Morgunblaðið - 15.01.1997, Page 30
80 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Frænka mín,
GUÐRÚN JÓSEPSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
á Hagamel 43,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund 10. janúar sl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristrún D. Guðmundsdóttir.
t
Elskuleg eiginkona mín,
AÐALHEIÐUR HJARTARDÓTTIR,
Klyfjaseli 20,
Reykjavík,
lést 10. janúar síðastliðinn.
Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna,
Valgeir Astráðsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON,
Hafnargötu 115A,
Bolungarvík,
lést á sjúkrahúsinu á (safirði aðfaranótt 13. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristrún Benediktsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, er sýndu samúð og vinsemd við fráfall
móðursystur okkar,
GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR
frá Vopnafirði.
Guðrún Ingveldur Jónsdóttir,
Jón Birgir Jónsson,
Jórunn Jónsdóttir.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HARALDUR Þ. JÓHANNESSON
fyrrv. lögregluþjónn,
Gunnarsbraut 36,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 10. janúar sl., verð-
ur jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykja-
vík föstudaginn 17. janúar kl. 13.30.
Jóhanna Haraldsdóttir,
Málfríður Haraldsdóttir,
Margrímur G. Haraldsson
og fjölskyldur.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓNSSON
húsasmíðameistari,
Ljósheimum 22,
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
13. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Magnea G. Sigurðardóttir,
Jón G. Sigurðsson, Kolbrún Jónsdóttir,
Aðalheiður Sigurðardóttir, Sigfús Jóhannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát
ÓSKARS ÓSKARSSONAR.
Hann var jarðsunginn í Noregi þriðju-
daginn 7. janúar.
Minningarathöfn verður í sal Hjálpræð-
ishersins fimmtudaginn 15. janúar
kl. 20.30.
Torhild Ajer Óskarsson,
Óskar Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir
og aðrir aðstandendur.
ÞORVALDUR
ÁGÚSTSSON
+ Þorvaldur Ág-
ústsson fæddist
í Ásum í Gnúpverja-
hreppi 8. ágúst
1919. Hann lést í
Vífilsstaðaspítala 3.
janúar síðastliðinn.
Þorvaldur var
fyrsta barn foreldra
sinna, Kristínar
Stefánsdóttur og
Ágústs Sveinssonar
sem þar bjuggu.
Systkini Þorvalds
eru Sveinn, bóndi og
kennari, sem nú er
látinn, Stefanía,
húsfreyja í Ásum,
og fóstursystir þeirra, Guðbjörg
Einarsdóttir, húsfreyja í
Reykjavík.
Þorvaldur kvæntist Elínu
Jónsdóttur Dungal árið 1949.
Þau eignuðust tvö börn, Jón,
kynningarráðgjafa, og Stein-
unni Kristínu, menntaskóla-
kennara. Þorvaldur og Elín slitu
samvistir árið 1963. Þorvaldur
var í sambúð með Elínu Ingvars-
dóttur frá 1965 þar til hún lést
1967, og bjó með Hólmfríði
Maríasdóttur 1979 til 1980.
Þorvaldur nam við Mennta-
skólann á Akureyri og braut-
skráðist þaðan stúdent 1943.
Hann var tvo vetur í læknadeild
Háskóla íslands, en
hvarf frá því námi
og hóf störf hjá
Bókaútgáfunni
Norðra. Þorvaldur
var síðan auglýs-
ingasljóri Sambands
íslenskra samvinnu-
félaga frá miðjum
sjötta áratugnum og
fram til 1966. Hann
var aðalféhirðir rík-
isféhirðis frá 1966
þar til hann lét af
störfum fyrir aldurs
sakir.
Tónlistin var snar
þáttur í lífi Þorvalds.
Hann nam orgelleik og var ára-
tugum saman virkur félagi í
Karlakór Reykjavíkur. Auk þess
söng hann með kvartettum,
Kantötukórnum á Akureyri,
Stúdentakórnum, Dómkórnum
og fleiri kórum. Þorvaldur lét
fleiri félagsmál til sín taka, þar
ber hæst að hann var lengi virk-
ur félagi í Frímúrarareglunni.
Þá var Þorvaldur ötull ljósmynd-
ari, myndir eftir hann birtust
bæði á sýningum sem á forsíðum
blaða og tímarita.
Útför Þorvalds fer fram frá
Hallgrímskirkju í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Það er komið að kveðjustund. Ég
kveð tengdaföður minn og vin, Þor-
vald Ágústsson, með miklum sökn-
uði. Mér er einkar ljúft að fletta í
bók minninganna og minnast þessa
hjartahlýja og velviljaða manns. Ég
minnist fallegra sólskinsdaga austur
á Reynivöllum með fjölskyldunni og
kyrrlátra haustdaga í Grímsnesinu
þar sem hann kom og átti með okk-
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
BERGÞÓRA RANNVEIG
ÍSAKSDÓTTIR
frá Tungu
við Fífuhvammsveg,
sem andaðist á húkrunarheimilinu
Sunnuhlíð þriðjudaginn 7. janúar, verð-
ur jarðsungin frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 17. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn-
ast hennar, er vinsamlega bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
ísak Þórir Þorkelsson, Lára Þórðardóttir,
Guðmundur Þorkelsson, Erla Guðmundsdóttir,
börn, barnabörn og langömmubörn.
Kær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
húsmæðrakennari
frá ísafirði,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 9. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Áskirkju í
Reykjavík 17. janúar kl. 15.00.
Jón H. Gíslason, Margrét Sigurðardóttir,
Brandur Gisiason, Marta Hauksdóttir,
Guðmundur T. Gíslason, Jóhanna Vigfúsdóttir,
Atli Gíslason,
Ásmundur Gíslason, Helga Eriendsdóttir,
Guðrún Gísladóttír,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ERLENDURJÓNSSON
fyrrv. bifreiðastjóri,
Kleppsvegi 136,
verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtu-
daginn 16. janúar klukkan 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim,
sem vildu minnast hans, er bent á
styrktarsjóð Skálatúnsheimilisins.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þorgerður Gfsladóttir,
Elísabet J. Erlendsdóttir, Jón Antoniusson,
Vilborg Erlendsdóttir, Sæmundur Guömundsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
ur dýrmætar stundir. Ég minnist
samræðnanna sem við áttum og sner-
ust oftar en ekki um barnabömin sem
honum var einkar umhugað um.
Síðasta ár var heilsan honum íjöt-
ur um fót. Ég dáðist oft að æðru-
leysi hans og kjarki, það haggaði
honum ekkert. Hann hélt ætíð sinni
léttu og góðu lund. Nú er hann laus
við fjötrana og ég sé hann fyrir mér
glæsilegan og hnarreistan ganga
mót sólu í sveitinni sinni sem var
honum svo kær. Blessuð sé minning
Þorvalds Ágústssonar.
Þín tengdadóttir,
Valiý Helga Ragnarsdóttir.
- Þar sem afí minn bjó,
þar sem amma mín dó,
undir heiðinni há
vil ég hvíla í ró.
Segir skáldið úr Kötlum. Hugur
hans var ávallt þar, þótt hann sé
lagður til moldar í Reykjavíkur-
kirkjugarði og bjó enda í borginni
lungann úr ævi sinni. Þorvaldur
frændi minn fæddist á Ásum þar sem
áar hans þjuggu og lifðu og liggja
í Stóra- Núps kirkjugarði mann fram
af manni.
Þorvaldur var elstur þriggja barna
þeirra Ásahjóna, Sveinn er nú látinn
en Stefanía býr í Ásum. En þar
koma þó fleiri að sögu. Ásahjónin
tóku í fóstur fjöldann allan af
frændliði, sumt langan tíma yngri
ára, aðra sumarlangt. Þar átti ég
góða æsku, Kristín frænka spozk
og hlý, Ágúst fastur húsbóndi, leið-
beinandi og hafði gaman af gestum.
Þeir Iétu sig heldur ekki vanta, oft
töldust þeir á annan tug um helgar
stríðsáranna, en í þá tíð þótt það
reyndar nóg að aka þessa hundrað
kílómetra_ frá borginni. Hennar fólk
var frá Ásólfsstöðum, en foreldrar
Ágústs voru bændur fyrir í Ásum.
Amma mín, systir Kristínar, sagði
mér með nokkru stolti og að fornu
mæji, að þar mætti kenna reiðina
er Ásólfsstaðabændur riðu í hlað að
henni ungri í Galtafelli.
Valdi frændi gerðist snemma
söngvinn, skynsamur og skemmtinn
alla ævi. Var svo settur til mennta
upp úr tekt, hygg ég að foreldrar
hans hafi séð þar lítið bóndaefni.
Hann sagði mér það reyndar sjálfur,
að hann hefði góður fjármaður verið
og þegar hann sá á mér efasvipinn
hló hann bara og bjóst ekki við öðru.
En norður til Sigurðar skólameistara
fór hann og var í kosti hjá Steindóri
á Hlöðum og hans góðu konu. Ætli
Steindór hafi ekki sótt greiðann
heim að Ásum á sumrum, hann
dvaldist þar oft vikum saman og fór
um fjöll og firnindi í grasaferðum
sínum. Þessa tvo menn virti Valdi
mest allra sitt líf. Þar voru líka
blómatímar hans, hann stóð sig vel
í menntaskóla og var heiðraður fyrir
sinn þátt í tónlistarmálum hans.
Þorvaldi er svo lýst að hann var
góður meðalmaður á hæð, grahnleit-
ur og fríður á yngri árum, sem
reyndar flestir eru. Enginn var hann
íþróttamaður, utan honum þótti
gaman að renna fyrir silung sem
barn í Kálfá og þá gjarnan með
Stínu, æskufélaga sínum frá Ham-
arsheiði, sagði hann mér í síðasta
bréfi sínu. Síðar sótti hann Veiðivötn
með Óskari, skólabróður sínum og
lífsvini. Honum varð gott til vina,
því að hann var góðgjarn og tillits-
samur maður, vildi öllum vel, sérlega
frændfólki sínu, en sjálfum sér nóg-
ur þegar á ævina leið.
Álltaf var hann heima á sumrum
og vann búinu, fór aldrei á sjó eða
síld frekar en ég, en margir ungir
menn gerðu. Við stóðum því lengst
af saman á teig. Nú voru h'ka
skemmtilegir umbrotatímar, bændur
að rétta úr kúti kreppunnar og pen-
ingar sáust, vélvæðing hófst af al-
vöru og Ásabændur keyptu píanó í
barnaskólann æskunni til yndis.
Tónlistin var í hávegum höfð, píanó
og orgel stóðu í Ásum og Stefanía
átti gítar. Og allt var spilað sem
fyrir fannst, Fjárlögin, Bach og
Beethoven.
Og svo kallar annað líf. Hann flyst
til Reykjavíkur og kvænist Elínu
Dungal árið 1949 og átti með henni
Jón, kynningarráðgjafa, fæddan
1949 og Steinunni Kristínu, ensku-
meistara fædda 1953. Því miður áttu
þau hjón ekki lengi skap saman, þau