Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka
Eðlilegt að útgerðin
greiði fyrir afnot
af auðlindinni
i.
Já. í stefnuskrá Þjóðvaka er að
finna margar tillögur sem taka á
ýmsum göllum á kvótakerfínu og
ýmsar þeirra hafa verið lagðar fýr-
ir Alþingi á þessu og síðasta þingi.
Má þar nefna að á yfirstandandi
þingi hafa verið lögð fram eftirtalin
mál, af hálfu þingflokks jafnaðar-
manna eða einstakra þingmanna
hans:
* Frumvarp um að allur sjávar-
afii sem seldur er innan lands, skuli
seldur á fiskmörkuðum. Verðmynd-
un á fiskmörkuðum er réttlátasta
verðlagning hráefnis. Með því að
viðskipti á markaði séu áskilin við
sölu afla til vinnslu, kemur rétt
skiptaverð fram, sem er ekki aðeins
réttlætismál fyrir sjómenn, heldur
einnig mikilvægt hagsmunamál
fiskvinnslunnar.
* Frumvarp þar sem tekið er á
brottkasti smáfisks, sem stuðlar að
því að undirmálsfíski verði ekki
hent, heldur komið með hann að
landi og þannig hvatt til að meiri
virðing sé borin fyrir auðlindum
sjávar. Eðlilegt er að menn verði
ekki fyrir útgjöldum við að koma
með undirmálsfisk að landi. í frum-
varpinu er lagt til að einungis fjórð-
ungur söluverðmætis undirmáls á
fiskmarkaði, að frádregnum kostn-
aði við sölu, komi til skipta. Hinir
þrír fjórðu hlutarnir renni hins veg-
ar til verkefna sem tengjast sjávar-
útvegi, þ.e. til að efla slysavarnir
sjómanna, hafrannsóknir og orlofs-
mál sjómanna.
* Það er fráleitt að handhafar
veiðiheimilda skuli geta grætt gíf-
urlega á því að leigja stóran hluta
aflaheimilda, sem þeim hefur verið
úthlutað ókeypis af þjóðinni. Þannig
greiða nýir aðilar þegar veiðileyfa-
gjald í útgerð, en ekki til þjóðarinn-
ar, heldur einungis til þeirra út-
gerða sem fengu þessi leyfi áður
úthlutað frá ríkisvaldinu. Á þessu
er tekið með frumvarpi um að í
stað þess að aðili verði að veiða
a.m.k. 50% af úthlutuðu aflamarki
verði hann að veiða a.m.k. 80%.
Þannig er að mestu leyti komið í
veg fyrir að útgerðaraðilar stór-
græði á því að leigja árlega frá sér
stóran hluta úthlutaðra veiðiheim-
ilda og stundi ekki veiðar í sam-
ræmi við úthlutaðan
kvóta.
* Auk þess hefur
þingflokkur jafnaðar-
manna lagt fram frum-
varp um að heimila er-
lendar íjárfestingar í
fiskiðnaði, eins og gild-
ir gagnvart öðrum iðn-
aði hérlendis, en slíkt
mun örva markaðs-
samstarf og auka at-
vinnu í fiskvinnslunni.
2.
í stefnuskrá Þjóð-
vaka er afdráttarlaust
kveðið á um að sann-
gjarnt og eðlilegt sé að
útgerðin greiði fyrir afnot af auð-
lindinni með ótvíræðum hætti og
að fiskveiðiarðurinn skiptist réttlát-
lega milli landsmanna. Þetta var
eitt af fyrstu þingmálum Ijóðvaka
eftir síðustu kosningar og er nú
fiutt á yfirstandandi þingi af öllum
þingflokki jafnaðarmanna. Grund-
völlur veiðileyfagjalds, sem jafnað-
armenn vilja koma á, er sú stað-
reynd að fiskstofnarnir kringum
landið eru eign allrar þjóðarinnar
og því óeðlilegt að arður af þeim
renni eingöngu til fámenns hóps
sem fær afnotaréttinn ókeypis. Það
særir réttlætiskennd landsmanna
að útgerðarmenn geti hagnast veru-
lega á sölu og leigu á aflaheímild-
um, sem þeir fengu úthlutað ókeyp-
is frá ríkinu og greiða ekkert til
almennings, hins réttmæta eiganda
fiskimiðanna í landinu. Auk þess
eru fjölmörg efnahagsleg rök fyrir
því að taka upp veiðileyfagjald. Með
upptöku veiðileyfigjalds væri hægt
þegar fram líða stundir að lækka
tekjuskatt einstaklinga verulega.
Nýir aðilar í útgerð greiða nú þegar
veiðileyfagjald, sem rennur ekki til
almennings, heldur til útgerðaraðila
sem þegar eru fyrir í greininni.
Kannske er það skýringin á því að
formaður LÍU fer hamförum gegn
þessari hugmyndafræði. Sífellt eru
það fleiri sem bætast í þann hóp
sem telja réttlátt og sanngjarnt að
taka upp veiðileyfagjald. Það er því
ekki spurning hvort heldur hvenær
veiðileyfagjald verður tekið upp.
Þeir sem helst koma í veg fyrir það
eru stjórnarflokkarnir, einkum
Sjálfstæðisflokkurinn
með Davíð Oddsson og
formann LÍÚ Kristján
Ragnarsson í broddi
fýlkingar, sem eru að
verja óbreytt ástand og
hagsmuni fámenns
hóps á kostnað heild-
arinnar. Það er óeðli-
legt að þessir aðilar
komi í veg fyrir það
sem ég er sannfærð um
að er meirihlutavilji
þjóðarinnar. Því tel ég
rétt að efna til bindandi
þjóðaratkvæðagreiðslu
um hvort taka beri upp
veiðileyfagjald.
3.
í stefnuskrá Þjóðvaka er kveðið
á um að kanna þurfi kosti og galla
hugsanlegrar aðildar að ESB og
endurmeta stöðuna í ljósi breyttra
aðstæðna hverju sinni. Alltof lítil
umræða eða greining hefur farið
fram á kostum þess og göllum að
ísland sæki um aðild að Evrópu-
sambandinu. Það á líka við um
áhrifin af sameiginlegum gjaldmiðli
Evrópuríkja, en talið er að sameig-
inlegur gjaldmiðill og peningamála-
stefna aðildarríkja ESB hafi jákvæð
áhrif til að lækka vexti, örva fjár-
festingu og atvinnuuppbyggingu og
tryggja betur stöðugleikann og
samkeppnisstöðu Evrópusam-
bandsins.
Sameiginlegur gjaldmiðill er líka
hluti af miðstýrðri efnahagsstefnu
og því er verið að þvinga ríki innan
Evrópusambandsins, með slaka
efnahagsstjórn að ná betri tökum
á sínum málum. Ekki síst við
stækkun Evrópusambandsins eru
mörg ríki þess með mjög slakan
efnahag, sem áhrif hlýtur að hafa
á styrkjakerfi sambandsins ef
markmiðið um sameiginlegan
gjaldmiðil á að ganga upp. ísland
uppfyllir þau markmið sem sett er
um sameiginlegan gjaldmiðil, en
það þarf að leggja í það vinnu hér
á landi að kanna hvaða áhrif mynt-
bandalagið hefur á okkar efnahags-
stjórn, atvinnulíf og vaxtastigið hér
á landi, en vextir eru nú þegar mun
hærri hér á landi en víða annars-
staðar.
íslendingar hafa ekki lagt nægj-
ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 C 7
anlega vinnu í rannsókn og könnun
á þessum eða öðrum þáttum sem
snúa að Evrópusambandinu, sem
brýnt er orðið að fari fram. Mat á
þessum þáttum þarf að liggja fyrir
til að hægt sé að svara spumingunni.
4.
Eignarhald á auðlindum og á
óbyggðum íslands á að vera sam-
eign þjóðarinnar og nýtast í þágu
þjóðarinnar allrar. Löngu er orðið
tímabært að kveða á um hvar skil-
in eru milli stjórnarskrárbundins
einkaeignarréttar og almennings-
eignar á auðlindum í jörðu og á
virkjunarrétti jarðvarma og fall-
vatna. Eignarrétturinn á að vera
hjá þjóðinni og kveða þarf á um
það í lögum að þjóðin eigi umráða-
og hagnýtingarrétt á auðlindum í
jörðum, sem finnast utan afmark-
aðra eignarlanda. Þurfi að nýta slík-
ar auðlindir sem nú eru í eigu ein-
staklinga í þágu þjóðarheildarinnar
er eðlilegt að sanngjarnar bætur
komi til landeigenda.
5.
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar-
innar fyrir næsta ár teflir í tvísýnu
þeim stöðugleika sem við nú búum
við. í því er engin ný hugsun, eng-
ar kerfísbreytingar, engin upp-
stokkun, engin ný sýn í atvinnu-
og efnahagsmálum og tekjuafgang-
ur er fenginn með því að þrengja
enn að heimilunum og auka skuldir
þeirra og að skerða sérstaklega
afkomu öryrkja, aldraðra og at-
vinnulausra. Það er kaldranalegt á
tímum góðæris, að mörg heimili
hafa þurft að halda jólahátíðina í
skugga mikillar fátæktar, en fjöldi
þeirra sem leita hefur þurft á náðir
félagsmálastofnana, mæðrastyrks-
nefnda, hjálparstofnana og kirkj-
unnar hefur aldrei verið meiri.
Það gengur ekki lengur að stöð-
ugleikanum og atvinnulífínu á ís-
landi sé haldið uppi með lágum
launum í landinu og að íslensk fyrir-
tæki séu fyrst og fremst samkeppn-
isfær vegna lágra launa. Það geng-
ur heldur ekki að lífskjörunum sé
haldið uppi með því að fólk vinni
þriðjungi lengur hér á landi en í
nágrannalöndunum. Framleiðni ís-
lenskra fyrirtækja er með því lægst
sem þekkist í Evrópu. Lágu launin
eru líka orðin stórt efnahagsvanda-
mál þegar stór hluti þjóðarinnar
hefur ekki efni á að kaupa vöru og
þjónustu fyrirtækjanna. Þessu þarf
að snúa við og það verkefni snýr
fyrst og fremst að fyrirtækjunum
sjálfum og forsvarsmönnum þeirra,
til að tryggja hér stöðugleikann og
betri lífskjör í landinu.
Verkefni stjórnvalda er að stuðla
að öflugu menntakerfi og stuðningi
við markaðsmál og þróunarstarf til
að greiða fyrir nýjungum í atvinnu-
lífínu og tryggja að við séum sam-
keppnisfær við aðrar þjóðir.
Ríkisstjómin hefur brugðist í
þessu efni, því boðskapur fíárlaera
fyrir næsta ár er m.a. stöðnun í
menntamálum þjóðarinnar. Fram-
tíðarfíárfesting þjóðarinnar, sem er
líka trygging fyrir stöðugleikanum,
er fólgin í því að stjórnvöld hafí
skilning á því að efla menntun og
að veitt sé til þess nauðsynlegu fíár-
magni. Þær þjóðir sem við berum
okkur saman við veita 6-7% af sinni
landsframleiðslu til menntamála,
meðan við veitum um 4% og erum
þar neðst af OECD ríkjunum á bekk
með Grikklandi og Tyrklandi. Aukið
fíármagn til menntamála og aukin
framleiðni fyrirtækja eru því lykil-
atriði til að tryggja hér áframhald-
andi stöðugleika og bætt lífskjör.
Stöðugleikinn byggir líka á að
stokkað sé upp í landbúnaðarkerf-
inu og að landbúnaðarframleiðslan
verði aðlöguð markaðsaðstæðum
og þörfum neytenda um leið og
tryggja þarf eðlilega samkeppni við
innfluttar landbúnaðarafurðir.
Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ver-
ið fíandsamleg neytendum, sem
m.a. kemur fram í ofurtollum á
innfluttar landbúnaðarvörur, en
verndaraðgerðir vegna landbúnað-
arins kosta skattgreiðendur á ann-
an tug milljarða á ári. Það er bæði
hagur neytenda og bænda að bænd-
ur séu losaðir úr viðjum úreltrar
stefnu stjómarflokkanna í landbún-
aðarmálum.
Breytingar á kvótakerfínu og
upptaka veiðileyfagjalds er líka
nauðsynleg aðgerð til að treysta
efnahagsstjórnina og uppbyggingu
atvinnulífsins.
Ríkisstjórnin kemst heldur ekki
hjá því að svara af hveiju ísland,
sem býr við svipað efnahagsum-
hverfi og þjóðir sem við berum okk-
ur saman við, hafí eitt landa verð-
tryggingu á lánum til heimilanna.
Og það sem verra er - ætla að við-
halda henni. Því verður að breyta.
Ósanngjöm útfærsla stjórnarflokk-
anna á fíármagnstekjuskatti, sem
taka á upp um þessi áramót, þar
sem hinum raunverulegu fíár-
magnseigendum er hyglað, en hinn
almenni sparifíáreigandi er látinn
bera byrðarnar er ekki leið til að
tryggja stöðugleikann. Jafnaðar-
menn hafa lagt fram tillögur um
aðra útfærslu þar sem stóreignafólk
og þeir sem eiga fíármagnið bera
helst skattinn. Auk þess mun út-
færsla okkar jafnaðarmanna skila
helmingi meiri tekjum í ríkissjóð til
að jafna tekjuskiptinguna og skatt-
byrðina í landinu, en undan því
verður ekki vikist að lækka skatt-
byrðina á fólki með lágar og meðal-
tekjur, eins og þingflokkur jafnað-
armanna hefur boðað. Sú leið ríkis-
stjórnarinnar við fíárlög næsta árs
að hækka skatta á launafólk, en
lækka áfram á fyrirtækjunum, sem
búa við mjög lága skatta miðað við
aðrar þjóðir, mun tefla stöðugleik-
anum í tvísýnu á næsta ári.
Þjóðvaki sendir öllum lands-
mönnum bestu óskir um frið og
farsæld á komandi ári.
Útsalan hefst fimmtudaginn
2. ianúar kl. 9.00
v/Laugalæk, sími 553 3755
Opið fimmtudag kl. 9-18,
föstudag kl. 9-18, laugardag kl. 10-16.