Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 I DAG MORGUNBLAÐIÐ EG Skrifstofubúnaður ■». Ámúla 20. 108 Rvík. Sími 533 5900 FÓTHVÍLA Efþú vilt láta þér líða virkilega vei. BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrir WINDOWS Sjáðu nýjan frábæran hugbúnað: www.treknet.is^throun gn KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Inniskór frá 490 kuldaskór frá 1990 smáskór í bláu húsi v/Fákafen AHRIFARIK HEILSUEFNI Auka orku, úthald og einbeitingu PROPOLIS Gæöaefni frá Healthilife $ Ih'allhiliíi fropolis £ ! nOp> Extract Æa u Sterkir Propolis belgir (90 stk) virkavel. Gott verð. URTE PENSIL Sólhattur og Propolis virka vel saman BIO QINON Q-10 Eykur orku og úthald ,S*-. 9 Skalli Plus vinur magans Bio Silica, járn í melassa Super Bio-Qinon QlO tepoto !. tsspS' Þú getur treyst heilsuefnum frá Parma Nord 100% Bio-Biloba Ginkgo Bio-Selen + Zink Bio-Chróm Bio-Glandin Bio-Calcium Bio-Fiber o.fl. HIO-SELEN UMB, SIMI 557 6610 lOII ÍSLENSKA ÓPERAN sími 551 1475 KÁTA EKKJAN Óperetta eftir Franz Lehár Texti eftir Viktor Léon og Leo Stein íþýðingu Þorsteins Gylfasonar og Flosa Ólafssonar. Hljómsveitarstjóri Leikstjóri Leikmyndahönnuður Búningahönnuður Ljósahönnuður Danshöfundur Páll Pampichler Pálsson Andrés Sigurvinsson Stígur Steinþórsson Hulda Kristín Magnúsdóttir Björn B. Guðmundsson Ástrós Gunnarsdóttir • Signý Sæmundsdóttir • Garðar Cortes • Sigurður Björnsson • Marta Halldórsdóttir • Þorgeir Andrésson • Jón Þorsteinsson • Stefán H. Stefánsson • Ólafur Frederiksen • Magnús Jónsson • Kristinn Hallsson • Sieglinde Kahmann • Árni Tryggvason Kór Islensku óperunnar Hljómsveit íslensku óperunnar FRUMSÝNING laugardaginn 8. febrúar, HÁTÍÐARSÝNING sunnudaginn 9. febráar, 3. sýning föstudaginn 21. febrúar, 4. sýning laugardaginn 22. rebrúar. Sýningar heljast kl. 20.00. Styrktarfélagar íslensku óperunnar eiga forkaupsrétt í miðum dagana 21.-24. janúar. Almenn sala hefst laugardaginn 25. janúar. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15—19, sýningardaga til kl. 20.00. Sími 551 1475. Greiðslukortaþjónusta. skák llmsjón Margeir Pctursson STAÐAN kom upp á Excelsior Cup mótinu í Gautaborg sem lauk í síð- ustu viku. Helgi Áss Grét- arsson (2.470), stórmeist- ari, hafði hvítt og átti leik, en sænski alþjóðameistarinn Mats Sjöberg (2.430) var með svart. 36. Bxd7! - Rxd7 37. b5! og svartur gafst upp, því hann getur ekki komið í veg fyrir að hvítur komi peði upp í borð og veki upp nýja drottningu. Besta vömin er 37. — Rb8, en þá leikur hvítur 38. d7! - Rxd7 39. bxc6 og svartur er varnar- laus. Helgi Áss var með flensu í upphafi mótsins og byrj- aði illa. En hann náði sér á strik og endaði í 2.-3. sæti. Skák hans við neðsta mann mótsins í síðustu umferð endaði í jafntefli, en með sigri hefði hann orðið efstur. Úrslit mótsins: 1. Evgení Gleizerov, Rúss- landi 6 v. af 9 2. -3. Helgi Áss Grétars- son og Mikhail Rytsjagov, Eistlandi 5‘A v. 4.-5. Tiger Hillarp Pers- son, Svíþjóð og Jacep Gdanski, Póllandi 5 v. 6. Johnny Hector, Sviþjóð 4 ‘A v. 7. —8. Ari Ziegler, Svíþjóð og Mats Sjöberg, Svíþjóð 4 v. 9. Karl Johan Moberg, Sví- þjóð 3 v. 10. Johan Hultin, Svíþjóð 2'h v. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Góð reynsla af bekkjaleikfimi VIKTORÍA hringdi og vildi taka undir það sem Fanney sagði í Velvak- anda 15. janúar um bek- kjaieikfimi. Hún segist hafa mjög góða reynslu af þessum bekkjum og hvetur aðrar konur til að prófa þá. Tapað/fundið Sundbols saknað SÍÐASTLIÐINN laugar- dag var ég í Sundlaug Seltjarnamess ásamt öðrum skokkuram úr TKS (Trimmklúbbi Sel- tjarnarness). Þar lá mér eftir nýr sundbolur og gamalt handklæði en nú finnst hvorugt þrátt fyrir mikla eftirgrennslan. Mér er sama um hand- klæðið en sundbolurinn var mjög kær. Hann er mjög sérstakur, ljósgulur og blágrænn, símunstr- aður, en gular fellingar era á brjósti og í baki. Eg keypti bolinn úti í Malaysíu í sumar og í minningu minni tengist hann góðu sumarleyfi á framandi slóðum. Ég vil nú skora á þann sem tók bolinn minn í misgripum um að skila honum til mín eða í sund- laugina. Mig sárvantar hann og ég sé eftir hon- um. Eg heiti góðum fundarlaunum. Síminn minn er 562-3434. Kristín Jónsdóttir. Trúlofunar- hringur UM áramótin tapaðist trúlofunarhringur. Inni í hringnum stendur þín Lilja. Skilvís finnandi er beðinn um að skila hringnum til óskiladeild- ar lögreglunnar. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stelpur héldu hluaveltu nýlega til styrktar Hjálparstofnun kirkjunnar og varð ágóðinn 5.000 krónur. Þau heita Ingibjörg Helga, Dóra Sif, Diljá og Katrín. Yíkveiji skrifar... TÆKIFÆRI fólks til bílakaupa eru meiri en áður. Bílaumboð, tryggingafélög og fjármögnunar- fyrirtæki keppast um að auglýsa margar tegundir af lánum til þess að auðvelda fólki að kaupa bíl. Nú síðast hefur Sp-fjármögnun, sem er í eigu sparisjóðanna, boðið upp á 7 ára lán til bílakaupa. Allt er þetta jákvætt, svo lengi sem viðskiptavininum er gerð grein fyrir því, hvert raunverulegt kaup- verð bíls er, sem keyptur er með þessum hætti. Þess vegna voru at- hugasemdir Samkeppnisstofnunar við auglýsingar Brimborgar á dög- unum eðlilegar. Samkeppnisstofnun gerði m.a. kröfu til þess að fyrir- tækið upplýsti viðskiptavini sína um heildarverð bílsins, þegar hann væri keyptur með þeim lánskjörum, sem í boði eru. Víkveiji tók hins vegar eftir því í auglýsingum bílaumboða í Morg- unblaðinu um helgina að þau fylgja þessum fyrirmælum ekki, þótt a.m.k. ein auglýsing hafi birzt frá Brimborg, þar sem heildarverð er gefíð upp og kemur þá í ljós, að endanlegt verð bílsins er mun hærra en staðgreiðsluverð eins og við var að búast. Það á að vera sjálfsagt mál, að slíkar upplýsingar komi fram, ekki bara í bílaauglýsingum heldur í öll- um auglýsingum, þar sem fólki er boðið upp á hagstæð greiðslukjör. xxx RAUNIR Víkvetja í jólainnkaup- unum í Hagkaup vekja spurn- ingar um hæfni starfsmanna og þjónustu verslunarinnar. Víkveiji var staddur í sérvörudeild Hag- kaups í Kringlunni sunnudagskvöld- ið fyrir jól. Þar var mikið að gera og biðraðir á öllum kössum. Ymis tilboð voru í gangi og þar sá Vík- veiji að bók sem hann hafði áhuga á að kaupa var á hagstæðu verði, en hún kostaði 2.295 krónur sam- kvæmt verðmerkingu á hillunni. Víkverji greip bókina, rölti um verslunina og endaði í biðröð á kassa sem var í hinum enda hús- næðisins. Þegar verð bókarinnar var skannað inn, eftir nokkra bið í röðinni, kom í Ijós að það var misræmi milli verðsins á hillunni og verðsins í tölvukerfinu. Verðið í tölvunni var 200 krónum hærra. Víkveiji sagði afgreiðslustúlkunni frá tilboðsverðinu en hún sagði að öll tilboðsverð væru komin inn í tölvukerfið. Víkveiji sagði þetta ekki rétt en hún endurtók sitt svar. í þessari stöðu fannst Víkveija vænlegast að borga bókina en ákvað samt að reyna að fá leiðrétt- ingu í bókadeildinni ef verðupplýs- ingarnar á hillunni væru réttar. Þangað var skundað og beðið í annarri biðröð. Þegar að af- greiðsluborðinu var komið og er- indið hafði verið borið upp var svar- ið sem Víkveiji fékk „þú verður að fara aftur á hinn kassann og fá endurgreiðsluna þar, ég get ekki greitt hana út hér“. Víkverja fannst þessi þjónusta fyrir neðan allar hellur, þar sem verslunin hefði hæglega getað séð til þess með einföldu móti að slíkar endur- greiðslur færðust á milli kassa við uppgjör. Hann sagði að lítil von væri um að fá endurgreiðsluna þar, þar sem afgreiðslustúlkan hefði þrætt við sig um verðið og hann sæi ekki hvernig hún ætti að geta sannreynt það, nema arka þvert yfir salinn. Afgreiðslustúlkan í bókadeildinni gekk að hillunni og fullvissaði sig um að Víkverji hefði rétt fyrir sér. Hún tók upp símann og gaf þeirri sem hafði afgreitt Víkveija áður upplýsingar um rétt verð. Víkverji spurði hvort hann þyrfti að standa í þriðju biðröðinni til að afgreiða þetta mál, en var sagt að hann skyldi gefa sig strax fram á kassanum. Þegar á fyrri kassann kom var verið að afgreiða viðskiptavin með fulla körfu af vörum svo enn mátti Víkveiji bíða. Stúlkan baðst afsök- unar á mistökunum og tók við kassakvittuninni, en þá kom babb í bátinn. Hún horfði vandræðaleg í kringum sig og spurði „er einhver klár í reikningi?" Víkveiji trúði ekki eigin eyrum og ákvað að bíða og sjá hvað gerðist. Hún beið þar til önnur starfsstúlka hafði lokið við afgreiðslu og spurði „hvað á ég að gefa til baka? Ég stimplaði inn 2.495 en þetta áttu að vera 2.295“. Starfssystir hennar leysti þetta „flókna“ vandamál greiðlega. Vík- veiji fór heim með 200 króna sparn- að eftir 40 mínútna hrakningar í versluninni og staðfestingu á því að stærðfræðikunnátta íslenskra nemenda er óviðunandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.