Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Morgunblaðið/Ásdís
SIGURLIÐIÐ var skipað þeim Eiríki Svavarssyni, Helga M.
Gunnarssyni, Guðrúnu M. Baldursdóttur og Hjördísi Halldórs-
dóttur, sem jafnframt var valin málflutningsmaður Orators 1997.
Laganemar reyna
sig í Hæstarétti
Um 200 manns á mót-
mælafundi vegna álvers
Iðnaðarráðherra vill setja á fót starfshóp með sveitarfélögum
Morgunblaðið/Þorkell
UM 200 manns komu saman á Arnarhóli til að mótmæla bygg-
ingu álvers á Grundartanga og við það tækifæri voru Finni
Ingólfssyni iðnaðarráðherra afhent mótmæli íbúa Kjósarhrepps
og svæðisins ofan Hvalfjarðar.
MÁLFLUTNINGSKEPPNI Orat-
ors, félags laganema, var haldin í
fyrsta sinn í dómhúsi Hæstaréttar
sl. laugardag. Þrjú fjögurra manna
lið tóku þátt í keppninni, sem fólst
í því að laganemar settu sig í spor
lögmanna í ímynduðu dómsmáli,
sem þeir bæði vörðu og sóttu.
Áhersla á röksemdafærslu
og uppbyggingu ræðu
Með keppninni eru laganemar
að leggja sitt af mörkum til þess
að öðlast þá hagnýtu reynslu sem
mörgum fínnst vanta inn í háskóla-
námið, að sögn Ásdísar Magnús-
dóttur, funda- og menningarmála-
stjóra Orators. Orator fékk prófess-
orana Eirík Tómasson og Viðar
Má Matthíasson til þess að semja
dómsmálið og auk þeirra dæmdu í
keppninni hæstaréttardómararnir
Haraldur Henrysson, Gunnlaugur
Claessen og Pétur Kr. Haf-
'Sími 555-1500 ’
Höfum kaupanda
að 200—250 fm einbhúsi á Stór-
Reykjavikursvæðinu. Engin skipti.
Sumarbústaður
Til sölu góður ca 50 fm sumarbústað-
ur i landi Jarðlangsstaða í Borgarfirði.
Eignarland hálfur hektari. Verð: Til-
boð.
BB3ÍJSH23MM
Digranesheiði
Gott ca 120 fm einbýli auk ca 35 fm
bílskúrs á þessum vinsæla stað. Áhv.
húsbr. ca 2,4 miltj. Verð 11,5 millj.
Garðabær
Hlíðarbyggð
Til sölu ca. 200 fm endaraðhús. Verð
11,5.
Stórás
Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm bíl-
sk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv.
Skipti möguleg á 3ja herb. íb.
Reykjavík
Baughús
Glæsileg ca 90 fm 3ia herb. íb. í tvíb.
meö góðu útsýni. Ahv. ca 2,8 millj.
húsbréf. Verð 8,5 millj.
Skipholt
Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm í
fjölb. Verð 2,7 millj.
Hafnarfjörður
Gunnarssund
Til sölu er góð 3ja herb. íb. á jarðh.
Breiðvangur
Mjög góð 5 herb. ca 112 fm Ib. á 2.
hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj.
Álfaskeið
Einbýlishús á tveimur hæðum með
hálfum kj„ samtals 204 fm. Mikið
endurn. Ath. skipti á lítilli íb.
Reykjavíkurvegur
Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítið
áhv. Verð 4,3 millj.
Atvinnuhúsnæði
Amarnesvogur
Til sölu ca 1000 fm atv.húsn. Góð
lofthæð.
Vantar eignir á skrá
Fasteignasala,
Strandgötu 25, Hfj.
Árni Grétar Finnsson, hrl.
stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl.
stein. Málið sem um var deilt var
á sviði stjórnskipunarréttar og
snerist um gildi kjarasamninga og
launakjör starfsmanna í sérverk-
efnum. í mati á frammistöðu kepp-
enda var sérstök áhersla lögð á
röksemdafærslu og uppbyggingu
ræðu.
Lið B, skipað þeim Eiríki Svav-
arssyni, Helga M. Gunnarssyni,
Guðrúnu M. Baldursdóttur og Hjör-
dísi Halldórsdóttur, bar sigur úr
býtum og fékk hvert og eitt þeirra
að launum Grágás, sem Mál og
menning gaf til keppninnar. Hjördís
var jafnframt kjörin málflutnings-
maður Orators 1997. Sem verðlaun
fyrir það gáfu A & P Lögmenn far-
andgrip hannaðan af Ófeigi Björns-
syni gullsmið, auk þess sem Hjör-
dís fékk áritaðan skjöld. Að sögn
Ásdísar mun hvort tveggja ganga
manna á milli í keppninni næstu
þijátíu árin að minnsta kosti.
ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, segir að sú
ákvörðun Seðlabanka Islands að
hækka vexti á innistæðubréfum
um 0,8-0,9 prósentustig í
6,6-6,7% eftir binditíma í því skyni
að stuðla að aðhaldi í peningamál-
um hafi verið fyllilega réttmæt og
skynsamleg ákvörðun miðað við
þróun efnahagsstærða undanfarna
mánuði og að teknu tilliti til óvissu
sem tengist kjarasamningum.
Að sögn Yngva Arnar Kristins-
sonar, framkvæmdastjóra pen-
ingamálasviðs Seðlabankans, voru
vextir á innistæðubréfunum hækk-
aðir til að halda vaxtastiginu
óbreyttu hérlendis og stemma
þannig stigu við þenslu.
Þórður Friðjónsson segist taka
undir þetta og segir að það sé
skynsamlegt við núverandi að-
stæður að veita efnahagslífinu að-
hald.
„Það hefur verið svolítil þensla
þannig að mér fmnst tvímælalaust
rétt að fara varlega í það að láta
vaxtalækkun koma fram á mark-
aðnum fyrr en menn hafa betri
tilfinningu fyrir því að það verði
jafnvægi og sæmilegur stöðugleiki
áfram í efnahagslífinu," sagði
Þórður.
Hann sagði að ráðstafanir sem
til þess séu fallnar að tryggja stöð-
ugleika séu oft þess eðlis að menn
reki hornin í þær, en ef næstu vik-
ur og mánuðir sýni fram á það að
UM 200 manns komu saman á
mótmælafundi sem andstæðingar
álvers á Grundartanga efndu til á
Arnarhóli síðastliðinn laugardag,
að sögn Guðbrands Hannessonar,
oddvita Kjósarhrepps, en þar voru
aðallega samankomnir fyrrverandi
og núverandi íbúar Kjósarhrepps
og Borgarfjarðar. Á fundinum
voru Finni Ingólfssyni iðnaðarráð-
herra afhent mótmæli sem samin
voru á sameiginlegum fundi íbúa
Kjósarhrepps og íbúa á svæðinu
ofan Hvalfjarðar.
Fleiri hefðu mátt
sækja fundinn
Á fundinum bauð iðnaðarráð-
herra upp á að stofnaður yrði
starfshópur stjórnvalda og við-
komandi sveitarfélaga ef af
byggingu álvers á Grundartanga
yrði, og fengi starfshópurinn það
hlutverk að fylgjast með mengun-
armælingum af völdum stóriðju á
svæðinu og koma upplýsingum um
niðurstöður þeirra á framfæri við
íbúa svæðisins.
Að sögn Guðbrands Hannesson-
ar lögðu um 45 bílar af stað frá
Félagsgarði í Kjós á mótmæla-
fundinn á Arnarhóli og svipaður
fjöldi bættist í bílalestina á leiðinni
til Reykjavíkur. Guðbrandur sagði
að gjarnan hefðu fleiri mátt sækja
fundinn á Arnarhóli.
Ganga á
fund umhverfisnefndar
„Maður finnur gífurlega mikinn
hér á landi verði sæmileg kyrrð
þá séu forsendur til þess að beita
sér fyrir lækkun vaxta og þá ekki
síst í ljósi þess að vextir víða er-
lendis hafi lækkað og vaxtamunur
sé mikill milli íslands og annarra
landa.
„Hann stafar einfaldlega af því
að verulegu leyti að það er óvissa
um verðlagsmál og launamál sem
tengist gerð kjarasamninga, og
það er ekki fyrr en sú óvissa er í
aðalatriðum að baki sem þessar
forsendur myndast fyrir lækkun
vaxta. Þess vegna er það fyrst og
fremst í höndum aðila vinnumark-
aðarins að skapa þessar forsendur
við núverandi aðstæður. Röðin á
þessu er því sú að fyrst kemur í
raun og veru lausn á verkefni að-
ila vinnumarkaðarins, sem er kja-
rasamningagerðin, og síðan í fram-
haldi eru forsendur fyrir lækkun
vaxta,“ sagði Þórður.
Dregur úr getu atvinnulífsins
til að eflast
Gylfi Arnbjörnsson, hagfræð-
ingur Alþýðusambands íslands,
segir að þar sem Seðlabankinn
spái 0,6% verðbólgu á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs og á síðasta
ársfjórðingi í fyrra hafi verðbólgan
mælst 0,5%, sé það mjög undarlegt
að það skuli leiða til þess að Seðla-
bankinn sjái sig knúinn til að halda
vöxtunum hér á landi uppi þar sem
sé að minnsta kosti Evrópumet í
stuðning en af einhveijum ástæð-
um lætur fólk sig _ekki varða þetta
með mótmælum. Ég veit hins veg-
ar að það er ekki af því að fólk
sé ekki á móti þessu, en af ein-
hverjum ástæðum fjölmennti það
ekki þarna. Það virðist sem það
hafi verið litið svo á að þetta væri
meira okkar samkoma heldur en
að almenningur kæmi þarna,“
sagði Guðbrandur.
Hann sagði að umhverfisnefnd
vaxtastigi. Hann segir að ef menn
hafi áhyggjur af því að nýtt álver
hafi í för með sér mikla þenslu í
hagkerfinu veki það spurningar
um hvers vegna stjórnvöld séu með
mótaða stefnu um að fjölga hér
stóriðjufyrirtækjum ef tilkostnað-
urinn við það sé að drepa allt ann-
að niður.
„Hækkun vaxta hefur mjög nei-
kvæð áhrif á afkomu heimilanna,
og með því að gera þetta í erfiðri
og viðkvæmri stöðu í kjarasamn-
ingum vegna þess að menn hafa
áhyggjur af framvindu kjaramála
eru þeir þarna beinir gerendur í
því að róa undir og draga úr ráð-
stöfunartekjum og auka útgjöld
heimilanna, og á sama tíma hækka
einnig vaxtastig atvinnulífsins og
bæði draga úr getu atvinnulífsins
til að borga kaup og það sem skipt-
ir enn meira máli í þessu sam-
hengi að draga úr getu atvinnulífs-
ins til að eflast almennt,“ segir
Gylfi.
Eðlilegar markaðslegar
forsendur
Hannes G. Sigurðsson, hag-
fræðingur Vinnuveitendasam-
bands Islands, segir að ákveðinn
þrýstingur hafi verið á að vextir
lækkuðu við þær aðstæður sem
nú séu og Seðlabankinn sé hins
vegar að reyna að sporna við gjald-
eyrisútstreymi sem gert hafi vart
við sig og út af fyrir sig séu eðlileg-
Alþingis myndi væntanlega taka
álversmálið fyrir nú í vikunni og
þangað yrðu fulltrúar þeirra sem
mótmælt hafa byggingu álversins
kallaðir fyrir og þeim gefinn kost-
ur á að skýra sjónarmið sín. Þá
sagði hann að á döfínni væri að
stofna samtökin Verndun Hval-
fjarðar þann 1. febrúar næstkom-
andi og öllum yrði boðið að gerast
aðilar að þeim.
ar markaðslegar forsendur fyrir
þessum aðgerðum bankans.
„Við viljum gjarnan sjá vextina
lækka en það eru líka þær aðstæð-
ur uppi núna að það er óvissa
vegna kjarasamninga og mikilla
kaupkrafna sem hljóta að halda
uppi vöxtunum og knýja þá upp.
Þeir geta auðvitað ekki lækkað
fyrr en markaðurinn sannfærist
um það að hér verði áframhald-
andi stöðugleiki. Við sjáum ekki
fram á annað en það að ef það
verða knúnar fram hérna einhveij-
ar kauphækkanir sem ekki fá stað-
ist þá sé engin von til þess að raun-
vextir geti lækkað heldur muni
þeir hækka,“ segir Hannes.
Full þörf á að halda
aftur af þenslu
Yngvi Harðarson hagfræðingur,
sem annast ráðgjöf í efnahagsmál-
um, segir að miðað við efnahags-
horfur eins og þær séu núna sé
þörf á því að halda skammtíma-
vöxtum á þessum nótum
„Það eru góðar hagvaxtarhorf-
ur, og aðgerðir Seðlabankans miða
fyrst og fremst að því að halda
aftur af þenslu. Mér sýnist að þess
sé raunar full þörf, bæði til þess
að veija gjaldeyrisforða Seðla-
bankans bæði beint með því að
stuðla að fjármagnsflutningum til
íslands og eins þá að draga úr
almennri eftirspurn og draga úr
innflutningi,“ segir Yngvi.
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar um vaxtahækkun Seðlabankans
Fyllilega réttmæt og
skynsamleg ákvörðun