Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR_________________________________ Tæpur fjórðungur íslenskra unglinga hefur orðið drukkinn þrettán ára eða yngri Ofbeldi og óæskilegt kynlíf fylgir drykkju íslenskir unglingar kljást við fleirí vandamál vegna áfengisneyslu en jafnaldrar þeirra í mörgum Evrópulöndum. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér könnun Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, sem er hiuti af stærri könnun í 20 Evrópuríkjum. Þar kemur fram að hassreykingar íslenskra unglinga eru fyrír ofan meðallag og amfetamínneysla fimmtán ára unglinga, í 10. bekk grunnskólans, er algengari hér en á hinum Norðurlöndunum. ISLENDINGAR áttu verulegan þátt í að hrinda rannsókninni af stað og hafði Rannsókna- stofnun uppeldis- og mennta- mála veg og vanda af henni hér. Þetta er í fyrsta skipti sem saman- burður af þessu tagi er gerður. Miðað er við 15 ára unglinga, sem hér á landi eru í 10. bekk grunn- skóla. í sumum tilvikum vantar upplýsingar frá löndum, en í saman- burðinum eru þau fæst 18 og flest 22, í ljós kom, að meginþorri ungl- inga í þeim Evrópulöndum, sem könnunin náði til, héfur nejAt áfengis. Hæst er hlutfallið í Tékk- landi, Slóvakíu, Danmörku, Lithá- en, Eistlandi og Bretlandi, eða 94-97%. íslenskir unglingar eru fremur neðarlega á þessum lista og hafa 79% þeirra neytt áfengis. Það segir þó ekki alla söguna, því þegar sömu unglingar eru spurðir hvort þeir hafi orðið drukknir einu sinni eða oftar síðustu 12 mánuð- ina stekkur ísland upp í 6. sæti, því 61% unglinga svarar játandi. Tékkland, sem áður var í fyrsta sæti, er nú í því níunda. Neyslu- venjur eru því greinilega mjög misjafnar milli landanna, þ.e. um- fang áfengisneyslu og drykkju- venjur fara ekki alltaf saman. Norðurlöndin og Bretland raðast efst á kvarða þeirra sem hafa orð- ið drukknir síðustu 12 mánuði, sem gefur til kynna að drykkjuvenjur unglinga í þessum löndum ein- kennist í ríkari mæli af því að þeir verða drukknir þegar þeir neyta áfengis. Island færir sig upp í 5. sæti í hópi 20 Evrópuríkja þegar spurt er hvort unglingarnir hafi orðið drukknir 13 ára eða yngri, því 22% íslenskra unglinga svara því ját- andi. Fyrir ofan ísland eru Bret- land (40%), Danmörk (39%), Finn- land (35%) og Svíþjóð (24%). Nú bregður svo við að Tékkland er komið í fiórða neðsta sæti með 12%. Unglingar _ á Norðurlöndum, Bretlandi og írlandi segjast allir eiga auðvelt með að nálgast áfengi. Vandamál vegna áfengisneyslu Mjög margir íslenskir unglingar hafa óæskilega kynlífsreynslu vegna eigin áfengisneyslu, eða 15% og er það sama hlutfall og í Nor- egi. Aðeins Bretar raðast ofar á þennan lista, með 17%. íslenskir unglingar eru hins vegar í fyrsta sæti þegar spurt er hvort þeir hafi stundað ógætiiegt kynlíf vegna drykkju, því 16% þeirra svara slíku játandi. Þegar spurt er hvort unglingar hafi lent í slagsmálum vegna eigin áfengisneyslu svara 16% íslenskra unglinga því játandi og eru þar í fjórða sæti á eftir Bretum, Finnum og Svíum. Til samanburðar má geta að hjá frændþjóðunum Norð- mönnum og Færeyingum hafa 10% lent í slagsmálum vegna drykkju. Flestir þjófnaðir hér íslenskir unglingar eru í efsta sæti þeirra sem hafa orðið fyrir þjófnaði vegna eigin áfengisneyslu, eða 9%. Færeyskir unglingar koma þar á eftir, þar sem 6% þeirra hafa orðið fyrir þessu, en í öðrum löndum er hlutfallið mun lægra, á bilinu 13%. Enn bætist við vandamálin vegna áfengisdrykkjunnar, því 14% íslenskra unglinga hafa lent í slysi eða orðið fyrir meiðslum vegna áfengisneyslu. Aðeins Bret- ar hafa þar vinninginn, með 17%. Drykkjuvenjur íslenskra ungl- inga draga greinilega dilk á eftir sér í samskiptum við foreldra, því 22% þeirra hefur átt í vandræðum við foreldra vegna neyslu sinnar. Þar er ísland þó „aðeins" í 6. sæti, sem er athyglisvert miðað við hve ofarlega íslenskir unglingar raðast að öðru leyti þegar spurt er um vandamál tengd drykkjunni. Fimmtungur íslenskra unglinga í 10. bekk reykir daglega og skipa þeir sér á miðjuna í samanburði 22 landa. Hins vegar er Island í efri kantinum þegar spurt er hveij- ir hafi byijað að reykja 13 ára og yngri, því 12% svara því játandi. Ekki er þó samanburðurinn Is- landi alltaf jafn óhagstæður og ætla mætti, því hér á landi eru hlutfallslega flestir nemendur sem hvorki reykja né drekka, eða 18%. Ólögleg vímuefni algengust í Bretlandi Neysla ólöglegra vímuefna er algengari meðal unglinga á Bret- landseyjum en í öðrum Evrópu- Iöndum. Þannig hafa 42% breskra unglinga notað ólögleg vímuefni og 37% írskra unglinga. Um 10% íslenskra unglinga segjast hafa notað ólögleg efni og eru þeir rétt fyrir ofan miðju í samanburði land- anna. Fleiri danskir og færeyskir unglingar hafa neytt ólöglegra efna, en neysla hér er algengari en hjá Norðmönnum, Svium og Finnum. Mjög svipað kemur í ljós þegar litið er til þeirra unglinga sem hafa prófað hass, enda er hassið yfirleitt fyrsta ólöglega vímuefnið sem unglingar prófa. Myndin breytist hins vegar töluvert þegar spurt er um neyslu amfetamíns. Þar skera Bretar sig úr, því 13% unglinga þar segjast hafa prófað amfetamín, en næst koma Grikkir með 4%. ísland er nú komið í 3.-5. sæti ásamt írlandi og Ítalíu, því 3% unglinga hér segjast hafa neytt amfetamíns. Af Norðurlöndunum koma Danir næst íslendingum með 2%, Færeyingar, Norðmenn og Svíar með 1%, en enginn finnskur unglingur kvaðst hafa reynt am- fetamín. Önnur ólögieg fíkniefni, eins og LSD, kókaín, heróin og krakk, eru algengust í Bretlandi og írlandi og skera þau lönd sig nokkuð úr hópn- um. 1% islenskra unglinga segist hafa prófað LSD, kókaín og heróín, en krakkneysla er engin. Sömu svör bárust frá færeyskum ungling- um. Hjá Dönum kemst aðeins heró- ín á blað og hafa 2% prófað það. í Noregi segist 1% hafa prófað efn- in, í Svíþjóð kemst aðeins LSD á blað með 1% og hið sama er uppi á teningnum í Finnlandi. Rúmur fjórðungur segir auðvelt að nálgast hass Rúmur fjórðungur íslenskra unglinga, eða 27%, segir frekar auðvelt eða mjög auðvelt að útvega sér hass eða maríjúana og 14% sögðu það sama um amfetamín. Af nágrannalöndum var það aðeins í Bretlandi og á írlandi sem fleiri sögðu auðvelt að útvega sér þessi efni. Þá eru svör íslensku ungling- anna svipuð og Norðmanna og Svía þegar spurt er um aðgengi að LSD, e-pillu, kókaíni og heróíni og segja 9-12% auðvelt að útvega sér þessi efni. Sérstaklega vekur athygli að 9% segja auðvelt að verða sér úti um heróín, því það hefur vart fundist á fíkniefnamark- aði hér á landi. Bretland Danmörk Finnland Svíþjóð ÍSLAND írland Króatía Litháen Grikkland Slóvenía Færeyjar Portúgal Malta Slóvakía Lettland Noregur Tékkland Ungverjaland Tyrkland Úkraína 140% 139% ‘I 135% Hlutfall nemenda í 10. bekk sem orðið höfðu drukknir 13 ára eða yngri Bretland írland Tékkland ítalia Danmörk Úkraína Slóvenía Færeyjar ÍSLAND i 110% Evrópusamanburður eða samanburður nágrannalanda Slóvakía Eistland Króatía Portúgal Noregur Svíþjóð Lettland Finnland Ungverjaland Tyrkland Litháen Malta 10% 8% 8% Hlutfall nemenda í 10. bekk sem hafa prófað ólögleg vímuefni 6% 6% 6% 5% 5% 4% 13% 2% © © Bretland írland ®3% ÍSLAND H3% Danmörk □ 2% Færeyjar H% Noregur E1% Svíþjóð !1% Finnland |0% Hlutfall nemenda í 10. bekk sem hafa prófað amfetamín Hlutfall nemenda í 10. bekk sem sögðu að það væri „frekar auðvelt“ eða „mjög auðvelt“ að útvega hass/maríjúana Hlutfall nemenda í 10. bekk sem sögðu að það væri „frekar auðvelt“ eða „mjög auðvelt“ að útvega amfetamín Irland Bretland ÍSLAND Noregur Svíþjóð Færeyjar Finnland 3 62% Bretland L 156% írland I 39% 131 % Svíþjóð ÍSLAND l-LS Noregur 314% 5 © © Finnland I.....A 6% © PS) ^ Færeyjar E©5% W ^ © fe- i i i i i I I I í I í I t; ; i L L l r i «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.