Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Stígðu út úr veislu- sölunum, SteingTÍniur Ari UNDANFARNA daga hefur birst greinaflokkur eftir Steingrím Ara, aðstoðarmann fjármálaráð- herra, þar sem hann á örvænt- ingarfullan hátt reynir að réttlæta samning fjármálaráðuneytisins um lífeyrissjóð útvalinna ríksstarfs- manna, sem hefur misboðið rétt- lætiskennd fólks og hleypt hefur gerð kjarasamninga í uppnám. Þessar greinar hafa verið skemmti- efni á þeim stöðum sem ég hef komið undanfarna daga og eru taldar lýsa vel viðhorfum hroka- fulls embættismanns sem með öllu er slitinn úr tengslum við fólkið í landinu. Má t.d. benda á þar sem hann lýsir velþóknun og ánægju sinni með að lögin um lífeyrissjóð- inn hafi verið afgreidd á Alþingi þrátt fyrir andstöðu ASÍ og VSI. Á yfirlætisfullan hátt lýsir Stein- grímur Ari því yfir að komið hafi í ljós að gagnrýni á þennan gjörn- ing hafi verið byggð á miskilningi. Ég veit að það þýðir ekki en ég ætla nú samt að benda Steingrím Ara á, að hið gagnstæða hefur komið fram, má þar m.a. benda á að greinar skrifstofustjóra fjár- málaráðuneytis og hagfræðings BSRB og svo ekki síst greinar Steingríms Ara hafa staðfest allt það sem aðilar hins almenna vinnu- markaðs hafa haldið fram. Steingrímur Ari bendir réttilega á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar standi að jafna skuli lífeyr- isrétt landsmanna, hann reynir svo að sannfæra okkur um að það hafi verið gert með því að setja á laggirnar lífeyrissjóð fyrir starfs- menn fjármálaráðuneytis og nokkra aðra útvalda ríkisstarfs- menn þar sem réttindi eru langt umfram það sem við hin í landinu búum við í okkar lífeyrissjóðum. Við eigum þó að borga aukinn kostnað og það eru ekki neinar smá- upphæðir því aukinn kostnaður ríkissjóðs vegna þessa verður a.m.k. 5 milljarðar á ári, eða 1,5% af allri launasummu í landinu. Það segir okkur lands- mönnum mikið til um hvaða hugarfar ríkir á hinu háa Alþingi þegar þetta hrekkur um- ræðulaust í gegnum Alþingi. Alþingismenn vissu að þeir voru í raun að íjalla um eigin réttindi og þá má auðvitað ekki ræða um að skerða, hvað þá að setja réttindi á svipað ról og tíðk- ast hjá okkur hinum sem búum í þessu landi, en þegar kemur að réttindum eins t.d. ellilífeyrisþega þá er í lagi að skerða réttindi og skafa af þeim nokkra milljónatugi eða barnafjölskyldum þá má skerða réttindi þeirra vegna tann- viðgerða um tugi milljóna og þann- ig mætti lengi telja. Á sama tíma og alþingismenn auka við lífeyris- rétt nokkurra útvalinna ríkisstarfs- manna er í gangi nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar sem gerir hveija atlöguna af annarri gegn almenna lífeyrissjóðakerfinu, þar er allt í lagi að draga úr réttindum eins og t.d. makalífeyri og örorkubót- um. Þetta er í augum siðblinds embættismanns jafngildi þess að jafna lífeyrisrétt landsmanna! Á sinn yfirlætisfulla hátt lýsir Steingrímur Ari því yfir að það sé hæfileg tryggingarvernd í nýja líf- eyrissjóðnum sínum. Hvað þá með lífeyristryggingu okkar hinna í landinu, okkur sem borgum brús- ann? Steingrímur Ari reynir að telja okkur í trú um að kostnaður ríkisins hafi ekkert hækkað, hvers vegna getur þá ríkisfyrirtæki eins og Póstur og sími ekki fallist á að þeir starfsmenn, sem fá að greiða áfram í B-deild- ina fái að flytja sig yfir á A-deildina? Ríkissjóður er látinn greiða 5,5% í lífeyris- sjóð Steingríms Ara umfram þau 6% sem við hin í landinu búum við, það réttlætir hann m.a. með því að hann sé tilbúinn að auka greiðslur í lífeyrissjóðinn um 4% af öllum launum í stað 4% af daglaunum! Hvað gerum við hin í landinu? Steingrímur Ari skýrir frá því að hann hafí samið um það við sjálfan sig að afnema ríkis- ábyrgð af lífeyrissjóðnum sínum, í stað þess reikni hann bara einu sinni á ári út hvort eitthvað vanti upp á að sjóðurinn eigi fýrir skuld- bindingum, nú ef svo er ekki þá borgar ríkissjóður bara það sem upp á vantar! Stjóm lífeyrissjóðs Stein- gríms Ara og vina hans getur sjálf ákvarðað hvort hún setji upp sér- eignadeild við sjóðinn. Áðrir lífeyr- issjóðir hafa líka sótt um þetta en því var hafnað í fjármálaráðuneyt- inu vegna þess að þeir eru ekki bankar! (Hér er vitnað til frægs viðtals við Steingrím Ara í útvarp- inu fyrir skömmu). Öllum öðrum en starfsmönnum fjármálaráðuneytisins er það ljóst að þeir eru vanhæfir að semja við sjálfa sig um eigin réttindi, sama má segja um alþingismenn. Við hin í landinu vitum að ekki verður Rætt er um, segir Guð- mundur Gunnarsson, hvernig við getum feng- ið þetta veruleikafirrta fólk til að leggja frá sér kampavínsglösin. langt þar til alþingismenn renna í gegnum Alþingi lögum um sinn eigin lífeyrissjóð. Þau verða byggð á lögum þessa sjóðs, það var ljóst þegar hin lögin voru samþykkt. Framlög ríkissjóðs (skattgreið- enda) í þann sjóð verða tæplega 40% á móti 4% framlagi alþingis- manna og eftir munu fylgja lög um lífeyrissjóð ráðherra, þar vitum við að framlag skattgreiðenda verður liðlega 80% á móti 4% fram- lagi ráðherra. Siðblinda alþingsmanna og helstu embættismanna og tengsla- leysi þeirra við okkur hin í landinu er orðið eitt helsta umræðuefni á þeim fundum sem ég sit og á þeim vinnustöðum sem ég heimsæki. Valdníðsla heitir það þegar hátt- settur embættismaður lætur birta eftir sig grein sem er 6-7 sinnum lengri en aðrir landsmenn fá birta í stærsta fjölmiðli landsins, sama dag og lögum um lífeyrissjóð útval- inna ríkisstarfsmanna er rennt í gegnum þingið. Sú grein var sama marki brennd og grein Steingríms Ara að vera hrokafull og mót- sagnakennd langloka, sem þegar vel er að gáð staðfestir það sem ég og aðrir hafa haldið fram um hinn nýja lífeyrissjóð. Við hin í landinu vorum vitni að því í fyrra þegar þessi hópur skammtaði sér Guðmundur Gunnarsson launahækkun tugum þúsunda króna fyrir ofan þær launahækk- anir sem við fengum. Auk þess tóku alþingismenn sér skattfríðindi sem aðrir landsmenn hafa ekki. Að því loknu var rúllað í gegnum þingið nýjum lögum um samskipti á vinnumarkaði í fullri andstöðu við okkur hin sem búum í þessu landi, vafalaust hefur Steingrímur Ari verið jafnánægður með þann gjörning. Það hefur svo komið í ljós nú á undanfömum vikum að starfsmönnum ijármálaráðuneytis dettur ekki í hug að fara eftir leik- reglum nýju laganna, eins og t.d. að vinna eftir viðræðuáætlunum. Fólki er tíðrætt um viðbragðaleysi félagsmálaráðherra og veltir því fyrir sér hvað hann geri nú ef stétt- arfélögunum yrðu á einhver mi- stök. Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp félagsmálaráðherra um at- vinnuleysistryggingar þar sem mannfyrirlitning skín í gegn á hverri síðu. Ráðherrar koma svo fram fyrir alþjóð, setja upp þung- búinn ábyrgðarsvip og lítilsvirða okkur hin í landinu með því að segja: „Nú verðið þið að sýna ábyrgð og semja af skynsemi"! Það ríkir algjör trúnaðarbrestur milli stéttarfélaganna og ríkis- stjórnarinnar og embættismanna hennar. Skattar hafa hækkað gífurlega, þá er ég að tala um útgjöld heimilanna, beina og óbeina skatta og orkuverð. Mörg heimili riða á barmi gjaldþrots, fólk ræðir um að því sé orðið alveg sama hvaða stjórnmálaflokkur sigrar eða tapar, það ræðir um hvernig við getum fengið þetta veruleikafírrta fólk til þess að leggja frá sér kampavínsglösin og stíga úr veislusölunum út í þjóðfé- lagið til okkar hinna svo við getum fengið alvörufólk í staðinn til þess að stjórna landinu. Fólki sem ekki er fast á klafa hagsmunagæslu fyrir ákveðna hópa í þjóðfélaginu, fólki sem ekki skarar jafn purkun- arlaust eld að sinni köku og núver- andi stórnvöld. Höfundur er form. Rnfiðnaðarsambands Islands. Um Tómasarguðspjall ÞANN 18. des. síðastliðinn skrif- aði Njörður P. Njarðvík grein, þar sem hann fjallaði um Tómasarguð- spjallið sem fannst í eyðimörkinni við Nag Hammadi. í þeirri grein undraðist hann að fjórir prestar sem hann Jjekkti vissu ekkert af þessu riti. Á aðfangadag skrifaði síðan áhrifamikill guðfræðingur meðal ungs fólks, Friðrik 0. Schram, varnaðarorð gegn apókrýfum guð- spjöllum, sem voru nokkurn veginn samhljóða öllum kennslubókum í faginu. Mig langar til að leggja orð í þennan belg, því að ég hefi verið kunnugur Tómasarguðspjalli síð- ustu 36 árin og hefí að auki kynnt mér önnur Tómasarrit, m.a. þau sem voru aðgengileg íslendingum á miðöldum. Áður en lengra er haldið ætla ég að segja lesendum mínum, að allt sem um Tómas postula má segja er stórhættulegt guðfræðilegt hættusvæði. Því er þögn kirkjulegrar guðfræði um Tómasarguðspjall auðskiljanleg. Þess vegna vil ég taka það fram, að það sem ég segi hér er fræðileg útlistun, sem er óháð minni Krists- trú að öðru leyti. í Jóhannesarguðspjalli er sú saga sögð, að postuli að nafni Tómas, sem kallaður er tvíburi („didýmos" á grísku), hafi haft efasemdir um upprisu Krists. Því hafi Kristur birst honum sérstak- lega til þess að hann fengi þreifað á sárum hans. En lokaorð sögunn- ar eru: „Sælir eru þeir sem ekki sáu en trúðu þó.“ Samkvæmt þess- um orðum prédika allir prestar um Tómas, að hann hafi verið hinn mesti efasemdamaður og sé í sjálfu sér ekki eftirbreytni verður. Á fyrstu öldum kristninnar voru til trúflokkar innan krist- indómsins, sem litu Tómas öðrum augum. Thom á hebresku þýð- ir tvíburi og sama þýð- ir dídýmos á grísku. Þessir titlar voru síðan af sumum tengdir bróðurnafni Jesú frá Nasaret, sem Júdas hét (en sá er talinn höfundur Júdasar- bréfs í Nýja testa- mentinu). Samkvæmt þessari skoðun var Tómas því tvíburabróð- ir Jesú og ekki nóg með það, held- ur var hann eineggja tvíburi: Þeir voru sem sé nákvæmlega eins í öllu. Þetta kemur hvað greinilegast fram í Tómasar sögu postula, sem var lesin hér á landi á miðöldum. Þar eru þeir bræður sífellt að hlaupa í skarðið hvor fyrir annan. Flóknast varð ástandið, þegar Tómas gifti sig og ætlað að eyða brúðkaupsnóttinni með brúði sinni. Þá, á miðri Ieið, nánast í dyragætt- inni, hljóp Jesús bróðir hans í skarðið fyrir hann og hóf miklar fortölur við brúðina um gildi mey- dóms og klausturlifnaðar. Það þarf varla að taka það fram fyrir kunn- uga, að þessi meydómsprédikun er öllum venjulegum mönnum þyrnir í augum, enda hafnar róm- verska kirkjan Tómasarsögu á þeim forsendum, að hún kenni ómanneskjulegt ein- setulíf. I hinni upp- runalegu Tómas- arsögu (en ekki þýtt í íslenska miðaldarit- inu) er „Ljóðið um perluna“ lagt í munn Tómasar, en eins og guðspekingar eiga að vita, þá er þetta ljóð einn helsti gimsteinn dulhyggjubókmennt- anna. Fleiri rit eru kennd við Tómas tvíbura. Hér á íslandi hafði nokkur áhrif „Barn- dómsguðspjall Tómas- ar“, þar sem gefið er í skyn að raktar séu prakkarasögur hins óstýriláta Guðs sonar. Ein þeirra er varðveitt í Þjóðsögum Jóns Árnasonar II, 5-6: Sköpunarsaga lóunnar. - Annað Tómasarrit er varðveitt í handritunum frá Nag Hammadi. Það er „Bókin um Tóm- as hólmgöngukappa", en hún er samtal Júdasar Tómasar og Græð- arans (þ.e. Jesú Krist) og eru köll- uð huldumál skrifuð upp af Matha- iasi, sem var í för með þeim. Þar stendur í upphafi þetta hér: „Jæja, úr því að sagt hefur verið, að þú sért tvíburabróðir minn og sannur samferðamaður, þá prófa sjálfan þig, að þú megir skilja hver þú ert, hvernig þú ert, hvernig þú ert til og hvernig þú munt verða. Þarna ræðir Græðarinn m.a. um Fylling Tímans, en á því hugtaki hefst Nýja testamentið. Speki- stefnumennirnir í Nag Hammadi Allt sem um Tómas postula má segja er, að mati Kolbeins Þor- leifssonar, á guðfræði- legu hættusvæði. af skóla Valentínusar djákna höfðu allt aðra kenningu um Fylling Tímans en okkur er nú kennd á Vesturlöndum. Guðfræðistúdentar voru til skamms tíma látnir skrifa ritgerð um þetta hugtak í kirkju- sögu og bar þeim að lýsa því svo, að mannkynssagan hefði gengið í beina línu sem stefndi á fæðingu Græðarans eða Frelsarans: Merk- isskref á þessari línu voru Alexand- er mikli og hellenisminn og síðar rómverska heimsveldið. Við þetta er ekkert að athuga, því að þetta er viðurkennd skoðun kristinnar kirkju í mannkynssögu. Klaustrið í Nag Hammadi og skoðanabræður þeirra hugsuðu Fylling Tímans öðruvísi. Þar var Tíminn nánast hugsaður sem poki eða dúkkulíki, fyllt með sagi eða sandkornum. Fylling tímans var því reiknuð í 360 himnum, sem samsvaraði einu ári; síðan bættust við englarnir sem bjuggu í öllum þessum himn- um, en þeir samsvöruðu stundum og sekúndum ársins. Ef við notum nútíma sekúndutal, þá finnum við það, að englafjöldinn, sem ekki verður tölu á komið er 31 milljón og 104 þúsund, sem er nákvæm tala hins indverska Brahma. Þetta Kolbeinn Þorleifsson verður að nægja um hugsanlegan fjölda þeirra sandkorna eða sagar- spóna sem falin eru í dúkku þeirri sem nefnist „Fylling Tímans“. Eins og hér sést, er í kringum Tómasarguðspjall nóg af villutrú til að setja hvern einasta mann út af sakramentinu sem heldur fram trúleika þessara rita. Þegar fræði- menn reyna að telja mönnum trú um, að Tómasarguðspjall sé frá árunum 50-100 e.Kr., eins og hinn merki Koester í Harvard, er sá hinn sami að telja mönnum trú um, að hér sé komið elsta guðspjallið. Að því svo viðbættu, að fyrir 60 árum fannst mynt gefin út af Gondófares Saka - konungi á Ind- landi, honum sem Tómas fór til að boði bróður síns til húsagerðar, þá eru máttarstólpar farnir að riða í kristnum textafræðum. Því er ekkert einkennilegt að venjulegum stúdentum sé haldið frá því að kynnast þessu efni. Þeir eiga að prédika um efunarmanninn Tómas, eins og venjulega. Þó hefur kirkjan á Vesturlöndum sett messudaga þessara bræðra á sömu vikuna, Tómasarmessu 21. des. Krists- messu 25. desember. Fyrir nokkrum árum afhenti ég séra Heimi Steinssyni, fyrrverandi útvarpsstjóra, þýðingar og ritgerð- ir um þessi Tómasarrit. Nokkru síðar hóf Illugi Jökulsson lestur á Tómasarguðspjalli og Barndóms- guðspjalli Tómasar í þáttum sín- um. Það eru að sjálfsögðu engin tengsl þar á milli, heldur lít ég svo á, að í seinna tilfellinu hafi maður- inn hagnýtt sér bókasafn nýguð- fræðings og prests við Hallgríms- kirkju í Reykjavík og hefði það verið mjög við hæfi ef rétt reyndist. Höfundur er fyrrv. sóknarprestur og kirkjusagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.