyndafræði reynir ríkisstjórnin nú að skapa launa- kerfi þar sem dregið verði úr vægi grunnlauna en hluti launa verði viðbót þar ofan á. Þessi viðbót eða launaviðbit einsog það hefur verið nefnt, myndi hins vegar ekki hlotn- ast öllum og yrði á valdi forstöðu- manna og forstjóra. Þessari breyt- ingu er einnig verið að reyna að koma á annars staðar á Norður- löndum gegn harðri andstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Þetta fellur vel að forstjórahugmynda- fræði ríkisstjórnarinnar en gengur þvert á kröfur samtaka launafólks um almennar grunnkaupshækkan- ir. Styrkjum innviðina Það kom mörgum óneitanlega óþægilega á óvart að samninga- nefnd Reykjavíkurborgar skyldi bjóða upp á svipaða hugmynda- fræði og fjármálaráðuneytið við upphaf kjaraviðræðna með áherslu á arðsemi, árangursmat og hin svo- kölluðu viðbótarlaun. Enda þótt árangursmat á vinnustöðum kunni sums staðar að eiga við, geta við- semjendur launafólks hvort sem þeir eru hjá ríki, sveitarfélögum eða á almennum markaði, ekki firrt sig ábyrgð á því að hækka almennt grunnkaup hjá öllu því starfsfólki sem býr við lága kauptaxta, einnig hjá þeim sem hafa skerta starfs- getu og eru ekki líklegir til að stand- ast strangasta árangursmat og arð- semismælingar. Vissulega má meta árangur á margvíslegan hátt og við tilteknar aðstæður getur verið rétt að meta árangur til launa. En um hitt verður vart deilt að í almanna- þjónustunni, í skólastofunni, á sjúkraganginum eða í löggæslunni verður erfítt að koma við árangurs- mati svo eitthvert vit sé í. Hér er einfaldlega um að ræða þjónustu sem á ekki að lúta lögmálum mark- aðar. Nýsjálenski fyrirlesarinn sem vitnað var til benti sérstaklega á, að alvarlegasta tjónið sem unnið hefði verið á nýsjálensku þjóðfélagi hefði verið að umbreyta allri vel- ferðarþjónustunni í eins konar fyrir- tæki sem gert var að hugsa meira um arðsemi en þjónustu við þegn- ana. Og það er óhugnanleg stað- reynd en umhugsunarverð, að það var Verkamannaflokkurinn sem reið á vaðið með þessar breytingar, uppnuminn af því hve nútímalegur hann væri með nýjustu hugmynda- fræðina upp á vasann. Dr. Kelsey sagði að menn hefðu ekki áttað sig á því fyrr en um seinan að forsenda kröftugs at- vinnulífs væri öflug samfélagsþjón- usta og þéttriðið öryggisnet velferð- arsamfélagsins. Þannig væru frjáls markaður og samfélagsleg velferð- arþjónusta ekki andstæður heldur hvort um sig og í góðri sátt for- senda þess að þjóðfélagið dafnaði. Léleg samfélagsþjónusta.misskipt- ing og ójöfnuður dregur hins vegar máttinn úr fólki og veikir þar af leiðandi allt efnahagslíf. Siðlausar kvótagjafir Löngu er kominn tími til að ís- lendingar reyni í alvöru að sporna við aukinni misskiptingu í landinu. Fiskkvóti er að safnast á örfárra manna hendur sem fyrir opnum tjöldum braska með sameiginlega auðlegð þjóðarinnar. Afnema þarf auðsöfnun í skjóli einkaleyfa. Af- nema þarf gjafír til útgerðarfyrir- tækja og gera eigendum þeirra að greiða skatta og gjöld einsog af öðrum atvinnurekstri. Nú eru menn í óða önn að koma gjafafénu fyrir í útlöndum og því ekki seinna vænna að stöðva þennan ósóma og sjá til þess að mönnum verði gert að skila til baka eignum sem urðu til með þessum hætti. Og á- sama tíma og þúsundir manna ganga um atvinnulausar og fátækt verður sýnilegri með hverj- um deginum sem líður er stórefna- fólki veittur skattafsláttur af arði sem nemur hundruðum milljóna. Þannig voru lögin um fíármagns- tekjuskatt sem samþykkt voru á árinu enn ein varðan á leið þjóðar- innar til aukinnar misskiptingar. Þessa vegferð þarf að stöðva. Og hér hafa verkalýðshreyfíngin og félagsleg öfl verk að vinna. Að því verki þurfa menn að beina öllum kröftum sínum. Það er einnig hlutverk verkalýðs- hreyfingarinnar að standa vörð um vinnustaðinn og alla sem þar starfa. Og það hlutverk á hún að rækja á gagnrýninn hátt, óháð allri flokka- pólitík. Verkalýðshreyfíngin fæst að sjálfsögðu við pólitík og er þann- ig rammpólitísk í eðli sínu. En flokkspólitísk er hún hins vegar ekki enda eru innan hennar vé- banda einstaklingar úr öllum fylk- ingum stjórnmálanna. Sérstaða verkalýðshreyfíngarinnar liggur í því að tryggja að jafnræði sé með launafólki og þeim sem fara með völdin í þjóðfélaginu hveiju sinni. Hún á að stuðla að félagslegu verð- mætamati í þjóðfélaginu öllu, ekki síður hjá þeim sem fara fram í nafni félagshyggjunnar en hinna sem slíkum sjónarmiðum eru and- vígir. Trúverðug stefna og forgangsverkefni Ef ekki væri fyrir hendi kröftug verkalýðshreyfing hefði launafólk veika stöðu gagnvart eigendum og stjórnendum fyrirtækja og stofnana og á vettvangi stjórnmálanna hefði stefnumörkun oft orðið á annan veg en raun ber vitni. Verkalýðshreyf- ingin er þannig ein af meginuppi- stöðum fjölþátta samkeppnisþjóðfé- lags og í raun er hægt að fullyrða að frjáls og gagnrýnin verkalýðs- hreyfing sé forsenda lýðræðis. Það er mjög mikilvægt að verka- lýðshreyfíngunni takist að blása til gagnsóknar gegn þeirri stefnu sem er að leiða þjóðina inn í öngstræti misskiptingar og misréttis. Ekki leikur á því nokkur vafi að þegar verkalýðshreyfingunni hefur tekist að sameinast um trúverðuga stefnu í atvinnu-, skatta-, velferðar- og launamálum mun það hafa afger- andi áhrif á vettvangi stjórnmál- anna, ekki aðeins til skamms tíma heldur á stjórnmálaþróun komandi ára. Á þessu ári hefur aflast meira en dæmi eru um, enda verður mönn- um tíðrætt um góðæri. Það er verk- efni í kjarasamningunum sem nú eru framundan að sjá til þess að góðærið skili sértil þjóðarinnar allr- ar, ekki fáeinna útvalinna. Og að sjálfsögðu á það að vera forgangs- verkefni að tryggja að þær kjara- bætur sem um verður samið skili sér á samsvarandi hátt til atvinnu- lausra, öryrkja og lífeyrisþega. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri: Möguleikar tilfrekari atvinnu- sköpunar FLEIRI erlendir gestir heimsóttu okkur á árinu 1996 en nokkru sinni fyrr á einu ári og svo virðist sem íslendingar hafí verið meira á ferð um eigið land en áður. Þannig eru ýmsar vís- bendingar um meiri umsvif í íslenskri ferða- þjónustu en fyrr þó end- anlegar upplýsingar liggi á þessari stundu ekki fyrir um fjölda gistinátta, gjaldeyris- tekjur og fleiri mikil- væga þætti. Þessi vöxt- ur gefur okkur vonir um að frekari möguleikar séu til áframhaldandi atvinnusköpunar og arðsemi í ferðaþjónustu hér á landi. „Gestir þjóðarinnar" Á síðustu 50 árum hafa rúmlega þijár og hálf milljón erlendra gesta sótt okkur heim, þar af um sextán hundruð þúsund síðustu tíu árin. Það er vitað að í ferðaþjónustu er máttur umtalsins meira virði en öll hefðbundin markaðssetning. Vinir, kunningjar og ættingjar segja frá reynslu sinni af ferðalögum. Þessar milljónir útlendinga, sem hafa dval- ið sem gestir hjá okkur hafa flestir sagt frá kynnum sínum af landi og þjóð. Hér gegnir þjóðin lykilhlut- verki. Þjóðin er gestgjafínn, við höfum boðið þessum gestum að dvelja hér, skoða okkar heimkynni og verða hluti af okkar daglega lífi um stund. Erlendir gestir eru „gest- ir þjóðarinnar“ og við erum gestir einstakra landshluta á ferðum okk- ar um eigið land. Viðmót þjóðarinn- ar, hvort sem er í verslun, á sund- stað, safni eða bensínstöð getur skipt sköpum um þá mynd sem við skiljum eftir í huga gestsins. Sú mynd ræður því hvort hann hefur áhuga á að koma aftur í heimsókn og hvernig hann ber okkur söguna. Við getum í reynd öll átt þátt í því að auka möguleika okkar til enn frekari gjaldeyrisöflunar með því að gera sem flesta gesta okkar að „ís- landsvinum" til lífstíðar. Eins einfalt og það kann að virðast, getur kurt- eisi, hlýlegt viðmót og bros verið verulega gjaldeyrisskapandi sam- hliða hefðbundinni markaðsvinnu. En það er ekki einungis viðmótið sem hefur áhrif á líðan gestsins. Umhverfið sem stendur gestum okkar til boða skiptir miklu máli. Við tökum til, hendum rusli og lát- um allt lita vel út, þegar von er á gestum. Hver skyldu áhrif umhverf- is á íslandi vera á gesti okkar? Hið náttúrulega umhyerfi fær samkvæmt könnunum ágætiseink- unn erlendra gesta. En hvað um hið manngerða? Við höfum frá nátt- úrunnar hendi fengið sérstakt land í hendur, sem við erum búin að breyta með búsetu okkar í 1.100 ár. Því er ekki að neita að farið er að bera á athugasemdum gesta um þær breytingar okkar. Hvað um hönnun? Allar byggingar og fram- kvæmdir eru hluti af umhverfínu. Höfum við lagt okkur nægilega eft- ir því að skapa íslenska hönnun, sem fellur að og samræmist hinu nátt- úrulega umhverfí? Eru stór alþjóðleg auglýsingaskilti í íslenskri náttúru, svo dæmi sé tekið, hluti þess um- hverfis sem á að tryggja okkur ágætiseinkunn í umhverfismálum á næstu öld? Höfum við lagt okkur eftir því að skapa þjóðlega hönnun í samræmi við menningararf okkar, eða eru byggingar okkar í ósamræmi við okkar náttúrulega umhverfí og menningu? Þessu er varpað fram hér til umhugsunar að taka ábyrga ákvörðun. Hvers konar íslandi vilj- um við skila til afkomenda okkar? Hvernig ætlum við að lifa af landinu og hvemig munu einstakar atvinnu- greinar nýta það? Mikilvægi samvinnu og stærri eininga Þegar litið er til þeirra þátta, sem koma til með að skipta sköpum i þróun ferðaþjónustu í heiminum á næstu áratugum em vísbendingar um að við Islendingar höfum frá náttúmnnar hendi ýmsa þá þætti sem munu höfða til ferðamanna næstu áratuga. En það er ekki nóg að hafa möguleikana. Það þarf að nýta þá og gæta þess að spilla ekki forsendum þeirra. Þá þarf að kynna möguleikana og selja okkar þjónustu innanlands og utan. Orðið „Ieeland" er ekki auðvelt í sölu, svo við verðum að leggja harðar að okkur en samkeppnisaðilamir og vinna saman að okkar markmiðum. ísland er raunverulega örlítil sölueining á alþjóðleg- um mörkuðum, en ótrú- legur fjöldi aðila er að markaðssetja þessa litlu sölueiningu. Það er mín skoðun að við þurfum stærri fyrirtæki í íslenskri ferðaþjón- ustu. Nær öll fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu eru lítil nema Flug- leiðir. í vaxandi samkeppni hlýtur að verða tilhneiging til frekari sam- vinnu sem leiði til færri og stærri eininga. Þetta er þróunin í öðram atvinnugreinum á Islandi og um allan heim. Til að ná árangri á næstu áratugum er það mitt mat að þetta sé okkur lífsnauðsynlegt. Ferðaþjónustan á íslandi þarf aukið fjármagn til vaxtar eins og aðrar atvinnugreinar. Sjávarútveg- ur og fleiri hafa náð til sín auknu fjármagni með stækkun eininga og með opnun fyrirtækjanna. Ferða- þjónustan hlýtur að leita hliðstæðra leiða. Flugleiðir era í reynd eina fyrirtækið í ferðaþjónustu, sem er virkt á opnum hlutabréfamarkaði hér á landi. Þeir sem vilja fjárfesta í ferðaþjónustu hafa því aðallega þtjá möguleika; að fjárfesta í Flug- leiðum, kaupa fyrirtæki eða hefja eigin atvinnustarfsemi. Margirvelja síðasta kostinn og því fjölgar fyrir- tækjum í ferðaþjónustu ört. Á þessu ári hafa t.d. verið gefin út 27 ný leyfi til reksturs ferðaskrifstofa, sem flestar era ennþá lítil fyrirtæki. Auðvitað verða alltaf til frum- heijar, eins og þeir sem með hug- myndum sínum og áræðni lögðu grunninn að íslenskri ferðaþjón- ustu. Því verður alltaf til og á að vera ákveðinn fjöldi einheijafyrir- tækja, ef svo má að orði komast. En aukin samvinna er þeim nauð- synleg. Þau þurfa að vera hluti stærri eininga sem sinna m.a. ýms- um meginþáttum í markaðsmálum og fleiri atriðum svo sem gæðamál- um. Með auknu frelsi eru stöðugt fleiri möguleikar að opnast fyrir starfsemi á erlendum mörkuðum. íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eiga því möguleika á því að hasla sér völl á mörkuðum sem telja hundrað milljóna íbúa. Þetta hafa íslensk flugfélög gert og skapað þannig gjaldeyristekjur með „úthafsveið- um“. Þessir möguleikar munu erifr- aukast árið 1997. Það er mín skoð- un að þróunin verði sú að fyrirtæk- in í ferðaþjónustu stækki og verði opin fyrir ijárfestum, fyrirtæki sem hafa nægjanlega fjárhagslega getu til að standa að vöraþróun og mark- aðssetningu á þann hátt sem sam- keppni næstu áratuga krefst í al- þjóðaviðskiptum. Ég tel ekki að okkur takist að ná til erlendra fjár- festa fyrr en við opnum fyrirtækin frekar og gerum þau aðgengilegri. Það hefur sýnt sig í öðram at- vinnurekstri að fólk er tilbúið að leggja áhættufjármagn í fyrirtæki, þegar það fær tækifæri til þess á hlutabréfamarkaði. íslensk ferðaþjónusta hefur sýiít* að í henni býr mikill kraftur. Nú þarf að virkja þennan kraft til frek- ari vaxtar og samvinnu bæði á inn- lendum markaði og erlendum. Byggja þarf upp arðbærari ferða- þjónustu til næstu aldar. Það er enginn metnaður fólginn í því að ætla að byggja upp ferðaþjónustu sem stendur jafnfætis samkeppnis- aðilunum að gæðum. Eini mögulegi kosturinn er að vera betri. Við höfum möguleikana fólgna j landinu og þjóðinni og krafturinh er fyrir hendi í ferðaþjónustunni. Þessa krafta þarf að virkja til frek- ari arðsemi. Sú virkjun má ekki vera á kostnað auðlindarinnar sem er grundvöllur vaxtarins, landsins sjálfs. Ég þakka öllum innan ferðaþjón- ustunnar, opinberum aðilum og öðr- um, sem með miklum dugnaði hafa enn aukið umsvif og mikilvægi at- vinnugreinarinnar einstaklega ánægjulegt samstarf. Gleðilegt, gjöfult og gæfuríkt ár. ndunnk skarifúpk zSilfjiir- ocj jullskadcjcifnr meö íslenskum náttiícusleinum, pectum og demöntum WICANDERS GUMMIKORK í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIKORK róar gólfin niður! ÞÞ &co Jólagjafír fyrír bútasaumskonur: Bútapakkar, bækur, sníð, verkfæri, gjafabréf og fleíra. 0VIRKA ,Mörkin 3, sími 568 7477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.