Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 24
,24 C ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ STJÖRNUSPÁIN (21. mars - 19. apríl) ANDSTÆTT nautinu er hrúturinn ekki þolinmóður. Hann kann vel við að ljúka verkum í tömum og vinna hratt, enda er hann hress og lifandi. Hann er stundum fljótfær og vill hætta í hálfkláruðu verki. Hann á það til að missa hluti út úr sér og líkist þar bogmanninum sem stundum segir vanhugsaða hluti og særir oft holsáram án þess að átta sig á því. Aldraðir hrútar era þekktir fyrir orku sína og hressleika og slá oft við sér mun yngra fólki enda era þeir gjaman heilsuhraustir. Hrúturinn elsk- ar rauða liti og klæðist gjarnan fötum í þeim litum og hann er ekki feim- inn við að klæða sig framúrstefnulega. Karlmannshrútur er stundum rómantískur og oft er spennandi að vera í sambandi við hann enda þykir honum stöðugleiki og öruggt líf leiðinlegt l tilhugalífinu leikur hann riddara og stelur hjarta stúlknanna hratt og örugglega. Hrútar era oft piparsveinar og líður best þannig. Hrútakonan er mjög góð í ýta málum úr höfn en samverkamenn henn- ar læra fljótt að þegar líður á verkefnin er betra að skipta um mann í brúnni. Hrútakonan er oft talin fijálslynd og bjartsýn og vill keppa við karlmenn, líka f ástarlífínu. Yfirleitt ert þú framagjöm kona sem treystir ekki á karlmanninn til að sjá fyrir þér og heimilinu. Það mun ýmislegt krydda líf þitt á komandi ári og þá skiptir hjúskapar- staða þín engu. Þú gætir farið í ferðalag og rómantíkin liggur í loftinu. Þú yfírsteigst margar hindranir á síðasta ári og nú nýtur þú ávaxtanna. Leystu þig undan skuldbindingum sem gera ekkert annað en að gera þér lífið erfitt. Fólk í vogar- og hrútsmerki mun koma verulega við sögu á árinu, hvort sem það er í ástarlífinu í vinnu eða öðra. Haltu þig ná- lægt þessu fólki til að kynnast fleira fólki. Agúst mun verða eftirminnilegasti mánuður ársins og þar munu jafnvel verða breytingar á þínum högum til góðs, ferðalög liggja í loftinu oog ákaflega heitt ástarsamband kætir hjarta þitt. í október munt þú verða framarlega í ákvarðanatökum og þetta er tími til að byija aftur á byijun ýmsum hlutum. í janúar er best að huga að vinnunni og sölu fasteigna en notaðu febrúar til að koma þér í mjúkinn hjá fólki sem getur hjálpað þér. Mars _gæti orðið skemmtilegur mánuður en í maí berast þér óvæntir peningar. I nóvember gengur þú inn í dulúðugt tímabil, hugaðu að andieg- um málum og passaðu þig að hafa allt á hreinu í skattamálum. í desem- ber áttu gleðileg jól og þú sérð að þú hefur ýmsu áorkað á árinu. Þú munt heillast af stjörnuspeki og finnur þig knúinn til að kafa ofaní það mál og gerir það jafnvel að aðaláhugamáli þínu. Frægt fólk í Hrútnum er meðal annars: Christopher Walken, Eddie Murphy, Emma Thompson, Marlon Brando, Björgvin Halldórsson, Eyjólfur Kristjánsson, Þórhiidur Þorleifsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir. (20. apríl - 20. maí) ÞRJÓSKUR eins og naut, er samlíking sem oft er gripið til og er hún oft ekki ijarri lagi þegar naut á í hlut því það er fast fyrir, stundum gjörsam- lega óhagganlegt þegar það hefur bitið eitthvað í sig og þrautseigt. Naut- in reiðast sjaldan en geta misst stjóm á sér i reiðikasti ef ástæðan er rik. Annars er nautið friðelskandi merki og góðlegar manneskjur era gjaman naut. Atvinnurekendur sækjast eftir nautum í vinnu því þau era dugleg en þau kunna að slaka á og era munaðarseggir, stundum svo miklir að það nálgast nautnasýki. Þolinmæði er stór kostur hjá nautum. Nautinu finnst gaman úti í náttúrunni. Leti getur oft orðið því til trafala og þröng- sýni telst til ókosta nautsins. Karlnautið vill hafa fast land undir fótum. Það gætir vel að hveiju skrefi sem það tekur, hvort sem er í ákvarðanatökum eða öðra. Nautið er reiðu- búið að leggja á sig mikla vinnu til að ástvinum þess liði vel. Þolinmæði þín og þrautseigja tryggja þér velgengni og þú siglir hægt en öragglega að hveiju takmarki sem þú setur þér. Sum naut hafa nautn af því að hafa fallega hluti í kringum sig og það er nauðsynlegt fyrir það því það er heimakært. Nautakonan er mjög upptekin af fegurð hluta í kringum sig. Sjálfsagt ert þú náttúruvemdarmaður. Hún fær alltaf allt sem hún vill. Einn mesti kostur þinn er góð yfirsýn og innsæi í verkefnum sem þú tekur þátt í. Nautakonan er fræg fyrir að hafa fallegan háls og þú skalt ekki vera feimin við að draga hann fram með skrauti og bera hann sem mest þú mátt. Sjálfsagt áttu nóg af skartgripum. Þú elskar tónlist Willie Nelsons. September á eftir að verða eftirminnilegasti mánuður ársins. Eiginfjár- staða þín batnar, þér gengur vel í vinnunni og von er á ijölgun í fjölskyld- unni. Steingeitur og krabbar sækjast eftir félagsskap þínum og þá helst fólk sem heitir nöfnum sem byija á H. í janúar lýkur þú verkefni sem þú ert búinn að vinna lengi að. I febr- úar ættir þú að rækta sambönd við annað fólk. í mars kemur það vel til greina að þú munir sigra í einhverskonar samkeppni og ef ekki það þá í happdrætti. í maí fer þig að langa að flytja og þú lætur það jafnvel eftir þér. í júní munt þú leita meira inn á við en með þeim árangri að eftir þér verður tekið og þú munt jafnvel njóta almannahylli. í október gæti eitt- hvað breyst í starfi, starfsvettvangur þinn gæti breyst. I desember munt þú ná að binda ýmsa lausa enda og þér er óhætt að byija strax að hlakka til ársins 1998. Frægt fólk í merkinu er meðal annars: Daniel Day Lewis, Elísabet Breta- drottning, Saddam Hussein, Tori Spelling, Jóhannes Páll páfi, Halldór Laxness, Ingólfur Margeirsson, Ólafur Ragnar Grímsson Sigurður Helga- son og Helga Möller. (21. maí-20. júní) TVÍBURAR er félagslynt fólk sem ann sér aldrei hvíldar i leit sinni að nýjum hugðarefnum og verkefnum til að takast á við. Hann hefur hæfi- leika til að vinna að mörgum málum f einu, og hefur rika þörf fyrir að tjá sig. Hann lítur á lffið eins og leik enda er hann yfirleitt léttur í skapi en hann vill oft láta skynsemi stjóma tilfinningum sínum. Það neikvæða við tvíburann er að hann vill oft lofa upp í ermina á sér, eða þá að hann vill týna málum þegar hann hefur of mörg járn f eldinum í einu og margir myndu lýsa dæmigerðum tvíbura sém ábyrgðarlausum og eirðarlausum. Karlmenn í merkinu vilja oft forðast að bindast öðra fólki tilfinningabönd- um og vilja jafnvel halda í strákinn í sér í lengstu lög, era einskonar Pét- ur Pan dýrahringsins og þeir vill alltaf vera með f fjörinu og tekur það óstinnt upp ef haldið er partý og honum ekki boðið. Tvfburakonan er sjálfbjarga. Þær sem ekki hafa gengið menntaveginn ganga sinn eigin og mennta sig heima ef ekki býðst annað og hugurinn starfar svo hratt að soðið getur á honum og þá er nauðsynlegt að kæla um stund. Ekki halda að rútína muni einhvemtíma eiga við þig en pass- aðu þig samt á að týna þér ekki í ysnum og þysnum. Veittu fólki í krabba, ljóni og vatnsbera athygli á árinu. Þú munt eign- ast nýja vini, þú gætir orðið ríkur og frægur en það er ekki loforð. Draum- ar verða að veraleika, kannski margir smáir. Giftum tvíburum er bent á að nú er rétti tíminn til húsnæðiskaupa eða búferlaflutninga en ef þú ert einhleypur er gifting vænleg. í skammdeginu í janúar er ráðlegt að klæðast dökkum fötum og taka virkan þátt í féiagsstarfi og eru þá stjórnmál álitlegur kostur. Líklegt er að menn sem heita nafni sem byijar á L eða U verði í vegi þínum, bæði á jákvæðan hátt og neikvæðan. Happatalan er þrir. f mars gæti tvíburinn lagst í ferðalög og þá er gott að líta í bók og jafnvel taka sér penna í hönd. Daður kryddar tilverana en ekki ganga í vatnið, meyjan gæti tekið frá þér orku. Vinahópurinn, sem þegar er stór, gæti stækkað með vorinu og flutningar liggja í loftinu og nú gætu fískamir fangað athygli þfna, sem gæti leitt til hamingju ef þú ferð vel að þeim. í júní gerast minnisverðustu atburðir ársins og í júlí eru það fjármálin sem taka fritíma þinn, komdu lagi á þau. Gefðu börnunum aukinn tíma. Kynhvötin fær vökvun í október og munúð og óróleiki fylgir henni. Félags- skapar þíns verður vænst yfir jólahátfðina og þú munt eiga enn ánægju- legri jól en árið á undan. Frægt fólk í merkinu era meðal annarra: Naomi Campell, Nicole Kid- man, Bob Dylan, Johnny Depp, Bubbi Morthens, Bragi Ásgeirsson, Hrafn Gunnlaugsson, Kristján Jóhannsson og Guðrún Agnarsdóttir. (23. september - 22. október) VOGIN er listræn og hún elskar stíl og fágun, hvort sem það er í hugs- un, klæðavali, húsgagnavali eða öðra. Fegurð hluta skiptir hana meira máli en notagildi þeirra. Af þessum sökum er oft erfítt að gera henni til hæfis og gefa henni gjöf sem hún er fyllilega ánægð með. Dæmigerð vog er félagslynd og jákvæð. Hún ætti að falla flestum í geð enda leggur hún sig fram við það og segir jafnvel ekki alltaf það sem henni finnst til að særa ekki tilfinningar annarra. Hún er lika stundum tvfstígandi í ákvarðana- tökum og það getur reynst hvimleitt og aðrir verða þá að taka af skarið til _,að hjálpa henni. Hún á það þó til að reiðast, sérstaklega þegar hún ver ástvini sína. Vogarkarlmaðurinn er ávallt heillandi í framkomu og heldur andlitinu þótt hann standi frammi fyrir einhverskonar óreglu eða radda- legri framkomú þó innra með honum rótist upp tilfinningar. Vogarkonan hefur oft verið nefnd ástargyðja enda er leitun að öðram eins kvenleika og fágun í klæðaburði. Efast má þó um litasmekk hennar þegar kemur að fatavali en hún er skelfilega hrifin af bleikum litum og pastellitum. Maður myndi þá ætla að allar vogir væra snoppufríðar en svo þarf alls ekki að vera. Vogin er karlmannlegt merki og margir kvenmenn- imir f merkinu gjalda fyrir það. Margar kynbombur sem hafa gist þennan heim hafa verið vogir og þó þær séu ljóskur í útliti býr oft undir viðkvæmn- islegu og blíðu yfirborðinu harðsoðinn kvennagli. Það er stór skammtur af ást, virðingu, aðdáun og þakklæti sem liggur f loftinu f kringum vogina á næsta ári. Það eru góðir tímar framundan. Vogin ætti að gefa fjölskyldu sjnnj gaum á árinu og sýna henni ástriki. Það mun verða þó nokkuð um útstáelsi á voginni á fyrsta mánuði ársins. Reyndu að passa upp á heilsuna í mars og athugaðu að tunglstaða gæti haft slæm áhrif á sálarlíff þitt 24. mars. Taktu einhveija skemmtilega myndbandsspólu. í apríl skaltu taka ákveðin sambönd þín og kunningja eða vinnufélaga til athugunar og hugsaðu um einn dag i einu út mánuð- inn. Þú er geysilega sjálfsörugg í júnf og þig langar í ferðalag en í júlí tekur vinnan við og þar viltu standa þig eins vel og þú getur enda era möguleikar á stöðuhækkun innan seilingar. 1 ágúst skín sólin á vogirnar og þær slaka á meðal ástvina. Haustið er orkumikið enda var orku safnað um sumarið. Þetta kemur sér vel í desember sem verður óvenju annasam- ur mánuður en tryggt er að árið verður ánægjulegt allt til enda ef þú marist aðalatriðið, fjölskylduna. Frægt fólk í voginni: Julio Iglesias, Tim Robbins, Will Smith, Bera . . Nordal, Friðrik Sophusson, Guðbergur Bersson, Silja Aðalsteinsdóttir og Ólafur Jóhann Ólafsson. (23. október - 21. nóvember) SPORÐDREKINN er tilfinningaríkt merki og hneigist að dularfullum málum og leyndardómar ýmiss konar fanga huga hans. Þvf kemur ekki á óvart að margir sálfræðingar era sporðdrekar. Sporðdrekinn á auðvelt með að sjá í gegnum fólk og hjálpar þar til næmi hans og einbeiting en hann vill komast nálægt fólki og kynnast því vel. Hann á það þó til að ráðast til atlögu með niðurrífandi athugasemdum og oft fá þeir sem hafa gert á hlut hans að kenna á því frá honum síðar meir. Sporðdrekinn hefur gaman af að takast á við nýja og spennandi staði og því er honum ráðlagt á næsta ári að eyða sumarfríinu fjarri borg og bæ, jafnvel við klifur í flöllum. Sporðdrekinn er hrifinn af kraftmikilli sí- gildri tónlist sem og þungri danstónlist og þungarokki en rómantfkin er aldrei langt undan og dulúðleiki tangótónlistarinnar heillar hann ákaflega mikið. Flestir sporðdrekar hrifast af djúpum dökkum litum en þó era ein- staka sporðdrekar hrifnir af ljósum og látlausum litum. Sporðdrekamaðurinn er talinn sá kynþokkafyllsti í Dýrahringnum. Hann eignar sér þær konur sem hann elskar og ef hann þarf að vinna ástir konu þá hættir hann ekki fyrr en i fulla hnefana. Á yfirborðinu er sporðdrekakonan köld og yfirveguð en ástríðumar ólga hið innra. Þú ert mjög einbeitt þegar kemur að því að byggja upp sam- band við karlmann. Karlmaður skyldi ekki leika sér með tilfinningar konu í Sporðdrekamerkinu. Mundu að hún er fæddur rannsóknarlögreglumaður og áttar sig fljótt ef einhver tvískinnungur er f gangi. í febrúar verða heilsufarsmál flölskyldunnar í brennidepli, vertu undir það búinn þótt ekki sé neitt að óttast. Vinnan mun reynast þér góður stað- ur og gott andrúmsloft mun rikja á vinnustað þínum. Hafðu þig hægan í mars og hlúðu að ástarlífinu og börnunum. Apríl og maf eru lfka tímar til að binda fjölskylduna enn traustari böndum. Seint í mai verður breyting á fjármálum þfnum til góðs og einnig á tfmabilinu f kringum 20. júní, en þess á milli er ákjósanlegt að taka sumarfrí og fara í ferðalag. í ágúst dregur til tíðinda hjá sporðdrekanum. Hann hrindir málum í framkvæmd sem hann hefur haft f undirbúningi, stöðugleiki er í ástarmálum og ein- hleypir sporðdrekar ættu að halda út f ágústnóttina á betri skónum. Mikl- ar ástríður munu mjög lfklega koma inn í líf þitt um mánaðamótin septem- ber október og gæti það orðið upphaf ævilangrar vináttu sem gæti endað með hjónabandi. Frægt fólk í sporðdrekamerkinu er meðal annars: Kevin Kline, John Cleese. Charies Bronson, Demi Moore, Goldie Hawn, Danny DeVito, Björk, Flosi Olafsson, Valdís Gunnarsdóttir og Þorsteinn Pálsson. (22. nóvember - 21. desember) BOGMANNINUM er illa við langvarandi skuldbindingar, hefur mjög gam- an af því að ferðast og er merkja ákafastur f þeim efnum. Þess vegna ætti hann að hafa fataskáp sinn þannig úr garði gerðan að ávallt séu til taks föt sem hægt er að smeygja sér í án mikillar fyrirhafnar, straufrí og létt. Bogmaðurinn er hress og léttlyndur, jákvæður, víðsýnn og ævintýra- gjarn, en þó heimspekilega sinnaður og á það til að setjast niður og hug- leiða tilgang jarðvistarinnar og lendir þá stundum í tilvistarkreppu. Hann hrífst af því framandi og óþekkta og ef þú ert að leita að plötu handa honum f í nýársgjöf skaltu ekki taka mið af plötum á vinsældarlistum. Húsnæði bogmannsins þarf að vera rúmgott með fáum húsgögnum en þvf fleiri skápum og hirslum undir íþróttadótið og ferðatöskurnar. Einnig er nauðsyn- legrt að gæta þess að öll húsgögn séu gæludýravæn þvf bogmaðurinn safnar um sig gæludýrahjörð. Neikvæðar hliðar á Bogmanninnum birtast einkum í eirðarleysi, ábyrgðarleysi og hann á það til að vera falskur. Bogmaðurinn er sem sagt alltaf á hlaupum. Karlkyns bogmaður tekur áhættur í íþróttum og þolraunum, oft með góðum árangri enda eru marg- ir frábærir íþróttamenn í bogmannsmerkinu. Vertu viðbúinn þv! ef þú umgengst bogmann að hann segi eitthvað vanhugsað, slíkt dettur út úr honum án þess að hann taki eftir því og getur komið öfugt út og valdið sárindum. Það er engin lognmolla i kringum konu í bogmannsmerkinu. Hún er mjög lifandi og lífsglöð og segir sína skoðun án þess að blikna. Bogmanns- konan situr gjarnan í stjómendasæti og unir sér þar vel. Passaðu þig á að særa ekki tilfinningar annarra og lofa einhveiju sem þú getur ekki efnt. Febrúar mun verða einkar gifturfkur mánuður hjá bogmanninum. Vel- gengni mun fylgja honum í hversdagslegum gjörðum, áhugamálum og störfum en einnig er líklegt að hann takist á hendur skemmri ferðalög til að koma á tengslum í viðskiptum til dæmis. í nóvember er tími kominn til að taka upp fægiklútinn og sýna þínar bestu hliðar í samskiptunum við hitt kynið og þá er ekki ólíklegt að til varanlegs sambands verði stofnað, það er að segja ef þú hefur ekki þegar notað sumarið til þess en f júní verður stofnað til vináttusambands, einhver mun heillast af meðfæddri bjartsýni þinni og kímnigáfu. Enginn mánuður hentar bogmanninum betur til að ferðast en ágúst. Vinnan og heimilið þurfa að fá dijúgan hluta tíma þfns í september og i nóvember er tímabært að bregða sér f heilsuræktina. Frægt fólk f bogmanninum er meða! annars: Steven Spielberg, Woody Allen, Jeff Bridges, Frank Sinatra, Keith Richards, Marisa Tomei, Hermann Gunnarsson, Valdimar Grímsson, Einar Kársason og Guðrún Gísladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.