Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 C 27 stýringu og mismunun á milli vöru- tegunda. Koma þarf á lægri virðis- aukaskatti í einu þrepi enda felst mikil neyslustýring í núverandi tveggja þrepa kerfi. Með því að leggja skattinn á í einu þrepi væri kerfið gert einfaldara og réttlátara og búast má við því að draga myndi stórlega úr undanskotum. Lækkun skatthlutfallsins gæti hjálpað til við þetta, auk þess sem slík skatta- lækkun myndi koma almenningi mjög vel, þar sem með henni gætu skapast forsendur fyrir lækkun verðs á vörum og þjónustu. Hér hefur verið vikið stuttlega að tveimur tegundum skatta, en að sjálfsögðu þarf einnig að huga að öðrum sköttum þegar stefnan í þeim málum er ákveðin. Raunar er mikilvægt að stjórnvöld marki sér skattastefnu til framtíðar, þannig að atvinnulífið og almenningur geti gert áætlanir og ráðstafanir fram í tímann án þess að eiga sífellt á hættu að teknar verði einhveijar kollsteypur í skattamálum sem geta gerbreytt öllum forsendum fyrir áætlununum. Um leið og hugað er að skatta- málum er mikilvægt að tekið verði á hinni hljóðlátu skattheimtu sem á sér stað hjá „eftirlitsiðnaði" hins opinbera. Byrði íslenskra fyrirtækja af völdum gjalda til hinna ýmsu eftirlitsaðila hefur þyngst á undan- förnum árum. Þessi tegund skatt- heimtu er ekki eins sýnileg og hin hefðbundna en getur orðið mjög kostnaðarsöm, bæði í beinum út- gjöldum og einnig vegna minni framleiðni fyrirtækjanna ísland og Evrópa Á næsta ári lýkur ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins. Þá mun sam- bandið hefja viðræður við þau ríki sem þegar hafa sótt um aðild. Versl- unarráðið hefur lengi hvatt til þess að fagleg umræða fari fram um kosti og galla þess að ísland gerist aðili að ESB. I því_ sambandi hefur verið bent á að ísland hefur nú þegar tekið yfir meginhluta löggjaf- ar ESB og ákvarðanir stofnana sambandsins hafa nú áhrif innan- lands án þess að við eigum beinan þátt í þeirri ákvarðanatöku. Bent hefur verið á að aðild tryggi betur að starfsumhverfi atvinnulífsins verði sambærilegt því sem tíðkast í samkeppnislöndunum og auki lík- ur á því að ísland verði á landa- korti erlendra fjárfesta. Bent hefur verið á það að aðildarsamningur breyti Rómarsáttmála og fordæmi séu fyrir breytingum til að koma til móts við ný aðildarríki, þó svo að þær séu útilokaðar í upphafi við- ræðna af embættismönnum ESB. Að síðustu hefur verið bent á að EES-samningurinn tryggi ekki hagsmuni okkar til allrar framtíðar og í honum sé að finna opið örygg- isákvæði sem nota megi gegn sjáv- arafurðaútflutningi íslendinga. Við þetta má bæta að við íslendingar höfuð fengið nokkra reynslu af EES-samningnum. Hann hefur haft í för með sér margháttaðar fram- farir fyrir atvinnulífið í landinu sem ólíklegt er að hefðu náðst fram ella. Á sama hátt líta margir í atvinnulíf- inu til ESB-aðildar sem mikilvægs framfaraskrefs enda hefur reynslan kennt þeim að vantreysta því að íslenskir stjórnmála- og embættis- menn hafi að eigin frumkvæði for- göngu um hrinda mikilvægum framfara- og jafnræðismálum í framkvæmd. Þessi atriði þarf að ræða á málefnalegan hátt en ekki með fyrirframgefinni niðurstöðu. Það Evrópusamband sem samið yrði við á næsta ári, með 15 vina- og frændþjóðum, er mun líklegra til að hafa skilning á íslenskum sérhagsmunum en Evrópusamband 26 ríkja, þar sem mörg hinna nýju aðildarríkja hafi litla sem enga þekkingu á íslenskum aðstæðum. 1997 - ár aðhalds og sóknar Á komandi ári þarf að gæta þess að uppsveiflan í efnhagslífinu fari ekki úr böndunum með tilheyrandi verðbólgu, viðskiptahalla og er- lendri skuldasöfnun. Þar ráða mestu aðgerðir hins opinbera og komandi kjarasamningar. Áfram- haldandi stöðugleiki er grundvallar- forsenda bættra lífskjara á komandi árum. Ríkisstjórninni, atvinnurek- endum og launþegum ber að standa vörð um stöðugleikann um leið og mikilvægt er að þeir vinni mark- visst að því að bæta samkeppnis- hæfni íslensks atvinnulífs (og þar með framtíðarlífskjör í landinu) með því að gera skilyrði þess eins hag- stæð og best þekkist annars stað- ar. Við megum ekki gleyma því að Island á í samkeppni við önnur lönd um fólk, og ef ungir, hæfileikaríkir íslendingar telja að aðstæðurnar séu betri og tækifærin fleiri annars staðar, er raunveruleg hætta á að margir þeirra setjist að erlendis til frambúðar og menntun þeirra, reynsla og hæfileikar nýtist ekki til framtíðaruppbyggingar íslensks at- vinnulífs. Hægt er að vinna gegn þessari þróun með því að bæta að- stæður í íslensku atvinnu- og efna- hagslífi og sú skylda hvílir á for- ystumönnum í stjórnmálum, at- vinnurekstri og verkalýðsmálum að leggja sitt af mörkum til að svo megi fara. Ólafur B. Ólafsson, formaður Vinnuveit- endasambands íslands Góðærið hefur skil- að sér OKKUR íslendingum hefur miðað vel áfram síðustu árin og við erum bersýnilega á réttri leið í efnahags- legu tilliti. Hagvöxtur er mikill, störfum íjölg- ar, atvinnuleysi minnk- ar, kaupmáttur vex, af- koma atvinnulífs er góð og fjárfestingar fara vaxandi. Verðbólgan hefur haldið sig við 2% mark- ið síðustu árin. Það er betri árangur en menn þorðu að vona fyrir nokkrum misserum. Þetta er sama verð- bólgustig og er að jafn- aði í okkar viðskipta- löndum þrátt fyrir að launahækkan- ir hér á landi hafi verið meiri en víðast í nálægum löndum. Þessar aðstæður hafa tryggt stöðugt gengi og lagt grunn að vaxandi framleiðni og aukinni verð- mætasköpun sem nú birtist í batn- andi afkomu fyrirtækja, ríkissjóðs og ekki síst alls almennings. Allir tiltækir mælikvarðar sýna verulega aukinn kaupmátt almenn- ings. Þannig jókst kaupmáttur launa á síðasta samningstímabili um 6-7% skv. opinberum mælingum. Við þetta bætist síðan hækkun ráðstöf- unartekna vegna skattfrelsis lífeyr- issjóðsiðgjalda. Góðærið hefur þannig sannanlega skilað sér til almennings og framundan eru tæki- færi til að halda áfram á sömu braut aukinnar verðmætasköpunar og batnandi kjara. Reynslan kennir að eina leiðin til að bæta kaupmátt launa með varanlegum hætti er að stuðla að raunhæfum launabreytingum sem fyrirtækin hafa ráð á og leggja höfuðáherslu á sem lægsta verð- bólgu. En þá reynir á hagstjóm stjómvalda því mistök á þeim vett- vangi geta gert að engu þann árangur sem stefnt er að í kjara- samningum. Það var því ánægjuefni að stefnt skyldi að afgangi í fjár- málum ríkisins á næsta ári og frest- un framkvæmda. Stórauknar tekjur ríkis og sveitarfélaga hefðu átt að auðvelda stjórnmálamönnum að ná þeim árangri. Það var því miður að minna yrði úr en að var stefnt því nú eru bæði tilefni og tækifæri til að greiða niður hluta af þeim skuldum ríkisins sem söfnuðust á stöðnunar- og samdráttarárunum. Þenslumerki hafa verið að birtast í verulega aukinni einkaneyslu og fjárfestingu. Þrátt fyrir að fjárfest- ingar hafi aukist þá eru þær ekki miklar sögulega séð og beinast aug- un því að einkaneyslunni. Einka- neyslan hefur aukist langt umfram kaupmáttarþróun almennings og því fer skuldsetning heimilanna enn vaxandi. Innfluttur þáttur einka- neyslunnar hefur aukist mest og því hefur viðskiptahalli og erlend skuldasöfnun haldið innreið sína á ný. Sú staðreynd olli því að Seðla- bankinn sá sig knúinn til þess að beita sér fyrir vaxtahækkunum og við því er ekkert að segja, því það er hlutverk hans að beita þeim tækjum sem hann hefur yfir að ráða til að veita viðnám gegn öfug- þróun í peningamálum þjóðarinnar. Fijálsir ijármagnsflutningar og markaðsskráning gjaldmiðils okkar er tiltölulega ný skipan sem við höfum ekki séð allar hliðar á. Auk- ið frjálsræði og markaðsákvarðanir veita markaðsaðilum, þ.m.t. aðilum vinnumarkaðar, aukið aðhald. Þannig er gengi krónunnar ekki lengur fellt með ákvörðun í ríkis- stjórn. Það hækkar eða lækkar með samanlögðum aðgerðum aðilanna á markaðinum. Þannig fellur gengið væntanlega í einni svipan ef trú þessara aðila brestur á stöðugt gengi. Ábyrg hegðun aðila vinnu- markaðar er því ein forsenda stöð- ugs gengis. Aðilar vinnumarkaðar eru nú að fóta sig á grundvelli breyttra leik- reglna í nýrri vinnulöggjöf. Við- ræðuáætlanir voru gerðar skv. lög- um og viðræður hófust tveimur mánuðum áður en samningar runnu út. Þótt viðræður hafi ekki skilað mönnum langt fram veginn þá tel ég að þessum tíma hafi ekki verið illa varið og að nýir samningar komist fyrr á en ella hefði orðið. Á sama tíma og þetta gerist virð- ist verkalýðshreyfingin vera ósam- stæðari en áður, bæði á einka- og opinberum markaði, sem í sjálfu sér stuðlar að lang- dregnu samningaferli. Viðbrögð VSÍ við óskum um dreifðari samninga hefur verið tillaga um nýjan þátt; fyrirtækjaþátt samn- inga. Þessa hugmynd höfum við kynnt m.a. til að búa til farveg fyr- ir aukið vægi fastra launa í heildartekjum. Flutningur jrfirvinnu- greiðslna yfir í föst laun verður ekki gerður með pennastriksaðferð- um og frómum óskum í kjarasamn- ingum í Karphúsinu. Það er alveg ljóst. Það getur hins vegar gerst ef forsendur skapast og aðstæður myndast fyrir skapandi samstarfi starfsmanna og stjórnenda úti á vinnustöðunum. Afkoma atvinnulífsins í heild hefur verið góð á þessu ári eins og síðustu tvö árin. Hún er þó afar misjöfn og lökust í veigamestu út- flutningsgrein okkar, botnfisk- vinnslunni, sem er mikið áhyggju- efni. Þrátt fyrir afkomubata hefur í fjölda fyrirtækja ekki náðst að jafna upp það gríðarlega tap sem myndaðist í lok síðasta áratugar í kjölfar þenslunnar sem þá var ný- gengin yfir. Afkoma atvinnurekstr- ar á Islandi er nú sambærileg við það sem algengt er í nálægum lönd- um. Nauðsynlegt er að svo verði áfram þannig að fjárfesting í ís- lensku atvinnulífi verði samkeppn- ishæf í samanburði við aðra kosti, innlenda sem erlenda, sem fjárfest- um bjóðast. Góð afkoma í atvinnu- lífinu er jafnframt forsenda íjár- festinga og fjölgunar starfa. Miklar væntingar hafa verið að byggjast upp hjá almenningi um bætt lífskjör og fjölmargir orðið til að kynda undir þeim. Svo virðist sem illa skilgreint ástand sem nefnt er góðæri megi ekki komast á öðru- vísi en að það eigi að fela í sér lífs- kjarabyltingu. Þær vonir sem al- menningur elur með sér beinast nú í farveg þeirra kjarasamninga sem í hönd fara og birtast í kröfum stétt- arfélaga um kjarabætur sem nema mörgum tugum prósenta. Öllum ætti að vera ljóst að slíkar kröfur eru fremur byggðar á huglægu en raunhæfu mati á svigrúmi til kjara- bóta. Það er því enn nokkuð í það að við sjáum til lands í kjaraviðræð- unum. Þrátt fyrir að nú sem endranær sé útlit fyrir að erfiðir kjarasamn- ingar séu í uppsiglingu þá trúi ég því að samtökunum á vinnumarkað- inum takist að leysa úr ágreinings- efnum sínum með friðsamlegum hætti. Svo mikið er víst að keðju- verkandi vinnudeilur skapa ekki svigrúm til kjarabóta, hvorki í bráð né lengd. Þvert á móti. Við vinnu- veitendur sem sameinaðir erum undir merkjum VSÍ munum ganga til samninga af fullri ábyrgð, trúir þeirri sannfæringu sem reynslan hefur sannanlega kennt okkur, að hóflegar launabreytingar á grund- velli stöðugs verðlags og gengis krónunnar, er sú blanda meðala sem skilar landsmönnum heilbrigðu efnahagslífí sem staðið getur undir bættum kjörum og fjölgun starfa. Ég óska landsmönnum farsældar og friðar. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ Eflum starfsemi Hafrann- sókna- stofnunar VIÐBURÐARÍKT ár í sjávarútvegi er að baki. Fyrirsjáanlegt er að heildaraflinn fari í fyrsta sinn yfir tvær milljónir tonna. Því veldur fyrst og fremst aukinn afli uppsjávarfíska, loðnu- og sfldar. Fjár- festing í bræðslum, nótaskipum og búnaði til manneldisvinnslu síldar hefur verið mikil. Það skiptir miklu máli að vel takist til við veið- araar og viðunandi verð fáist fyrir afurðimar, að ekki sé talað um að friður haldist á vinnu- markaðnum. Þjóðin hefur verið að vinna sig hægt og bít- andi upp úr efnahags- legum öldudal undanfarin ár. Þjóð- arsáttasamningarnir í upphafí ára- tugarins skiptu sköpum í þeirri efnahagslegu uppbyggingu, sem er að skila sér í batnandi lífskjörum. Með þessum samningum var brotið blað í kjaraviðræðum. Aðilar vinnu- markaðsins gerðu þjóðinni grein fyrir hvaða valkostir væm í boðj með einföldum og skýrum hætti. í kjölfarið voru svo gerðir skynsam- legir kjarasamningar sem tóku mið af raunverulegum aðstæðum í efna- hagslífinu. Þeim aðilum úr röðum launþegahreyfingarinnar sem því miður hafa ávallt haldið fram ýtmstu launakröfum var vikið til hliðar í þessum samningum. Skyn- semin bar þá ofurliði. Vonandi verð- ur svo einnig í þetta skipti. í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú eru hafnar er nauðsynlegt að samkomulag náist um að við- halda stöðugleikanum og lágu verð- bólgustigi svo sneiða megi hjá koll- steypum fyrri ára. Góð lýsing á verðbólgu er sú að hún stafi aðal- lega af því að skynsamir menn komist að óskynsamlegum niður- stöðum. Slíkar aðstæður hafa því miður of oft skapast við gerð kjara- samninga á árum áður, sem leitt hafa til mikilla verðlagshækkana og lakari lífskjara almennings í kjöl- farið. Það er kaldhæðnislegt að í öllu því umróti kjaradeilna, sem ein- kennt hafa íslenskt þjóðfélag síðast- liðin þijátíu ár hafí raunverulegur kaupmáttur einungis aukist að meðaltali um eitt prósentustig á ári. Nú bregður aftur á móti svo við að kaupmáttur launa hefur auk- ist um 8% síðastliðin tvö ár vegna þess árangurs, sem náðst hefur með lækkun verðbólgu. Það er fyrst og fremst greiðslugeta atvinnuveg- anna og staða okkar á alþjóðlegum samkeppnismarkaði sem ræður því fyrst og síðast hvaða laun er hægt að greiða. Það er áhyggjuefni hve aðgangs- harka hins opinbera til gjaldtöku og aukinna skattaálaga á sjávarút- veginn hefur vaxið undanfarin ár. Nú hefur ríkisstjórnin samþykkt að hækka umtalsvert tryggingagjaldið á þau laun sem greidd eru í sjávar- útveginum. Fyrir sjávarútveginn þýðir þessi gjaldtaka ein um 645 milljón króna hækkun gjalda miðað við heilt ár þegar hækkunin hefur komið fram að fullu. Þessar nýju byrðar mun fyrirsjáanlega valda miklu tjóni á atvinnustarfsemi á landsbyggðinni sem í dag á víða í vök að veijast. Breytingar, sem orðið hafa í sjáv- arútveginum undanfarin ár með því að gefa fijálst fiskverð og taka upp kvótakerfi með framseljanlegum veiðiheimildum hafa skilað mikil- vægum árangri. Hvortveggja hefur miðað að því að styrkja efnahags- legan grundvöll sjávarútvegsins og stuðla að hóflegri nýtingu fiskimið- anna umhverfis landið. Samtök út- vegsmanna og sjómanna stóðu í upphafí saman að þessum breyting- um, enda er hér um sameiginleg hagsmunamál að ræða, sem miðað hafa að því að styrkja afkomu greinarinnar til framtíðar. Sjó- mannaforystan virðist nú hafa orðið viðskila á þessari sameiginlegu veg- ferð og gerir ítrekaða kröfu um að allur fiskur verði seldur á fiskmark- aði og framsal veiðiheimilda verði afnumið. Samtök útvegsmanna eru mótfallin slíkri ákvörðun og telja að þessar kröfur sé byggðar á mis- skilningi sem þurfí að leiðrétta. Það er staðreynd að laun sjó- manna hafa að meðaltali hækkað umfram annarra í þjóðfélaginu und- anfarin ár. Ef allan físk ætti að bjóða upp á fiskmark- aði yrði að bjóða upp þann físk sem veiddur er af vinnsluskipum. Það eitt mundi hafa slæma afleiðingu fyrir tekjumöguleika sjó- manna og samkeppn- isstöðu greinarinnar. Eitt megineinkenni íslensks sjávarútvegs er að oft eru það sömu aðilar sem veiða og verka sinn físk. Þessir aðilar eru ekki tilbúnir að kaupa aflann í gegn- um fískmarkað með til- heyrandi kostnaði og óhagræði fyrir þá. í yfirgnæfandi tilvikum semja þessir aðilar við sjómenn um hvað greitt skuli fyrir aflann, án nokkurra vandkvæða. Fiskmarkaðir henta aft- ur á móti vel fyrir þær útgerðir, sem ekki eru tengdar fiskvinnslu. Þannig hafa aðilar í sjávarútvegi fundið þær leiðir til verðlagningar á afla sem henta hveijum og einum best, án utanaðkomandi afskipta. Framsalsréttur veiðiheimilda í kvótakerfínu er hornsteinn þess. Ef framsal yrði afnumið hlytist af mikið óhagræði fyrir sjávarútveg- inn og sá ávinningur, sem kvóta- kerfið hefur skilað greininni á und- anfömum árum mundi tapast. Kost- ir framsalsréttarins byggjast á því að fiskiskip geta sérhæft sig í veið- um á einstökum tegundum. Fiski- skip geta einnig farið til veiða utan lögsögunnar og aflað reynslu á nýjum miðum án þess að verða af veiðiheimildum á heimamiðum. Hæpið er að nokkru skipi hefði verið haldið til veiða á fjarlægum miðum ef kvótakerfið hefði ekki verið til staðar. Með því að flytja á skip veiðiheimildir sem það vanhag- ar um er hægt að nýta betur afla- heimildir í öðrum tegundum þegar líður á árið. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að físki sé hent fyrir borð. Síðast en ekki síst hefur hagkvæmni kvótakerfisins leitt til betri rekstrarafkomu í flotanum, sem hefur skilað sér í tryggari af- komu sjómanna. Fiskveiðar utan íslenskrar lög- sögu hafa fengið vaxandi þýðingu undanfarin ár. Til þess að hefja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.