Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 30
30 C ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sérstaða fiskvinnslunnar í kj arasamningnm Ekkert er farið að ræða almenn- ar kaupkröfur í þessum samning- um. Fiskvinnslan hefur ávallt nokkra sérstöðu í kjarasamningum. Við getum ekki velt hækkun inn- lends launakostnaðar til viðskipta- manna okkar erlendis, en þar ræðst verðlagið á framboði og eftirspurn eftir sjávarafurðum. í þeim viðræð- um sem farið hafa fram höfum við rætt um breytingar á bónuskerfum, vaktavinnu og að færa ákveðna þætti samninga inn í fyrirtækin. Botnfiskvinnslan á ekki möguleika að ljúka þessum kjarasamningum nema með aukinni hagræðingu í skipulagi vinnutíma og breytingu í bónuskerfum og skipta þeim ávinn- ingi með starfsfólkinu. Það eru því gagnkvæmir hagsmunir fiskvinnsl- unnar og starfsfólks fyrirtækjanna að þessir hlutir gangi upp. Sjómenn hafa einnig birt útvegs- mönnum sína kröfugerð. Þar ber hæst krafan um að allur fiskur sem veiddur er á íslandsmiðum verði seldur á fiskmörkuðum. Nú er það svo að fiskverð hefur verið fijálst í nokkur ár og ræðst hráefnisverðið með ýmsum hætti. Hráefnisverðið hefur og mun ávallt hafa ráðandi áhrif á afkomu fiskvinnslunnar. Hlutur innlendra fiskmarkaða í botnfisktegundum fer sífellt vax- andi og starfsemi þeirra eflist. Nú er svo komið að hlutur þeirra í botn- fisktegundum er kominn í 40% af þeim afla sem landað er til vinnslu innanlands. Einkennileg mismunun í kröfugerð sjómanna- forystunnar Fiskvinnslufyrirtækjum sem einnig reka útgerð hefur farið fækkandi á síðustu misserum vegna sameiningar í stærri einingar. Þetta kallar á öryggi í hráefnisöflun, sér- hæfingu framleiðsiunnar, bætta nýtingu atvinnutækja, aukið at- vinnuöryggi starfsfólks og ríkari kröfur á að afhendingartími á fram- leiðsluvörum standist. Ef við horf- um til þeirra sameininga sem orðið hafa í sjávarútvegi á síðustu misser- um þá er ekki langt að bíða þess að um 20-25 fyrirtæki í fiskvinnslu og útgerð allt í kringum landið muni mynda meginstoðir íslensks sjávarútvegs. Sjálfsagt verður meg- inþorri þessara fyrirtækja á hluta- bréfamarkaði með virkri eignar- aðild almennings. Ég minntist áður á kröfugerð sjómanna um allan fisk á markað. Það sem vekur einkum athygli er að engin krafa er sett um að gámafiskur og siglingar þurfi að fara um íslenskan markað og engar kröfur eru um að vinnsluskip þurfi að landa sínum afla á innlend- an markað. Nái þessar kröfur sjó- mannaforystunnar fram að ganga getur fyrirtæki sem rekur ísfisktog- ara og frystitogara ráðstafað afla sínum eftir vild til vinnslu út á sjó eða í gáma eða siglingar. Þurfi þetta sama fyrirtæki aftur á móti að fá hráefni af sínum skipun til eigin fiskvinnslu í landi þá verður það ekki mögulegt. Telja verður þessar kröfur fáránlegar og fela þær í sér mismunun milli sjóvinnslu annarsvegar og fiskvinnslu í landi hinsvegar. Verður ekki öðru trúað en að forystumenn fiskvinnslufólks leggist eindregið gegn þessum kröf- um sjómannaforystunnar. Tryggingagjald hækkar og Þróunargjald fellt niður Undanfarnar vikur hefur hvert málið á fætur öðru fengið umfjöllun og afgreiðslu á Alþingi. Meðal mála sem snerta fiskvinnslu sérstaklega má nefna breytingar á lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegsins og hækkun tryggingagjalds. Þróunar- sjóður hafði meðal annars þann til- gang að úrelda fiskvinnsluhús eftir ákveðnum reglum og gilti þetta heimildarákvæði til ársloka 1996. í framkvæmd treysti stjórn sjóðsins sér ekki til þess að fara í úreldingu húsa nema gegn mjög þröngum skilyrðum. Varð þetta til þess að nær ekkert varð úr úreldingu. Aftur á móti var lagt gjald á fiskvinnsl- una um 75 milljónir á ári frá 1995 og átti gjaldtakan að gilda í rúman áratug. Frá því að það var ljóst að nær ekkert varð af úreldingu fisk- vinnsluhúsa hafa Samtök fisk- vinnslustöðva óskað eftir að gjald- takan verði felld niður. Sjávarút- vegsnefnd Alþingis mælti með nið- urfellingu gjaldsins og fellur það niður nú um áramótin. Hækkun tryggingagjalds hefur verið mikið til umræðu síðan í sumar. Nú hag- ar þannig til að sjávarútvegur, meirihluti iðnaðar og landbúnaður greiða 3,55% gjald, en þjónustu- greinar, ríki og sveitarfélög 6,85%. I meðferð efnahags- og viðskipta- nefndar tók málið einhveijum breytingum og samþykkti Alþingi að gjaldið verði samræmt á næstu þremur árum. Hækkar lægri gjald- flokkurinn um 2% en sá hærri lækk- ar um 1,3%. Hækkun trygginga- gjalds mun kosta fiskvinnsluna á næstu þremur árum liðlega 200 milljónir, þar af 50 milljónir á næsta ári. Fyrir sjávarútveginn í heild kostar bein hækkun gjaldsins um 650 milljónir þegar hún er að fullu komin til framkvæmda. Ég hef nú mest fjallað almennt um rekstrarumhverfi fiskvinnslunn- ar, kjarasamninga sem framundan eru og samskiptin við stjórnvöld. Allt eru þetta brennandi mál. Árið sem nú er að kveðja hefur verið mjög viðburðaríkt í íslenskum sjáv- arútvegi. Hvað næsta ár ber í skauti sínu vitum við ekki. Berum við gæfu til þess að komast í gegnum næstu kjarasamninga og sígandi lukka fær að ráða í þjóðfélaginu þá höfum við ástæðu til að horfa með heldur meiri bjartsýni til næstu framtíðar. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna Veðurfar hefur verið landbúnað- inum hag-- stætt ÍSLENSKUR landbúnaður á af- komu sína einkum undir tvennu, annars vegar veðurfari og hinsveg- ar þjóðfélagsástandi. Árið 1996 ein- kenndist af mildu og lengst af hlýju veðri sem leiddi til að hey- fengur varð víðast mik- ill og góður, uppskera garðávaxta mikil, trjá- gróður spratt með besta móti og meiri og betri árangur náðisc í korn- rækt en náðst hefur síð- an á þjóðveldisöld. Ekki þarf að tíunda hve já- kvætt þetta er fyrir Iandbúnaðinn, kostn- aður á hveija fram- leidda einingu jarðar- gróða minnkar og trú þjóðarinnar á möguleika landsins varðandi hvers kyns ræktun vex. Neytendur hafa sýnt íslenskum búvörum vaxandi áhuga á liðnu ári og söluaukning hefur orðið í flestum meginflokkum íslenskra landbúnað- arvara, aukning sem hefur skapað hundruð starfa í framleiðslu og vinnslu varanna. Hér kemur vafa- laust til aukin kaupgeta þjóðarinnar en einnig viðurkenna sífellt fleiri hollustu og gæði íslenskra landbún- aðarvara. Landbúnaðarvörur lækka enn Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 10% frá nóvember 1992 til desember 1996 og verðtryggð lán því væntanlega hækkað í sama takt. Hagstofan hefur upplýst hvaða þættir valdi þessari hækkun og kemur þá í ljós að búvörur háð- ar verðlagsgrundvelli hafa lækkað á tímabilinu og því engu valdið um þá milljarða sem lánin hafa hækk- að. Búvörur hafa því í raun lækkað meira en 10%. Nálægt tveir þriðju af hækkun vísitölunnar stafa af hækkun þriggja liða, þ.e. innfluttar vörur, nýr bíll, bensín og varahlut- ir, vörur og þjónusta háð opinberum verðlagsákvæðum og liðnum önnur þjónusta. Þeir fjölmörgu sem áhyggjur hafa af hækkun lána ættu því að velta fýrir sér hvernig halda megi hækkun þessara liða í skefjum og íhuga hvort sú mikla hækkun á annarri þjónustu sem orðið hefur frá 1992 sé ekki vísbending um að frjáls samkeppni sé ekki ætíð trygg- ing fýrir sanngjarnri verðlagningu og litlum verðhækkunum. Minnkandi stuðningur við landbúnað Á árunum frá 1988-1992 nam árlegur stuðningur við landbúnað- inn ríflega 9% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Sambærilegur stuðning- ur 1996 verður um 5,5% og hefur því lækkað frá nefndu árabili um 4 miljarða á ársgrundvelli. í þessum stuðningi eru innifaldar allar beinar greiðslur til bænda sem eru upphaf- lega niðurgreiðslur á búvöruverði, og eru raunar enn þó greiðsluformi hafi verið breytt. Þrátt fyrir 40% lækkun heyrast enn raddir um að þessi stuðningur sé of mikill og því rétt að rifja upp hvað neytendur og þjóðarbúið fá fyrir nefnd 5,5% af ríkisútgjöldum. Fyrst og fremst fáum við fjöl- breyttar, góðar og hollar búvörur og neytandinn getur treyst að eng- in eftirköst fylgja því að neyta þeirra (hugsanlega þó aukakíló í einhverjum tilfellum vegna bragð- gæða), vörur sem framleiddar eru með sómasamlegri meðferð hús- dýra og lands og við hreinlæti og þekkingu á öllum stigum fram- leiðslu. Þetta er meira en hægt er að segja um þær landbúnaðarvörur sem okkur standa almennt til boða á erlendum mörkuðum. Fyrir fjár- munina fáum við einnig dreifða byggð í landinu, fólk sem viðheldur þeirri búsetu sem fjölþætt nýting landsins hvílir á. Við fáum fjöl- breytta atvinnustarfsemi í fjölmörg- um kaupstöðum og byggðakjörnum víða um land, starfsemi sem hamlar því að þjóðin öll hnappist saman á suðvesturhornið með þeim ann- mörkum sem því fylgja. Við fáum landvörslu og uppgræðslu landsins, nýja skóga og fjölbreyttari gróður, land sem verður æ hlýlegra og að- gengilegra fyrir þjóðina alla. Rekst- ur einkabílsins kostar þjóðina meira en nemur heildarútgjöldum til mat- vælakaupa og sameiginlegra land- búnaðarmála. Getur einkabíllinn státað af því sem talið er hér að framan? Ný staða í sauðfjárrækt Staða sauðfjárrækt- arinnar hefur styrkst á árinu 1996. Með stuðn- ingi fjármuna frá ríki samkvæmt búvöru- samningi hefur birgða- vandi sauðfjárræktar- innar verið leystur, sala kindakjöts hefur sam- hliða því aukist og verð fyrir gærur hækkað. Hækkandi verð fæst fyrir dilkakjöt á erlendum mörkuðum og það svo að ef við náum að slátra og vinna okkar ágæta dilkakjöt með sama kostnaði og okkar samkeppnisaðilar á Evrópumörkuðum, gæti útflutn- ingur dilkakjöts styrkt sauðfjár- bændur og dreifða byggð hérlendis á næstu árum. í samningnum var ákveðið að veija nokkrum fjármun- um til hagræðingar í slátrun og vinnslu. Takist að nýta þá fjármuni skynsamlega í samstarfi við bændur og aðra sem sláturhúsarekstri ráða gætu þeir leitt til verulegra fram- fara. Dugmiklir sauðfjábændur víða um land eygja því nýja möguleika. Búvörusamningurinn var ekki ein- göngu samningur um sauðfjárfram- leiðslu. Þar var einnig samið um að stuðla að land- og umhverfis- vernd. Ánægjulegt er að nefna hér að fyrsta fjárveiting úr þeim hluta var á liðnu ári veitt til að undirbúa skógræktarátak á Suðurlandi sem gæti flýtt þeim framkvæmdum sem þar verða hafnar á grundvelli nýrra viðhorfa til þátttöku okkar í vernd- un lofthjúps jarðar í anda Ríó-sam- komulags. Nýting atvinnutækifæra Eitt erfiðasta viðfangsefni hverrar þjóðar er að skapa öllum vinnufúsum höndum tækifæri. Þar hefur landbúnaðurinn hlutverki að gegna. Hér að framan var nefnd aukin kornrækt, en góð afkoma í loðdýrarækt minnir á að þar eru fyrir hendi fjárfestingar og þekk- ing sem vert er að nýta. Horfur eru á að á næstu mánuðum hefyi um 40 bændur loðdýrarækt að nýju í eldri loðdýrahúsum og marg- ir þeir sem þraukað hafa munu fjölga dýrum. Reynslan í greininni hefur kennt okkur að fara varlega, en má ekki hindra að við nýtum þau tækifæri sem gefast. Nýting atvinnutækifæra getur einnig verið að viðhalda því sem fyrir er. Umræða um að selja, jafn- vel til niðurrifs, áburðarverksmiðju sem framleiðir áburð með endurnýj- anlegum aðföngum, á samkeppnis- hæfu verði, verksmiðju sem veitir 100 manns atvinnu og góð laun, virðist nokkuð á skjön við ný við- horf til lands og lýðs. Hvað er framundan? Rannsóknir á vistfræði, eðli og hegðun jafnt manna sem dýra hafa fært okkur nýjan skilning á því sem áður var nefnt baráttan um brauð- ið. Við gerum okkur nú betri grein en áður fyrir að hart verður tekist á um skiptingu þjóðarkökunnar ís- lensku á komandi árum. Staða fá- mennra þjóðfélagshópa verður þar erfíð og við breytingar, sem gerðar verða á kosningalögum og at- kvæðavægi, þrengist staða lands- byggðarinnar. Eftir að saman fara á einu landshorni kjör meiri hluta alþingis og aðsetur nær allrar stjórnsýslu verður á brattann að sækja fyrir þá sem „útkjálka" byggja. Vaxandi skilningur virðist á að holl matvæli eru undirstaða líkam- legrar hreysti. Harðar kröfur um ódýr matvæli geta því bitnað á heilsu okkar. Þá vex skilningur á að fæðuöflun verður meginvanda- mál næstu aldar og á þeirri öld verða nýttir möguleikar til mat- vælaframleiðslu sem lítils eru metn- ir dag. Hreint landbúnaðarland á borð við ísland verður því mikil- vægt á næstu öld ef mannkynið ber gæfu til að haga sér þannig að líf- vænt verði á þessum hnetti. Ríó-ráðstefnan, og nýlegar ákvarðanir okkar þjóðarleiðtoga í framhaldi hennar, auka okkur bjartsýni á því sviði. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB: Samstaða skilaði árangri ÁRIÐ sem er að líða hefur verið viðburðaríkt. Framan af ári settu frumvörp ríkisstjórnarinnar um vinnulöggjöf, lífeyrismál og réttindi og skyldur opinberra starfsmanna mjög svip á stjómmálaumræðuna hér innanlands. Ljóst var að ríkisstjórnin hafði farið í smiðju nýsjálenskra frjáls- hyggjumanna sem ráð- lagt höfðu henni að keyra í gegnum þingið umdeildar breytingar á fyrri hluta kjörtímabils í þeirri von að allt væri gleymt og grafið næst þegar gengið yrði til kosninga. Frumvörp ríkisstjórnarinnar gengu öll út á að draga úr réttindum launafólks og torvelda kjarabaráttu en efla og treysta forstjóravald. Átakavor Eindregin samstaða myndaðist fijótlega með opinberum starfs- mönnum um þau mál sem snertu þá sérstaklega og var af þeirra hálfu ráðist í útgáfu upplýsingarita og umfangsmikil fundaherferð fylgdi í kjölfarið. Að þessu stóðu sameinuð samtök opinberra starfs- manna. Smám saman breikkaði þetta samstarf og náði að lokum til alls launafólks í landinu. Var ánægju- legt að sjá að samtök voru jafnvel reiðubúin að veita öðrum stuðning í málum sem snertu þau ekki beint. Þessi mikla samstaða launafólks skilaði þeim árangri að ríkisstjórnin sneið suma alvarlegustu annmark- ana af vinnulöggjafarfrumvarpinu og einnig af frumvarpinu um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna. Eftir sem áður eru báðar þessar lagasmíðar slæmar því þær byggja á forræðishyggju og fortsjóravaldi á kostnað lýðræðis og réttinda al- mennra starfsmanna. Sigur í lífeyrismálum Óhætt er að segja að niðurstaðan í langvarandi deilum um Lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins, sem reyndar er rangnefni því aðild að sjóðnum eiga margir aðrir en ríkis- starfsmenn, marki tímamót. Hér er um að ræða einn mikilvægasta áfanga í réttindabaráttu launafólks um langan tíma. Eftir mikla funda- herferð sem samtök opinberra starfsmanna stóðu sameiginlega að á fyrri hluta ársins, dró ríkisstjórn- in til baka frumvarpsdrög sem skert hefðu lífeyrisréttindin verulega, ekki einvörðungu þeirra sem eru í starfi og eru enn að ávinna sér rétt- indi heldur einnig hinna sem þegar eru komnir á lífeyri. Hörð viðbrögð og óijúfanleg samstaða samtaka opinberra starfsmanna skapaði launafólki samningsstöðu: Ríkis- stjórnin lýsti sig reiðubúna að setj- ast að samningaborði á jafnræðis- grundvelli. Eftir stranga og langa samningalotu sem stóð í allt sumar og haust lá niðurstaða fyrir í vetrar- byijun. Það hafði um nokkurt skeið verið ríkjandi skoðun í þjóðfélaginu að nauðsynlegt væri að gera breyting- ar á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins. Frá sjónarhóli ríkissjóðs er sjóð- urinn þó engan veginn sá baggi sem menn viidu vera láta. Þannig hefur ríkið t.d. um langt árabil fengið 40% af útlánum sjóðsins vaxtalaust til ráðstöfunar og vegna LSR hafa sparast milljarðar í almannatrygg- ingakerfinu. Hitt er svo annað mál að nauðsyn þótti að mynda sjóð þar sem jafnan stæðust á greiðslur og fyrirsjáanleg útgjöld. Ýmsir urðu til að mótmæla samn- ingum um breytt lífeyriskerfi. Ekki treystu þessir gagnrýnendur sér til að kvarta opinberlega yfir því að fólk hefði til hnífs og skeiðar á efri árum. En fljótlega kom í ljós að harðasta andstaðan gegn breyting- um á lífeyriskerfinu kom frá þeim aðilum sem eru andvígir samtrygg- ingarsjóðum og vilja beina sparnaði einstaklinga inn til fjárfestingarfyr- irtækja. Þessi sjónarmið studdu at- vinnurekendur. Aldrei þessu vant lét ríkisstjórnin mótblástur úr Garðastræti ekki fipa sig í þessu máli. Lærum af reynslunni Hins vegar hefur ríkisstjórn Dav- íðs Oddssonar farið að vilja atvinnu- rekenda í flestum mál- um öðrum. Á sama tíma og lokun geðdeild- ar að Arnarholti kom til umræðu á Alþingi voru þar til umfjöllunar fjáraukalög þar sem á meðal annars var gert ráð fyrir aukafjárveit- ingu til sérfræðinga ríkisstjórnarinnar í einkavæðingu. Þar er ekkert látið á skorta. Hins vegar eru gæðin í málflutningnum í litlu samræmi við fjárveit- ingarnar. Þannig var til dæmis rök- semdafærsla stjórnvalda fyrir því að breyta Pósti og síma í hlutafélag ekki upp á marga fiska. Sérfræð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.